13.12.2008 | 11:02
Stefnuleysi, ákvarðanafælni og seinagangur vekja grunsemdir um ...
Það gleður mig að dómsmálaráðuneytið, ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafi loksins komið sér saman um tilhögun rannsókna á bankahruninu. Sé horft til þeirrar gífurlegu reiði, sem óneitanlega ríkir í þjóðfélaginu, og kröfu almennings um að farið skuli ítarlega ofan í kjölinn á þessu hræðilega máli, má ótrúlegt virðast, að þetta ferli skuli hafa þurft að taka á þriðja mánuð.
Tilraun dómsmálaráðuneytisins og ríkissaksóknara misheppnaðist gjörsamlega, þegar Bogi Nilsson sagði sig frá málinu í byrjun nóvember. Við það tækifæri benti Bogi á, að þrátt fyrir að engar beinar eða skýrar grunsemdir lægju fyrir um lögbrot, þá væri umfang tjónsins það mikið, og vitneskja fyrir hendi um um margvíslega krosseigna- og eigendatengsl, að ástæða væri til að fara ofan í saumana á þessu máli. Þá væri kvittur uppi:
... um sitthvað misjafnt varðandi peningamarkaðssjóði bankanna; um óeðlileg lán til stjórnenda þeirra og um grunsamlegar ráðstafanir og fjármagnsflutninga skömmu fyrir hrunið svo eitthvað sé nefnt.
Bogi benti einnig á, að ljóst væri að ákæruvaldið hefði ekki á að skipa starfsmönnum, sem gætu rannsakað málið og að öll stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins tengdust fyrirtækjunum á einn eða annan hátt. Að auki hefðu flestir málsmetandi sérfræðingar og hagfræðingar tjáð sig um málið á opinberum vettvangi, sem skapaði erfiðleika við að sækja eitthvað til þeirra, en að auki væru hvort eð er aðeins örfáir á landinu, sem gætu framkvæmt slíka athugun.
Í bréfum til ríkissaksóknara lýsti Bogi þeirri skoðun sinni yfir:
... að leita til erlendra óháðra sérfræðinga sem framkvæmi úttekt á starfsemi bankanna, útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar fyrir hrun þeirra. Greinargerðir og niðurstöður hinna erlendu sérfræðinga geta síðan orðið lyklar að sakarefnum sem lögreglunni ber að rannsaka.
Taldi ég rétt að staðið yrði þannig að málum að leitað yrði til a.m.k. þriggja erlendra fyrirtækja sem hafa í sinni þjónustu reynda rannsóknara, forensic auditors. Senda þyrfti þeim einskonar útboð og afla tilboða frá þeim í verkið.
Þá taldi ég alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki sem eiga sér systurfélag hér á landi ekki koma til greina sem tilboðsgjafa.
Þessar hugmyndir voru svipaðar og margir aðrir sérfræðingar í málinu höfðu talað um allt frá því í byrjun september og komu því í sjálfu sér engum, sem kynnt hafði sér málið, á óvart. Allra síst átti þetta að koma þeim á óvart, sem eiga að heita sérfræðingar í þessum málum og vinna hjá ríkissaksóknara og í dómsmálaráðuneytinu. Hér hefur því allt gengið á afturfótunum frá því að þetta mál byrjaði og ekki nema að von að almenningi finnist þetta í hæsta móta grunsamlegt og spyrji sjálft sig spurninga á borð, hverja sé verið að vernda?
Þetta segi ég ekki síst vegna ummæla marga stjórnarliða fyrstu dagana eftir hrunið, þegar þeir reyndu jafnvel að bera blak af þessum glæpalýð: enginn bæri beina ábyrgð á málinu, málið mætti ekki enda með nornaveiðum, o.s.frv. Sumir forystumenn gengu jafnvel svo langt að segja, að bankahrunið væri einungis afleiðing aðgerða Breta og alþjóðafjármálakreppunnar. Dagljóst er að bæði þessi atriði hafa að sjálfsögðu flýtt fyrir bankahruninu, en auðvitað hefði þessi spilaborg hrunið fyrr eða síðar og þá með hugsanlega enn verri afleiðingum. Aðrir stjórnarliðar höfðu uppi yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að sækja þá peninga, sem þessir menn sviku út úr bankakerfinu á löngum tíma og komu úr landi. Enn þann dag í dag hafa fáir stjórnarliðar komið fram með yfirlýsingu á borð við, að við Íslendingar ætlum okkur ekki aðeins að komast til botns í þessu skelfilega máli - hvað sem það kosta - heldur ætlum við okkur að saksækja þá, sem frömdu eitthvað glæpsamlegt og að þeir glæpamenn skuli hljóta hörðustu refsingu, sem lög heimila.
Það eru yfirlýsingar á borð við þessar, sem íslenska þjóðin vill heyra frá stjórnarflokkunum. Á meðan forystumenn þessara forystuflokka taka þjóðina sína ekki alvarlega, mun öfgaflokkur á borð Vinstri græna styrkjast og eflast og stjórnleysingjar halda áfram með ofbeldi við Alþingishúsið og lögreglustöðina í Reykjavík, okkur sjálfstæðismönnum og sumu samfylkingarfólki til ama.
Samstaða um rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook
Athugasemdir
Komdu saell Gudbjorn!
Tu ert med ahugaverdan pistil herna a blogginu...Ja af hverju tok tad rikisstjornina svona langan tima til ad akveda rannsokn a bankahruninu! Hverja er rikisstjornin ad vernda?
Eg sa Birkir Armannsson tingmann sjalfstaedisflokksins lysa tvi yfir ad hann vildi ad utrasarvikingarnir. audmennirnir fengju ad halda eignum sinum tratt fyrir fall
,, utrasarstefnunarinnar".
Af hverju faum vid ekki altjodalogregluna til tess ad taka til i ,,dotapakka einraedisherrana", sjalfstaedismannana sem hafa endanlega komid tjodinni i fataekt!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.12.2008 kl. 11:25
Guðrún Magnea:
Nákvæmlega!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.12.2008 kl. 11:35
Þetta er mjög einfallt.
Flestir útrásarvíkingarnir eru Sjálfstæðismenn. Sjálfstæðismenn sækja ekki á félaga í flokknum. Alvega sama hvað þeir hafa gert af sér.
Þetta kaus þjóðinn.
Már (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:01
Guðbjörn Guðbjörnsson.
VG eru ekki öfgaflokkur. Það er bara einn slíkur flokkur í landinu. Þú þekkir hann manna best.
Það er aðeins hægt að kalla hlutina þeim nöfnum sem þeir raunverulega eiga skilið.
Þinn flokkur Sjálfstæðisflokkur leifði ÖFGUM að ráða öllu í þessu þjóðfélagi. Niðurstaðann er að hinir ríku hafa orðið ríkari og þjóðinn er gjaldþrota.
Stórar upphæðir lyggja í sjóðum í Karabískahafinu en ekki í Ríkiskassanum þökk sé ykkar ósóma og vinagreiðapólitík.
Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:28
Nú hefur Alþingi samþykkti lög um rannsóknarnefnd á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna.
Ljóst er að þingmenn ætla ekki að láta rannsaka tengsl stjórnvalda og bankanna,
því samkvæmt lögunum á að skoða: "fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið."
Samt eru það einmitt tengsl ráðamanna við bankana sem þarf helst af öllu að rannsaka?
Samkvæmt grein Björgvins Sigurðssonar stóð til að auka enn á samvinnu ráðamanna og bankanna.
Í greininni má lesa hvernig ráðherrann skipar sér gagnrýnislaust í lið með bönkunum og kallar gagnrýnendur "grátkórinn".
Ekki var við því að búast að ráðherra með þessa afstöðu færi að taka á spillingunni í bönkunum.
Þetta ætlar Alþingi ekki að rannsaka - af hverju ekki ?
Hér eru lögin.http://www.althingi.is/altext/136/s/0348.html
Frumvarp um rannsóknarnefnd samþykkt.
Þetta er póstur sem gengur um á netinu..hvað fiinnst ykkur um þetta. Á þetta að heita alvöru rannsókn??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 00:09
Hvernig er hægt að gleðjast yfir skipulögðum seinagangi í rannsókn þessa máls Guðbjörn?
Hvernig er hægt fyrir ríkisstjórnina, dómsmálaráðuneyti og alla aðila, sem fyrir löngu áttu að vera byrjaðir að rannsaka þetta, að bera fyrir sig í dag einhverjar afsakanir á seinagangi rannsóknarinnar?Óhæfir menn settir í að rannsaka, auðvitað með vilja, til að geta tafið þetta með afsökun!! Nei, þarna eru fyrst og fremst menn úr öfgaflokki íhaldsins, að gera þetta með góðri vitund og vilja, draga þetta á langinn og bjarga flokksdindlunum og vinum sínum, Björgúlfi íhaldi og útrásaríhaldsvíkingadindlunum, frjálshyggjupostulum einkaframtaksins, sem var svo flott og næs og reyndist svo ekki vera annað en þjófnaður. Nei, það er búið með vitund og vilja, að leyfa þeim að moka yfir skítinn, brenna skjöl og annað, með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar, það er held eg alveg á hreinu..
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 03:18
Já,það kom hressilega í bakið á Samfylkingunni í Hafnarfirði að þora ekki að hafa skoðun. Auðvitað hélt Lúðvík bæjarstjóri og félagar að álverið yrði samþykkt.Þeir ætluðu svo að monta sig af íbúalýðræðinu sínu. Það er skelfilegt a Hafnfirðingar skuli hafa misst þetta tækifæri til uppbyggingar og reyndar fyrir þjóðarbúið allt.
Þetta má skrifa á Samfylkinguna í Hafnarfirði.
Sigurður Jónsson, 15.12.2008 kl. 17:41
Katrín Snæhólm:
Algjörlega sammála þér að þetta á ekki síst að rannsaka!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.12.2008 kl. 10:16
Sigurður Jónsson:
Hárrétt hjá þér.
Sömu sögu má því miður segja um álverið á Bakka og seinaganginn í kringum Helguvík, þetta skrifast allt á Samfylkinguna.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.12.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.