29.11.2008 | 00:21
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sýnir styrk og djörfung
Loksins tekur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við sér. Sennilega höfum við sjálfstæðisfólk og samfylkingarfólk - og reyndar aðrir landsmenn - verið of óþolinmóð og ekki gert okkur grein fyrir að fólk í ráðuneytum, stofnunum og ríkisbankastofnunum hafa eflaust unnið baki brotnu að gerð aðgerðaáætlana í formi laga og reglugerða undanfarnar vikur.
Það, sem undrar mig er, að ekki hafi verið hægt að greina frá því opinberlega, að unnið væri að gerð aðgerðaáætlana í peningamálum, atvinnumálum og félagsmálum og að slíkar áætlanir yrðu kynntar innan skamms. Hafi slíkar tilkynningar verið birtar, hafa þær farið fram hjá flestum Íslendingum. Það er miður, því við erum öll skíthrædd og öryggislaus!
Skiljanlegt er hins vegar, að ekki sé hægt að skýra frá innihaldi slíka aðgerðaáætlana á þessu stigi máls. Þetta á þó auðvitað sérstaklega við um aðgerðir í peningamálum. Kynning á aðgerðum í atvinnumálum og félagsmálum hefðu hins vegar róað þjóðina mjög mikið og það þótt einstök atriði slíkra aðgerða hefðu fyrst verið gerð heyrum kunnug síðar, þegar útfærslan væri á hreinu. Auðvitað er alltaf betra og lýðræðislegra að greina frá innihaldi slíkra stefnumála sem allra fyrst.
Aðgerðir kynntar eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Facebook
Athugasemdir
Eg segi nú bara littlu verður Vöggur feginn. Þetta er aumasta ríkistjórn er setið hefur við völd á Íslandi. Ekki nema von hún noti næturnar til að setja ólög sín á.
haraldurhar, 29.11.2008 kl. 00:40
Ég spyr nú bara hvaða helgi? Skýr skilaboð, það er það eina sem ég fer fram á. Svona drullupollamix þjónar engum tilgangi.
Á mánudaginn kl 16., það eru skýr skilaboð. Það er eins og enginn geri sér grein fyrir ástandinu.
Björn Finnbogason, 29.11.2008 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.