Ísland og ESB - atvinnuleysi, hagvöxtur og verðbólga

Nú geta andstæðingar ESB útskýrt fyrir mér muninn á íslensku og evrópsku atvinnuleysi, hagvexti og verðbólgu!

Hver er munurinn á ESB atvinnuleysi upp á 4-5%

og

íslensku atvinnuleysi upp á 4-5% ?

Eins óska ég eftir útskýringu á hvort sé betra:

hægur hagvöxtur ESB upp á 2-5%

eða

íslenskur hagvöxtur upp á +7% eða -7% ?

Þá getur kannski einhver upplýst mig um muninn á:

ESB verðbólgu upp á 3-5%

og

og íslenskri upp á 15-20%

Ég veit, hvað ég og meirihluti þjóðarinnar myndi velja, en reynið endilega að sannfæra mig um eitthvað annað! Við erum nefnilega flest engir "spennufíklar", heldur viljum bara vinna okkar vinnu og fá sæmileg laun, giftast og eignast börn og eiga fyrir nauðsynjum og kaupa íbúð eða hús!

Stærri eru nú draumar Jóns og Gunnu ekki. Þau vilja gera áætlanir, vera í greiðsluþjónustu og eiga fyrir reikningunum sínum um mánaðarmót. Þau vilja vita hvað hlutirnir kosta í búðinni á morgun og einnig hvert bensínverðið ca. er á morgun.

Jón og Gunna óska ekki eftir að verða að taka myntkörfulán vegna vaxtaokurs hér á landi og sitja uppi með tvöfaldar afborganir að ári liðnu eða að lánin þeirra og afborganir af húsinu hækki um 20% á ári, þau óska ekki eftir 20% hækkunum á öllum nauðsynjum og kaupmáttarmissi upp á 10-15%.

ORÐIÐ ER LAUST:


mbl.is Spá 4-5% atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Mjög góður pistill hjá Guðmundi Gunnars um þetta á eyjunni.. ég er alveg 100% sammála þér um að ESB leiðin er besta leiðin fyrir Ísland.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.10.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það ríkir mikill misskilningur um hagvöxt í Evrusvæðinu. Seðlabankastjóri Evrópu, Jean Claude Trichet er að mínu viti lang færastur á sínu sviði í heiminum. Hann byggir alla sína peningamálastjórn á stöðugleika og þannig stöðugum hagvexti. Anti Evrópusinnar hér á Íslandi eru alveg einstaklega fljótir að benda á hvað hagvöxtur hér hefur verið mikill á síðustu 3  árum. En hvað með næstu 3 ár? Útlitið er alla vega ekki bjart, við skulum vona það besta. En það þýðir ekki bara á benda á fimm góð ár og síðan hlaupa yfir þau slæmu ár.

Sama gildir um Bandaríkin en hagvöxtur þar sveiflast upp og niður miklu meira en á evrusvæðinu.  Reyndar er einn helvíti skemmtilegur hagfræðingur sem kemur oft fram í umræðu á france24.com, hann var allan tímann að hamra á því hvað þetta væri mikil svikamylla þessu undirmálslán, hann spáði einnig hruni íslenska bankakerfisins(ég var reyndar ósammála honum þá =) og hann einmitt talar mikið um hvernig verðbólgutölur eru frægar fyrir að vera falsaðar til að fegra hagvöxt. Þetta sé sumsé mikið stundað í Bandaríkjunum og telur hann yfir langtíma litið sé hagvöxtur á evrusvæðinu jafn mikill eða meiri en í Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Austur Evrópu er síðan miklu meiri en í Bandaríkjunum. 

 Annar misskilningur um evrusvæðið er að evran hafi slæm áhrif á atvinnusköpun. Og jafnan bent á USA til jafnaðar. En þetta er alrangt því að evrusvæðið hefur skapað töluvert fleiri störf heldur en USA eftir að evran var tekinn upp. Atvinnuleysi hefur verið viðloðandi í Evrópu í marga áratugi og hefur alls ekkert að gera með evruna nema að síður sé, en local stjórnmálamenn reyna að skella skuldinni á evruna fyrir eigin mistök. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.10.2008 kl. 03:24

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Enn annar misskilningur með evruna er að hún hafi slæm áhrif á útflutning. Þjóðverjar afsanna kenningu svo rækilega að ég skil eiginlega ekki hvernig nokkur maður getur haldið þessu fram. Þjóðverjar eru með evruna, þeir eru 80 milljón manna þjóð versus 300 milljóna manna þjóð USA. Þjóðverjar eru stærri útflutningsþjóð en Bandaríkjamenn, ekki miðað við hlutfallstölu, heldur í evrum eða dollurum hvernig sem menn vilja líta á málið.

Vern smáríkja er gríðarleg á evrusvæðinu

Nú skulum við bera okkur við Lúxemborg. Risastórt bankakerfi í smáríki eins og Íslandi. Ég hef enga trú á því að þarlendir bankar séu vel reknari stofnanir en þeir sem eru nú farnir á hliðina á Íslandi eða hafi á betra fólki að skipa. En þeir hafa aðgang að Evrópska seðlabankanum sem hefur dælt evrum út í hagkerfið í ótrúlegu magni, en þetta var einmitt það sem íslensku bankanna vantaði. Frá sjónarhóli almennings, þá skulum við gera okkur að bankar í Lúxemborg myndu fara á hliðina eins og þeir íslensku. Myndi það þýða tveggja stafa verðbólgutölu á neysluvörur og annan nauðsynjavarning eins og hér? Nei. Myndi það þýða gríðarlega aukna vaxtabyrði á húsnæðislán fyrir almenna borgara? Nei. Myndu hjól atvinnulífsins stoppa eins og nú virðist ætla að gerast hér á landi, vegna þess að fyrirtæki geta ekki greitt fyrir vörur að utan eða fái ekki erlendan gjaldeyri fyrir heimamyntina, í okkar tilviki íslensku krónuna en í tilviki Lúxemborg evruna? Nei. Myndu t.d námsmenn erlendis verða nánast matarstopp í útlöndum vegna þess að lokað sé búið fyrir uttektir þeirra? Nei. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.10.2008 kl. 03:38

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég geri mér grein fyrir því að íslendingar horfi einungis til viðskiptahagsmuna sinna þegar kemur að umræðu um ESB, en samt vilja þeir bera gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda sig fyrir utan fyrir einhverjar fáránlegar klisjur sem eiga bara hreinlega ekkert við þegar kemur ESB, eins og að vernda sjálfstæði. Farið út og spyrjið einhvern mann út í Evrópu, Frakklandi, Svíþjóð, Bretland eða hvað það nú er og spyrjið hvort þeirra þjóð sé enn sjálfstæð. Auðvitað eru þetta allt saman sjálfstæðar þjóðir og ég tel reyndar að sjálfstæði þeirra sé miklu meira innan ESB heldur utan þess, miklu meira.

 Mér þykir efnahagslegir hagsmunir íslendinga með inngöngu liggja alveg fyrir á borðinu og næg ástæða ein og sér til að ganga inn og taka upp evru. En ég er eldheitur evrópusinni út af fleirum ástæðum, pólitískum og menningarlegum ástæðum einna helst. Ég trúi því að við eigum heima í samfélagi Evrópu, auðvitað eigum fullan rétt á að koma að koma að þessu verkefni og smíða Evrópu á 21 öldinni. Hér er sögufrægasta álfa heims og hefur alið af sér í gegnum aldirnar fleiri afburða stjórnmálamenn, vísindamenn, heimspekinga, listamenn, arkitekta heldur en restin af öllum heiminum, og við eigum hlutdeild í þessu sem Evrópumenn.

Og allra stærsta viðfangsefni og afrek þessarar álfu er að mínu mati ESB. ESB er algjörlega einstakt samfélag sem á sér engin fordæmi í mannkynssögunni að heil heimsálfa koma og vinna saman að því að skapa sér betri framtíð þar sem í fortíðinni hefur áður geisað stríð og hörmungar. Aldrei fyrr en ESB var stofnað hafði slíkt samfélag verið skapað nema með útþenslustefnu í krafti hernaðar og nýlendustefnu, hér koma saman þjóðir og aðeins með því einu að meirihluti þjóðar hvers og eins lands kjósi inngöngu og ákveða í sameiningu og friðsamlega að byggja sér betri heim. Og ég tel það algjört glapræði hjá okkur íslendingum ef við ætlum að fara á mis við slíkt tækifæri. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.10.2008 kl. 04:02

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég þakka þessi innlegg, sem eru algjörlega í samræmi við mín blogg undanfarið ár. Ég held satt best að segja að meira aðrir harðir sjálfstæðismenn en ég - sem er búinn að vera ESB sinni í nokkur ár - séu farnir að átta sig á málinu.

Því miður 2-3 árum of seint!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.10.2008 kl. 07:00

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Frábært innlegg Jón Gunnar, þú ættir kannski að setja þetta innlegg þitt saman í grein fyrir blöðin, eða bloggið þitt, eða senda á Evrópusamtökin!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.10.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sammála þér Jónas Tryggvi Jóhannsson!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.10.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband