Samfylking: forystukreppa og skortur á endurnýjun

Ljóst er að Samfylkingin á undir högg að sækja, þrátt fyrir einhvern meðvind fyrst eftir stofnun nýrrar ríkisstjórnar með VG fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Formaður Samfylkingarinnar til nokkurra ára, og sá eini sem hefur haft nægilegan kraft til að halda saman þeim 3-4 fylkingum sem "Samfylkingin" samanstendur af, hverfur nú úr stjórnmálum eftir glæstan feril. Það verður erfitt fyrir hvern þann sem tekur við af Ingibjörgu Sólrúnu að feta í hennar fótspor.

Þótt Dagur Eggertsson sé vissulega hæfileikaríkur maður, hefur hann varla úr þeirri reynslu að spila, sem þörf er á til að halda saman þeim ósamstæða hópi, sem Samfylkingin óneitanlega er. Það sést á Jóhönnu Sigurðardóttir að hún er orðin gömul og lúin og ég efast hreinlega um að hún hafi þrek til að stýra flokknum og ríkisstjórn á þeim erfiðu tímum sem nú ríkja í landinu. Forystukreppa og sundrung blasir því að mínu mati við hjá Samfylkingunni. Vinstri menn munu því auknu mæli hverfa yfir til VG, þar sem eðlileg endurnýjun hefur átt sér stað á framboðslistum og forustan er sterk.


mbl.is Þrýstingur á Jóhönnu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband