Ég neita að borga brúsann fyrir þetta!

Ágæti lesandi!

Ég hef einu sinni lent í því að á mig var fellt lán. Það var ekki há upphæð og ég var borgunarmaður fyrir því. Ég vissi að þetta gat fallið á mig, en tók samt áhættuna. Það var heimskulegt af mér. Ég hafði samband við bankann og spurði hversvegna bankinn hefði ekki sagt nei við viðkomandi, þar sem bankinn gæti séð af tekjum lántaka að hann/hún væri ekki borgunarmaður/-kona fyrir þessari uppæð. Hins vegar væri viðkomandi mér svo nákominn, að ég gæti ekki sagt nei og því "yrði" ég hreinlega að skrifa undir. Bankinn sagði að þetta væri mitt mál og ég skrifaði undir.

Tæpu ári seinna var lánið komið í innheimtu hjá lögfræðingum. Ég hafði samband við bankann og minnti hann á orð mín varðandi skuldunautinn. Þeir sögðu að ég hefði skrifað undir og játti ég því. Þar sem ég er með "sambönd" fór ég með þetta alla leið á toppinn í einn af bankastjórum KB banka. Þar var fyrir indælismaður, sem skoðaði laun viðkomandi og viðurkenndi, að bankinn hefði aldrei átt að lána henni/honum þessa upphæð eða nokkra aðra upphæð ef því var að skipta. Það varð lokum að samkomulagi að við skiptum skuldinni bróðurlega á milli okkar. Báðir bárum við jú eiginlega ábyrgðina. Þetta fannst mér sanngjörn lausn og virti ég viðkomandi bankastjóra og bankastofnunina (KB banka) mikils fyrir þetta.

Ég skrifaði ekki undir lán íslensku bankanna í útlöndum og tel mig því ekki í ábyrgð fyrir þeim. Ég neita hreinlega að borga þessi lán.

Ábyrgir í þessu máli eru íslenska Fjármálaeftirlitið, Breska fjármálaeftirlitið, Hollenska fjármálaeftirlitið, hugsanlega Seðlabanki Íslands og viðkomandi ríkja auk ríkisstjórnar Íslands og þó alveg sérstaklega forsætisráðuneytið (ráðuneyti efnahagsmála), viðskiptaráðuneytið (ráðuneyti bankastofnana) og fjármálaráðuneytið (ráðuneyti ríkisfjármála).

Auðvitað eru síðan þeir einstaklingar, sem lögðu inn í bankann á mun hærri vöxtum en gerast nokkurs staðar ábyrgir. Þá hefði átt að gruna að eitthvað bogið var við þetta allt saman.

Móðir mín seldi íbúðina sína fyrir 4 1/2 ári síðan og síðan þá hafa allir verið hneykslaðir, að ég ráðlagði henni að setja andvirðið á verðtryggða reikninga á sæmilegum vöxtum en ekki í hlutabréf eða peningasjóði. Þetta gerði ég af því að ég treysti engum, en varð að koma peningunum einhversstaðar fyrir.

Séreignarsparnaðurinn minn er hjá Allianz í Þýskalandi af því að ég treysti ekki innlendum stofnunum fyrir honum. Ég hef ekki og mun aldrei kaupa hlutabréf á minni ævi. Ég fjárfesti í gömlu einbýlishúsi, sem ég er langt kominn með að endurnýja. Ekki einu sinni þessi fjárfesting er örugg, því ég gat ekki staðgreitt húsið. Í byrjun átti ég 1/2 hús, ná ég bráður 1/3 úr húsi og kannski eftir eitt ár á ég ekkert hús - hver veit! Verðtryggingin étur allar eignir upp, sem maður á.

Það er til fólk, sem treysti þessu öllu ekki og reyndi að tryggja sig í bak og fyrir, en lendir núna í borga reikninginn fyrir sukkið á öllum í kringum sig.

ÉG NEITA ÞVÍ ALFARIÐ!


mbl.is Matsfyrirtækin sitja undir ámæli vegna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Sammála þér, ég neita að borga lán bankanna. Tel að aðeins eigendur bankans, stjorn og starfsmenn sem tóku ákvörðun um þetta eigi að greiða þetta. Frela flyt ég úr landi.

Það þyrfti að koma af stað fjöldahreyfingu fólks sem vill ekki greiða og telur sig ekki eiga að greiða fyrir hýenurnar í teinóttu.

AK-72, 14.10.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það fyndnasta er að ég er eldheitur sjálfstæðismaður til áratuga og stuðningsmaður "frjálsra" viðskipta, þótt ég sé nú meiri íhaldsmaður en frjálshyggjumaður.

Með "frjálsum" viðskiptum þarf þó að vera virkt eftirlit og um "frjáls" viðskipti þurfa að gilda lög og reglur, sem vernda almenning og fyrirtæki fyrir þeirri taumlausu græðgi, sem einkennt hefur viðskiptalíf Íslands og alls heimsins undanfarna áratugi.

Það er því miður enginn valkostur til en "kapítalisminn" eða réttara sagt blandað hagkerfi auð- og félagshyggju.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband