Hefði verið gott að vera í réttum félagsskap - ESB

Það hefur verið eitt af höfuðrökum andstæðinga ESB aðildar, hversu gott það er að vera ekki bundinn neinum og geta samið við Bandaríkin jafnt og Kína. Það að vera í ESB er talið binda okkur, t.d. varðandi fríverslunarsamninga og annað.

Hvar eru þau rök núna?

Hefði ekki verið skynsamlegra að vera í réttum félagsskap, þ.e.a.s. innan ESB og með evruna við þessar aðstæður. Hefði Evrópski seðlabankinn þá lokað á lánalínur til okkar?


mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

hefur thad alveg farid framhjá ther ad í ESB er hver ad gera sitt "engin samvinna"

Pétur Hlíðar Magnússon, 7.10.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það hefur farið fram hjá Guðbirni, enda hljómar færslan eins og hann sjái einhvern ljóma af fínpússaðri evrunni. Hún er bara ekkert eins gljáandi eins og hann heldur.

Villi Asgeirsson, 7.10.2008 kl. 19:43

3 identicon

Seðlabanki Evrópu má ekki veita þrautavaralán. Það er ekki nema að því gefnu að þessir bankar sem eru komir á hliðina hafi verið í fullkomnu ástandi og átt nóg af góðum eignum sem að þeir hefðu fengið lausafé frá ECB. Miðað við viðskiptahætti mannanna sem áttu þá efast ég um að það hafi verið reyndin. Bendi á að Jón Ásgeir er löngu hættur að væla um bankarán.

Björgunaraðgerðir fyrir gjaldþrota banka eru algjörlega á ábyrgð og reikning einstakra aðildarríkja. Við þessar aðstæður vantar ekki mikið upp á að Maastricht  rifni í tætlur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:09

4 identicon

Drengir, research, research, research! Látið það nú vera að stóla á islenska fjölmiðla og þær fréttir sem þeir VELJA að birta fyrir íslendingu. Hér eru dæmi um fréttir sem ekki hafa birst í íslenskum fjölmiðlum.

http://jp.dk/indland/indland_politik/article1479274.ece

http://epn.dk/finans/article1474808.ece

http://epn.dk/international/article1477172.ece

Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

ESB og Evran hefðu nú ekki valdið því að hér hefði allt siglt lignan sjó frekar en gerist í öðrum löndum álfunnar. Ætli stórkarlarnir hefðu ekki bara verið búnir að blóðmjólka líka þá sjóði og möguleika sem slík aðild hefði boðið uppá?

Björg Árnadóttir, 7.10.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: Jens Ruminy

Ég þakka Thor Svensson innleggið.

Til að hafa allt á hreinu þá gerir ESB og ECB ekkert til að rétta málið á fjármálamörkuðum því það er ekki verefni þeirra. ESB-ríkin eru nefnilega eins og áður fullveld ríki sem þurfa að fara í aðgerðir sjálf. EN ESB er vettvangur þar sem aðildarríkin tala sin á milli og samræma aðgerðir. Þeir einu sem hafa farið sérleið í þetta skipti eru þjóðverjar og það virðist eins og þeir væru á hraðleið inn í samræmingu á ný eftir að hafa verið gagnrýndir fyrir því. Það hefur sýnt sig margoft í krísum undanfarin áratugi að í hvert skipti sem löndin hafa sundurliðast, hafa þau verið miklu verr úti en ella. Þessi reynsla virðist skila sér núna.

Björg hefur rétt fyrir sér að ESB hefur ekki bjargað lönd frá fjármálakrísunni sem nú blasið við en ECB er stór seðlabanki sem gefur sjálfur út eftir sóttan gjaldeyri og þarf því að hafa miklu færri áhyggjur af gjaldeyrisviðskiptum, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að langflest viðskipti ESB-landa fara fram innan Evru-svæðis og því engin þörf fyrir stanslaus gjaldeyrisviðskipti í hlutfallslega stórum stíl, og þau lönd sem eru ekki (enn) með Evru eru í föstu gjaldeyrissamstarfi nú þegar (nema Svíþjóð).Og á Evrusvæði er miklu öflugri fjármáleftirlit með allt aðra getu (meira mannauð) en íslenska fjármálaeftirlitið.

 Þess vegna er ESB vænn kostur, sérstaklega fyrir lítil lönd.

Jens Ruminy, 7.10.2008 kl. 21:54

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að Jens Ruminy hafi hitt naglann á höfuðið og það var þess vegna, sem ég skrifaði þessa grein.

Líkt og líklega 95% þjóðarinnar vantreysti ég Fjármálaeftirliti, Seðlabanka og ríkisstjórn Íslands aðeins um þessar mundir. Stjórnvöld, sem leyfa erlendum skuldum bankanna að vaxa í að vera 1500 af þjóðarframleiðslu landsins, hljóta að vera frekar sjaldgæf. Ég er handviss um að Seðlabanki Evrópu hefði ekki leyft Íslendingum slíka vitleysu værum við í myntbandalaginu. Þeir fylgjast náið með efnahagslífi aðildarríkja myntbandalagsins m.t.t. til verðbólgu, erlendra skulda ríkisins og viðskiptabanka, ríkisbúskapsins, viðskiptahalla o.s.frv. Ég geri ráð fyrir að Evrópski seðlabankinn fylgist einnig með því, hvort aðildarríki myntbandalagsins séu borgunarmenn fyrir skuldum sínum? Finnst ykkur það ekki einnig líklegt? Kannski þurfum við bara einhvern, sem fylgist með okkur? Sérstaklega ef maður lítur til sögu landsins síðan við eignuðumst okkar eigin gjaldmiðil.

Vandamál okkar er eflaust margþætt, en við mér blasa aðallega við tvö vandamál. Það hefur verið skrúfað fyrir lánalínur (gjaldeyrislínur) til landsins, sem veldur því að bankarnir geta ekki endurfjármagnað sig. Við þetta þurrkast upp allur gjaldeyrir á gjaldeyrismarkaði vegna þess að bankana vantar gjaldeyri til að borga til baka lánin sín og til að selja fyrirtækjum og einstaklingum gjaldeyri, sem annaðhvort stunda viðskipti við útlönd eða eru á leiðinni erlendis. Gjaldeyrir hækkar því í verði í samræmi við markaðslögmálin. Það eykur enn verðbólguna og er í dag það eina sem kyndir undir verðbólgubálinu, þar sem eftirspurn innanlands er líklega dottin niður.

Ég spyr því eins og fáviti: myndi það engu breyta ef við værum með evru í gangi hér og borguðum okkar skuldir með þeim. Væri ég þá með blandað gjaldeyrislán á bílnum mínum og margir aðrir (ekki ég) með gjaldeyrislán á húseignum sínum, sem hafa hækkað um 50-60%? Nú erum við með 20% verðbólgu, sem er drifin af gengisfalli krónunnar. Er eitthvað annað land með slíka verðbólgu vegna 50-60% verðfalls síns gjaldmiðils. Myndi það engu breyta fyrir bankana ef ég greiddi þeim húsnæðislán og bílalán til baka í evrum - væri róðurinn ekki einfaldari. Gætum við ekki þá borgað innflutninginn okkar með evrum? Myndi ég ekki borga í Bónus með evrum, sem myndi greiða heildsalanum með evrum, sem greiddi birgjunum úti með evrum.

ER ÉG SVONA HEIMSKUR EÐA MYNDI EVRA EKKI EINFALDA ÞETTA FERLI AÐEINS?

Annað. Hversvegna á Evrópski seðlabankinn að hjálpa okkur? Við erum ekki í myntbandalaginu og ekki einu sinni í ESB. Við höfum einmitt sýnt hroka gagnvart aðild að ESB og talið okkur of góða fyrir sambandið. Nefnið mér eina góða ástæðu. Lönd ESB hafa ekki ákveðið aðgerðir sín á milli, ok! En myndu þau ekki hjálpa aðildarríki ESB eða myntbandalagsins, ef allir bankarnir væru komnir á hausinn og þjóðin á barmi gjaldþrots, með skuld upp á 15 falda þjóðframleiðslu sína?

ÉG HELD ÞAÐ NÚ!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband