Af valdhroka og ráðherraræði Samfylkingar og Vinstri grænna ...

Undanfarin ár hefur stjórnarandstaðan ítrekað gagnrýnt ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokka hans, Framsóknarflokk og Samfylkingu, fyrir valdhroka, ráðherraræði og að keyra frumvörp í gegnum þingið á síðustu stundu og án eðlilegrar umræðu og málsmeðferðar í þinginu.

Ég verð að viðurkenna að í örfáum málum var ég þeim sammála og taldi að leyfa hefði átt meiri umræður, auk þess sem ég aðhyllist ekki þau vinnubrögð að keyra mál í gegn án þess að um þau hafi farið fram almenn umræða í þjóðfélaginu. Einnig hef ég á stundum haft áhyggjur af því sem kallað hefur verið ráðherraræði, þ.e.a.s. að ráðherrar ráði meira og minna lofum og ríkjum í vissum málaflokkum á meðan á ráðherradómi þeirra stendur.

Lög eru annaðhvort samin að undirlagi ráðherrans sjálfs eða embættismanna og sjaldnast af þingmönnum. Ef efni laganna er ekki mjög umdeilt meðal stjórnarflokkanna og í þokkalegu samræmi við stjórnarsáttmála virðast þau sjaldan stranda í ríkisstjórn. Hafi lög hlotið samþykkt ríkisstjórnar - og þar með forystumanna stjórnarflokkanna - gerir "flokksaginn" það að verkum að þau ganga hikstalaust í gegnum þingflokkana.

Alþingi hefur síðan virkað eins og hver önnur opinber afgreiðslustofnun, þar sem umræða um stjórnarfrumvörp takmarkast við gífurlegt lof stjórnarþingmanna á frumvarpinu og harðri gagnrýni og lýðskrumi vinstri stjórnarandstöðunnar - eins og þeim er svo gjarnt að viðhafa. Málefnaleg umræða hefur því miður oft á tíðum verið allt of lítil. Að þessu loknu hafa lögin síðan hlotið samþykki allra stjórnarþingmanna og stundum jafnvel einstaka stjórnarandstöðuþingmanns, sem í kjölfarið er litinn illu auga af forustu hans flokks. Sú staðreynd að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sinni, skv. 48. gr. stjórnarskrárinnar, virðist þar skipta æði litlu.

Nú er ljóst að Samfylking og Vinstri græn hafa gerst sek um það sama og þau ásökuðu aðra um árum saman. Þar var þó oft á tíðum ekki um að ræða einhver mikilvægustu lög landsins - líkt og nú - þ.e.a.s. lög um Seðlabankanna, sem tryggja eiga öruggan ramma um efnahagsstjórn landsins. Nú saka vinstri menn okkur sjálfstæðismenn okkur um málþóf, þótt þeim væri nær að líta eigin barm!

Ég hef mikla ánægju af því þessa dagana að rekja bullið frá liðnum árum ofan í vinstri mennina. Neðangreinda tilvitnun fann ég á vef Ungra vinstri grænna og von mín er að þið hafið bæði gagn og gaman af:

 

Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður.

 


 
 

 


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bíddu, var ég ekki að viðurkenna að stundum hafi "mínir" menn gerst sekir um slíka hluti, en að ég hlynntist ekki slíkt?

Ég var einungis að benda á hversu ósamkvæmir sjálfum sér vinstri menn eru! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.2.2009 kl. 09:09

2 identicon

Það er augljóst að þú ert að undirbúa þig undir stjórnarandstöðu. Það er því hollt að þið sjálfstæðismenn finnið á skinni hvernig það er að vinna við það starfsumhverfi sem þið hafið skapað síðustu 14 til 12 árin.

En vegna stofnunar VG og Samfylkingarinnar þá stjórnarandstaðan ekki nægilega sterk til að standa á móti framkvæmdarvaldinu. Sjálfstæðismenn sköpuðu þessa hefð fyrir sterku ráðherraræði og veikingu alþingis. Eins og þú ert að benda nú á þá er það ekki góð hugmynd, frekar en fávitaskapur eins og sjálfseftirlit.

Sjálfstæðismenn hafa ekki komið fram að neinni auðmýkt eða ábyrgð fyrir því hvernig þið skiljið við þjóðarskútunna. Samfylking sveik ykkur er svarið, því þeir hlustuðu á Vox Populi og vildu ekki blæða meira fyrir ykkur. En þið eruð saklaus fórnarlömb vondra félagshyggjumanna, sem hafið ekkert til unnið til eiga svona framferð skilið. Þvíík vitleysa.

Sjálfstæðismenn er óstjórntækur því það er nýbúið að ykkur að jólasveininn sem trúðu á er ekki til. Hvernig þið framkvæmduð stefnumál ykkar leiddu til efnahagshruns, reglukerfið var byggt upp af hroka og yfirlæti gagnvart reynslu norðurlandanna (Norðmanna, Svía og Finna). Þið hafið ekkert nýtt upp á að bjóða en að drulla út félagshyggjufólk og sjáið enga ástæðu til að skammast ykkar.

Svona málflutningur minni á sölumenn sem halda það að drulla út samkeppnisaðilana geri sínar vörur betri. Menn sem geta bent á gæði sinnar eigin vöru og sannað það, það eru menn sem ég hlusta á.

Kveðja

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:04

3 identicon

Það er merikilegt að heyra vinstrimenn koma fram og þykjast nú hafa eitthvað til málanna að leggja. Þeir byrja á því að koma á minnihlutastjórn sem gerir ekkert annað en að reka embættismenn sem hafa ekki réttar skoðanir. Nú á svo að koma á enn meiri ríkisrekstri í atvinnulífið, stefnunni sem kom okkur í þetta klandur og er að leggja hvert hagkerfið á fætur öðru í heiminum.

Það sjá það allir sem vilja sjá það að þvinguð lágvaxtastefn (í höndum ríkisins) hélt lánsféi lágu til banka (með ríkisábyrgðir og því engin áhættufælni til) sem voru í neyddir (vegna lagasetningar frá ríkistjórnum) til að lána óreiðufólki peninga. Það er nóg komið að þessu blandaða hagkerfi nú þurfum við frjálshyggjuna til að bjarga okkur, allt annað hefur verið reynt og fallið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Já menn eru greinilega súrir og ætla að nota tímann vel, alla sextíu og eitthvað dagana. Þeir ætla ekki kringum jörðina heldur láta sér nægja að reyna að rústa eins miklu og reka eins marga og þeir geta á þessum tíma. Kannski stefna þeir á heimsmetabókina? Annars eru þeir að kynna sig vel og virðast vera að takast að vara við sér einir og hjálparlaust. Ég auglýsi eftir málefnalegum og rökrænum vinstri mönnum, helst vel upp öldum sem kunna að ræða málin án þess að fúkyrðast og fyrtast.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:38

5 Smámynd: Dexter Morgan

Djöfull ert þú leiðinlegur bloggari maður. Íhaldskurfur af gamla skólanum. Veistu ekki að nú er tími breytinga hér á landi. Hvar hefur þú eiginlega verið síðustu mánuði, ég bara spyr ?

Dexter Morgan, 26.2.2009 kl. 23:18

6 identicon

á hvaða lyfjum ert þú vilhjálmur andri-var það ríkið sem setti bankana á hausinn?ekki vilja nú sjálfstæðismenn sem sátu í ríkisstjórn skrifa upp á það!voru bankarnir

árni aðals (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Dexter Morgan:

Mikið ert þú leiðinlegur og neikvæður lesandi.

Já, ég er gamaldags íhaldsmaður og bara stoltur af því! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.2.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband