Jóhanna treystir sér einfaldlega ekki til að leiða þennan ósamstæða hóp ...

Auðsjáanlegt að Samfylkingin er í mikilli "forystukrísu" eins og er. Þrátt fyrir að allir þeir sem hugsanlega gætu boðið sig fram á móti Jóhönnu Sigurðardóttur hafi nú þegar lýst því yfir að þeir muni ekki fara í mótframboð og styðji hana til formanns, hefur Jóhanna enn ekki sagt af eða á hvort hún vilji starfið. Auðvitað láir henni þetta enginn eftir reynslu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur af eigin flokksmönnum í hennar erfiðu veikindum undanfarna mánuði.

Jóhanna veit nú það sem vissi ekki fyrir nokkrum vikum síðan. Það er eitt að vera samviska flokksins og lofa upp í ermina á sér til þeirra sem minna mega sín og reyna síðan að efna þau loforð að kosningum loknum og þiggja fyrir það ómældar vinsælir. Annað er að reyna að stýra þjóðarskútunni á ábyrgan hátt, halda efnahagslífinu gangandi, koma hallanum á ríkissjóði niður um 30% og takast á við að eyða 10% atvinnuleysi. Þá þarf að taka ákvarðanir, sem ekki eru líklegar til vinsælda hjá öllum og gætu jafnvel mistekist.

Nei, Jóhanna naut og nýtur þess að vera vinsælasti ráðherrann og sá sem sló í borðið á ríkisstjórnarfundum og heimtaði meiri peninga. Ég er ekki viss um að hún vilji enda í sögubókum sem ráðherra niðurskurðar í velferðar- og menntamálum. Reyndar held ég að þetta gildi um alla þingmenn og ráðherra VG og Samfylkingar, þetta eru flokkar sem ferst það best úr hendi að eyða og sólunda en minna fer fyrir ráðdeild og útsjónarsemi. Ég efast í raun um að Jóhanna og félagar í VG og Samfylkingu hafi kjark og þor til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.

Þjóðin veit hins vegar að við sjálfstæðismenn höfum bæði reynsluna og getuna til þeirra verka og því mun hún kjósa okkur til forystu í lok apríl næstkomandi.


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband