5.3.2009 | 22:53
Algjörlega í samræmi við mína tilfinningu
Þessi skoðanakönnun staðfestir algjörlega það sem ég upplifi á ferðalagi mínu um Suðurkjördæmi. Það er rífandi stemming á prófkjörsfundum Sjálfstæðisflokksins og almenningur er auðsjáanlega að átta sig á að það er veruleg hætta á að við gætum endað uppi með vinstri óstjórn framfarahemla sem kalla sig VG og samtínings fjögurra gamalla vinstri flokka sem kallar sig Samfylkingu.
Fólk er nefnilega ekki fífl, heldur skynsamt og tekur skynsamlegar ákvarðanir. Af þessum sökum er ég þess fullviss að Sjálfstæðisflokkurinn endi í a.m.k. 33-35% í kosningunum í vor. Ég hef jafnframt fulla trú á að hófsamt félagshyggju- og miðjufólk kjósi Framsóknarflokkinn í auknu mæli og að hann endi í 16-18%. Með þessu móti er mjög líklegt að mögulegt verði fyrir þessa tvo flokka að mynda starfhæfa ríkisstjórn, sem enduræsir og endurreisir íslenskt efnahagslíf í vor og sumar.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur nú fundist samstarfið ganga hálf stirðlega?
Ef marka má ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, og annarra frammámanna vinstri flokkanna, þá stefnir allt í samvinnu VG og Samfylkingar eftir kosningar. Er þá ekki ljóst að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga samleið þegar þessir tveir vinstir flokkar eru þegar farnir að tala um hálfgert bandalag?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.3.2009 kl. 23:04
Það hefur alltaf verið rífandi stemning í Sjálfstæðismönnum, það hefur ekkert vantað á það, en ósköp er að heyra þetta.
Sólveig Hannesdóttir, 5.3.2009 kl. 23:20
Sæll, Þú segir 33 til 35% og miðar við þitt kjördæmi í þínu kjördæmi eru VG að berjast fyrir auknu atvinnuleysi og svo einhverjir í Sammfó þ.a.s. á móti stóriðju, þannig að reikna má við að fólk sé ósátt við þá stefnu, sama má segja um Kragann, ég gæti trúað að x D fengi um eða í hæstalagi 40% í þessum kjördæmum.
En á landvísu 30 til 33%
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 5.3.2009 kl. 23:26
Sammála þér Sigurjón!
Ég átti að sjálfsögðu við allt landið (33%), en í Kraganum og í Suðurkjördæmi 38-40%.
Ég á von á að ástandið lagist um land allt núna þegar VG sýnir sitt rétta andlit sem "framfarahemill", sem ég stal frá Ingva Hrafni á ÍNN.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.3.2009 kl. 23:29
Já ansi gott orð má nota það betur ,,framfarahemill" og rétt lýsing.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 5.3.2009 kl. 23:41
Þú hefur aðeins ruglast í rýminu Guðbjörn. Hægrimenn hafa um aldir sjálfir kallað flokka sína íhaldssama og sjálfa sig íhaldsmenn. Þ.e. hemla á breytingar.
Sjálfstæðisflokkurinn varð til við sameiningu Íhaldsflokksins sem hafði þá 45% fylgi og Frjálslyndaflokksins með 5% fylgi, þ.e. er Sjálfstæðisflokkurinn er nær ómengaður afkomandi Íhaldsflokksins.
„Íhald“ hefur hér þá merkingu að telja það mikilvægasta hlutverk stjórnvalda að hamla breytingum, að vera hemill á breytingar.
Vinstriflokkar og þó sérstaklega hópar inna þeirra kenna sig oft við að vera róttækir sem merkir að rífa upp með rótum, vilja endurplægja gamla garðinn og sá fyrir allt annarskonar uppskeru.
Svoleiðis róttæklingar komu á lýðræðinu og umbótunum sem fylgdu frönsku byltingunni og í Ameríku komu þeir á algerlega nýrri stjórskipan eftir að hrinda af höndum sér nýlenduherrum Breta.
Þeir sköpuðu líka rótið í Evrópu 1848 sem leiddi til stjórnarskipta í Danmörku það sumar og nýrrar danskrar stjórnarskrár 1849 sem svo var færð Íslendingum 1874. Hún færði mikið vald til þjóðanna sem einvaldskonungarnir höfðu haft og skilgreindi manréttindi.
- Það er þinn flokkur og hægriflokkar almennt sem gefa sig út fyrir að vera hemlar á breytingar - íhaldsflokkar - svo ekki kenna því uppá vinstrið.
Helgi Jóhann Hauksson, 6.3.2009 kl. 04:35
Alltaf hef ég gaman af því , þegar að fólk er bjartsýnt Guðbjörn minn. Ég kann vel við þína bjartsýni á , að fylgi flokksins þíns verði 33 til 35 prósent. En ég er sjálfur bjartsýnn og jákvæður maður og býst ekki við því og vona reyndar að fylgið verði undir 20 prósentum og helst vel það. Svo bjarsýnn ætla ég að leyfa mér að vera. Eigum við ekki bara að kalla það "skynsemi"!! Alla vega er það ekki neinn fíflaskapur!
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:22
Vinstri menn:
Það er enn ein staðfesting þess að þið eruð ófærir að stjórna þessu landi, að þið takið mark á þeim hluta skoðanakönnunarinnar, sem segir að þið séuð með 53,4 % atkvæða samanlagt, en ekki þeim hluta sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í mikilli sókn. Það fer allt of lítið fyrir rökhugsun hjá ykkur. Annaðhvort samþykkið þið þessa könnun eða ekki!
Helgi Jóhann:
Ég þarf ekki á upprifjun frá þér að halda um sögu Sjálfstæðisflokksins.
Vissulega var flokkurinn stofnaður upp úr þeim tveimur flokkum, sem þú nefndir fyrir 80 árum síðan.
Ef það á að setja Sjálfstæðisflokkinn í einhvern fræðilegan ramma myndi hann líkleg falla í þann sem er hér að neðan, sem ég fékk að láni á Wikipedia:
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.3.2009 kl. 08:41
Skemmtilegt að þú skulir nota orðin: „það er veruleg hætta á vinstri [ó]stjórn“. Þessa rulla var sögð margoft fyrir kosningarnar 2007, eins og það væri það versta sem gæti gerst. Eins var sagt: „þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið“ en eins og menn ættu að vita nú er það ekki endilega raunin, eða svo má deila um hvenær efnahagsstjórn er „traust“.
En þá vill ég benda á rök sem eru jafngild þínum með að það sé hætta á vinstri stjórn, en þá er jafnmikil hætta á hægri stjórn eftir næstu kosningar
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:42
Þú segir:
"Fólk er nefnilega ekki fífl, heldur skynsamt og tekur skynsamlegar ákvarðanir."
Hvar er sjálfstæðisflokkurinn þá búinn að vera síðustu 18 ár? Hvar er skynsemin? Að tala um Sjálfstæðisflokkinn í mikilli sókn er náttúrulega bara sjálfsblekking.
Hvað kallast það fólk sem nefnir Sjálfstæðisflokkin og Framsókn í sömu andrá eftir framistöðu þessara flokka síðustu 18 ár?
Ennþá fáum við að heyra áróðurinn og heilaþvottinn gegn vinstri flokkunum - VG sérstaklega og þú talar um sem einhvern bremsuflokk.
Það skal ég seigja þér að allavega 90% þjóðarinnar hefði viljað, að það fólk sem stjórnað hefur för þjóðarinnar, sjá þetta fólk fara í ökuskóla og læra allavega eitthvað um bremsur og hvernig skal nota þær áður enn þeim var sleppt lausum í þá glæfraför sem endaði með þeim þjóðarharmleik sem við stöndum frammi fyrir.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:53
Hvernig er hægt að vera svona blindur á stöðu mála? Voru það ekki sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem fóru með (ó)stjórn mála og settu hér allt í kaldakol með sinni framgöngu. Þessi 2 ár sem sjálfstæðismenn og samfylking stjórnuðu svo eru reyndar með endemum. Það er nú að koma í ljós að það sem Björgólfur Thor sagði um Icesave var sannleikur en Davíð og Geir sögðu hann beinlínis ljúga. Þannig er með nokkrum rökum hægt að kalla þá landráðamenn ásamt öllum útrásarvíkingunum sem sem hampað var við öll tækifæri af öllum okkar ráðamönnum bæði til hægri og vinstri, og þá var enginn undanskilinn, hvorki Davíð, Geir né Ólafur Ragnar.
Kjósandi í Suðurkjördæmi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:54
Nú á Alþingi er verið að takast á um uppbyggingu atvinnuvegana til að slá á atvinnuleysið í Suðurkjördæmi óvinnir vekalýðsins VG eru á móti slíkri uppbyggingu vegna þess að það hentar ekki skoðunum þeirra, þá skiptir ekki máli hvort fólk missi húsnaði sitt atvinnu eða verði gjaldþrota tilgangur þeirra helgar meðalið og þeir segja verið atvinnulaus missið húsnæði og verið atvinnulaus en kjósið okkur VG, samt er okkur er sama um hag ykkar við viljum bara komast í næstu ríkisstjórn.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 6.3.2009 kl. 13:08
Eru frjálslyndir ekki þeir einu sem ekki hafa hafnað stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokki/Sakleysisflokki?
Sættu þig við það Guðbjörn, þú verður ekki í næstu ríkisstjórn nema þú farir að sjá að þér og gangir til liðs við einhvern hinna flokkanna.
Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:00
...... dæmda og ódæmda?
Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:31
Á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eru engir VG því miður Kristinn og Kolla þeir eru á lista VG.
Rauða Ljónið, 6.3.2009 kl. 15:44
Er ekki að skilja með glæpamenn ert þú ríkisstarfsmaður og æviræðinn... Kristinn aldrei upplifað atvinnulaeysi, fengið allt hjá mömmu og pabba.
Rauða Ljónið, 6.3.2009 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.