Bíð spenntur eftir næstu "Búsáhaldabyltingu" ...

Það er með ólíkindum að forystufólk Alþýðusambands Íslands skuli vera með yfirlýsingar af því tagi sem sjá mátti í fjölmiðlum í dag. Í raun er um lítilsvirðingu við meðlimi verkalýðshreyfingarinnar að ræða. Ýmsir hafa gagnrýnt yfirlýsingar og orð Ögmundar Jónassonar - vinar míns - en svona langt gekk hann þó aldrei í yfirlýsingum sínum. Sjálfur er ég formaður stéttarfélags og sit í stjórn BSRB en aldrei hefur mér dottið í hug að koma fram með yfirlýsingar af þessu tagi, þar sem mér er fullkomlega ljóst að í því hlutverki er ég formaður allra félaga minna en ekki einungis þeirra sem eru sjálfstæðismenn!

Merkileg yfirlýsing Steingríms J. Sigfússonar, að hann sé bundinn af ákvörðunum fyrirrennara síns varðandi hvalveiðar, sýnir enn og aftur að gömul færsla mín, þar sem ég dirfðist að spyrja þeirrar einföldu spurningar, hversu langan tíma það taki vinstri stjórnina að bakka út úr sínum fyrri yfirlýsingum um ýmis mál. Fyrir þetta hlaut ég skammir og svívirðingar frá vinstri mönnum, en mér sýnist ég hafa verið ansi sannspár! Ekki kæmi mér á óvart, ef að vinstri stjórnin heldur velli að loknum kosningum, að sú stjórn samþykkti stóriðju á Bakka og annan orkufrekan iðnað og virkjaði sem aldrei fyrr. Ögmundur Jónasson birtist í fyrradag með niðurskurðarhnífinn á Landsspítalanum og viðbúið er að félagsmálaráðherra verði nauðbeygður til að tilkynna einhvern niðurskurð. Ástæðan er einföld eða að ríkiskassinn er tómur og niðurskurður því miður óhjákvæmilegur, hversu mikilvæg sem útgjöldin eru.

Nú bíð ég spenntur eftir því hvort skríllinn, sem stóð fyrir skemmdarverkum í miðbænum og aðsúgi að lögreglu og þingmönnum, fari aftur á stúfana eða hvort þetta grasrótarlið úr VG haldi sig á mottunni nú þegar "þeirra" fólk hefur tekið við völdum.

Er hægt að láta viðgangast að fámennur hópur skemmdarvarga ræni lýðræðinu í landinu? 

 


mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Alltaf fundist frekar hjákátlegt að spyrða mótmælendur sérstaklega við VG, veit ekki betur en að fólk úr öllum stéttum og flokkum hafi fylkst í bæinn til að koma spillingarhyskinu frá, ekkert frekar Vinstrigrænir en aðrir.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.2.2009 kl. 20:07

2 identicon

"Nú bíð ég spenntur eftir því hvort skríllinn sem stóð fyrir skemmdarverkum í miðbænum og aðsúgi að lögreglu og þingmönnum fari aftur á stúfana eða hvort þetta grasrótarlið úr VG haldi sig á mottunni nú þegar "þeirra" fólk hefur tekið við völdum.

Er hægt að láta viðgangast að fámennur hópur skemmdarvarga ræni lýðræðinu í landinu?"

Svo mörg voru þau orð hjá menntamanninum sem er "með B.A.-próf í þýsku, stjórnsýslufræðingur/MPA, yfirtollvörður, óperusöngvari og söngkennari". "Sjálfur er ég formaður stéttarfélags og sit í stjórn BSRB" segir þessi háttvísi fulltrúi menntamanna í tollgæslunni.

Það vill svo til að 70% þjóðarinnar stóð á bakvið búsáhaldabyltinguna svokölluðu og mótmælin í aðdraganda hennar. En syngjandi sjálfstæðismanninum er að sjálfsögðu sama um það. Það hefur lengi verið plagsiður íhaldsmanna að tala niður til alþýðunnar. Þar er bara "skríll" á ferð, smbr. Geir gegnumlýsta.

Vinsamlegast athugaðu, GG, að þú getur skreytt þig með prófgráðum en framkoman kemur upp um menntamanninn. Bullið í þér virðist meðfætt.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Georg:

Voru sjálfstæðismenn og samfylkingarfólk að mótmæla eigin ríkisstjórn?

Hilmar:

70% landsmanna? Þá voru ansi margir fjarri góðu gamni kvöldin þegar allt brann og brotið var?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.2.2009 kl. 20:27

4 identicon

Nú virðast þeir einnig að vera að ganga á bak orða sinna gagnvart sparisjóðunum.

siggi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er það fráleitt þegar sú sama ríkisstjórn var búin að klúðra málum jafn herfilega og raun ber vitni....klúður íslandssögunnar!

Georg P Sveinbjörnsson, 18.2.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Guðbjörn.Ég tel nú að þetta hafi verið orð í tíma töluð já formanni ASI, enda gengið fram af flestum hvernig stuttbuxnadeildin hefur umgengist ræðustól þingsins undanfarið. Ég ætla bara vona að þetta sé ekki sú sú mynd sem þú gerir þér um þingstörf. Að snúa athyglinni frá aðalatriðum að aukatriðum sem í flestum tilfellum hafa verið fústrsjónir handónýtra frjálshyggjugutta á leið í prófkjör.

Hannes Friðriksson , 19.2.2009 kl. 09:48

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Georg:

Voru sjálfstæðismenn og samfylkingarfólk að mótmæla eigin ríkisstjórn?

Hilmar:

70% landsmanna? Þá voru ansi margir fjarri góðu gamni kvöldin þegar allt brann og brotið var?

Já, það samfylkingar og sjálfstæðisfólk sem mótmælti var að mótmæla eigin ríkisstjórn. Það er nefnilega hægt að hafa sjálfstæðan vilja og skoðanir þótt fólk hafi stutt einhvern flokk. Þetta er kölluð sjálfstæð hugsun - ættir að gúggla hugtakið þar sem lesa má úr þessu kommenti þínu að þú virðist ekki þekkja það.

Skoðakannanir sem gerðar voru dagana sem mótmælin stóðu sýndu mikinn stuðning við þau. Gúgglaðu það bara líka!

Og loks, varðandi orð þín um skrílinn, gúgglaðu orðið sleggjudómar...

Haraldur Rafn Ingvason, 19.2.2009 kl. 18:01

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er hér ekki að tala um friðsamlega hópinn sem mómælti, heldur "skrílinn" sem stóð fyrir skemmdarverkum og árásum á lögregluna!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.2.2009 kl. 09:39

9 Smámynd: LM

Einkennilegt hvernig þessi meinta "sjálfstæða hugsun" virðist hafa lognast út af núna á síðustu vikum. 

Skyldi það vera vegna þess að mönnum var sagt hvaða "sjálfstæðu hugsanir" þeir mættu viðhafa ?

Auðvitað voru þetta að hluta til ungskæruliðasveitir VG, það þurfti nú ekki annað en að fletta upp í félagatalinu til þess að átta sig á því.

LM, 26.2.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband