Hallgrímur Helgason fer háðulegum orðum um Íslendinga í danska sjónvarpinu

Hallgrimur HelgasonÞað var hálf aumkvunarvert að sjá viðtalið við Hallgrím Helgason rithöfund í danska sjónvarpinu í kvöld (DR2), þar sem hann ekki aðeins dró upp dekkri mynd af ástandinu hér en ástæða er til, heldur fór svo háðulegum orðum um okkur Íslendinga og íslenskt samfélag, að mér blöskraði að nokkur maður gæti talað svona um eigin þjóð. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti í vetur, sem "Höfundur Íslands" hefur farið offari í fjölmiðlum og annarsstaðar og orðið okkur til háborinnar skammar.

Í viðtalinu við DR líkti Hallgrímur okkur Íslendingum við grísina þrjá, þar sem Íslendingarnir bjuggu að sjálfsögðu í stráhúsinu, sem úlfinum tókst að blása koll, á meðan vinum okkar á Norðurlöndum hafði tekist að byggja steinhús, sem engum hefur enn tekist að leggja í rúst. Hallgrímur hefur víst gleymt bankakreppunni í Noregi, sem byrjaði árið 1987, stóð í 4 ár og lauk árið 1991 og bankakreppunni í Svíþjóð, sem byrjaði árið 1992 og sumir segja að sé ekki enn lokið, að ekki sé minnst á efnahagshrunið í Finnlandi upp úr 1990, þar sem börn eiga að hafa soltið heilu og hálfu hungri.

Samfylkingarmaðurinn Hallgrímur lýsti í viðtalinu Íslendingum sem "vanvita" smábörnum, sem hinir "fullorðnu" Norðurlandabúar þyrftu að kenna eitt og annað, t.d. hvernig á að byggja upp heilbrigða blöndu af auðhyggju eða markaðshyggju og sósíalisma, þannig að úr verði hið skandínavíska velferðarmódel.

Trír grísirSænska velferðarkerfið má sennilega rekja til fátækralaganna frá 1847 og 1853 og stofnun Sænska alþýðusambandsins árið 1898. Það var hins vegar Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð, sem lagði grunninn að fyrstu greiðslum til fátækra og sjúkra með tryggingalögunum árið 1913, sem varð hornsteinn lífeyristrygginga næstu 40 árin. Önnur lönd byrjuðu ekki með slíkar tryggingar fyrr en upp úr 1930. Það voru svo Sænskir Jafnaðarmenn og Alþýðusamband Svíþjóðar, sem alltaf var nátengt Jafnaðarmannaflokknum, sem byggðu áfram upp "sænska velferðarkerfið".

Árið 1938 undirrituðu forvígismenn atvinnulífsins og Alþýðusambandsins samkomulag í Saltsjöbaden, sem jafnan var kennt við þann stað, þar sem leitt var til lykta, hvernig samskiptum milli þessa aðila skildi háttað. Þetta varð sænskum vinnumarkaði mikil hjálp við iðnvæðingu landsins næstu áratugi og tryggði ásamt velferðarkerfinu nauðsynlegan stöðugleika. 

Sænska velferðarkerfið þróaðist síðan á árunum 1950 - 1960 og Svíþjóð varð á tímabili annað ríkasta land í heimi með næstum ekkert atvinnuleysi. Upp úr 1970 náði kerfið "fullkomnun" og náði þá yfir allt líf borgarna frá fæðingu til dauðadags. Upp úr olíukreppunni 1973 byrjaði að hrikta í stoðum sænska velferðarkerfisins. 

SaltsjöbadÁ undanförnum  tveimur áratugum blöskraði Svíum og þeir sáu að landið var gjörsamlega staðnað, hagvöxtur stóð í stað, skattar voru orðnir allt of háir og atvinnuleysi mikið auk þess sem glæpum hafði fjölgað. Allt frá þessum tíma - upp úr 1990 - hafa hægri menn fengið að stjórna landinu af og til í stuttan tíma, en er þeir hafa komið smá skikki á atvinnulífið, lækkað skatta og minnkað atvinnuleysið, hafa Jafnaðarmenn aftur tekið við völdum, hækkað skattanna og aukið við "velferðarkerfið". Þarna hefur verið um þrálátan vítahring að ræða, sem Norðurlandaþjóðunum hefur enn ekki tekist að brjótast út úr. Þrátt fyrir allt má segja að sænska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og miklar náttúruauðlindir hafi tryggt Svíum góð lífsskilyrði líkt og hinum Norðurlöndunum, einnig Íslandi.

Gagnrýnendur benda á að Norðurlöndin eigi einnig við vandamál að stríða samfara velferðarkerfinu, sem tengjast "velferðarmenningunni" (s. bidragskultur) sem skapast í þessum löndum. Þessir gagnrýnendur vilja meina að kerfið sé vinnuletjandi, og þá sérstaklega fyrir ungt fólk, og að háir skattar hvetji til skattsvika.

HjolastollEkki ætla ég að gera lítið úr sænska, norska eða danska velferðarkerfinu, sem við höfum að flestu leyti tekið upp og lagað að íslenskum aðstæðum. Ég frábið mér hins vegar að lítið sé gert úr okkar íslenska velferðarkerfi, sem er að mörgu leyti því norræna fremra, því það hefur ekki orðið til þess að hér hafi orðið til vandamál sem tengjast einhverskonar "velferðarmenningu", líkt og á Norðurlöndunum, auk þess sem það sligar ekki íslenskan ríkissjóð líkt og þau norrænu.

Ég held einmitt að okkur Íslendingum hafi tekist að búa til kerfi, sem ekki einungis hentar okkar aðstæðum mjög vel, heldur er eitthvað sem við höfum ráð á að borga. Ég hef því engan áhuga á að taka upp sænska, norska eða danska velferðarkerfið hér á landi með öllum þeim vandamálum, sem þeim fylgja.

Allir stjórnmálaflokkar og allir landsmenn standa vörð um íslenska velferðarkerfið og við skulum vona að niðurskurðurinn í því verði sem minnstur á þessu og næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Sannleikanum verður sá hver reiðastur og á það vel við um þig.

Jack Daniel's, 19.4.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jack:

Ert þú ekki Íslendingur?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.4.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Tók þetta af bloggi Björgvins Guðmundssonar, en hann er auðsjáanlega ósammála flokksfélaga sínum, Hallgrími Helgasyni:

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur upplýst skuldasstöðu ríkissjóðs. Hún er sem hér segir:

Skuldir ríkissjóðs eru að mestu gagnvart innlendum aðilum. Þótt heildarskuldir verði nærri 1.100 milljörðum krónum í árslok (73% af vergri landsframleiðslu) eru eignir á móti og hrein neikvæð staða ríkissjóðs í árslok líklega um 152 milljarðar króna eða 10% af VLF.
Verðbólga lækkar hratt og lækkunarferli vaxta er hafið. Með traustri leiðsögn og ábyrgð skapast forsendur fyrir því að vaxtalækkunin geti orðið hröð.
Enduruppbygging bankanna er á lokastigi og unnið er að samningum við erlenda kröfuhafa.

Á aðeins 70 dögum tókst ríkisstjórninni að snúa vörn í sókn.
Stefnan í ríkisfjármálum er skýr og engar kröfur eru frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um einstök verkefni. Markmiðið er einfaldlega hallalaus fjárlög árið 2012 og afgangur 2013.

Öll ofangreind mál voru komin vel á veg á tíma síðustu ríkisstjórnar og ríkisstjórn VG og Samfylkingar því að skreyta sig með stolnum fjöðrum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.4.2009 kl. 23:29

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst spurningin ekki vera um "að taka upp velferðarkerfi". Frekar finnst mér þetta vera "þróun í áttina til". Undanfarið finnst mér þróunin hafa verið of mikið í áttina til Bandaríkjanna þegar hún ætti að vera hlutlaus eða í áttina til Evrópu og Skandinavíu.

Sæmundur Bjarnason, 19.4.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæmundur:

Ég veit ekki hvað fólk á við með því að við höfum færsta frá Norðurlöndunum og í átt til Bandaríkjanna.

Samkvæmt nýlegu vefriti Fjármálaráðuneytisins hafa útgjöld til velferðarmála aukist um 54 milljarða á árunum 1999 - 2009 og þá hefur verið tekið tillit verðlagsbreytinga. Staðreynd er að framlög hafa aldrei verið aukin meira til þessara mála en undanfarin ár.

Þetta eru staðreyndir, sem ég er ekki að "fabrísera"! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.4.2009 kl. 23:39

6 identicon

Mér finnst margt satt þi því sem Hallgrímur segir. Íslendingar eru fífl.

Ég er sammála þér í því að vilja ekki sjá skandinavískt velferðarkerfi hér á landi. Það mun aðeins skapa letingjastétt og tæla fólk hingað í of miklum fjölda, úr öllum heimshornum sem kemur aðeins til að snýkja. Við höfum ekki efni á slíku. Ég hef búið í Skandinavíu og séð þetta með eigin augum. Þar var ég ekki hrifinn af vinstri flokkunum en það er alls ekki hægt að heimfæra það upp á Ísland, því að hér styð ég vinstri menn einungis af þeirri ástæðu að þeir eru með fæturna á jörðinni og í veruleikanum ólíkt íslenskum hægri mönnum sem lifa í veruleikafirrtri rómantík.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 02:37

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Alveg sammála þér Guðbjörn. Mér skilst að Hallgrímur sé svo á íslenskum listamannalaunum við það að lítilækka íslendinga erlendis. Ég vinn í endurhæfingageiranum og get fullyrt og veit að aldrei hefur meira verið tekið á við endurhæfingu og á mannlegri hátt en í tíð síðustu ríkisstjórnar í samvinnu við lífeyrissjóðina okkar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:42

8 identicon

Það er rétt hjá Húnboga að velferðarkefið hefur gengið úr böndunum, allavega í Svíþjóð. Af einhverjum ástæðum þá eru svíar frekar  löghlýðnir og taka  allar reglur og bönn alvarlega og hlýða. Kratar eru mikið fyrir boð og bönn og ef þú hlýðir þá gengur allt snuðrulaust og engu að kvarta yfir. En það eru ekki allir sem búa í Svíþjóð svíar, það er langt frá því og þeir nýta ofurvelmegunarkerfið óspart og hafa siðgæðið á lágu plani. Ekki vil ég nefna sérstök þjóðerni sem eru verri en önnur, en ljótar sögur hefur maður heyrt.

Hælisleitendur sem koma til Svíþjóðar fá eða hafa fengið sérstaka fyrirgreiðslu, þegar þeir hafa fengið dvalarleyfið. Þetta gerir það að verkum að hælisleytendur hafa verið mjög áfjáðir í að komast til Svíþjóðar og beita öllum ráðum. Þeir sem vinna við innflytjendamál ( migration ) segja, að það megi senda til baka 97% hælisleytenda og vorkenna 3%, en í Guðanna bænum ekki segja þetta opinberlega ef þú villt halda vinnunni og ekki vera kallaður rasisti. Til dæmis má nefna í dag, að hælisleitendur sem eru í felum í suður Svíþjóð (Skáni ), geta farið til tannlæknis og fengið hjálp án þess að borga nokkuð fyrir  og lækninum er ekki heimilt að tilkynna það, enda viðkomandi nafnlaus. Þetta fer að sjálfsögðu fyrir brjóstið á svíum og þá sérstaklega ellilífeyrisþegum sem þurfa að borga. Ýmiss önnur forréttindi hafa svíar veitt þessu fólki t.d." Starta eget bidrag" þar sem viðkomandi fær húsaleigustyrk fyrstu 6 mánuðina ( má sækja um aftur ) og síðan er virðisaukinn endurgreiddur sem styrkur fyrst tvö árin. Ef viðkomandi gerir breytingar á fyrirtækinu, þá má byrja upp á nýtt með "bidrögin" . Þetta eru sér tilboð fyrir fyrrverandi hælisleitendur og nýtt til hins ýtrasta. Þetta er aðeins vísir að ofurvelmegunarkerfinu í Svíþjóð  sem er að sliga samfélagið algjörlega. Það er nú þannig , að það er ekki sama að vera prestur eða imam í þessu landi, því miður.Vandamálið með íslendinga er að þeir taka allt upp eftir svíum, svo við eigum von á góðu eftir kosningar!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:09

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Húnbogi:

Ekki er ég sammála þér um að Íslendingar séu fífl, þótt við höfum farið út af sporinu. Ég bendi m.a. á örlög hinna Norðurlandanna, af því að þetta vill nú "henda" þegar þjóðir eru að taka sín fyrstu spor í einhverri "útrás" og það var einmitt það sem Svíar og Norðmenn voru að gera á þessum árum. Þeir hafa farið mjög varlega að eftir sínu fyrstu mistök.

Ég er ansi hræddur um að við séum á leiðinni inn í þetta "velferðarmódel" hinna Norðurlandanna ef vinstri stjórn tekur við stjórn hér í vor, því þetta er virkilega það eina sem VG og Samfylkingin eru sammála um.

Adda:

Ég er algjörlega sammála þér og varðandi starfsendurhæfingu voru einmitt áætlanir um að gera enn betur, en þær áætlanir voru unnað í góðri samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og samtök launamanna.

Á meðan við Íslendingar viljum hjálpa fólki til sjálfhjálpar, hafa nágrannar okkar einbeitt sér að því að búa til "félagslegt hengirúm" fyrir fólk, sem oft á tíðum er erfitt að koma sér út úr og heilu kynslóðirnar koma sér fyrir í.

Núna virðist ríkisstjórnin hafa meiri áhuga á að búa til "velferðarbrú" fyrir fólk í stað þess að einbeita sér að hinu raunverulega verkefni, sem er að búa til störf til framtíðar fyrir fólk, þ.e.a.s. skapa að nýju starfshæft umhverfi fyrir atvinnuvegina o og fyrirtækin í landinu.

Ef við líkjum Íslandi við lekt hús, má segja að vinstri menn vilja setja bala undir þakið, þar sem það lekur, en við sjálfstæðismenn viljum fara upp á þak og gera við lekann til frambúðar. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.4.2009 kl. 08:15

10 identicon

Samanburður þinn við kreppur hinna norðurlandanna er alveg út í hött.  Ekkert hinna norðurlandann þurfti að kalla til hjálpar AGS.  Í engu hinna norðurlandanna var gripið til gjaldeyrishafta eða bankar látnir rúlla.  Kreppan í Finnlandi var rendar mjög djúp en aðal orsök hennar var ekki bankakreppa heldur sú að útflutingsgreinar Finna hrundu með hruni Sovétríkjanna.  Það á eftir að koma í ljós að hve dúpt við eigum eftir að sökkva, við erum ennþá bara að 1. stigi kreppunnar.
Íslensk börn hafa nú ekki haft það betra undanfarinn ár að um 20% þeirra fara ekki til tannlæknis og þau erum með tvöfallt fleiri tannskemmdir en meðaltal hinna norðurlandanna.

Pétur (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:52

11 identicon

Því miður er þetta allt saman satt og rétt hjá Hallgrími, við erum bara svona og fyrsta

leiðin til að batna er að viðurkenna að við séum plebbar. 

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:51

12 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það er hlægilegt að sjá eina helstu klappstýru útrásarvíkinganna belgja sig út á erlendri grundu....

Hann er náttúrulega bara tækifærissinni sem nýtir sér ástandið eins og það er, í það og það skiptið.

Svona soldið mikill Bubbi í honum, þótt vitið sé líklega meira...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 16:13

13 Smámynd: Jónas Egilsson

Tvöföld atvinnubótavinna!

Í fyrsta lagi er verið að bæta kjör ríkisstyrktra listamanna, þ.e. með Hallgríms Helgasonar, en hann er sem sagt á framfæri skattborgara við þessa iðju sína.

Síðan þarf að auka útgjöld til landkynningar til að bæta það tjón sem Ísland verður fyrir vegna þessara ummæla hins ríkisstyrkta "listamanns" eða mótmælanda Íslands.

Skv. hagfræði Vg. er því um tvöfaldan ávinning að ræða. Útgjaldaaukningu í tveimur málaflokkum!

Jónas Egilsson, 20.4.2009 kl. 16:23

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð færsla hjá þér get ekki annað en verið sammála þessu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.4.2009 kl. 18:53

15 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Pétur:

Ég er ágætlega inn í finnsku kreppunni, enda börnin mín 1/4 Finnar og hef ég líklega allt í allt eytt um 4-5 mánuðum í Finnlandi á árunum 1990 - 1998. Það er hárrétt hjá þér að finnska kreppan kom til vegna þess að Sovétríkin - draumaríki vinstri manna - hættu að kaupa af þeim allt of dýrar vörur, sem þeir gátu fengið annarsstaðar ódýrari.

Finnar höfðu um áratuga skeið staðið í mjög einkennilegum viðskiptum við Sovétríkin, sem hvorugur aðilinn hagnaðist í raun á. Finnar seldu 3. flokks vöru´r til Sovétríkjanna og fékk olíu, bíla og fleiri vörur frá Sovétríkjunum. Þetta var í raun mjög líkt okkar viðskiptum við Sovétríkin.

Að auki greiddu Finnar að stóru leyti útflutning sinn niður og minntu að þessu leyti á Íslendinga, sem um árabil stunduðu svipuð viðskipti með landbúnaðarafurði. Mér sýnist allt stefna í þessa átt núna með nýrri vinstri stjórn. VG stefnir á stórkostlega ræktun hveitis fyrir Íslendinga og ætlar í þessu sambandi að byggja á Íslandi risavaxnar korngeymslu. Þá ætla þeir að fara í samkeppni við Spán og Portúgal á framleiðslu á papriku og tómötum. Á Spáni eru stór landsvæði notuð til ræktunar á grænmeti, en þar vinnur þó næstum enginn spánverji, heldur ólöglegir innflytjendur frá Afríku og fá greiðslur fyrir, sem skipta nokkrum evrum á dag! Ég spyr hvort Íslendingar eru til í að vinna á svipuðum launum og ólöglegir innflytjendur frá Afríku? Að auki megum við ekki gleyma óhóflegum öðrum kostnaði hér á landi og flutningskostnaðnum héðan og á markaði í Bandaríkjunum eða Evrópu. Hér er virkilega um viðskiptaáætlanir að ræða, sem slá jafnvel út plön útrásarvíkinganna.

Þetta minnir mig óneitanlega á refaræktina og fiskiræktina, sem ríkissjóður fleygði óhemju peningum í fyrir 20-30 árum síðan. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.4.2009 kl. 19:34

16 identicon

Er hægt að sjá þetta einhverstaðar á netinu, þ.e.a.s. myndskeiðið?

Helgi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:50

17 identicon

Helgi ,    gúglaðu   DR 2 .dk   svo færðu glugga í horninu =   søg  =  Helgason  ,Eða getur einhver copy pastað   linkin  hingað?

hordurhalldorsson.. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:59

18 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég vil nú ekki leggjast í skotgrafahernað, en miðað við kunnáttu Hallgríms Helgasonar í "dönsku/norsku/sænsku" - áttaði mig ekki á því hvaða tungumál hann var að tala, þá ætti hann frekar að tala ensku, því hann var í algjörum vandræðum að koma hlutunum frá sér á skiljanlegri "skandínavísku", vantaði bæði hugtök og orðaforða til að tjá sig, "Höfundur Íslands". 

Ég man ekki eftir Halldóri Kiljan í svona vandræðrum á íslensku, ensku, þýsku eða dönsku - þar var alvöru "Kosmopolitan" á ferðinni, en ekki "wannabe"! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.4.2009 kl. 22:45

19 identicon

Mér fannst hann nú standa sig ágætlega er er ekki sammála því að hann hafi talað illa um Íslendinga. Satt að segja fannst mér hann setja íslendinga í frekar simpatískt ljós. Ég er ekkert sammála öllu en margt er rétt. Íslendingar hegðuðu sér eins og bjálfar í góðærinu og ef við horfumst ekki í augu við það þá getum við ekki gert upp við fortíðina. Svo fannst mér hann tala skítsæmilega dönsku (ég bjó í DK í 6 ár).

Helgi Hallgímsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:25

20 identicon

Mér finnst mjög hallærislegt að heira fókl frá norðurlöndunum tala saman á ensku. Þegar ég er í Danmörku og Noregi og fólk tekur eftir því að ég er útlendingur og ávarpar mig á ensku, þá þykist ég ekki skilja. Svara bara á norsku eða dönsku.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:44

21 identicon

Þvílík afneitun að halda því fram að Hallgrímur Helgason hafi sagt eitthvað annað en sannleikann í þessu viðtali. Mér er hlátur efst í huga. Ef láglauna, millitekjufólk, aldnir sem og öryrkjar eru ekki bjánar fyrir það eitt að kjósa íhaldið yfir sig hvað eftir annað að þá veit ég ekki hvað ætti að kalla slíkt fólk. Það fyndnasta er þó að Flokkurinn hangir enn í um 25% fylgi. Það er auðvitað brandari úr af fyrir sig og rennir enn frekari stoðum undir það að Íslendingar séu upp til hópa einmitt vanvita smábörn. Það er nefnilega einmitt líkt með öllum smábörnum að þau vita ekki hvað þeim sjálfum er fyrir bestu.

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband