Vonandi verður Björk að ósk sinni

Við verðum að fagna öllum, sem vilja leggja hönd á plóginn við framtíðaruppbyggingu landsins. Ljóst er að draumur margra, m.a. náttúruverndarsinna, forsetans og allra stjórnmálaflokka nema VG, um að Ísland myndi að mestu lifa á fjárplógsstarfsemi í framtíðinni, hefur brugðist.

Mér líst vel á hugmyndir Bjarkar um fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun. Ég sé ekki annað en að álver fyrir norðan á Bakka og olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum passi vel inn í þá mynd. Ég viðurkenni að þá er nú gott komið í álinu og tími kominn til að snúa sér að öðru.

En sem sagt, ég fagna þessu framtaki Bjarkar!


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband