Vinstri menn og fjölmiðlar hafa ekki áhuga á sannleikanum ...

SannleikurinnNú hafa tveir skandínavískir reynsluboltar lýst því yfir að orsaka bankahrunsins sé að mestu að leita hjá stjórnendum bankanna og minna hjá íslenskum stjórnvöldum eða Sjálfstæðisflokknum. Sá fyrri sem lýsti þessu yfir var Mats Josefsson. Því miður fór lítið fyrir umfjöllun Josefsson um efnahagshrunið í íslenskum fjölmiðlum. Þeim mun meira fór fyrir sleggjudómum íslenskra fréttamanna um hlutdeild Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins að bankahruninu.

Nú lýsir finnski sérfræðingurinn, Kaarlos Jännäres, yfir sömu niðurstöðu eða að lélegur rekstur bankanna og slæm stefnumörkun auk óheppni hafi ráðið úrslitum um bankahrunið á Íslandi. Kaarlos var ráðinn af íslenskum yfirvöldum og viðurkenndur af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sömu sögu má segja um Mats Josefsson, þannig að vinstri menn og vinstri fjölmiðlar geta ekki haldið því fram að hér sé um pantaðar niðurstöður Sjálfstæðisflokksins að ræða.

Hversvegna virðast íslenskir fjölmiðlar hafa litlan sem engan áhuga á sannleikanum, en þeim mun meiri áhuga á að klína þessu bankahruni á Sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðisstefnuna, sem flokkurinn hefur haft á stefnuskrá í 80 ár og aldrei skaðað þessa þjóð?

Gæti verið að eitthvað annað stjórni íslenskum fjölmiðlum en leitin að sannleikanum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

„Vinstri menn og fjölmiðlar hafa ekki áhuga á sannleikanum ...“

Ósköp er þetta aum alhæfing um mikinn fjölda fólks og fjölmiðla - og lýsir því augsýnilega fremur þeim sem hana ber hér fram en þeim sem hún er um. 

Helgi Jóhann Hauksson, 31.3.2009 kl. 01:25

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Auðvitað er þetta pantað álit enda er þetta ekkert annað en álit, engin staðfesting.

Guðbjörn þú verður að gera þér grein fyrir því að það eru einungis rúmar 3 vikur í kosningar og íhaldið hefur nú lagt í meiri kostnað en eitt álit til að lagfæra bága stöðu sína á innanlandskjörmarkaði.

Við eigum jafnvel eftir að sjá eitthvað enn ógeðfelldara trikk frá bæði íhaldi og ekki síður dauðvona Framsóknarmaddömunni.

Þórbergur Torfason, 31.3.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

"Fjölmiðlar hafa litlan sem engan áhuga á sannleikanum".

Það er akkúrat það. Ég held að flestir hafi mikinn áhuga á sannleikanum, menn hafa bara misjafnlega mikið til brunns að bera til að matreiða hann. Nokkrir þ.a.m. Davíð Kristur, margfrægur hægrimaður, hafa hinsvegar ekki áhuga á neinu nema rassgatinu á sjálfum sér og þeir hagræða sannleikanum einatt eins og þeim finnst hann hljóma best.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2009 kl. 06:27

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er varla að tími gefist til að fá einhvern Norðmann til Íslands - og þá helst enn einn lausamanninn úr Norska verkamannaflokknum sem þeir mega missa - til að fara yfir hvort efnahagshrunið tengist meira þeim sem frömdu glæpinn, útrásarvíkingunum, eða Sjálfstæðisflokknum og 80 ára gamalli sjálfstæðisstefnu hans!

Ég vona - seðlabankastjóra vegna - að gengið fari að lagast, því annars á hann von á heimsókn frá "Röddum fólksins", hótunum um ofbeldi, að hann verði eltur um borg og bí, eggjakasti, skemmdarverkum á Seðlabankanum - já hálfgerðu einelti!

Það er spurning hvort Norðmaðurinn heldur slíkt ástand jafnlengi út í Seðlabankanum og Davíð gerði?

Hvað ætli vinstri stjórnin gefi honum langan séns til að "redda" málunum áður en hann verður dæmdur handónýtur? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.3.2009 kl. 07:05

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ertu virkilega að verja aðgerðarleysi Seðlabankans undir stjórn DO og hræðslu bankaeftirlits og Fjármálaeftirlitsins við að grípa inni bankastefnuna? 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.3.2009 kl. 09:16

6 identicon

Þú Guðbjörn eins og ýmsir aðrir fylgismenn Messíasar Oddssonar virðist ekki hafa lesið alla skýrsluna hjá Finnanum. Hann talar einnig um skort á reglum og að eftirlitsstofnair hafi ekki virkað. Þar hlýtur stjórnmálamaðurinn og forsætisráðherra til margra ára Messías Oddsson eiga hlut af skömmunni og hvað varðar eftirlitið hlýtur seðlabankastjórinn Messías Oddsson einnig að eiga sinn hlut af skömminni.

Bobbi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:25

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þórdís & Bobbi:

Ég er bara alls ekki að segja að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið - og yfirmenn þessara stofnana - beri ekki ábyrgð á því sem gerðist:

Nú hafa tveir skandínavískir reynsluboltar lýst því yfir að orsaka bankahrunsins sé að mestu að leita hjá stjórnendum bankanna og minna hjá íslenskum stjórnvöldum eða Sjálfstæðisflokknum.

Undanfarna 4-5 mánuði hef ég gagnrýnt ofangreindar stofnanir og yfirmenn þeirra ítrekað og m.a. skorað á þá að stíga til hliðar. Það sem ég er að segja að mest öll athyglin hefur beinst að Davíð Oddssyni persónulega og hlutdeild Sjálfstæðisflokksins í þeim efnahagslega harmleik, sem hér átti sér stað! Að auki hafa þær nauðsynlegu breytingar, sem gerðar voru á íslensku þjóðfélagi á árunum 1991-2004 og fólust m.a. í aukningu á frelsi einstaklinga og fyrirtækja til athafna og viðskipta og einkavæðingu fyrirtækja, verið kallaðar óheft frjálshyggja! Þvílík fásinna!!!

Það var hárrétt hjá Bjarna Benediktssyni í Zetunni í gær að íslenskt þjóðfélag er alls ekkert frjálshyggjuþjóðfélag og hefur aldrei verið það. Staðreynd er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alls engan áhuga á að breyta aðgengi íslensks almennings að menntun eða félags- eða heilbrigðisþjónustu! Við höfum alls ekki staðið fyrir minna aðgengi að fyrrgreindri opinberri þjónustu, heldur aukið við þessa þjónustu og bætt aðgengi að henni og hlotið fyrir það gagnrýni, t.d. frá Samfylkingunni! Þarna á ég við að Samfylkingin hefur gagnrýnt að hlutdeild hins opinbera hefur aukist á undanförnum árum. Þetta fólk verður að ákveða sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn er "ríkisafskiptaflokkur" eða frjálshyggjuflokkur. Við getum tæplega verið hvorutveggja á einu og sama augnabliki!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.3.2009 kl. 13:33

8 identicon

Sæll,

þú ert kominn í tóma þvælu með þetta.  Þú einangrar vandamálið á kolröngum stað.  Þetta er jafn vitlaust og segja að maður sem starfað hefur við reisingu húss í áratugi sem reyndist meingallað og hrundi svo þegar nokkrir vitleysingar voru að trampa á þakinu, hafi ekki borið ábyrgð á hruninu því hann hafi verið staddur annars staðar þegar húsið hrundi og ekki tekið þátt í því að hoppa á þakinu.

Ef tímalínan sem ábyrgðin spannar er 100m á lengd, þá kýst þú að horfa á 0,1cm af henni og tala út frá því að Davíð eigi ekki sök á hruninu heldur þeir sem stjórnuðu bönkunum.  Þetta er glórulaus málflutningur.  Það vita allir, og þarf enga erlenda sérfræðinga til, að þeir sem stjórnuðu bönkunum keyrðu þá í þrot.  Það er jú búið að ráða mjög hæft sérfræðingateymi til að fletta ofan af því.  Það greinir hins vegar enga sérfræðinga á um, sérstaklega erlenda, að stefna Seðlabanka hafi verið arfavitlaus og ótækt sé í öllum lýðræðisríkjum að þar sitji ekki hæfur sérfræðingur heldur pólitíkus á eftirlaunum, hvort sem það er Davíð eða einhver annar.  Það er líka alveg í ljós leitt að svokallaðar eftirlitsstofnanir brugðust gersamlega svo og regluverkið.   Um þetta þarf ekkert að deila.  Vanhæfni í hverju horni. 

Það liggur líka ljóst fyrir að efnahagsstefna Íslands hefur verið handónýt frá byrjun og Ísl.dingar alltaf búið við óðaverðbólgu, gengishöft og sífellt fall krónu.   Svo básúnar þú hér sigri hrósandi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað efnahagsmálum Ísl.dinga síðastliðin 80 ár.  Ferð svo í það (af því Davíð sagði það) að rægja Norðmenn með háði.  Það ert þú sem ert hlægilegur, hlægilegur, og Davíð líka.  Þið vitið það kannski ekki en Norðmenn eru undir 5 milljónum en þó ríkasta þjóð heimsins per haus.  Þar eru lífsgæði og menntun með því allra besta sem gerist og þar er hlutunum stjórnað af festu og ábyrgð, með árangri.

Þú ert því sami rugludallurinn og bankamennirnir sem einmitt allt þóttust vita betur en erlendir bankamenn, sem voru búnir að gera þetta öldum saman.  Þú og Davíð að fara kenna Norðmönnum eitthvað?  Þvílíkur brandari.

Það er langt mál að fara í gegnum þetta en í stuttu máli má segja að enginn er að segja að Davíð eða Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á öllu saman.  Hins vegar hafa þeir algerlega brugðist hlutverki sínu og því ber þeim að víkja.

Svo finnst mér alltaf sorglegt að sjá fullorðna menn eins og þig ekki hafa getu sjálfa til að skilja og greina heldur apa allt eftir einhverjum foringja, en það er jú ótrúlegur fjöldi fólks sem er svona, þess vegna þrífast t.d. sértrúarsöfnuðir mjög vel.  Það er ótrúlega mikið af fólki sem ekki getur sjálft heldur þarf alltaf að hafa einhverja fyrirmynd sem segir þeim hvað það á að gera og hugsa. 

Foringjadýrkun er fyrir þá sem ekki geta hugsað sjálfir.

Það er líka alveg fáránlegt að sjá þig taka nokkur orð úr einni - 2 blaðagreinum og segja ,,sko, sjáið bara, þarna er hin raunverulega orsök hrunsins" !  Maður veltir því nú fyrir sér hvort þú hafir heyrt orðin ,,gagnrýnin hugsun" ?

S.H. (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:22

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er bara ekkert að gagnrýna Norðmenn! Fóstri minn er hálfur Norðmaður og ég hef í það heila líklega eytt 1 ári í Noregi og þykir vænt um land og þjóð!

Ég er ekki einu sinni að verja Davíð, Seðlabankann eða Fjármálaeftirlitið! Þeir sem til minna skrifa þekkja vita að ég hef gagnrýnt mína menn meira en flestir aðrir!!!

Ég er alls ekki að taka nokkur orð út úr 2 blaðagreinum og afgreiða málið á þann hátt. Ég er einungis að segja að vinstri menn hafi engan áhuga á staðreyndum málsins, heldur séu á pólitískum nornaveiðum eða í pólitísku einelti og lýðskrumi líkt og fyrri daginn. Fyrst var reynt að taka Framsóknarflokkinn af lífi - sem tókst næstum - og núna er gerð atlaga að Sjálfstæðisflokknum.

Við erum hins vegar andstæðingur sem þið ráðið ekkert við

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.3.2009 kl. 16:14

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er afar markviss og rökfastur pistill. Vinstri fjölmiðlar bókstaflega ultu á hliðina með bönkunum og hafa ekki náð áttum enn þá. Þeir jusu bábiljunum yfir almenning mánuðum saman og vinstri menn eru núna fullkomlega veruleikafirrtir. Munið þið hver tónninn var í fjölmiðlunum þegar fyrsti bankinn hrundi: stærsta bankarán sögunnar!  Fjölmiðlar kokgleyptu lygar Jóns Ásgeirs og smjöttuðu á þeim vikum saman.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 17:45

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Baldur:

Já, ég er einhvernveginn hræddur við að jafnvel þó Eva Joly, sérstakur saksóknari og rannsóknarþingnefndin komist að þeirri niðurstöðu, að bankahrunið megi að nær öllu leyti rekja til þeirra sem stjórnuðu bönkunum, muni íslenskur almenningur hreinlega ekki ná þessu og skella skuldinni alfarið á Sjálfstæðislflokkinn og sígildu sjálfstæðisstefnu!

Jafnvel stálheiðarlegt uppgjör okkar við fortíðina - eitthvað sem Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eiga fullkomlega eftir að gera - virðist ekki enn hafa skilað sér til fjölmiðla og þar með ekki til almennings!

Samþykkt Sjálfstæðisflokksins á greiningu endurreisnarnefndar flokksins hefði auðvitað átt að vera stórfrétt, en í staðinn fyrir það eyða fjölmiðlar öllum tímanum í "skemmtiatriði" frá Davíð Oddssyni! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.3.2009 kl. 17:55

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hér öll völd í 18ár Guðbjörn?  Hann er ekki jesús Kristur og ekki hvítt nýfætt lamb...en sökin er greinilega hjá glæpamönnunum sjálfum, en "lögreglan" (HHG og DO og xD) SVAF Á VERÐINUM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 18:38

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

S.H. : þú ert kominn í tóma þvælu með þetta.  Þú einangrar vandamálið á kolröngum stað.  Þetta er jafn vitlaust og segja að maður sem starfað hefur við reisingu húss í áratugi sem reyndist meingallað og hrundi svo þegar nokkrir vitleysingar voru að trampa á þakinu, hafi ekki borið ábyrgð á hruninu því hann hafi verið staddur annars staðar þegar húsið hrundi og ekki tekið þátt í því að hoppa á þakinu.

Hvernig virka þessi rök? Ekki geturðu kennt lögreglunni um það ef brotist er inn til þín, þeir áttu jú að vera á vaktinni ekki satt?

Anna : Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hér öll völd í 18ár Guðbjörn?

Voru ekki aðrir flokkar við völd á sama tíma allann tímann? eiga þeir enga sök á þessu?

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, að mínu mati er fólk rosalega upptekið við að finna einhvern einn blóraböggul, því það er einfaldara en að líta á heildarmyndina.

Hann talar einnig um skort á reglum og að eftirlitsstofnair hafi ekki virkað. Þar hlýtur stjórnmálamaðurinn og forsætisráðherra til margra ára Messías Oddsson eiga hlut af skömmunni

Þetta er akkúrat málið, það er mikill skortur á reglum í fjármálageiranum hér heima, þetta útrásalið fór til t.d. bandaríkjanna til að læra viðskiptafræði og þar er þér kennt það sem þú átt ekki að gera, þá hluti er eru bannaðir með lögum í bandaríkjunum en viti menn þessir hlutir eru leyfðir hér, þetta fólk fór semsagt til bandaríkjanna til að læra að svindla og svíkja má í raun segja.

Að segja að Davíð Oddsson eigi engann hlut í málinu er að mínu mati ekki rétt, vissulega þá á hann hlut í málinu en að kenna honum einum um ásamt sjálfstæðisflokknum eins og virðist vera mikið um er að mínu mati ekkert annað en blint hatur á manninum og sjálfstæðisflokknum, sumt fólk virðist hata hann svo mikið að það komast engin rök að.

Það er líka alveg fáránlegt að sjá þig taka nokkur orð úr einni - 2 blaðagreinum og segja ,,sko, sjáið bara, þarna er hin raunverulega orsök hrunsins" !

Ef þú tekur inn í þetta þá útskýringu að fjölmiðlar eru ekki alveg að standa sig í að vera hlutlausir þá bara því miður er það að taka nokkur orð úr einni til tvemur blaðagreinum ekki eins fáranlegt og þú villt halda fram. Því ef Guðbjörn hefur rétt fyrir sér og fjölmiðlar eru ekki að fjalla mikið um orsök þessa hruns í réttum mæli þá býst ég ekki mikið við að sjá fréttir af þessu tagi þó þær séu kannski til á mörgum stöðum.

Gott dæmi er þegar ritstjóri DV vildi ekki setja í gegn frétt vegna þess að hún var ekki nógu "eigendavæn" og ef mér skjátlast ekki var gripinn glóðvolgur með allt niður um sig á upptöku, ég á erfitt með að trúa að þetta sé einsdæmi hér í fjölmiðlum í eigu þessa fólks!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.4.2009 kl. 10:11

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Doddi,þú skrifar..."

Anna : Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hér öll völd í 18ár Guðbjörn?

Voru ekki aðrir flokkar við völd á sama tíma allann tímann? eiga þeir enga sök á þessu?"

Svar: Enginn flokkur var við völd allan þennan tíma nema xD!  Svo koma aðrir flokkar (aðallega framsókn...) við langa sögu, en xD er EINI FLOKKURINN sem var við stjórn í 18 ár!  Sem þyðir að sök xD er lang mest, en hinna líka svo ég svari þinni augljósu sp/sv!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:15

15 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Helgi Jóhann & Hafsteinn & Þórdís & Þórbergur & Bobbi & S. H. & Anna Benkovic:

Mea Maxima Culpa 

Confiteor Deo omnipotenti, beatae Mariae semper Virgini, beato Michaeli Archangelo, beato Joanni Baptistae, sanctis Apostolis Petro et Paulo, omnibus Sanctis, et tibi pater: quia peccavi nimis cogitatione verbo, et opere: mea culpa, mea culpa, mea maxima culpa. Ideo precor beatam Mariam semper Virginem, beatum Michaelem Archangelum, beatum Joannem Baptistam, sanctos Apostolos Petrum et Paulum, omnes Sanctos, et te Pater, orare pro me ad Dominum Deum Nostrum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband