11.10.2008 | 10:45
"Wannabe" heimsveldi og fyrrverandi kúgarar fátækra þjóða
Afstaða Breta í öllum málum er á sömu lund og hjá öðrum "wannabe" heimsveldum og fyrrverandi og núverandi kúgurum þjóða.
Þrátt fyrir að það hafi í raun verið Bandaríkjamenn og Rússar, sem unnu síðari heimsstyrjöldina, eignuðu Bretar sér að miklu leiti sigurinn í síðari heimsstyrjöldinni og þá aðallega á kostnað Rússa, sem færðu langstærstu fórnina í síðari heimsstyrjöldinni, þótt fáir á Vesturlöndum virðist enn átta sig þeirri "tragedíu". Þetta gerði það síðan að verkum að þjóðernistilfinning og hroki Breta jókst að sama skapi.
Bretar hefur einnig tekist að koma heiminum í skilning um að þeir séu einhver mesta menningarþjóð í heimi og með eina glæsilegustu menningarsögu heims. Það fer þó víðsfjarri að svo sé. Mestu menningarþjóðir Evrópu eru auðvitað Ítalir, Þjóðverjar og síðan koma Frakkar og Bretar þar á eftir. Síðan eru auðvitað til margar aðrar stórar menningarþjóðir í heiminum, s.s. Indland og Kína. En það voru þjóðir sem Bretar forsmáðu og niðurlægðu um langan tíma. Nei, Bretar hafa ekki verið mótandi í menningu Evrópu - nema þá í leiklist hvað Shakespeare varðar.
Auðvitað eiga myndlist og tónlist sér sterkastar rætur og hefð á Ítalíu. Mest áhrif í okkar bókmenntasögu höfðu auðvitað þjóðverjar "via" Danmörku, en skandínavískar bókmenntir voru gegnumsmitaðar af þýskum áhrifum og nægir þar að minna á Heine, Goethe, Schiller o.s.frv. endalaust Í tónlistinni er þetta það sama, þar sem þýsk/austurrísk áhrif frá Mozart, Haydn, Beethoven, Wagner, Brahms, Mahler o.s.frv. endalaust voru ráðandi og mótandi um alla Evrópu. Sömu sögu er að segja um heimspeki og sálarfræði, þar sem þýska menningarsvæðið var ráðandi auk þess sem einn og einn Dani stakk upp höfðinu.
Bretar og Bandaríkjamenn hafa mikla minniháttarkennd gagnvart okkur þessum miklu menningarþjóðum Evrópu. Á meðan þeir voru uppteknir við að leggja undir sig nýlendur og kúga og drepa þar fólk eða drepa hvorn annan í villta vestrinu eða drepandi aðra kynþætti (Indíána og blökkumenn) voru Ítalir, Frakkar og Þjóðverjar að semja sinfóníur og óperur eða að mála meistaraverk, sem enn er hægt að dást að eða að skrifa bundið og óbundið mál, sem við elskum enn þann dag í dag eða velta fyrir sér heimspeki og sálarfræði. Bretar og Bandaríkjamenn hafa alla tíð reynt að stela bestu listamönnum og vísindamönnum Evrópu og máttur þeirra byggir að miklu leyti á þessari staðreynd. Þrátt fyrir mikla fátækt eiga Íslendingar aðkomu að þessum menningararfi í formi fornbókmenntanna.
Vera þeirra og Bandaríkjamanna hér á landi hafði mikil áhrif á íslenska menningu. Fyrir stríð höfðum við litið á okkur sem norræna menn og röktum ættir okkar til Norðurlandaþjóðanna og síðan til norðurhluta Mið-Evrópu (Germana - þýskra ættbálka og einnig germanskra frísa - Holland/Belgía). Nær allir Íslendingar, sem fóru til náms lærðu í Þýskalandi og Danmörku og þangað sóttum við allar okkar fyrirmyndir.
Seinni heimsstyrjöldin og nasisminn sáu til þess að Íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir fjarlægðust frændur sína í Þýskalandi, Hollandi og Frísana í Belgíu og það samband hefur aldrei náð sér almennilega á strik aftur. Þótt áhugi Þjóðverja á okkur og okkar menningu sé enn mikill, hefur sá áhugi ekki verið endurgoldinn hér á landi. Íslendingar gapa enn upp í það sem bandarískt eða enskt er og bera sjónvarpsdagskráin og önnur menningaráhrif glöggt vitni um þetta.
Það er kominn tími til að við höllum okkur meira að raunverulegum vinum okkar og frændum á Norðurlöndunum og í Mið-Evrópu.
Það er kominn tími til að við hættum að hanga í rassgatinu á engilsaxneskri og bandarískri menningu og snúum okkur meira inn á við og til þeirra þjóða, sem skyldasta menningar hafa. ESB aðild er hluti að slíku ferli.
Bretar hafa sýnt ESB starfinu lítinn sem engan áhuga og eru í grunninn á móti því. Þeir telja sig - líkt og sumir Íslendingar - vera of góðir fyrir slíkt samstarf!
Of góðir fyrir Mozart, Beethoven, Goethe, Shiller, Schopenauer, Freud, Titian, Da Vinci ...
HÆTTUM AÐ HUGSA LÍKT OG BRETAR, LÍKT OG EINANGRAÐIR OG ILLA MENNTAÐIR VARGAR!
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi saga sýnir bara frammá það að ólíkt öðrum smáum eða varnarlitlum þjóðum sem breska "stór"veldið reyndi að kúga eða ræna, þá létum við þá ekki komast upp með það!
Reyndar er ég ólýsanlega heilluð af breskri menningu og tel hana fínasta og flottasta, en það gerir ógeðslegan yfirgang þeirra víða um heim bara ennþá sorglegri.
halkatla, 11.10.2008 kl. 11:48
Stolt er gott í hófi. Þrjóska er slæm. Þrjóska og þrautseigja er tvennt ólíkt. Svo er að finna muninn á þessu öllu.....
Björg Árnadóttir, 11.10.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.