3.11.2008 | 09:04
Óttast ekki aðeins um heiðarleika, heldur einnig dómgreind þessara manna
Ég er enginn fjármálasnillingur, en hef samt staðið í þeim viðskiptum, sem flestir aðrir hafa staðið í um ævina, þ.e.a.s. að kaupa bifreiðar og íbúðarhúsnæði. Gísli Reynisson segir í viðtali sínu við Morgunblaðið þetta:
Hverjum Þá virðist sem svo, að Nordic Partners hafi greitt mun hærra verð en áður var talið. Félagið hafi nefnilega yfirtekið allar skuldir eignarhaldsfélags hótelanna og það þýði að kaupverðið sé mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna, sem upphaflega var áætlað að Nordic Partners hafi greitt.
Hverjum heilvita manni dytti í hug að segja: ég ætla að fá þetta hús og yfirtek skuldirnar; ég þarf ekkert að vita nákvæmlega hvað skuldirnar eru háar!
Á hverjum andskotanum var þetta fólk eiginlega? Það getur ekki bara hafa verið á græðgi eða er víman af henni svona rosaleg?
Óvissa um fjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:10 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki bara gamli góði flottræfilshátturinn sem tók völdin ?
Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 09:33
Maður gæti sannarlega haldið að fólk hefði verið á einhverju og gæti það ekki bara verið. Held að við ættum ekki að koma nálægt þessu óheiðarleikinn skín í gegn
Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:40
Kannski hann geti selt eina af snekkjunum sínum:
http://www.flickr.com/photos/8008652@N02/2998270137/sizes/o/
Geir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:56
Það er mér gífurlega ánægja að fá að borga þessar snekkjur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 11:21
Dettur engum í hug að danski blaðamaðurinn hafi verið að villast aðeins á heimildum. Eins og þið segið, það myndi enginn heilvita maður kaupa eign og yfirtaka skuldir án þess að vita hvað skuldirnar væru háar. Ég veit það með fullri vissu að hér er um mann með vit í hausnum og gott betur, undirbúningurinn að kaupunum tók rétt tæpt ár og býst ég ekki við öðru en að vel hafi verið farið yfir allt, enda þaulreyndir og öflugir viðskiptamenn þarna á ferð.
Gabríel (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:30
Kveikja í snekkjunum þeirra...?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 02:04
Víma segirðu Guðbjörn. Ég átti langt samtal við mann sem þekkir áhrifin af cocain og hefur umgengst hluta af viðskiptaelítunni hér heima. Ég spurði hann af fullkomnu fáfræði um þessi mál og þá sagði hann; Veistu ekki að að það hafa fundist leifar af cocain á Stórþingum Norðurlanda, hvaða staðir heldur þú að þá séu eftir? Það var hans skoðun að tengja megi margar afdrifaríkum ákvarðanir í viðskiptalífinu við neyslu á vímuefnum. Hann hvað cocain og viðskipti stórhættulega blöndu. Því áhrifin fylltu menn falskri öryggiskennd og fullvissu um eigið ágæti svo ekkert virtist geta stöðvað þá. Undir þeim kringumstæðum gæti viðkomandi þess vegna genið yfir líkið af ömmu sinni á eldhúsgólfinu án þess að taka eftir því.
Atli Hermannsson., 5.11.2008 kl. 18:49
Atli, ég hef svooooo lent í þessu sem þú ert að lýsa. Þá meina ég að verða fyrir afleiðingunum af því að lenda í kjölfarinu af svona fólki sem skilur eftir sig sviðna jörð hvar sem það fer. Frá yngri árum og úr skemmtalífinu kannast maður alveg við þessar týpur sem er útúrkókaðar daginn út og inn, þó svo að ég hafi aldrei verið kókaínneytandi sjálfur þá hef ég séð nokkra svona einstaklinga brenna sjálfa sig upp á þessu. Sorlegast finnst mér samt þegar maður sér, jafnvel háttsetta stjórnmálamenn, sjást með augljós örvunareinkenni í viðtölum. Nefni engin nöfn en þykist þó hafa séð a.m.k. tvo nýmunstraða ráðherra koma þannig fyrir sjónir fyrir framan myndarvélarnar eftir einn af þessum kvöldfundum þeirra...
Meðal einkenna kókaínneytandans er að þegar hann er einu sinni kominn af stað í neyslu þá hættir hann ógjarnan fyrr en í lengstu lög, gerir bókstaflega hvað sem er til að láta partíið halda áfram. Kókaín er dýrt efni og ásamt þeim dómgreindarskorti sem hlýst af viðvarandi notkun þess leiðir það af sér sífellt áhættusæknari hegðun, ekki síst í fjármálum. Fíkillinn hefur samt gjarnan sterka tilhneigingu til afneitunar löngu eftir að í óefni er komið. Getur þessi lýsing ekki passað ágætlega við það sem hefur viðgengist bæði í viðskiptum undanfarið og svo núna upp á síðkastið í stjórnmálunum?
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 01:26
"Nefni engin nöfn en þykist þó hafa séð a.m.k. tvo nýmunstraða ráðherra koma þannig fyrir sjónir fyrir framan myndarvélarnar eftir einn af þessum kvöldfundum þeirra..."
Lýsingin er samhljóma því sem ég hef verið að heyra, en þetta er sennilega miklu meira vandamál en almenningur gerir sér nokkra grein fyrir. Ég þekki hvorki einkennin af amfetamín né Kókaíninu, en greinilega kominn tími að maður fái leiðsögn til þess... því það er einhver elíta kolruglaðra einstaklinga sem hafa keyrt þjóðina til andskotans...undir leiðsögn og eftir regluverki frá undirmáls-stjórnmalamönnum sem við verðum að losa okkur við.
Atli Hermannsson., 7.11.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.