Þjóðnýting eigna óreiðumanna upp í skuldir

Að mínu mati ætti að þjóðnýta allir eignir svokallaðra "óreiðumanna" hér á landi og erlendis og nota peningana, sem fást fyrir eignirnar síðar, til að greiða upp skuldir Íslendinga vegna þeirra ábyrgðar, sem landið hefur auðsjáanlega bakað sér.

Í kjölfar ESB aðildar standa viðskiptamenn Evrópu í röðum til að kaupa íslenska matvöruverslun, banka, Olíufélög og tryggingafélög.

Skiltunum verður einfaldlega skipt út: Carrefour í stað Hagkaupa og Bónus heitir þá kannski bara Aldi.

Matvælaverð verður viðráðanlegt, iðgjöld tryggingarfélaga lækka stórlega og bankavextir lækka niður í það sama og í Evrópu.

Ég þekki sæmilega til mála í Finnlandi og nákvæmlega þetta gerðist þar. Finnar gengu í ESB þegar þeir voru í mikilli krísu vegna hruns á viðskiptum þeirra við Rússa í kjölfar loka kalda stríðsins.

Þeir hafa blómstrað síðan þá og það munum við einnig gera innan ESB.


mbl.is Ísland enn í kastljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála! Tað er full reynt með krónuna og  Sjáfstæð tjóð erum við bara að nafninu til næstu 100 árin eða svo (sem betur fer)

óli (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Eignarrétturinn er verndaður af stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmálum.  Ertu að leggja til að hann verði afnuminn?  Og hvernig ætlar þú að finna út hverjir eru "óreiðumenn" og hverjir ekki?  Eru hluthafar bankanna, sem hafa tapað öllu sínu hlutafé, "óreiðumenn"?  Það voru 11.000 hluthafar í Glitni, svo dæmi sé tekið.  Ertu þá að meina bara þá sem áttu hlutafé yfir einhverjum tilteknum mörkum?  Hver á að ákveða þau mörk?

Þetta er algjör bullumræða, kannski skiljanleg í ljósi tilfinningarótsins sem er í gangi, en rökleg er hún ekki.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.10.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bullumræða segir þú!

Ég skil þá fyrirvara, sem þú setur og auðvitað væri útfærsla slíkra hluta flókin og hugsanlega á gráu svæði.

Þessir "óreiðumenn" yfirgefa nú landið landið í stórum stíl og eiga stóreignir erlendis auk bankareikninga í Liechtensein og á Cayman eyjum, sem voru fjármagnaðir með sparifé Íslendinga, Breta og Hollendina auk annarra skulda, sem þeir skilja eftir hérlendis og erlendis.

Við munum þurfa að ganga í ábyrgð fyrir hundruð ef ekki þúsund milljarða og þér finnst bara að almenningur eigi að samþykkja það? Ég er bara hreinlega ósammála.

Eignarréttur sá ,sem þú minnist á, á ekki við um þýfi, heldur eignarrétt manna á hlutum, sem þeir hafa unnið fyrir á heiðarlegan hátt í sveita síns andlits, með viðskiptum, hafa erft eða verið gefið.

Talandi um rán eða "bankarán", þá var íslenska þjóðin svívirt og rænd öllum eigum sínum og einnig ærunni!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Jón Þorbjörn Hilmarsson

Þetta er ekki rétt hjá þér Vilhjálmur með vörn í Stjórnarskrá. Samanber að Brown gerir upptæk verðmæti á grundvelli annarra laga. Stjórnarskrá veitir ekki „óreiðumönnum“ vörn og því er hægt að gera illa fengin verðmæti upptæk, svo sem hagnað af eiturlyfjasölu þó ég sé ekki að bera þetta saman.

Það er lítð mál að finna út hverjir stjórnuðu.  Allir hluthafar td í Glitni og áttu ekki sæti í stjórn bankans geta varla talist ábyrgir svo það má strax strika út um það bil 11.000 manns.

Umræðan er ekki bull eða á tilfinningalegum nótum, þetta er grundvallar atriði þegar vafi leikur á að rétt hafi verið að hlutum staðið, þe að frysta strax eða kyrrsetja eigir þeirra sem kunna að hafa gert eitthvað misjafnt.  Það getur verið lykilatriði að gera þetta strax áður en eignir hverfa.  Það þýðir þó ekki að ég sé að segja að einhver hafi gert eitthvað misjafnt en á því leikur grunur.

Einhver er ekki röklegur og það getur sem best verið ég.  Það er búið að gera alveg nóg af því í bili að reyna henda umræðunni út af borðinu sem bulli og mér líkar það ekki.  Opin umræða er skilyrði fyrir því að endurreisn geti farið fram með trúverðum hætti og hún sé ekki stimpluð sem bull.

Jón Þ. Hilmarsson

Jón Þorbjörn Hilmarsson, 12.10.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Tori

Fyrir þessa herra (ESB) erum við afgangs stærð eins og hefur sannast. Að láta sér detta í hug að þetta verði öðruvísi ef við gengjum í ESB er barnalegt.

Ísland sem sjálfstæð og sjálfráða þjóð á að vera framtíð okkar.

Tori, 12.10.2008 kl. 12:39

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Tori

Er það "frjáls" og "sjálfráða" þjóð, sem ekki getur átt viðskipti við önnur lönd og getur ekki um "frjálst" höfuð strokið næstu áratugina vegna skulda?

Er það "frjáls" og "sjálfráða" þjóð, sem býr við 50% fall á gjaldmiðli sínum og 20-30% (?) verðbólgu?

Ekki koma með Jón Sigurðsson á okkur?

Hvað hefur sannast að við séum afgangsstærð? Að við fengum ekki fyrirgreiðslu eins og ESB ríki þótt við séum ekki í ESB?

Hvaða rök eru þetta?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Heyr heyr, alveg sammála Guðbjörn, við eigum að vera löngu genginn í ESB og búinn að taka upp evruna.

Berum okkur saman við Lúxemborg. Þar er smáþjóð með risastórt bankakerfi. Enginn talar þar um þjóðargjaldþrot, þarlendir borga ekki í mörg ár af húsnæðislánum með' þeim skrýtnu afleiðingum að höfuðstóllinn hækkar, matvælaverð þar er miklu lægra, þeir hafa greiðan aðgang að evrópska seðlabankanum og öllum þeim gjaldeyri þar, fólk og fyrirtæki þurfa ekki að þola nánast geðveikislega rússibanareiðir í gengismálum og þar fram eftir götum.

Áfram ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 12.10.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þar fyrir utan hefðu þessar helvítis Icesave skuldbindingar algjörlega fallið á Breta en ekki íslendinga ef við hefðum verið í ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 12.10.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: Heidi Strand

Það verður ekki erfitt að finna óreiðumannanna þegar allt verður gert upp.
Ég held að Efnahagsbandalagið verður okkar eina leið inn í framtíðina ef þeir vilja fá okkur.
Samningstaðan okkar er ekki eins goð og hún var.

Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 23:26

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sammála Heidi!

En við verðum samt að fara inn, en með okkar skilyrðum samt - engar refjar!

Sæll Jón Gunnar!

Þekki Luxemborg vel - Paradís á jörðu og þannig viljum við verða!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hvaða peninga erum við að tala um að skotið hafi verið undan?  Eruð þið að meina þá sem seldu t.d. í Glitni áður en bankinn féll?  Jón Ásgeir (=Stoðir) var ennþá hluthafi í bankanum þegar bréfin urðu verðlaus og tapaði á því stórfé, Stoðir fóru reyndar í greiðslustöðvun út af þvi.  Ef þið eruð að meina að Jón hafi tekið peninga út úr rekstri bankans þá er það fjárdráttur og refsivert athæfi, en það eru engar vísbendingar um slíkt.  Menn verða að tala skýrt.

Eignir Jóns Ásgeirs eru ekki fjármagnaðar með Icesave, það er rakin þvæla.  Fyrirtæki hans kunna að hafa fengið lán hjá Landsbankanum en það er allt annar hlutur, þá peninga skuldar hann vitaskuld ennþá bankanum og núna er til umræðu hvort Philip Green kaupi þær skuldir (sem mér sýnist tekið treglega í).

Það sem kann að hafa verið út fyrir ramma laga og reglna er það að peningamarkaðssjóðir bankanna (t.d. Sjóður 9 hjá Glitni) fjárfestu í skuldabréfum félaga á vegum stærstu hluthafanna, t.d. Stoða og Baugs.  Það er alvarlegt mál og þarf að skoða betur.  Sjá blogg mitt varðandi þetta.

Jón Gunnar, það hefði ekki einu sinni þurft ESB aðild: ef Icesave hefði verið á vegum bresks dótturfélags Landsbankans (eins og Kaupthing Edge var í tilviki Kaupþings) þá hefðu Bretar borið ábyrgð á innistæðunum.  En af því að Icesave var útibú íslenska bankans, bar íslenski sjóðurinn ábyrgðina.  Mér finnst að Fjármálaeftirlit/Seðlabanki hefðu átt að grípa inn í þetta dæmi áður en það spannst út fyrir öll mörk.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.10.2008 kl. 23:32

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Vilhjálmur, varðandi athugasemdir sem þú gerðir til mín.

Fjármálaeftirlitið íslenska hafði ekkert með þetta gera og er þetta ein önnur lygin hjá Gordon Brown um að Ísland hafði eftirlit með Icesave og Singer Friedlander. Þetta eru bankar starfandi í Bretlandi og að sjálfsögðu áttu bresk fjármálaeftirlit alla ábyrgð með eftirlitinu. 

Já ef að Icesave hefði verið á vegum Bresks dótturfélags Landsbankans en það liggur fyrir að þau skilyrði sem stjórnvöld bresk settu fyrir því að þetta gæti orðið breskt dótturfélög voru ofviða landsbankanum. Ef við hefðum verið í ESB hefði þetta dæmi verið sjálfgefið. 

Jón Gunnar Bjarkan, 13.10.2008 kl. 00:18

13 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Vilhjálmur: Ég veit að Landsbankinn var ekki "banki" Jóns Ásgeirs, en hvað vitum við hvaða kaup voru fjármögnuð með hvaða peningum?

Eignakrosstengsl (ógeðfell orð) þessara manna eru svo flókin og margslungin, að enginn lifandi maður sér í gegnum þau.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband