Kæru samflokksmenn mínir í Sjálfstæðisflokknum, trúið þið þessu?

Yfirlýsingar forystu flokksins míns - Sjálfstæðisflokksins - hafa verið með ólíkindum allt frá því að fjármálakerfi Íslands hrundi fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan. Þegar þeir eru spurðir hver beri ábyrgð virðast allir vera sárasaklausir. Ekkert var athugavert við hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, útrásin var ekki mistök, bankamennirnir gerðu ekki mistök, embættismenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gerðu ekki mistök og þaðan af síður að stjórnmálamennirnir hafi gert mistök!

Þeir einu, sem voru skammaðir opinberlega, var almenningur á 17. júní. Þá skammaði Geir Hilmar Haarde okkur í ávarpi til landsmanna fyrir að hafa keypt alla flatskjáina, jeppana og stækkað við okkur húsnæði. Auðvitað gerðu landsmenn mistök, þegar bankarnir hreinlega þvinguðu upp á okkur lán og flestir eyddu eins það ætti lífið að leysa. Við Íslendingar - sem höfum vanist því allt frá landnámstíð , að lánsfjármagni hafi verið úthlutað og skammtað á grundvelli stjórnmála- eða fjölskyldutengsla - misstum auðvitað öll vitið og líktumst börnum, sem sleppt hafði verið lausum í sælgætisbúð. Núna erum við flest fyrir utan sælgætisbúðina, ýmist með magaverk eða ælandi, og vitum ekki okkar rjúkandi ráð. Ekki að þessi stóra þjóðarskuld sé nema að hluta til þessari einkaneyslu að kenna, þegar grannt er skoðað, heldur lánum til misviturra íslenskra "fjárfesta"! Sum okkar - t.d. ég sjálfur - borðuðu mikið en ekki yfir okkur og verðum því fljót að jafna okkur. Það hentar hins vegar þeim, sem ábyrgðina bera, að skuldin sé til komin vegna fólksins, svo að það grjóthaldi kjafti og borgi reikninginn. Þetta sama fólk vill sitja áfram við kjötkatlana og það gildir jafnt um forystu Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins, því þarna eiga allir flokkar hlut að máli. Það er af þessum sökum sem Ingibjörg og Geir standa þétt saman þessa stundina.

Strax frá byrjun hefur verið lögð megináhersla á, að engar "nornaveiðar" hæfust vegna þessa máls. Þegar einhver byrjaði að tala - innan Sjálfstæðisflokks sem utan - um að rannsaka þyrfti málið ofan í kjölinn og draga þá til ábyrgðar, sem skuldsett hafa þjóðina um alla þjóðarframleiðslu sína, var engu líkara en að draga ætti sjálfa stjórnmálamennina til ábyrgðar. Og það er kannski ekki nema von, því slóðin liggur ekki einungis beint til þeirra, sem beinan þátt tóku í málinu, heldur einnig til embættismanna þeirra stofnana, sem áttu að hafa eftirlit með þessum hlutum og síðan auðvitað stjórnmálamannanna, sem skipuðu þessa embættismenn í krafti pólitískra embætta sinna. Sumir stjórnamálamannanna tóku síðan beint og óbeint þátt í sukkinu og við fyrstu sýn virðist spillingin jafnvel ná upp í efsta lag nær allra stjórnamálaflokka! 

Ég krefst uppgjörs við útrásarvíkingana, bankamennina, embættismennina - sem klikkuðu gjörsamlega - og síðast ekki síst krefst þjóðin pólitísks uppgjörs! Það þýðir ekki að hægri menn breytist í vinstri menn, heldur að þeir sem ábyrgð bera og hafa jafnvel tekið þátt í sukkinu verða að víkja úr sætum sínum, hvar í flokki sem þeir eru!

Í kjölfar þessa uppgjörs vil ég nýtt Ísland. Land þar sem frelsi einstaklingsins og frelsi fyrirtækja er tryggt og báðir aðilar spjara sig á frjálsum markaði, en þar sem yfirvöld fylgjast með því að settum reglum sé fylgt. Land þar sem er góð velferðarþjónusta á vegum ríkisins, hvert sem rekstrarform slíkrar þjónustu er. Land, sem íþyngir ekki borgurum sínum um of í skattlagningu. Land með öflugan gjaldmiðil, sem byggir á öflugu framleiðsluþjóðfélagi, land án verðtryggingar og án okurs í bankavöxtum eða á matvælum!

Allir þessir hagsmunir eru best tryggðir innan Evrópusambandsins!


mbl.is Frammistaða FME ekki undirrót sameiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Þetta er rétt Bubbi. 

Vandamálið er að Sjálfstæðisflokkurinnn vill ekki horfast í augu við verknaðinn sem hann ber ábyrgð á, vill ekki breytingar, vill ekki rannsókn á orsökum hrunsins. 

Samfylkingin vill hinsvegar breytingar, vill rannsókn, vill draga menn til ábyrgðar.

Kjósandi, 22.11.2008 kl. 09:55

2 identicon

Kraftaverk! Þú ert fyrsti sjálfstæðismaðurinn sem talar af skynsemi og yfirvegun sem ég hef lesið/heyrt í 7 vikur. Það er þá ekki öll von úti. Nú kannast ég við raddir þeirra sjálfsstæðismanna sem ég þekki en sem hafa því miður ekki fengið hljómgrunn meðal forystunnar. Ég meina þetta sem hól og er ánægður með þig. Ég er ekki í sjálfstæðisflokknum, er óflokksbundin, er meira samfylkingarmegin og er afar óánægður með forystu hennnar í öllum þessum hörmungum.

kv, ari

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við þurfum einfaldlega að láta rannsaka þetta allt frá A til Ö til að geta byrjað upp á nýtt. Og til að geta lært af þessu. Því miður hefur ekkert gerst ennþá.  Sem kjósandi Samfylkingar er ég ósátt við vinnubrögðin eftir "hrunið". Allt hefur einkennst af panik.......sem ég reyndar skil vel. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á það að enginn axli ábyrgð.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll meistari. 

Það sem felldi efnahaginn var græðgi. Mannkynið hefur verið uppi í sextíuþúsund ár í þeirri mynd sem það er nú. Ég held því fram að græðgin hafi ekki byrjað árið 2000 heldur fyrir sextíuþúsund árum. Sé græðgin svona gömul hafa þeir sem löggjafarvaldi ráða og réðu haft þann tíma til að setja græðginni reglur og þeirra er ábyrgðin. Hamin græðgi er gott afl og nauðsynlegt til framfara.

Varðandi rannsókn vil ég nefna eitt atriði. Árið 1995, á vakt núverandi stjórnvalda og núverandi ráðherra, féll snjóflóð í Súðavík nær tveir tugir manna fórust. Um sumarið var ekkert rannsakað með þeim afleiðingum að haustið eftir fórust tveir tugir manna í næsta þorpi af sömu ástæðu. Stjórnvöld komust upp með að segja: "Þetta gat engin séð fyrir". Hefur einhver sagt nú: "Þetta gat enginn séð fyrir"? Var eitthvað rannsakað? Þeir svari sem betur vita.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.11.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hér er ég þér enn á ný sammála. Þetta er góð grein hjá þér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 18:44

6 identicon

Frábær grein!!!  Ég þekki marga sjálfstæðismenn og margir þeirra eru hreinlega salt jarðar.  Klíkan sem öllu hefur ráðið í flokknum í hartnær tvo áratugi á ekkert skylt við þetta flesta sjálfstæðismenn.

marco (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég held áfram að hvetja þig til dáða. Skorrdal hittir naglann á hausinn, þetta er komið út fyrir allar flokkslínur. Það verður líka að reyna að skapa traust með einhverju móti.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.11.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: A.L.F

Ágætist blogg hjá þér. Er á margan hátt sammála þér, ef ekki bara allan hátt.

A.L.F, 22.11.2008 kl. 23:24

9 Smámynd: Heidi Strand

Flott grein hjá þér.

Heidi Strand, 22.11.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Allt gott nema niðurlagið.

Við höfum ekkert að gera i ESB og væri best að segja okkur frá EES bullinu,

Eina og þú veist hef é g á stundum rifist niður í rass vegna aðgerða og aðgerðalysis okkar manna.

Ég veit ekki hvað þu ert gamall en ég er 51 model,  sem hef horft á og tekið þátt í afar mörgum snúningum í ísl þjóðfélagi, allt frá velgegngni Viðreisnar og að bullumsulli Vinstristjórna.

Ég hef sett margt hingað á vefinn sem ætti að sanna hverjum svona meðalgreindum manni, að ESB batteríið er allt annað en gott fyrir þjóð eins og okkur og í raun ekki gott fyrir nokkra þjóð með auðlindir í jörð eða sjó.

Þetta hafa Skotar fengið að finna afar illyrmislega fyrir.

Ég hef peistað inn á ykkur marga ESB sinnana yfirlýsingum ESB ráðamanna um fiskveiðar og hvernig við gætum hugsanlega fengið að þeirra mati ,,góðan díl" gæðin eru þau, að við fengjum líklega að halda okkar 12 mílm eitthvað fram í 2015 en síðar mundu það falla undir sameiginlega stjórn.

ég hef bent þér á regluverkið um orkumálin og hvernig þau hafa leikið menn grátt í þýskalandi og víiðar.  Reglur um Markaðsvæðingu alls orkugeirans fyr ir 2020 með orkuverum og sölu og dreyfingu.

Þetta getum við ekki látið yfir okkar börna ganga og því mun ég berjast eins og ég ltti lífið að leysa (sem ég á í börnum mínum) gegn samþykkt einhverskonar ályktun um ESB aðildarviðræður.

Að flestu hinu get ég skrifað undir hjá þér, enda nefndur röddin að vestan og and frjálshyggjumaðurinn íFlokknum og hvaðeina af ofurfrjálshygguliðinu.

Því miður hef ég haft rétt fyrir mér íÖllu sem ég hefi verið að belgja mig gegn inna Flokksins míns elskaða.

Hinnsvegar ef þér er þessi ESBaðild svona kær, bendi ég þér á, í bróðerni og með velvilja, að þú Samfylkir með hinum Gegn Íslandi og gegnir í Samfylkinguna íhverjum flokki er að finna alla þa´sem farið hafa gegn almenningi ílandinu, svo sem nmeð Verðtryggingu og Kvótrakerfi.

´

eg get auðvitað skýrt þetta betur með Kvótkerfið og Verðtrrygginguna síðar ef þú vilt en bíð góða nótt núna og vona að þú hugsir fallega til gegnina Sjálfstæðismanna á borð við Einar Odd og Bjarna Ben

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 23.11.2008 kl. 00:08

11 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég er mjög ánægður með þig, Guðbjörn, og þitt framlag hér eins og svo oft áður, sem og innlegg á öðrum síðum.

Gísli Tryggvason, 23.11.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband