Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og fleiri - viljið þið Sjálfstæðisflokkinn dauðan?

Á undanförnum árum hefur bullandi launaskrið einkennt alla hópa vinnandi fólks nema opinbera starfsmenn, sem hafa dregist verulega aftur úr öðrum launafólki landsins.

Engar kjarabætur fengust fyrir þetta í síðastu kjarasamningum og núna vill Sigurður Kári Kristjánsson lækka laun opinberra starfsmanna.

Hvað með öryggið hjá opinberum starfsmönnum, en það eru þau rök, sem við höfum þurfað að hlusta á frá örófi alda fyrir því að vera á lægstu launum í samfélaginu.

Sigurður Kári Kristjánsson, ég veit ekki hvað ég og aðrir opinberir starfsmenn eru yfirleitt að kjósa þennan flokk.

Það styttist í, að við hægri kratar neyðumst til að segja okkur úr Sjálfstæðiflokknum til að stofna okkar eigin flokk og yfirgefum ykkur frjálshyggjumennina.

Það verða þung spor þegar ég þarf að yfirgefa gamla flokkinn minn eftir 31 ár og áratuga starf í þágu hans.

Veltu fyrir þér í nokkrar mínútur hversu margir frjálshyggjumenn eru á Íslandi í dag.

 


mbl.is Niðurskurður en ekki skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Með tilliti til stöðu þjóðfélagsins er komið að endurskoðun stjórnarfarsins.

Samfylkingin slíti ríkisstjórnarsamstarfinu.

Gert verði samkomulag við VG og Framsókn um að  flokkarnir verji minnihlutastjórn Samfylkingar vantraust og kosið verði t.d. í mars.

Nýjir raðherrar í minnihlutastjórn verði sérfræðingar á sínum sviðum en ekki þingmenn sem VG og Framsókn tilnefna og Samfylking samþykkir.

Þannig gæti þjóðin ratað á sem bestan hátt úr úr þessum ógöngum sem við erum komin í.

Eins og staðan er nú er ringulreið og stjórnleysi ríkjandi á stjórnarheimilinu sem skaðar þjóðin á degi hverjum.

 Geir ræður ekki við verkstjórnina, Sjálfstæðisflokkurinn er í frumeindum og Seðlabankinn rúinn trausti.

Kjósandi, 30.10.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Sigurbjörg!

Þetta má vera rétt hjá þér, en sannleikurinn er sá að ég er formaður Tollvarðafélags Íslands og er með óyggjandi gögn undir höndum um launaskrið á almennum launamarkaði.

Það er ljóst að opinberir starfsmenn ná ekki að laga kjör sín næstu ári, en að við eigum að taka á okkur kjaraskerðingu ofan á að hafa setið á hakanum undanfarin ár er út í hött!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvernig er farið með starfsmenn IGS er kapítuli út af fyrir sig, sem ég ætla ekki að blogga um. Ég get ímyndað mér að við deilum sömu skoðun, hvað það varðar.

Launaskriðið var ótrúlega víða og þó sérstaklega þar sem skortur var á fólk, en einnig hjá hinu opinbera í sumum störfum og hjá sumum stofnunum. Ríkið var ekki samkeppnisfært og þurfti því að hækka launin hjá sumum, t.d. SFR fólki og BHM fólki. Þetta var samt auðvitað ekki í nánd við launaskriðið t.d. í heilbrigðisgeiranum, þar sem margir hækkuðu til muna.

Stærsta launaskriðið var síðan auðvitað hjá þeim aðilum, sem þú nefnir réttilega!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Guðbjörn; Bara benda þér á, að ef þú rækir augun í prósentutölur frá Sigurði Kára. svo sem eins og 18%... þá er líklegra að um hvítvín prósentu sé að ræða en stýrivexti. Hann er þessa dagana að leggja áfengisfumvarpið fram í sjötta skipti, en því hefur sem kunnugt er jafnoft verið hafnað. En ég var bara rétt í þessu að átta mig á því hvað ræður öllum þessum áhuga Sigurðar Kára á að auka aðgengi almennings að áfengi. Það er ekki bara hans eigin fíkn sem ræður, heldur veit hann að efir inntöku þessarar "neysluvöru" þá hverfur dómgreindin.  

Atli Hermannsson., 30.10.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Grófur, en góður og "to the point"!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðbjörn, hvað er krati að gera í Sjálfstæðisflokknum og kalla hann sinn flokk? Hefur sá flokkur aðhyllst jafnaðarstefnu? Hef ég misst af einhverju?

Kjósandi, getur þú útskýrt fyrir mér hugmyndafræðina og rökin á bakvið þessa hugmynd þína að það teldist ríkisstjórn Samfylkingar, þar sem ráðherrar væru skipaðir af Framsókn og VG?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er hægri krati - já - en ég er ekki jafnaðarmaður í þeim skilningi, sem Samfylkingin leggur í það orð.

Ég er hreint út sagt ekki vinstri maður og hef aldrei verið það. Ég er hins vegar ekki heldur frjálshyggjumaður.

Það er stutt á milli mín og hægri krata í Samfó, en ég get frekar hugsað mér að vinna með fólki til hægri en vinstri í stjórnmálum og þess vegna er ég þar sem ég er. Það var einnig fínt að vinna með Framsókn, sem hafði smá stjórn á frjálshyggjumönnunum hjá mér. Mér leiðist hins vegar spillingin og hentistefnan hjá framsóknarmönnum.

Sem hægri krati batt ég miklar vonir við þessa stjórn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er komin tími til að stefna landsbyggðinni suður og halda almennilegan mótmælafund- við höfum treyst þessum mönnum allt of lengi . Hver vill verða fyrstur til þess að halda almennilegan fund ? Gæti verið haldin á Akranesi, Bogarnesi t.d. til þess að koma til móts við okkur sem búm á landsbyggðinni !......Er einhver nógu reiður til þess að stofna til þess, það er ég og margir fleiri sem ég þekki.

Kosningar sem fyrst og burt með allt þetta bull sem verið hefur !

Nú þurfum við fólkið í landinu að láta í okkur heyra. Við nennum þessu ekki lengur !

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 17:30

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hulda Margrét:  Mér sýnist við vera af sömu kynslóð eða svo. Fyrst borguðum við upp erlendu lánin, sem tekin voru í tíð foreldra okkar til að byggja landið upp (þau byggðu upp landi og við borguðum það). Síðan var sett á verðtrygging og við höfum borgað nokkur húsverð í vexti og verðtryggingu af húsnæðis- og námslánunum okkar. Núna eigum við síðan að síðustu 20 árin á vinnumarkaði að borga sukkið á útrásarvíkingunum!

Ég segi nei takk! Já, það þarf að hreinsa út af Alþingi, út úr stjórnarráðinu, út úr Seðlabankanum og Fjármálaráðuneytinu. Ef það verður ekki gert - og það fljótt  - er ég flúinn af landi brott og skil eftir þessi 50%, sem ég á enn eftir í húsinu mínu eða er verðtryggingin búin að éta upp 10-20% í viðbót og ég á ekki nema 30% núna?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 18:12

10 Smámynd: Heidi Strand

Það er einmitt það sem þarf, að hreinsa til. Við verðum að fá hreingerningarfólk að utan sem veit ekki um hver á hvaða skít.

Verðbólgan er að éta upp eignir okkar og lækka launin. Launin hefur lækkað í 50 % á rúmlega ári miðað við norska og danska krónan.(Án blóðsúthellingar eins og Hannes orðaði þetta svona snyrtilega.) Til viðbótar eiga margir að minnka við sig vinnu eða missa vinnunna. Ofan á þessu öllu saman eigum við og  næsta kynslóðir að borga reikning frjálshyggjumannanna.
Hvar á þetta að enda? Geir sagði í mars að botninn væri náð, en ég held að þetta sé botnlaust.
Mótmælafund á Austurvelli á laugardag kl.15.

Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 21:15

11 identicon

Það er alveg dásamlegt að hafa þessa menn, Sigurð Kára og Birgir Ármannsson í forsvari fyrir leyfarnar af Sjálfstæðisflokknum og hjálpa til við að koma honum á ruslahaug íslenskra stjórnmála. Þjóðin er búin að fá nóg af frjálshyggju, kapitalisma, lygum og þögninni í Geir Haarde og ráðherrum Sjálfgræðisflokksins. Allur þorri almennings lýður núna fyrir óstjórnina á útrásarmönnunum og eftirlitsleysinu að hálfu ríkisstjórnar íhalds með þeim og manninum sem skipaði sig sjálfan í stól Seðlabankans. Guðbjörn, það kreppir að víðar í heiminum,þó að hér sé það verst, sökum stjórnleysisins, sem allt má skrifa á Sjálfstæðisflokk og forystu hans. ´Krónan er góð og allt í góðu, sagði flokksbróðir þinn Hannes Hólmsteinn í Morgunblaðinu í gær, þar sem"tekist hefur að lækka laun í landinu um helming, án blóðsúthellinga!" Hægri Kratismi., í hvaða flokk er hann praktíseraður?

Kær kveðja Friðjón Steinarsson

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:04

12 identicon

Ágætu Friðjón og Guðbjörn, mikið er til í þessu hjá ykkur báðum en þó verð ég nú frekar að verja Guðbjörn í þessu öllu og ljóst að seint verða Sjálfstæðismenn Vinstri grænir. Og eins og þú veist mæta vel Friðjón þá er Guðbjörn að höfða til hægri-sinnaðra sem horfa til samfélagslegra gilda og stór spurning hvort ekki er rétt að hvetja menn til að huga að stofnun nýs stjórnmálaafls með þessa þætti í forgrunni. Alveg er ég viss um að slíkt afl hefur fylgi og ef ekki nú þá aldrei.

kv, Óli I

Óli I (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hannes H. Birgir, Sigurður Kári að ógleymdum þeim Davíð og Geir eru ómissandi enn um hríð ásamt tveim ónefndum með ættarnafnið Blöndal. Þessir menn virka eins og öflugasta stólpípa við að "létta" af samfélaginu einum skæðasta kvilla þess um áratuga skeið.

Árni Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 00:16

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar virku þáttöku!

Ég er sammála Óla I (hver sem það er - þorirðu ekki að blogga undir fullu nafni?), nema hvað eitt varðar!

Ég vil enn halda í gamla Sjálfstæðisflokinn minn og vona að hann breyti um stefnu.

Ég man eftir flokki, sem var með á stefnuskrá sinni: Stétt með stétt!

Ég man eftir flokki, sem hugsaði um trillukarlinn, sem bar umhyggju fyrir gamla fólkinu, sem horfði til samfélagslegra gilda.

Ég er ekki til í að hverfa frá markaðsþjóðfélagi og í átt til "sósíaldemókrataísks" Norðurlandamódels - svo það sé alveg á hreinu!

Ég vil ekki sjá þjóðfélag með yfir 50% skatt á launatekjur - o.s.frv.!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.10.2008 kl. 22:02

15 Smámynd: Heidi Strand

Gott að vera bjartsýnn. Ég gefst heldur aldrei upp.

PS: Hvenær fæ ég að heyra þig syngja aftur?

Bestu kveðjur

Heidi Strand, 1.11.2008 kl. 00:04

16 identicon

Sæll aftur Guðbjörn, og verð hér með við áskorunni hjá þér þrátt fyrir að ég sé nú nokkuð viss um að þú vitir hver óli I er :). En má samt til með, um leið og ég opinbera mig hér, að lýsa undrun minni á á sjá þetta skref sem þú stígur afturábak í þeirri sömu athugasemd á miðað við hvernig bloggin þín hafa verið að undanförnu ásamt þeim samtölum sem við höfum átt undanfarnar vikur ? ? ? ? Er þó samt sammála þér, auðvitað myndi maður vilja halda í gamla sjálfstæðisflokkin þ.e. ef hann væri að fylgjast með og hlusta á raddir fólksins. Haldi þeir hins vegar áfram að haga sér eins og þeir hafa gert undanfarið þá hef ég persónulega engan áhuga á að styðja hann áfram og svo er um marga, marga fleiri.

kv, óli I

ólafur ingibersson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:34

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, ég vil helst halda í gamla flokkinn minn og reyna að breyta honum. Takist það ekki innan skamms tek ég ákvörðun um framhaldið.

ESB aðild og krafa um uppgjör, þ.e.a.s. að þeir víki, sem ábyrgð bera á "havaríinu" og eitthvað hafa brotið af sér, hafa logið að okkur eða bara ekki staðið sig nógu vel sem stjórnmálamenn er að mínu mati ófrávíkjanleg krafa fyrir því að starfa áfram innan flokksins og kjósa hann!

Verði ekki orðið við þessum kröfum er nokkuð ljóst, að maður verður að axla sína ábyrgð og þá hugsanlega með þátttöku í stofnun nýs stjórnmálaflokks!

Ég kýs ekki til vinstri, það er á tæru!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband