Nýr talsmaður LÍÚ, Bændasamtakanna og Heimssýnar - Bjarni Benediktsson

HrúturAldrei áður hefur mér verið jafn ljóst og í kvöld, hverjir ráða í raun ferðinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins virðist hafa fengið ræðuna, sem hann hélt á Alþingi í kvöld, senda beint frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Bændasamtökunum og Heimssýn.

Bjarni Benediktsson má ekki gleyma að 1/3 kjósenda Sjálfstæðisflokksins yfirgaf flokkinn í kosningunum í vor og til þess voru gildar ástæður. Rétt er að afstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart aðildarviðræðum við ESB er aðeins hluti skýringar þessa fylgistaps. Samkvæmt nýlegri kosningakönnun styðja þó enn 4 af hverjum 10 kjósendum Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum aðildarviðræður við ESB, 5 af hverjum 10 kjósendum eru andsnúnir aðildarviðræðum og 1 af hverjum 10 kjósendum Sjálfstæðisflokksins er óákveðinn. Hverju vill Bjarni áorka með yfirlýsingu sinni varðandi aðildarviðræður við ESB? Vill hann minnka fylgi flokksins enn meira, koma því niður í 14%, hrekja 4 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum í burtu? Ég segi nú bara, ef þetta er ósk hans, er hann á góðri leið með að fá hana uppfyllta!

FiskiskipEitt er víst að þau 13% kjósenda, sem yfirgáfu Sjálfstæðisflokkinn í vetur, og þau 10 % aðildarviðræðusinna, sem enn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en hljóta að yfirgefa hann á næstu mánuðum, haldi flokkurinn uppi fyrrnefndri stefnu sinni, munu stofna annan hægri flokk, sem að öllum líkindum mun njóta meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú. Ég fullyrði, að það fólk innan Sjálfstæðisflokksins, sem vill aðildarviðræður við ESB, deilir einnig öðrum viðhorfum, er frjálslyndara og umbótasinnaðra en þeir sem andsnúnir eru viðræðum, íhaldsarminum.

Það er lágmarkskurteisi hjá Bjarna Benediktssyni að láta okkur sjálfstæðismenn á mölinni vita ef hann og hans menn hafa breytt stefnu flokksins úr hægri flokki í íhaldsflokk einangrunar- og þjóðernissinna, sem aðallega er málsvari útgerðarmanna og bænda. Reyndar skildi ég afstöðu síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins á þessa leið, en gott væri að fá þetta algjörlega á hreint. Þannig upplýsir forusta Sjálfstæðisflokksins okkur, sem ekki erum sáttir við þessar hugsanlegu breytingar, og við getum brugðist við, t.d. með stofnun annars stjórnmálaflokks, sem m.a. hefði ESB aðild á dagskrá. Sem fyrr segir, tel ég þetta vera lágmarkskurteisi af forystu flokksins.

Fánar ESBKannski er einmitt núna kominn tími á stofnun annars hægriflokks. Flokks, sem aðhyllist viðhorf frjálslyndra og hægrimanna í þéttbýli á Íslandi. Kannski eigum við hægrisinnaðir þéttbýlisbúar bara ekki lengur samleið með sumum útgerðarmönnum og hægrisinnuðum bændum úti á landsbyggðinni?

Er það tilviljun að víðast hvar annarsstaðar í heiminum eru a.m.k. tveir flokkar á hægri vængnum, líkt og tveir flokkar eru á vinstri vængnum hér á landi? 


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Tek undir margt af því sem þú segir Guðbjörn. Átta mig ekki alveg á honum Bjarna. Mér þótti hann gífurlega efnilegur fyrir ekki svo löngu síðan og fagnaði því að hann væri í mínu kjördæmi. Bjóst við að hann myndi fá mitt atkvæði.

Eftir umsnúning hanns á landsþinginu misti hann mitt atkvæði og flokkurinn sömuleiðis. Ég er sem betur fer ekki flokksbundinn, en það hlýtur að vera ömurlegt að vera víðsýnn og frjálslyndur hægri maður á Íslandi í dag. Að þurfa að samsvara sig við menn eins og Sigurð Gunnarsson hér að ofan... það er auðvitað ekki manni bjóðandi.

Einar Solheim, 18.5.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hann er til þessi svokallaði "hinn" hægriflokkur og heitir Framsóknarflokkur en hefur náð að ljúga því til að hann sé miðjuflokkur allt of lengi, en allt síðan Halldór Ásgrímsson leiddi flokkinn inn í hægrisukkið hefur hann verið þessi draumaflokkur sem þú leitar að Guðbjörn, meira að segja hlyntur ESB!

Þór Jóhannesson, 18.5.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þór:

Þú segir nokkuð! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar:

Já, tilveran er erfið og sammála þér varðandi skoðanir Sigurðar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Lestu þér til um ESB og svo skulum við taka rimmu! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 22:40

6 identicon

Ofboðslega er þessi ESB hroki leiðinlegur í ykkur Guðbjörn og Einar. Það liggja öll rök gagn því að við göngum í þetta samband og Sigurður bendir á t.d. lýðræðishallann í ESB og miðstýringarræðið. Það má bæta við það að regluverk ESB mun hafa beina réttarverkan á Íslandi og þar með er æðsta löggjafarsamkoma landsins komin í hendur embættismanna í Brussel sem við kjósum ekki. Æðsti dómstóll landins verður í Lúxemborg og öll ákvörðunartaka um auðlindir okkar í skrifborðum hjá ESB. Er það allt í einu orðin einhver hægristefna eða frjálslynd stefna að ætla að sér að láta ESB setja 90% löggjöfinni okkar? Í dag tekur Ísland upp 6,5% samkvæmt ESB-nefnd EFTA. Það eru engir kostir við inngöngu í ESB og í raun eru einangrunarsinnar þeir sem vilja loka Ísland inn í tollamúrasambandinu.

Guðbjörn þú mátt vissulega tuða eins og þú vilt um stefnu xD og ég deili ekki við þig um það hvað þér finnst að eigi að vera stefna flokksins en Einar þú ert bara ómálefnalegur.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Samkvæmt mínum upplýsingum tökum við upp um 60% af löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja.

Það eru ekki embættismenn sem setja fram lögggjöf ESB, heldur koma lýðræðislega kjörnir fulltrúar þar að málum. Að auki fer löggjöfin í gegnum viðamikið umsagnarferli hjá öllum hagsmunaaðilum.

Löggjöf ESB er mjög fullkomin og er fyrirmynd marga annarra ríkja, m.a. í Asíu og Afríku.

Við Einar erum ekki með neinn hroka, heldur er aðeins leiðinlegt að hlusta á fólk fara fram með allskyns staðreyndavillur um sambandið án þess að hafa kynnt sér málin til hlítar. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 22:56

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Því má bæta við ofangreinda færslu að L.Í.Ú. virðist einnig hafa sent Ásbirni Óttarssyni ræðuna og má segja það þeir hafi fengið tvær ræður á "verði" einnar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Auðvitað vil ég ekki nokkrum manni svo illt að ganga í Framsóknarflokkinn í ALVÖRU.

Finnst í raun ótrúlegt að frjálslyndir hægrimenn skuli ekki búnir að stofna nýjan flokk sem snýst um eitthvað annað en hagsmunagæslu Sægreifa og halda fámennum en háværum íhaldsdurgum góðum með því að bölva ESB á daginn eða lofa á kvöldin.

Þór Jóhannesson, 18.5.2009 kl. 23:33

10 identicon

Allt í lagi Guðbjörn þú vilt tala um staðreyndir en ekki staðreyndavillur. Nú má vera að menn hafi fengið rangar upplýsingar um ESB og ég ætla ekki ásaka menn fyrir það. Þú segir t.d. sjálfur án þessa að benda á nokkra heimild að Ísland hafi tekið upp 60 prósent. Þessi tala hjá þér er röng og vitna ég hér með í heimild um það http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html og eru þá 6,5 prósentin staðfest.

Nú þekki það úr lögfræðinni að lagasöfn geta verið misstór og mismunandi vel gerð. Það er mitt mat og flestra lögfræðinga, að ég held, að lög og reglur sem koma frá ESB eru ekki góðar og vandaðar eins og menn vilja láta. Það er sést mjög vel að hagsmunaaðilar innan stóru ríkjanna og þá sérstaklega sérhagsmunahópar hafa verið með puttana í löggjöfinni. Þá er mjög algegnt að sambandið samþykkir stundum ferlegar reglugerðir í þeim eina tilgangi að ná fram málamiðlun milli risana innan ESB. Þá má líka benda á að lagasafn Evrópu er hátt í 170.000 blaðsíður í samnburið við 2000 blaðsíður þess íslenska. Nú er vissulega reglugerðasafnið okkur nokkuð stórt en það nær ekki 10.000 blaðsíðum og á í raun langt í land með það.

Íslendingar hafa hins vegar í mörgum tilvikum tekið upp góða löggjöf frá nágrannaríkjum okkar s.s. samningalög frá Noregi og Danmörku, Þinglýsingalög, kröfurétt, stjórnsýslulög og fleirra. En við tökum þessi lög upp sjálfviljug og getum þar með valið úr það besta. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að taka upp vandað regluverk frá ESB en ég vil valkost um það.

Ókostirnir við ESB eru í mínum huga:

1)Fullveldissal - afsal á ákvörðunarvaldi á öllum helstu sviðum samfélagsins.

2)framsal á auðlindum s.s. fiskveiðiauðlindinn og hugsanlegri olíuauðlind og jarðhita á hafsbotni.

3)Sjálfstæðum dómstólum - bindum íslenska dómstóla við álit Evrópudómstólsins.

4)sambandið er ólýðræðislegt og viðurkennir ekki ákvörðunarrétt ríkja s.s. NEI kosningu Írlands við Lissabonsáttmálanum

5) Efnahagsstefna ESB

og fleira má telja til. Í raun eru það þið ESB sinnar sem hafði ekki getað sýnt fram á nokkurn kost við ESB aðild.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 00:03

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Vilhjálmur:

Ég ætla að svara þér lið fyrir lið á morgun, þar sem ég tók sumarfrí í tvo daga og hef af þeim sökum ágætis tíma.

Varðandi 60% þá mundi ég þessa tölu, en menn deila mjög um hversu mikið við höfum lögleitt af ESB lögum og reglugerðum. Það er t.d. deginum ljósara að við höfum lögleitt lítið af reglugerðum um ólívuræktun og kjarnorkuver!

Um það snýst t.d. þessi stóri % munur. Auðvitað verðum við í framtíðinni aðeins að innleiða það sem á við hjá okkur. Ég skrifaði t.d. MPA ritgerðina mína um áhrif aðildar Íslands að ESB á tollamál. Áður en ég hóf skrifin var ég andsnúinn ESB aðild - þótt ég hefði búið innan ESB í 12 ár (1986-98).

Við að kynna mér staðreyndir málsins í u.þ.b. tvö ár og lesa hundruð ef ekki þúsundir síðna um ESB og skoða reglugerðir og lög sambandsins skipti ég um skoðun. Niðurstaða ritgerðar minnar er að þótt áhrifin á tekjur ríkisins af tollum minnki og vernd þá er tollgæslan veitir landsmönnum minnki hugsanlega með minna eftirliti, vegna frjáls flæðis á farþegum og varnings, þá séu svo margir aðrir hlutir sem við hljótum með aðild að óskynsamlegt væri að vera gegn aðild. Þessi skoðun mín hefur aðeins styrkst frá því ég lauk við ritgerðina.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 00:40

12 identicon

Þú reynir þá að koma með einhver rök fyrir máli þinu á morgun. Ég gef lítið fyrir það að menn hafi skrifað ritgerðir um einstakar hliðar ESB, ég vil fá rök. Ég setti upp fimm atriði sem ég tel eina af helstu göllum við ESB og þeir standa þá þar til annað kemur í ljós.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 01:13

13 identicon

Sæll Guðbjörn,

það er nú spurning hvort að þú hafir kynnt þér mál ESB nógu faglega, mér er það til efs.

Ef þú lest Lissabon sáttmálan sem er um 3000 bls. og kannski hefur þú gert það þá er sjálfstæði stofnana ESB tryggt enn frekar gagnvart Evrópuráðinu, þar sem við fengjum jú heil 0,6 % atkvæðavægi.

En ekki ætla ég að karpa við þig um kosti og galla.. í mínum huga er nefnilega þessi stofnun eitt rotið epli sem rotnar meir og meir með tímanum. Margur vill meira.

En nálgumst þetta frá öðru sjónarhóli.. nálgumst þetta frá orðinu Frelsi. Vilt þú í alvöru að Stórfyrirtæki og stofnanir úti í hinum stóra heimi og þú veist ekkert hvernig þær valdaklíkur eigi eftir að hegðsa sér hafi örlög okkar litla lands í hendi sér? Vilt þú í alvöru gefa sjálfstæði þjóðar þinnar til manna sem þú þekkir ekki neitt? Með VON um að við gætum HUGSANLEGA haft KANNSKI áhrif á?

Ef þinn vilji verður að veruleika þá er ég ekki viss um að þú getir horft í augu barnabarna þinna eftir 15 ár og sagt; Já ég barðist fyrir aðild.. ég barðist fyrir því að Ísland gaf frá sér fullveldið.

Hugsið í alvöru um hvað þið eruð að biðja.. í alvöru.

Björg F (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 01:14

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrir 60 árum hrósuðu já-menn sigri. Þeir fengu 51% atkvæða og Nýfundnaland gekk inn í kanadíska ríkjasambandið. Þó innganga Íslands í Evrópusambandið sé ekki að fullu sambærileg, er sá pólitíski samruni sem Lissabon samningurinn boðar þess eðlis að samanburður verður óþægilega raunhæfur.

Í 20 ár voru já-menn sáttir. Lífið gekk sinn vanagang. En í dag ganga þeir með veggjum og skammast sín fyrir að hafa látið glepjast af gylliboðum um bætur, aðstoð og styrki. Allt frá 1980 hefur íbúum fækkað, efnahag hnignað og atvinnuleysi er þjóðarböl.

Já, það tók meira en 20 ár áður en fjarlægð valdsins sagði til sín. Nú rennur arðurinn af hinum miklu auðlindum Nýfundnalands burt, sjálfsmyndin er brotin og slagkrafturinn hvarf með fullveldinu.

Ef Ísland gengi í ESB myndum við ekki sjá mikla galla til að byrja með. En fjarlægð valdsins mun valda skaða, hjá því verður aldrei komist. Kannski ekki fyrr en kemur fram á fjórða áratuginn, en þá verður of seint að átta sig á að nei var rétta svarið. E.t.v. lifi ég ekki þann dag en það gefur mér ekki rétt til að segja já við aðild, vegna þess að ég veit að það mun á endanum skaða samfélagið okkar.

Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 01:44

15 identicon

Sæll Guðbjörn

Ég ætla ekki að ræða um Ísland eða áhrif ESB á Ísland heldur langar mig að benda þér á nokkur atriði sem mér þykir skylt að allir sem hafa áhuga á ESB og aðild að því sambandi verði að hafa í huga.

Sjávarútvegsstefna ESB

Í eigin skýrslum ESB, Grænbók http://ec.europa.eu/fisheries/reform/index_en.htm#, er rætt um algjört hrun á hátt í 80 prósent stofunum og talið er að nærri 30 prósent stofna sé í útrýmingarhættu vegna mikillar veiði. Út frá öllum umhverfissjónarmiðum er þessi árangur ESB skelfilegur og myndi samkvæmt skilgreiningu UN kallast umhverfisslys. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur leitt af sér fleiri skip eða um 300 prósent fleiri en í samanburði við USA og Ísland enda eru styrkir til atvinnugreinarinnar bundnir við fjölda skipa og hversu umhverfisvænt eða hagkvæmt er það. Í Grænbókinni er rætt um regluna um hlutfarslegan stöðuleika en hún átti að tryggja að kvótar ríkja héldust að mestu innan eigin landamæra. Það hefur leitt af sér útgerðir hafa einfaldlega skráð skip í þeim löndum sem þau veiða í og allar reglur sem settar hafa verið til að hefta slíkt hafa verið taldar brjóta á fjórfrelsinu samkvæmt evrópudómstólnum. Ekkert ríki hefur fengið undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegstefnunni og ekkert ríki hefur komist óskaðað frá umhverfisslysinu sem stefnan er. Í lokin vil ég benda á að ESB hefur í 25 ár ætlað sér að breyta stefnunni en ekki enn látið verð að því.

Tollabandalag

ESB er tollabandalag, eins slæmir og tollar eru, en innan múranna er stunduð „frjáls“ verzlun. Hugmyndin var að vara sem framleidd eru á einum stað í sambandinu væri seljanlega alls staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að reglugerðir um vörur og staðlar fylgja gjarnan kröfum stórra fyrirtækja og hefta því uppgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Körfur um að a,b og c sé í vörum leiðir til þessa að vörur sem ekki er ætlað að selja um allt sambandið heldur einungis á ákveðnum svæðum eru bannaðar því þær uppfylla ekki ýtrustu kröfur ESB. ESB hefur því og samkvæmt þeirra eigin mælikvörðum dregið úr samkeppni og aukið vægi stórra fyrirtækja. Í því samhengi hljóta smáþjóðir að spyrja sig hvað verði um staðbundna framleiðslu og sérstakar aðferðir við vinnslu á t.d. matvælum.

Lýðræði

Það hefur margt verið sagt um ESB og lýðræði eða öllu heldur lýðræðisskortinn og hallan sem í sífellu virðist vera að aukast. Það þarf ekki að segja nokkrum manni að kjörnir fulltrúar koma lítið að lagasetningu nema þá til að samþykkja og skrifa undir það er þó annað mál og ég ætla ekki að ræða það sérstaklega. Mig langar að ræða hræðslu ESB við eigin þegna. Það kom upp sú hugmynd að búa til stjórnarskrá fyrir ESB en hún var felld í Frakklandi og Hollandi en þau lönd leyfðu þegnum sínum að kjósa. Í kjölfarið var ákveðið að hlusta ekki á lýðræðishjalið í puplinum og stjórnarskráin var sett upp í þrjú plögg sem eru nákvæmlega eins og stjórnarskráin fyrir utan 6 greinar sem hafa annað hvort verið teknar út eða breyt. Ekki var kosið í neinu ríki í ótta við að pupullinn segði nei nema á Írlandi og þar sagði þjóðin NEI. Virti ESB þá atkvæðagreiðslu? NEI og nú á að kjósa aftur í október. Afsökun ESB var að fólkið hefði ekki haft réttar upplýsingar um sáttmálan og því þyrfti að kjósa aftur. Það er grundvallarregla í lýðræði að einstaklingar kjósa eftir eigin samvisku og á eigin forsendum. Kjósi menn eftir útliti frambjóðenda, kosningaloforðum, stefnu eða kasti upp á hvað skal kjósa, skiptir í raun ekki máli en ESB segir það skipta máli því þeir töpuðu kosningum. Þegar Svíar sögðu NEI við evrunni lét talsmaður ESB hafa eftir sér að þeim væri allt eins gott að segja já því annars þyrfti að kjósa aftur seinna um þetta eða þar til svarið væri JÁ.

Það ætti ekki nokkur hægrimaður að láta það út úr sér að ESB sé góð hugmynd.

Í lokin vil ég bæta einu við í samhengi við LÍÚ tilvitnun þína. Ég hef aldrei starfað fyrir LÍÚ né fengið styrki eða hlunnindi frá þeim og ég fullyrði að það hafi fæstir fengið sem rætt hafa gegn ESB aðild opinberlega. Það sagt þá er merkilegt að menn eins og Eiríkur Bergmann og fleiri „sérfræðingar“ um ESB hafa beint eða óbeint fengið stryki frá sambandinu t.d. í gegnum laun, hlunnindi s.s. ferðalög til Brussel og fleira. Þá gleymist að nefna að í löndum sem gengið hafa í ESB hafa stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og „fræðimenn“ sem talað hafa hvað mest um ágæti ESB-aðildar fengið vel launuð embætti í Brussel.

Landið (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 05:51

16 identicon

Það eru greinilega fleiri en ég á því að Ísland eigi ekki erindi inn í ESB. Ég veit að þú ætlar að svara mér í dag en mig langaði bara að spara þér sporin og kannski ýta umræðunni aðeins inn á fullveldið áður en ég fer í vinnuna, vona að þú afsakir það. Ég þrátt fyrir það meira en tilbúinn að ræða við þig afsal á auðlindum okkar líka.

Þú ert stjórnsýslufræðingur og ég vænti þess að hluti af því námi sé einhver grunnur í stjórnskipun og því ættirðu að þekkja helstu dóma um tvíeðlis og eineðliskenningar í þjóðarétti. Ég ætla því að leyfa mér að tala nokkuð frjálst um dóma og hugtök án þess að útskýra þau sérstaklega.

Megin forsenda þess að vera fullvelda ríki er að ákvörðunartaka í helstu málaflokkun sé í höndum ríkisins sjálfs hvort sem hún er stjórnarskrárbundin, á grundvelli lýðræðis, einræðis eða annars stjórnarforms. Fullvalda ríki geta gerst aðilar að þjóðréttarsamningum sem afsala þeim völdum á ákveðnum sviðum eða binda þau við ákveðna reglur eins og t.d. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Íslendingar hafa ætið aðhylst tvíeðliskenninguna í þjóðarrétti þ.e. samningar hafa ekki öðlast réttargildi fyrir íslenska ríkisborgara fyrr en þeir hafa verið lögfestir af Alþingi m.ö.o. landsréttur og þjóðaréttur eru aðskildir hlutir. Reglan útilokar samt ekki þjóðarrétt sem réttarheimild og oft er litið til þjóðréttasamninga í túlkun eða fyllingu laga samanber Hrd. 1990 bls. 2 og Hrd. 1992 bls. 174 við getum farið lengra aftur t.d. til Hrd 1942 bls 300, Hrd 1939 bls. 231. Þá hefur borið á því í seinni tíð að notast sé við markmiðsskýringar þjóðréttasamninga til fyllingar íslenskum lögum. Það er hins vegar reginn munur á því að nota þjóðarrétt til fyllingar í dómum og að þjóðaréttur hafi beina réttarverkan á Íslandi. Innganga í ESB takmarkar ekki bara ákvörðunartöku íslenskra stjórnvalda á flestum sviðum heldur er um stjórnskipulega breytingu að ræða þar sem æðsta löggjafarvald, dómsvald og hluti af sjálfstæðir utanríkisstefnu færist til Brussel.

Helstu rök sem hingað til hafa komið frá ESB – sinnum er að í dag hafi EES samningurinn verið það víðtækt fullveldissal að ESB - aðild sé í raun bara hænuskref í viðbót. Þessi fullyrðing byggir alfarið á því að Ísland hafi í dag tekið upp 60% – 80% af regluverki ESB. Nú hef ég bent á að Ísland hafi einungis tekið upp 6,5 prósent og þeirri fullyrðingu er oft svarða með að það sé svo margt sem eigi ekki við um Ísland.

Það er rétt í 170.000 blaðsíðna lagaverki Evrópusambandsins eru reglugerðir sem eiga ekki við á Íslandi t.d. reglugerð um járnbrautir eða aðalbrautir sem liggja undir flugvelli. Það verður þó að hafa í huga að íslenska lagasafnið(ekki reglugerðasafnið sem er svipað stórt) er 2000 blaðsíður og stafla þyrfti 85 íslenskum lagasöfnum í bunka til að ná sömu blaðsíðutölu og þeirri sem ESB hefur. Vissulega finnast gerðir sem ekki ná yfir atvik á Íslandi en ekki svo margar að túlka megi að við séum búin að taka upp 60%. Íslenska lagasafnið er í blaðsíðutali 1,2 % af lagasafni ESB og nú er það svo að eitt af megin markmiðum sambandsins er að samræma lög og reglur aðildarríkjanna. Ef 60% af því sem Ísland þarf að taka upp er allt innan 2000 blaðsíðna lagasafns okkar sem er 1,2% af lagasafni ESB þá eru lög og reglur sambandsins á þvers og kruss milli ríkja og samhæfingin hefur mistekist allsvakarlega.

Önnur rök sem komið hafa og meira að segja í grein frá Benidikt Jónsyni ef ég man rétt er að hann viðurkennir að Ísland hafi bara tekið upp 6,5% en segir um leið að Svíar hafi bara tekið upp 20%. Þessi fullyrðing hans er að vissuleiti rétt en hann gleymir að segja að reglugerðir sem samkvæmt 2. mgr. 249. gr. Rómarsáttmálans taki til allra aðildarríkja sambandsins burt séð frá því hvort þær fjalla um járnbrautir eða fiskveiðistjórnun og þær hafa beina réttarverkan og ríkjum er ekki ætlað að taka þær upp þar sem þær hafa um leið og þær eru samþykktar gildi í öllum aðildarríkjum. Reglugerðir eru um 70% af lagasafni ESB svo Svíar eru búnir að taka upp hvað? 90%.

Þessu fylgir líka sjálfstæði dómstóla en dómstólar aðildarríkja eru bundnir við túlkun Evrópudómstólsins á ESB löggjöf sem eins og sýnt hefur verið fram á verður yfirgengilega mikil.

Við missum forræði yfir því að gera sjálfstæða milliríkjasamninga um viðskipt en göngum í staðinn inn í alla samninga ESB. Það þurfa ekki að vera slæmir samningar en slíkir samningar væru þá vissulega aldrei á okkar forsendum og búið er að taka allt vald okkar til að gera samninga sjálf.

Innganga í ESB er því í raun og veru óútfylltur tékki og eins og þróun sambandsins er í dag get ég ekki skrifað upp á slíka skuldbindingu.

Ef þú vilt lesa þig nánar um þetta efni mæli ég með:

Davíð Þór Björgvinsson: EES-réttur og landsréttur, 2006.

Og

Kristrún Heimisdóttir: Stjórnarskrárbundið fullveldi Íslands, í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 53. árg., apríl 2003, bls 19

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 07:27

17 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er í raun furðulegur málflutningur hjá þér Guðbjörn  !!

Er yfirgnæfandi meirhluti Sjálfstæðisflokksins tengdur LÍÚ ??  Strax í inngangi greinarinnar hjá þér opinberar þú vonbrigði þín með niðurstöðu landsfundarins og vænir þá sem vilja ekki aðild að ESB um að vera talsmenn ESB. 

Á sama hátt get ég þá vænt þig um að vera málsvara útrásarvíkingannna og Samfylkingarinnar um þessa blessuðu ESB aðild sem virðist vera þér svo heilög, en ekki það að koma heimilum og fólki landsins til hjálpar.

Það veit það hver heilvita Íslendingur að ESB aðild núna á ekki að vera forgangsmál. 

Og í raun finnst mér furðulegt að þú vænir Bjarna um að fylgja stefnu sem stór meirihluti flokksins samþykkti fyrir mánuði síðan.

Þú hlýtur nú að vita hver örlög þeirra sem hafa klofið sig frá flokknum og stofnað ný samtök hafa orðið, nú síðast Frjálslyndir ??

Sigurður Sigurðsson, 19.5.2009 kl. 10:05

18 Smámynd: Einar Solheim

Vilhjálmur, að nota 6,5% er bara rugl og falskur áróður.

Ástæðan fyrir þessari tölu er sú að verið er að skoða hlutfall af heildarupptöku laga og reglna ESB.  Inni í þessari tölu eru úreldar tilskipanir, breytingar o.fl.  Dabbi O notaði þessa tölu á sínum tíma í áróðursskyni og allir menn með viti eru hætti að nota hana.  M.a. var fjallað um 6,5% goðsögnina í Mogganum þegar þeir voru með ESB umfjöllun sína í forgrunni.  Nenni ekki að fletta því upp fyrir þig - þú getur gert það sjálfur.

Staðreyndin er að stærstu hluti nýrra laga á Íslandi er að mestu leyti byggður á lögum, reglum og tilskipunum ESB.  Skv. minni reynslu (og hún er talsver) þá er lagasmíð ESB mikið mun vandaðari en sú sem við vinnum að sjálf hér á Íslandi.  Ekki að það sé ástæða til að ganga í ESB - rétt skal bara vera rétt.

Einar Solheim, 19.5.2009 kl. 10:26

19 identicon

Heill og sæll Guðbjörn,

mér hefur fundist þú vera full blindur á það sem er að hjá Sjálfstæðisflokki (styð engan flokk sjálfur) en þessi grein er nákvæmlega það sem ég hugsaði í gær þegar ég sá Bjarna B. flytja ræðu sína.

Ég er innilega hjartanlega sammála þér.  Þetta er mjög fín grein og ég er viss um að mikill fjöldi skynsams fólks hafi hugsað það sama, hafi það heyrt þessa ræðu.  Mér finnst frábært hjá þér, verandi harður sjálfstæðismaður, að taka svona hlutlæga, málefnalega og hárrétta stöðu gagnvart þessari ræðu.  Það skiptir engu hvar menn standa í flokkum, hún sagði bara það sem hún sagði (ræðan), það er skráð staðreynd.

Blessaður vertu svo ekkert að svara þessum Vilhjálmi A. .  Hann að tjá sig eitthvað um tvíeðliskenninguna og eitthvað blaður.  Vitnar í Davíð Þór en hefur greinilega ekki hugmynd um hvað þetta snýst.  Vísar í að við höfum bara tekið um ca. 6,5% regluverks EB, og miðar við blaðsíðufjölda.  Maðurinn veit augljóslega ekkert um málið.  Skoðaðu frekar og birtu hérna samantektina frá evrópusérfræðingnum sem var í Silfri Egils um daginn, blaðamanninum, man ekki nafnið, þar síðast held ég.  Af 25 köflum málaflokka sem við þurfum að gangast undir erum við nú þegar með 18 minnir mig, 4-5 verða fljótsamdir og restin erfið, landbún. og sjávarútv, kannski tollar (en þú þekkir það nú).   Birtu frekar samantekt úr þessum niðurstöðum e.sérfr.ingsins, en að eyða orku í þennan Vilhjálm.  Hann getur þá lesið það sér til fróðleiks.

Takk fyrir frábæra grein.

Það er mikill fjöldi þarna úti að hugsa það sama.

S.H. (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 10:27

20 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Vilhjálmur Andri:

Mjög er deilt um hversu mikið af lagaverki ESB hefur verið tekið upp hér á landi. Í ræðu sem Ágúst Ólafur Ágústsson lögfræðingur flutti á Alþingi hélt hann því fram að um 80% laga á Íslandi mætti á einn eða annan hátt rekja til laga ESB og tók Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, undir með honum hvað þetta varðaði. Davíð Oddsson hélt því hins vegar fram að um 6,5% laga á Íslandi væru evrópsks uppruna. Ég veit að þetta væru góðar heimildir í fræðilegu tilliti en sýna hversu umdeilt málið er.

1. - Fullveldisafsal - Evrópusambandið eru samtök fullvalda og sjálfstæðra Aðildarríki ESB láta vissulega af hendi hluta af fullveldi sínu og fá í staðinn hlutdeild í valdastrúktúr Evrópusambandsins. Margar smáþjóðir hafa haldið því fram að þær séu með þessu móti áhrifameiri um hagsmuni sína - innan sambands sem utan - en áður en þær gengu í samandið.

Lúxemborg, Malta og Eystrasaltsþjóðirnar eru prýðileg dæmi um þetta, en það var fyrsta verk þeirra síðastnefndu eftir að þær endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991 að sækja um aðild að ESB. Ekki dettur nokkrum heilvita manni í hug að halda því fram að þau Norðurlönd sem eru í ESB séu ekki sjálfstæð ríki lengur. EES-samningnum færði okkur margt gott og lítið er deilt um það. Með aðild að þeim samningi tökum við upp 2/3 lagaverks ESB á þess að hafa á það nokkur áhrif. Af þessum sökum er ég þess fullviss að við styrkjum fullveldið og veikjum það ekki með inngöngu í ESB.

2. - Auðlindaþjófnaður -  Hérna er um hreinan og kláran hræðsluáróður og ósannindi að ræða. Aðildarríki ESB fara með full yfirráð með auðlindum sínum. Bretar og Danir pumpa upp Norðursjávarolíu sinni án afskipta ESB og Þjóðverjar moka á sama hátt upp úr kolanámum í Ruhr, Spánverjar, Grikkir, Portúgalar, Frakkar, Ítalir rækta sína ólívulundi og sínar vínekrur og Svíar og Finnar höggva sína skóga. Það sama gildir að sjálfsögðu um Drekasvæðið - finnist þar olía, fallvötnin okkar og jarðvarmann. Við ákveðum sjálf hvernig eignarréttarmálum á okkar auðlindum er háttað, þ.e.a.s. hvort þær verða þjóðareign eða einkaeign.

3. - Sjálfstæði dómstóla - Það er mín persónulega skoðun - líkt og ég sagði í fyrr athugasemd - að lagasmíð ESB sé mjög vönduð. Ég tel því að réttarbót væri fólgin í því fyrir Íslendinga að dómar ESB væru bindandi að lögum á Íslandi. Af þessum sökum get ég ekki tekið undir að hér sé endilega um galla að ræða, þótt við Íslendingar yrðum hugsanlega ekki sáttir við alla dóma Evrópudómstólsins frekar en alla dóma Hæstaréttar.

4. - ESB er ólýðræðislegt -  Flestar lýðræðiskenningar ganga út á að frumuppsprettu valdsins eigi að finna hjá fólkinu og að fólkið eigi að hafa áhrif á gang mála. Þannig er ekki hægt að hugsa sér neitt lýðræðislegra en að ganga til viðræðna við ESB og bera samninginn síðan undir þjóðaratkvæði. Getum við ekki verið sammála um þetta.

Í bók sinni Íslenska stjórnkerfið talar dr. Gunnar Helgi Kristinsson um að gjarnan sé talað um að stjórnarfar þurfi að uppfylla a.m.k. 6 lágmarksskilyrði til að teljast lýðræðislegt: 1. Stjórnarherrar þurfa að vera kosnir - 2. Frjálsar, heiðarlegar og hæfilega tíðar kosningar þurfa að fara fram - 3. Tjáningarfrelsi þarf að ríkja - 4. Aðgangur að upplýsingabrunnum þarf að vera tryggður - 5. Félagafrelsi þarf að ríkja - 6. Borgararéttindi þurfa að vera tryggð fyrir alla fullorðna. Að auki nefnir dr. Gunnar að skýr lagarammi og leikreglur verði að vera tryggðar.

Ég held að allir geti verið sammála um að ESB sem slíkt og öll aðildarríki þess sambands fullnægja ofangreindum lágmarksskilyrðum og verða því að teljast lýðræðisleg m.t.t. til stjórnmálafræðanna.

Lýðræði dagsins í gær er ekki endilega lýðræði dagsins í dag eða dagsins á morgun, því þetta fyrirbæri er og á að vera í sífelldri þróun. Lýðræði er einnig ólíkt á milli landa, þjóða eða menningarheima. Vagga lýðræðisins var í Grikklandi, þar sem borgararnir tóku beint og milliliðalaust þátt í pólitískum ákvörðunum. Íslendingar búa í dag við fulltrúalýðræði líkt og önnur ríki ESB.

Í dag er það svo að Ráherraráð ESB og Evrópuþingið fara sameiginleg með löggjafarvald ESB. Völd þingsins hafa aukist á undanförnum árum á kostnað Ráðherraráðsins. Þingmenn Evrópuþingsins eru kosnir í lýðræðislegum kosningum. Ráðherraráðið samanstendur af fagráðherrum í ríkisstjórnum ESB aðildarríkjanna. Í hverju landi fyrir sig eru ríkisstjórnir sem þiggja vald sitt frá kjósendum viðkomandi ríkis, allt eftir stjórnskipulagi ríkjanna. Ég sé því ekki annað en að löggjafarvaldið sé í raun í höndum löglega kjörinna fulltrúa aðildarríkjanna, annars vegar á Evrópuþinginu og hins vegar í Ráðherraráðinu. Að stjórnsýsla ESB sé stjórnmálamönnum innan handar varðandi lagasmíð er ekkert óeðlilegra en að flest lög á Íslandi eiga rætur sínar að rekja til embættismanna ráðuneyta. Ekki mál gleyma því að áður en lög koma til handa Evrópuþingsins eða Ráðherraráðs hafa þau farið í gegnum hendur embættismanna ESB og embættis- og stjórnmálamanna aðildarríkja ESB auk hagsmunasamtaka innan ESB. Þarna er um gagnsætt og opið ferli að ræða, sem er að mínu mati mun opnara en það íslenska og auðveldara fyrir hagsmunasamtök að hafa áhrif á. Kannski er það einmitt þetta sem íslenskir stjórnmálamenn óttast, þ.e.a.s. að þeir geti ekki "manipúlerað" hlutunum eins og þeir vilja, heldur verði að hafa allt upp á borðinu gagnvart þjóðinni og hagsmunasamtökum hennar.

5. Efnahagsstefna ESB

Í stofnsáttmála Evrópusambandsins er að finna ákvæði um stefnu sambandsins í efnahags- og peningamálum. Í meginatriðum má segja að inntak efnahagsstefnunnar sé að aðildarríkin reyni að samræma efnahagsstefnu sína eins og mögulegt er og að stefnan sé í samræmi við markmiðin um innri markað ESB. Að auki byggist efnahagsstefna á að aðildarríkin búi við opið markaðshagkerfi og frjálsa samkeppni, að tekinn tekinn verði upp sameiginlegur gjaldmiðill og að stofnaður verði Seðlabanki Evrópu. Markmið peningastefnunnar eru að tryggja verðstöðugleika og þess er krafist að aðildarríkin gæti aðhalds í ríkisfjármálum og leitist við að ná jafnvægi í utanríkisviðskiptum (heimild: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/24kafli.pdf - sótt 20 maí 2009).

Hvað er það sem þú getur ekki sætt þig við varðandi grunnatriði efnahagsstefnu ESB hér að ofan? 

Deildar meiningar eru á meðal flokka lengst til vinstri og lengst il hægri um ESB. Þeir fyrrnefndu segja sambandið vera "sósíalískt ríkisforsjárbákn" og þeir síðarnefndu "valdastofnun heimskapítalismans í anda frjálshyggju". Báðir hafa eitthvað til síns máls, en þó er um algjöra ýkjur að ræða.

Evrópska módelið er öðru vísi en það bandaríska er og það sovéska var. Nær öll ríki Evrópu búa við einhverskonar blandað hagkerfi, þar sem mönnum er tryggð lágmarks heilbrigðisþjónusta og lágmarksmenntun. Er það ekki bara eins og við viljum hafa það. Ég vil ekki ganga eins langt og Norðurlandaþjóðirnar og hef engan áhuga á að innleiða þeirra "velferðarkerfi" hér á landi. Ég hef enn minni áhuga á "velferðarkerfisleysi" Bandaríkjanna.

Satt best að segja höfum Íslendingar valið þarna áfram í okkar höndum sem í flestum öðrum málum þegar inn í ESB er komið. Það er algjör misskilningur að upp á okkur verði þröngvað einhverju "evrópsku velferðarmódeli", því það er alls ekki til. Hvert aðildarríkjanna tekur á þessum málum á eigin hátt.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 10:34

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Varðandi ESB umræðuna þá er mönnum holl lesningin hans Gunnars Rögnvaldssonar :

Gunnar Rögnvaldsson

Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum

Hvernig finnst ykkur þetta?

atvinnuleysi 1980-2010

Til hamingju Ísland

Kæru Íslendingar. Nú fáið þið loksins tækiæri á að prófa hvernig það er að vera evruland í ca einn til þrjá mánuði á svona ca síðustu 30 árum. Myndin hér að ofan sýnir okkur atvinnuleysi á Íslandi og í evrulöndum frá 1980 til 2010. Þetta er svona samkvæmt tölum og gögnum frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF). Nú vitið þið bráðum hvernig þetta er. Það góða við stöðuna er þó það, að þið eruð sem betur fer ekki með sjálfa evruna. Þetta ástand mun því læknast aftur eftir nokkra mánuði. Ísland er nefnilega með sinn eigin gjaldmiðil sem hefur megnað að gera Íslendinga að einni ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma. Þátt fyrir stór mistök við hagstjórn landsins

Þau lönd sem hafa ekki svona tryllitæki sjálf, eru háð náð og miskunn hinna peningalegu máttarvalda í Mið & Suður Evrópu. Þessi yfirvöld hafa alltaf reynt að koma á því sem Mið Evrópumenn kalla "stöðugleika". En þetta orð, stöðugleiki, er notað yfir þennan samfellda múr af massífu atvinnuleysi sem sést þarna á myndinni. Engin ríki þola svona atvinnuleysi og sóun. Þau verða alltaf fátækari og fátækari. Ofan í þessar tölur frá IMF kemur svo allt hið falda og leynda atvinnuleysi sem inniheldur allt það fólk sem hýst er í hinum mörgu og stóru kassageymslum ríkja ríkjanna. Þetta fólk verður litið sem ekkert vart við kreppuna núna. Hún er nefnilega alltaf hjá þeim. It just plain works!

Evran vikrar

Nýja kreppan, sem hægt og rólega er að bíta sig fasta á evrusvæði núna, mun hafa þau áhrif að íbúar evrusvæðis munu fá sinn týnda japanska áratug (og sennilega tvo) af ALGERRI stöðnun. Nýjustu tölur um ekki-hagvöxt segja okkur nefnilega að meðalhagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið um 0,6% á ári frá árinu 2000. Sem sagt 9 ár af engu. It just plain works! 

Meira hér að neðan um stöðugleika (litinn sem engan hagvöxt) og mikið massíft atvinnuleysi

Ein til tvær fyrri bloggfærslur

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.5.2009 kl. 11:14

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vandamálið við esb umræðuna er eiginlega að and-sinnar taka engum sönsum.  Alveg sama þó búið sé að marg hrekja málflutning þeirra frá öllum hliðum og ótal aðilum - það líður ein mínúta svo kemur nákvæmlega það sama.  Alveg nákvæmlega sama firran. 

Afhverju er þetta ? Jú ástæðan er sú að þeir ætla ekkert að horfa af skynsemi og yfirvegun á málin heldur veifa Grýlu og ólíkindasögum og reyna að hræða fólk.

Góðu fréttirnar eru samt að fleiri og fleiri íslendingar sjá í gegnum hræðsluáróður and-sinna.  Má eiginlega segja að andstæðingar esb séu sjálfum sér verstir því öfgarnar í málflutningi þeirra er slíkur að það fælir allt hugsandi fólk frá þeim. 

En með stefnu Sjallaflokks í umræddum málum þá verður hann sí óskiljanlegri. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2009 kl. 11:18

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvað varðar orð Bjarna Benedikssonar þá er það að segja að hann stóð sig sem formaður Sjálfstæðisflokksins hvað varðar að flytja þjóðinni stefnu og ályktanir landsfundar flokksins um áratuga skeið hvað þessi málefni varðar sem um er rætt.

EIns og Guðbirni er mæta vel kunnug þá segir í „Stjórnarskrá“ Sjálfstæðisflokksins :

„Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.5.2009 kl. 11:22

24 identicon

Algjörlega sammála þér Guðbjörn. Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum sem mörkuð var á síðasta landsfundi er að eyðileggja flokkinn.

Georg Brynjarsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 11:34

25 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ómar Bjarki:

Við megum samt ekki láta þetta fólk ná að skemma þetta mál með útúrsnúningum, lygum og rangfærslum.

Ég gefst alla vega ekki upp að svo stöddu! 

Predikarinn:

Mér er fullkunnugt um lög og reglur Sjálfstæðisflokksins og landsfundarsamþykktir flokksins. Um það snýst ekki málið.

Það sem fór fyrir brjóstið á mér - og fleirum - var að formaðurinn talaði nær einungis um afturköllun veiðiheimilda og andstöðuna við ESB, sem eru hjartans mál LÍÚ. Hvar var umræðan um vanda heimila landsins og fyrirtækjanna, sem fara hvert af öðru á hausinn þessa dagana. Skipta örlög fyrirtækja á borð við Icelandair engu? Ég er fullkomlega andsnúinn innköllun veiðiheimilda og er í stórum dráttum samþykkur kvótakerfinu, þótt ég vilji gera einhverjar breytingar á því. Um þetta snýst ekki málið!

Ég var mikið ánægðari með ræðu Ólafar Nordal, sem kom inn á marga góða punkta í ræðu sinni og talaði meira eins og sjálfstæðiskona en ekki eins og málsvari einhverra sérhagsmunasamtaka eða "íhaldsklíkunnar" innan flokksins!

Það er með hann Gunnar Rögnvaldsson að þótt hann hafi stundum eitthvað til síns máls, þá eru öfgarnar slíkar að ótrúlegt má virðast.

Hvað er hann að gera þarna í Danmörku undanfarna áratugi ef þetta er svona frábært hérna heima? Hversvegna í fjáranum rekur hann ekki sitt fyrirtæki í þessu frábæra rekstrarumhverfi, sem hér ríkir?

Best að hann komi hingað heim í fjöldagjaldþrotin, óðaverðbólguna, atvinnuleysið og gengishrunið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 11:49

26 Smámynd: Haraldur Hansson

4. - ESB er ólýðræðislegt: Í þennan kafla hér að ofan vantar að Framkvæmdastjórnin (sem ekki er lýðræðislega kjörin) hefur ein rétt á að leggja fram tillögur að nýrri löggjöf varðandi innri markaðinn.

Það er ekki nóg að "teljast lýðræðislegt m.t.t. stjórnmálafræðanna" til þess að borgararnir upplifi sig tilheyra lýðræðisríki og heldur ekki að "þingmenn Evrópuþingsins eru kosnir í lýðræðislegum kosningum".

Sú staðreynd að almennur kjósandi á aldrei möguleika á að hafa áhrif á stefnu sambandsins með atkvæði sínu eða taka pólitíska afstöðu til stefnumála er það sem gerir sambandið ólýðræðislegt. Þetta er sú staðreynd sem skýrir hvers vegna kjörsókn var aðeins 45,5% árið 2004.

Á þessu ári er reiknað með að kjörsókn fari jafnvel niður í 35%, en kosið verður í næsta mánuði. Þegar kjósandanum finnst ekki taka því að kjósa af því að hann telur sig ekki hafa nein áhrif, að atkvæði hans skipti engu máli, þá er eitthvað að kerfinu. Þá er það ekki lýðræði, alveg sama í hvaða fræðilegan búning doktorar í stjórnmálafræði setja skipurit stjórnkerfisins.

ESB er ólýðræðisleg. Punktur!

Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 11:50

27 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Haraldur:

Kosningaþátttaka var á tímabilinu 1990-00 í Bandaríkjunum 53% og í Sviss 44%. Eru þetta ólýðræðisleg ríki?

------------------------------------------------------------------------------- 

Ég hef líklega lesið mér eitthvað ranglega til um ESB?

Ég hélt að Ráðherraráðið færi m.a. með löggjafavaldið innan sambandsins ásamt Evrópuþinginu, en störf  framkvæmdastjórnarinnar fælust aðallega í að gera tillögur um og setja nýja löggjöf, auk þess að sjá til að markmiðum stofnsamninganna sé framfylgt?

Án þess að hægt sé að bera stjórnkerfi Íslands og ESB beinlínis saman, hélt ég að framkvæmdastjórnin virkaði þá líkt og íslensk ráðuneyti gera, á meðan ráðherraráðið virkar eins og ríkisstjórn og fer svo með löggjafarvaldið ásamt þinginu. Ráðherrarnir eru með pólitískt umboð frá sínu heimalandi og þingið er lýðræðislega kjörið. Er þetta eitthvað flókið að skilja?

Allar stórar pólitískar ákvarðanir eru síðan teknar á fundum Evrópska ráðsins, sem einnig er nefnt Leiðtogaráðið. Ráðið hittist tvisvar á ári og er sá vettvangur sem helstu ráðamenn ESB aðildarríkjanna hafa til pólitísks skrafs og ráðagerða. Þar eru teknar lokaákvarðanir um fyrirliggjandi mál.

Haraldur, er þetta allt bölvuð þvæla í mér eða hefurðu ekki kynnt þér málin nógu vel og kemur svo bara með þína vanalegu sleggjudóma?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 12:23

28 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað áttu eiginlega við með "kemur svo bara með þína vanalegu sleggjudóma?"

Ég frábið mér svona ásakanir.

Ég veit vel að ráðherraráðið fer með löggjafarvaldið ásamt Evrópuþinginu. Það sem ég var að benda á er að þú nefndir ekki Framkvæmdastjórnina í tilvitnaðri klausu. Samt leggur hún ein fram tillögur að nýrri löggjöf um innri markaðinn.

Sjá hér: Skýrsla Evrópunefndar, kafli 2.2.2.1. bls. 22.

Leiðtogaráðið hefur hins vegar ekki löggjafarvald en markar stefnu, þróun og samstarf. 

"Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" sungu Megas og Tolli um árið. Að benda á dræma kjörsókn í Bandaríkjunum bætir ekki gallana í Evrópusambandinu. Bendi t.d. á þessa frétt. Í síðari hluta hennar koma fram áhyggjur yfir að kjörsókn verði fádæmi lítil í ár vegna þess "að fólk hafi litla þekkingu á valdi eða hlutverki Evrópuþingsins".

Það er ekki nóg að kerfið líti vel út á pappír. Ef það virkar ekki þá er eitthvað að. 

Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 12:53

29 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Haraldur: 

Kosningaþátttaka hefur víðast hvar á Vesturlöndum farið minnkandi á undanförnum árum og það er áhyggjuefni.

Mörgum þykir Evrópuþingið hafi haft of lítil völd og því hafa völdin verið aukin á undanförnum árum. Með nýrri stjórnarskrá ESB átti einmitt að auka völd þingsins enn meira á kostnað annarra stofnana ESB.

Ég held að Íslendingar - og meira að segja þingmenn sjálfir - hafi einnig haft áhyggjur af of litlum áhrifum Alþingis á undanförnum árum hér á landi. Það er vonandi að Alþingi láti sterkar til sín taka núna en á undanförnum áratug og það sama gildir auðvitað um Evrópuþingið!

Þú verður að fyrirgefa, en mér finnast orð þín:

ESB er ólýðræðisleg. Punktur!
 
hljóma eins og sleggjudómur! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 13:23

30 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Haraldur:

Ég var að fá netpóst, þar sem tekið er á lélegri kosingaþátttöku til Evrópuþingsins, en auðsjáanlega hefur ESB áhyggjur af þessu, líkt og landstjórnir þeirra ríkja þar sem kosningaþátttaka dregst saman:

Kosningaþátttaka hefur hingað til ekki verið mjög há eða í kringum 50%. Það er þó mjög misjafnt á milli landa; íbúar Belgíu, Hollands og Lúxemborgar mæta vel og er kosningaþátttaka þar um og yfir 80%. Bretland og Slóvakía hafa verið neðarlega eða í kringum 25%. Hins vegar þarf að hafa það í huga að kosningaþáttaka í Bretlandi er mum lægri en til dæmis hér á landi og er stundum þátttaka í aukakosningum (þegar þingmenn þurfa að segja af sér eða falla frá) þá er kosningaþáttaka oft í kringum 20%.
Mörgum íbúum Evrópu finnst Evrópuþingið fjarlægt og þessar kosningar komi þeim lítið við. Það er rétt að mörg málefni nærsamfélagsins, eins og til dæmis skólamál og heilsugæsla, eru ekki á könnu Evrópusambandsins en samt eru mörg mál eins og samgöngumál, fjarskipti, dómsmál o.fl. Þar að auki er þetta sá vettvangur sem íbúar Evrópu hafa bein áhrif á lýðræðislega þróun sambandsins. 


Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 13:47

31 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég tek undir það sem þú segir um of lítil áhrif Alþingis, enda var ein af stóru kröfum Búsáhaldabyltingarinnar að efla Alþingi. 

Átta mig ekki á frá hverjum þessi netpóstur er, en upplýsingar um kjörsókn í ESB hef ég úr bókinni Evrópuvitund sem kom út í fyrra. Þar er aðeins tilgreint meðaltal fyrir allt sambandið, en ekki brotið niður á einstök lönd.

Sleggjudómur, skv. orðabók, er órökstuddur dómur eða ummæli.

Athugasemd mín kom í kjölfar röksemda þess eðlis að kjósanda í ESB ríki finnist atkvæði hans ekki skipta máli. Það er skýring sem höfð er eftir kommissar í Framkvæmdastjórn ESB. Þú getur verið ósammála þeim skilningi sem ég legg í upplýsingarnar en það breytir ekki minni niðurstöðu í sleggjudóm.

... og lýkur hér lestri úr Orðabók Menningarsjóðs. Njótum sólarinnar!

Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 14:26

32 identicon

Sæll Guðbjörn!

Það er ekki merkilegur málflutningur manna á borð við Einars, S.H. og Ómars Bjarka og er dæmigerður fyrir ESB sinna sem telja það sjálfsægt að fara í persónulegar árásir á menn eða halda fram algjörlega órökstuddum fullyrðingum þvert ofan í gögn frá t.d. Alþingi.

Ég vitna í heimild fyrir 6,5 prósentunum og geri gott betur en það ég sýni fram á það með því að benda á stærð þeirra lagasafna sem um ræðir og deilt er um. Ég hef ekki séð nein rök hvorki frá þér Guðbjörn né öðrum sem benda til þess að við höfum tekið upp meira. Það er nóg að segja að menn greini á um fullyrðingar þegar klárlega skortir heimildir fyrir fullyrðingum ykkar. Þú getur safnað saman þúsund ESB sinnum og þið getið allir talið að við höfum tekið upp heilan helling en þegar öllu er á botni hvolft vitnið þið ekki í eina einustu heimild máli ykkar til stuðnings. Þú vitnar svo í ESB sinnan Ágúst Ólaf og það hvað hann heldur að við höfum tekið mikið upp. Ég er að vitna beinharða heimild sem sýnir þetta svart á hvítu og reyni að sýna fram á það hversu fráleitt það er að halda fram þessum 2/3 fullyrðingu með samanburði. Mótrökin eru að þið hafið heyrt annað.

1 – Fullveldisafsal

Sovétríkin voru líka ríkjasamband sjálfstæðra þjóða og öll þeirra voru aðilar að mannréttindasáttmálum. Ekki ætlarðu að halda því fram að mannréttindi hafi verið virt í USSR eða að ríkin sem mynduðu Sovétríkin hafi verið sjálfstæð? Var Vorið í Prag kannski bara skáldsaga?

Ef ekki er um fullveldisframsal að ræða hvers vegna telja allir lögfræðingar landsin og meira að segja Samfylkingarmenn sem hvað harðastir vilja inn að breyta þurfi Stjórnarskránni þ.e. fullveldisákvæðinu ef ekki er um fullveldisframsal að ræða?

Eru Norðurlöndin sem eru í ESB fullvalda? Nei þau eru það ekki enda ráða þau litlu um eigin löggjöf í dag. Það féll dómur í Bretlandi fyrir 2 árum, ég ekki með slóð á hann en ég skal bæta úr því enda gerð meiri krafa til okkar sem viljum ekki í ESB um heimildir og jafnvel þegar við komum með þær þá hunsið þið þær, en aftur að dómnum því þar segir að Bresk lög séu viðfangsefni réttarsögu enda hafi evrópuréttur forgangsrétt á aðra löggjöf og líti dómurinn svo á að ekki sé lengur hægt að byggja á breskum fordæmum eða réttarheimildum. Í skýrslum breska þingsins um hlutfall laga sem koma frá ESB, þingmönnum, þingnefndum og ráðuneytum til samþykkis árlega kemur fram að undanfarin ár hefur ESB löggjöf verið að meðaltali 76% af samþykktum lögum. Samskonar skýrsla var unnin fyrir Alþingi og meðaltalið er 15% á ári. Ríki sem ekki ræður nema 20% - 25% af því sem fer í gegnum þjóðþing sitt er ekki fullvalda ríki. Þú nefnir 2/3 í þessum kafla hjá þér og bið enn og aftur um einhver rök því þessi fullyrðing heldur ekki vatni hjá þér. Þá má benda á að ESB getur látið ríki um að ákveða einhver málefni sjálft en æðsta löggjafarvald liggur þrátt fyrir allt í Brussel. Þetta er eins og matskenndarheimildir lægra settra stjórnvalda sem hafa ákveðið vald til að meta mál sjálfstæt en Alþingi hefur þrátt fyrir það alltaf vald til að segja til að tilhögun mála verði önnur.

2. Auðlindaþjófnaður

Hér er merkilegt að þú forðast að ræða fiskveiðiauðlindina en þar höfum við ekkert að segja um eignarráð ef við göngum í ESB. Að sama skapi virðistu ekki fylgjast vel með þróun sambandsins. Nú er í vinnslu sameiginleg orku og auðlindastefna en inntak þeirra stefnu er að koma stjórn orkuauðlinda til Brussel. Þar á meðal jarðhita og fallvötn.

Í Lissabonsáttmálanum stendur þetta Í 112. gr. Lissabon-sáttmálans 1. tl. segir:

"Without prejudice to any other procedures provided for in the Treaties, the Council, on a proposal from the Commission, may decide, in a spirit of solidarity between Member States, upon the measures appropriate to the economic situation, in particular if severe difficulties arise in the supply of certain products, notably in the area of energy."

Í þessu samhengi má benda á þessa frétt: http://www.express.co.uk/posts/view/79059/EU-will-grab-Britain-s-gas

Dæmi hver um sig hvort um hræðsluáróður sé að ræða.

3. Dómstólar

Þú neitar m.ö.o. því ekki að dómstólar missi sjálfstæði sitt en það er vatn á millu þess að við missum fullveldi. Túlkun og fylling laga í gegnum dóma er mjög mikilvægur þáttur í réttarríkinu og alls ekki hægt að tala um fullvalda ríki nema vera bær um að túlka eigin lög eða í það minnsta lög sem landinu eru sett. Ég ætla ekki að deila við þig um hvað þér finnst persónulega um ESB löggjöfina og vandvirkni hennar en það er reynsla mín eftir að hafa þurft að vinna með hana að hún er langt í frá sú útópía sem þú lætur hana vera. Það er samt hárrétt hjá þér að sum lög frá ESB er bara býsna góð, það er hins vegar ekkert sem kemur í veg fyrir það í dag að við tökum upp góða löggjöf hvaðan sem hún kemur.

4. Lýðræði

Lýðræði er ekkert annað en aðferðafræði til að leysa úr um árgreining, lýðræði er engin trygging að sanngjörn niðurstaða fáist né „rétt“. Lýðræði í dag er nákvæmlega eins og lýðræði á morgun og nákvæmlega eins og það var í gær en niðurstaðan gæti þó verið önnur.

Lýðræðishalli ESB er ekki skortur á lýsingum á því í sáttmálum. Lýðræðishallinn er tvíþættur, annars vegar inn á við gagnvart þegnum sambandsins en fjarlægð þeirra sem taka ákvarðanir við þá sem þurfa að hlýta þeim og skorturinn á valddreifingu innan sambandins líkt og stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir eru allt þættir sem halla að lýðræðisskorti inn á við. Svo er það hins vegar lýðræðisskorturinn út á við en hann er fólginn í tregðu sambandsins til að viðurkenna úrslit kosninga aðildarríkja í málum er varða sambandið og kosið er aftur og aftur þar til sagt er JÁ.

Hér er orð forseta eins aðildarríkis ESB http://www.youtube.com/watch?v=ljAANHPkrAE&feature=related

Hér eru orð eins af þingmönnum ESB um sambandið http://www.youtube.com/watch?v=QjYlKunxz_w

Meira um lýðræði sambandsins http://www.youtube.com/watch?v=u43irV6V44Q

5. Efnahagsstefnan

Grundvöllur fyrir heilbrigðu hagkerfi, aukinni verðmætasköpun og tækniþróun er frjáls samskipti milli einstaklinga en slíkt leiðir af sér frjálsa verslun og samkeppni. ESB heftir verulega samkeppni með samhæfingu á stöðlum og gerir minni fyrirtækjum erfiðara fyrir í samkeppni við stærri. Evrópa varð herra heimsins vegna mikillar samkeppni ólíkra og mismunandi þjóða. Það má segja sem svo að Evrópa eigi velgengni sinni að þakka fjölbreytileikan í álfunni. ESB gerir hins vegar kerfisbundið í því að samhæfa og draga úr fjölbreytileika álfurnar. Gott dæmi er um þetta er að ef Ísland hefði gengið í ESB fyrir 20 hefði aldrei nokkur maður verið að velta fyrir sér í dag kostum íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins því það væri ekki til. Það má því segja að það sé Evrópu fyrir bestu að Ísland sé utan ESB.

Evrópska módelið er vissulega ólíkt því Bandaríska sem byggir það á valddreifingu og fjölbreytileika en ESB á samhæfni og einsleitni, ekki ósvipað USSR.

Annað

Í EES fáum við aðgang að innrimarkaðnum, tökum upp fá lög sambandsins, erum utan sameiginlegu landbúnaðar og sjávarútvegsstefnunnar og lokum okkur ekki innan tollamúr ESB og getum verslað við allan heimin á okkar eigin forsendum. Hver er þörfin á að ganga í ESB?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:33

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Í Lissabonsáttmálanum stendur þetta Í 112. gr. Lissabon-sáttmálans 1. tl. segir:

"Without prejudice to any other procedures provided for in the Treaties, the Council, on a proposal from the Commission, may decide, in a spirit of solidarity between Member States, upon the measures appropriate to the economic situation, in particular if severe difficulties arise in the supply of certain products, notably in the area of energy."

Í þessu samhengi má benda á þessa frétt: http://www.express.co.uk/posts/view/79059/EU-will-grab-Britain-s-gas"

Og ? Hvað er málið ? Ætlar esb skrýmslið að grabba breska gasið ? Er það sem sagt málið.

Ok. sé núna að þú ert bara að djóka eitthvað.

Esb andstæðingum má skipta í tvo meginflokka:

1. Djókarar.

2. Nöttarar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2009 kl. 15:24

34 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Frábær grein Guðbjörn og virkilega gaman að sjá hvernig þú ert óhræddur við að tala gegn forystu flokksins þíns. Þetta varðandi LÍÚ er ég þér algjörlega sammála um, manni varð nánast bilt við að heyra þennan málflutning í gær. Því miður fyrir Bjarna þá mun þetta koma honum í koll. Mun fyrr en hann grunar.

Þórður Már Jónsson, 19.5.2009 kl. 17:30

35 identicon

Ómar Bjarki það skortir á alla málefnalega umræðu frá þér leggur ekki fram nokkur rök máli þínu til stuðnings. Það er í sjálfum sér ágætt enda sýnir það fólki hvað málflutningur ykkar sem viljið ganga í ESB er veikur.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 18:31

36 identicon

Tek undir með Þóri, Framsókn er hægri flokkur í sauðargæru.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 19:47

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur, eg verð að segja bara eins og er, að er eg les ykkur and-sinna þá bara: Vaá etc.

Þið virðist ekki hafa áhuga á því að leita ykkur lágmarks upplýsinga um málefni en grípið hvert hálmstrá og/eða Grýlusögu sem þið rekist á á dagsins göngu:

"II. Fullveldisréttur yfir orkuauðlindum

Með tilkomu Lissabon-sáttmálans verða valdmörk Evrópusambandsins og aðildarríkja skilgreind með formlegum hætti hvað varðar orkuauðlindir, en slík mörk hafa til þessa verið talin gilda. Í 2. mgr. 194. gr. segir: Without prejudice to the application of other provisions of the Treaties, the European Parliament and the Council, acting in accordance with the ordinary legislative procedure, shall establish the measures necessary to achieve the objectives in paragraph 1. Such measures shall be adopted after consultation of the Economic and Social Committee and the Committee of the Regions. Such measures shall not affect a Member State's right to determine the conditions for exploiting its energy resources, its choice between different energy sources and the general structure of its energy supply, without prejudice to Article 192(2)(c).

Aðild að Evrópusambandinu þýðir því ekki að aðildarríki tapi fullveldisrétti yfir orkuauðlindum sínum."

http://media.evropunefnd.is/u/d/OlaGas.doc

Ok. ? Get it ? Næsta mál.

Vilhjálmur, þó þú rekist á eitthvað hið mesta bull og argustu þvælu í ómerkilegum breskum götublöðum sem Heimsksýn kvótar mikið í -  þá áttu ekkert að trúa því neitt án þess að kynna þér mál uppá eigin spýtur.  Vera svoldið gagnrýninn á það sem þú lest.  Gagnrýnið hugarfar o.s.frv.

Eða trúirðu kannski öllu þessu líka:

Express | UK News :: An EU Empire will ‘rule over Britain”
Daily Express | UK News :: Now they want to ban your lawn
Daily Express | UK News :: EU’s barmy idea to ban light bulbs
Daily Express | UK News :: Now the EU is to ban the acre
Daily Express | UK News :: Secret plot to let 50million African workers into EU
Daily Express | World News :: EU daytime car lights plan attacked
Daily Express | UK News :: Brown in sinister EU plot to force new treaty vote
Daily Express | UK News :: EU is forcing us to empty our bins once a fortnight
Daily Express | Have Your Say :: Has Gordon Brown sold Britain down the river?
Daily Express | UK News :: Now EU wants a £510 income tax
Daily Express | Have Your Say :: Should EU rules banning ugly fruit & veg be scrapped?
Daily Express | Express Comment :: EU plot to hijack Britain’s Olympic glory is plain mad
Daily Express | UK News :: EU madness as WRI ladies told they can have their cakes but not eat them
Daily Express | Columnists :: We make it cushy for EU gangsters
Daily Express | UK News :: Fruit and veg prices to triple
Daily Express | UK News :: EU bends rule on veg
Daily Express | UK News :: EU job centre in Africa opens door to more migrants
Daily Express | UK News :: Benefits bill for EU migrants trebles
Daily Express | UK News :: EU cave-in that will cost a fortune
Daily Express | UK News :: UK ’should back EU military plans’
Daily Express | UK News :: Sold out to Europe: Brown makes Queen sign away our sovereignty
Daily Express | UK News :: British passport covers banned
Daily Express | UK News :: Secret plot to join Euro

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2009 kl. 20:04

38 Smámynd: Einar Solheim

Vilhjálmur: Ótrúleg ósvífni að ætlast til þess að rökrætt sé við þig (og fleiri) á málefnalegum grunni. Það er ekkert málefnalegt við málflutning þinn. Það eina sem þú hefur með þér er að þú skrifar mikið, en það er ekkert sérstakt afrek.

Ég er a.m.k. löngu hættur að reyna að ræða málefnalega við ykkur örfáu vitleysinga sem þræðið bloggheima með ESB-hatri. Það er alltaf 20% þjóðarinnar sem eru rugludallar, og hvorki ég né aðrir getum breytt því. Það er meira spennandi að hlaupa ítrekað á múrvegg en að reyna að tjónka við ruglinu í þér og þínum. Það er a.m.k. líklegra að ná að hlaupa niður múrvegginn en að fá þig til að sýna örlitla skynsemi, gagnrýna hugsun og sanngirni.

Einar Solheim, 19.5.2009 kl. 21:39

39 identicon

Þetta er kolrangt hjá þér Ómar Bjarki enda hef ég lagt fram rök fyrir öllum mínum fullyrðingum. Það fyrir utan þekki ég lög og sáttmála sambandsins mjög vel og er ekki hanga á neinum hálmstráum.

Ef þú lest athugasemd mína er ég að vísa til þróunnar sem er innan sambandsins í Orku og Auðlindamálum ekki núverandi stöðu þeirra. Allar líkur leiða til þess að sama niðurstaða verði í þeim málaflokki og öllum öðrum innan sambandsin þ.e. ákvörðunartaka yfir auðlindinni verður í Brussel.

1. mgr. 194 gr. Lissabon-Sáttmálans ýtir stoðum undir 112. gr. sem fjallar um eignarupptöku á orkuauðlindum. Þeirri grein geturðu ekki litið fram hjá. Við meigum ekki og eigum ekki að líta fram hjá þróun sambandsin í þessum málaflokki enda eru orkuauðlindir okkar hvort sem þær er að finna á landi eða í sjó okkur gífurlega mikilvægar. Það liggur ljóst fyrir að orkuþörf ESB ríkja er gífurleg og meira en 50 prósent af orkunotkun sambandsins er flutt inn og áætlað er að sú tala verð komin í 70 prósent á næstu tíu til fimmtán árum. Deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur á gasi og olíu, deilur Rússa og Pólverja um flutning á gasi og gífurleg orkuþörf Þjóðverja á gasi frá Rússlandi ýtir stoðum þá grunsemd að 112. gr. sáttmálans verði nýtt til stýringar á orkuauðlindum. Nú þegar hefur José Manuel Barroso lýst yfir áhuga á sameiginlegri stýringu.

Þá má benda á að Lissabon-sáttmálinn er "sjálf-breytilegur" samningur þ.e. aðkoma aðlidarríkja er ekki þörf og breytingar verða gerðar á grundvelli evrópuþingsins þar sem Íslendingar munu hafa max 5 þingmenn eða 0,6 prósent atkvæðavægi. Í hvaða málaflokki hefur þróunin ekki verið í þá átt að ákvörðunartaka hafi farið til Brussel? í stuttumáli, nánast engum.

Það eru ekki rök að telja upp fréttir og spyrja hvort ég trúi þeim öllum. Einhvarjar af þeim eru eflaust sannar og aðrar ekki. Deilan um nýtingarrétt á varabyrgðum Breta og Hollendinga hefur hins vegar verið rædd í evrópuþinginu en það var að vissu gert af hálfu þingmanna úr röðum Breskar íhaldsmanna og sósial demókrata frá Hollandi. En hver trúir þeim, evrópusambandið gerir aldrei neitt slæmt.

Þá ber líka að hafa í huga að ESB hefur nýlega tekið sér leyfi til að túlka á mjög vafasaman hátt um jafnréttisákvæði EES samningsins og þröngvað þannig Íslendinga til að greiða Icesave kröfur á Landsbankan.

Þér er mikið í mun að gera lítið úr málflutningi þeirra sem ekki vilja ganga í ESB en hefur ekki getið fært nein rök fyrir inngöngu í ESB. Þú forðast að ræða Fullveldið, sjávarútvegsstefnuna, efnahagsstefnuna, þróun dómsmála og lýðræðishallan innan sambandsins. Þú neitar, án rökstuðnings, að líta til þess hversu fáar gerðir Ísland hefur tekið upp þrátt fyrir að gefnar hafi verið út tvær skýrlsur um málið frá Alþingi.

Ólíkt þér Ómar þá er ég ekki tilbúinn að gambla með framtíð landins á grundvelli einhvers evrópublætis frá kaffihúsakrötum í hundrað og einum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:16

40 identicon

Einar: Ef málflutningur minn er ekki málefnalegur ætti það að vera lítið mál fyrir þig að koma með staðreyndir og fylgja þeim eftir með rökum. Þú kýst hins vegar að dæma allan minn málfluting ómálefnalegan en kemur ekki með nein dæmi eða rökstuðning, hvað kallast slíkur málflutningur?

Eina sem þú hefur haldið fram hér Einar er að 6,5 prósentin séu röng og að megnið af allri löggjöf í dag sé komin frá ESB en sínir ekki á nokkurn hátt fram á það. Hvaða skoðun sem þú kannt að hafa á 6,5% að þá liggur fyrir skjal um það hjá Alþingi. Hvað varðar áhrif evrópulögjafar og hlutfall hennar af setningu nýrra laga á Íslandi þá vitna í þessa skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið sem sýnir enn og aftur að þú hefur rangt fyrir þér. http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf

Ég hef í mínum málflutningi vinað í skýrslur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi, fjallað um stöðu lands og þjóðarréttar með tilvísun í dóma, vitnað í Grænbók ESB um stöðu fiskveiðistofna sambandins og sjávarútvegsstefnunnar. Ég hef vitnað í greinar Lissabonsáttmálans, skýrslur frá Breksa þinginu (á þó eftir setja inn slóð) og dóm frá breskum dómstóli (vantar þó link í hann) og reynt á fullnægjandi hátt að sýna fram á gildi þeirra fullyrðinga sem ég kem með. Ég hef ekki séð eina tilvitnun frá þér í nokkra heimild. Er því ekki við hæfi að spyrja hver það sé sem raunverulega sýnir enga skynsemi, gagnrýna hugsun og sanngirni?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:42

41 identicon

Kannski menn ættu að hlusta á Norsku sérfæðingana sem komu hingað til lands. Þeir hafa reynslu af viðræðum við ESB og þekkja þessi mál betur en við.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431387/2009/05/19/

Landið (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:47

42 Smámynd: Einar Solheim

Vilhjálmur - ég er bara búinn að fá nóg af fólki eins og þér. Ég hef skrifað nóg í heila bók um ESB. Ég byrjaði að tala um að við ættum að ganga í esb fyrir 10 árum síðan. Hef tekist á í skrifum og orðum við 200 Vilhjálma. Ég hef vitnað á einhverjum tímapunkti í allt sem hægt er að vitna í. Ég áttaði mig allt of seint á því að tíma mínum er einfaldlega illa varið í þverhausa sem aldrei munu sjá ljósið sama hvað. Myndi ég vitna í eitthvað, þá myndir þú ekki lesa það - nema þá bara með þeim augum að reyna að sjá eitthvað sem þú getur rakkað niður og horft fram hjá öllu hinu.

Nenni ekki að ræða þetta af einhverju viti við þig né aðra eins og þig. Ég er alveg til í að eyða nokkrum línum í ómálefnalegt þvaður. Ég er þó ekkert að reyna að láta færslur mínar vera eitthvað annað en þær eru.

Á meðan áskil ég mér allan rétt til að finnast færslur þínar bera vott um heimsku án þess að ég copy/paste-i einhverja hlekki máli mínu til stuðnings.

Einar Solheim, 19.5.2009 kl. 23:07

43 identicon

Einar minn ég hef gert það að reglu að fara ekki niður á þetta plan sem þú ert á. Ég bið menn alltaf um rökstuðning og ég er ávalt fús að rökstyðja eigin fullyrðingar. Þú verður að egna einhvern annan en mig í þennan leðjuslag þinn.

Jón Frímann: Ég var að ræða þróun mála í orku og auðlindastefnu sambandsin ekki lýsa henni eins og hún er nákvæmlega í dag. Hvað varðar eignarupptökuna þá vænti ég þess að fyrir hana verði greitt markarsverð en það á eftir að koma í ljós verði til hennar gripið.

Ég er ósammála þér að Íslendingar hafi borði ábyrgð á þessum skuldbindingum. Á Íslandi var samkvæmt lögum frá ESB starfræktur trygginarsjóður innistæðureikninga. Sá sjóður varð gjaldþrota og íslenska ríkið ákvað að tryggja allar innlendar innistæður. Það er ekkert í evrópulöggjöfinni sem segir berum orðum að Íslenska ríkið sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðureikningum innlendra banka erlendis. Bretar vitnuðu til jafnræðislaga og vildu túlka það ákvæði sér í hag, þeir þráuðust við að leysa málið eins og siðmenntað fólk þ.e. fyrir dómi og fengu ESB í lið með sér.

Jón þú verður eiginlega bara að lesa Grænbókina en í henni er sjávarútvegstefna sambandsins útlistuð mjög vel. Ég ætla ekki að fara að halda kennslustund fyrir þig um þá stefnu. Hvað varðar Lissabon sáttmálan þá er hann gagngerð stjórnskipunarbreyting á sambandinu og mun draga verulega úr valdi aðildaríkjanna og auka vægi stofnanna sambandins. Þá verða líka allir sáttmálar eftir Lissabon ekki háðir samþykki aðildaríkjanna heldur er hugmyndin að aðild ríkja verði í gegnum evrópuþingið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:56

44 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur, þetta er ekkert nema ótrúlegt

Þér hefur verið sýnt fram á svart á hvítu að þú varst að fara með firru.  Dæmigerða esb firru.  Það hefur verið stafað ofaní þig.

Hvað skeður ? Jú þá lemur í ljós að þú varst að semja framtíðarskáldsögu.  Halló !

"Ég var að ræða þróun mála í orku og auðlindastefnu sambandsin ekki lýsa henni eins og hún er nákvæmlega í dag"

Eigum við ekki líka að fara tala um spádóma - hvað hann nú hét þarna  Röþerford eða eitthvað -   um Ísland.  Eða ræða dagatal maya bara. 

Jú jú við getum svosem alveg eins gert það.

Vonandi kemurðu ekki aftur með þessa orkufirru alavega á næstunni né nokkur annar and-sinni.  (Nei nei sjáum til.  Það mun líða ein mínúta: Nákvæmleg það sama.  Alveg nákvæmlega.  Alveg ótrúlegur andskoti)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2009 kl. 00:24

45 identicon

Skemmtileg nálgun hjá þér Sigurður:)

Ómar inngang í ESB er fullt framsal á fullveldi Ísalnds og áhrif okkar innan ESB verða lítil sem engin. Við getum því ekki bara litið til þess hvernig sambandið er í dag. Við verðum að horfa á framtíðar þróun þess. Ég er enginn spámaður en ég lít til þeirra þróunar sem hefur verið innan sambandsin og hún er öll í þá átt að færa aukið vald til Brussel. Ákvörðunartaka færist í síauknum mæli frá aðildarríkjum til Brussel. Orkumál skipta okkur Íslendinga gífurlega miklu máli og ef það er einhver minnst vafi á því að við missum forræði á þessum auðlindum okkar tel ég það næga ástæðu til að ganga ekki inn.

Ef þú ert ósammála þessari greiningu og telur að orkumál sambandsins verði ávalt í höndum aðildarríkja ætti að vera lítið mál fyrir þig að sýna fram á það en það hefurðu ekki gert.

Ég endurtek svo það sem ég sagði áðan: Þér er mikið í mun að gera lítið úr málflutningi þeirra sem ekki vilja ganga í ESB en hefur ekki getið fært nein rök fyrir inngöngu í ESB. Þú forðast að ræða Fullveldið, sjávarútvegsstefnuna, efnahagsstefnuna, þróun dómsmála og lýðræðishallan innan sambandsins. Þú neitar, án rökstuðnings, að líta til þess hversu fáar gerðir Ísland hefur tekið upp þrátt fyrir að gefnar hafi verið út tvær skýrlsur um málið frá Alþingi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 01:25

46 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópumálin snúast í grundvallaratriðum um það hverjir eigi að stjórna Íslandi. Íslenzkir kjósendur, þá annað hvort með beinum hætti eða í gegnum kjörna fulltrúa sína, eða stjórnmálamenn kosnir af öðrum en okkur Íslendingum til þess að hugsa um aðra hagsmuni en okkar en þó fyrst og fremst embættismenn sem enginn kýs og hafa því hvorki lýðræðislegt umboð til neins eða búa við nokkuð lýðræðislegt aðhald.

Þetta er ekkert flókið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 08:56

47 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi grein Guðbjörns þá þykist hann hafa miklar áhyggjur af fylgi Sjálfstæðisflokksins, að það minnki nema flokkurinn stefni á inngöngu í Evrópusambandið. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem vill ganga í sambandið, gæti nefnilega yfirgefið flokkinn. En hvað með þann fjölda sjálfstæðismanna sem vilja ekki ganga í Evrópusambandið? Guðbjörn hefur einfaldlega engar áhyggjur af þeim þó vafalítið séu þeir miklu fleiri en hinir sem vilja slíka inngöngu. Áhyggjur hans af fylgi Sjálfstæðisflokkinn eru því vægast sagt ótrúverðugar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 09:02

48 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjörtur:

Þetta er í sjálfu sér rétt hjá þér, þ.e.a.s. úr því sem komið er.

14% af fylgi flokksins eru farin. Ég var að vona að hægt væri að vinna þetta fylgi til baka, en þú virðist ekki hafa áhyggjur af því.

Líkt og nýleg skoðanakönnun Gallup sýndi voru 4 af 10 sjálfstæðismönnum fylgjandi aðildarviðræðum, 5 af 10 sjálfstæðismönnum andsnúnum og 1 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum óákveðinn.

Þú hefur bara áhyggjur af þessum 5 sem hugsanlega yfirgefa flokkinn. Ég hef áhyggjur af þessum 4 og af þeim 5 sem eru farnir - vonandi ekki að eilífu!

Það sem ég er að benda á er að flokkurinn yrði u.þ.b. 14-16 % flokkur yfirgæfum við ESB sinnar flokkinn.

Ekki er ólíklegt að þau 14% - sem er hægri fólk en ekki vinstri fólk - myndi slást í lið með þeim 10% sem yfirgæfu flokkinn við klofning.

Ég skil bara ekki í því að enginn átti sig á þessu í Valhöll, því þetta er algjörlega raunhæfur möguleiki.

Það er þessi hroki sem ég þoli ekki. Hrokinn að halda að sjálfstæðismenn haldi bara áfram að kjósa flokkinn, sama hvað flokkurinn gerir, sama hvaða stefnu hann hefur, sama hvort hann hlustar á flokksmenn eða ekki!

Maður myndi halda að sú staðreynd að 1/3 af flokksmönnum eru farnir og stór hluti þeirra sem eftir eru hafa gefið forystunni gult spjald!

Hvað heldur þú að þátttakan í prófkjörinu í Reykjavík og annarsstaðar hafi verið annað en GULT SPJALD!

Við erum að tala um flokksbundna sjálfstæðismenn og þegar þeir mæta ekki í prófkjör er eitthvað mikið að!

Er enginn að átta sig á þessu nema ég? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.5.2009 kl. 18:51

49 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Jú, menn eru að átta sig á þessu. Bara ekki forystan. Allavega skella þeir skollaeyrum við öllum viðvörunarbjöllum.

Þórður Már Jónsson, 20.5.2009 kl. 19:16

50 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eini alvöru sjálfstæðisflokkurinn er Ísland sjálft en ekki einhverjir flokkar og kjaftæði.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 23:22

51 identicon

Eru ekki önnur verkefni sem ættu að vera í ofar í forgangsröðinni en ESB? Til dæmis, lækkun skatta og örvun efnahagslífsins, endurreisn bankana, ná stöðuleika á krónunni, niðurskurður ríkisstofnanna, koma í veg fyrir eignaupptöku á aflaheimildum og fleirra í þeim dúr? Allt þetta verður að hvort sem er að gerast áður en við gætum tekið upp t.d. Evru og það er satt best að segja eina ástæðan fyrir því að ganga í ESB og eina ástæðan fyrir því að nokkrir hægrimenn vilja ganga í ESB.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 01:58

52 identicon

Ég verð að segja eins og er að ég bara botna ekkert í því af hverju þú hefur svo miklar áhyggjur.

Ef það er nógu mikill ESB áhugi til staðar meðal hægrimanna til þess að koma á ESB-sinnuðum hægriflokki er það þá ekki eðlilegasti hlutur í heimi að slíkur flokkur verði til?

Þú hugsar um flokkinn þinn eins og hann sé einhverskonar markmið í sjálfu sér og verði að hanga saman hversu litla málefnalega samleið sem flokksbrotin kunni að eiga.

Það er hættulegur hugsunarháttur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 03:26

53 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hans:

Hugsanlega rétt hjá þér!

Vilhjálmur Andri:

Þetta er einnig rétt hjá þér og mér finnst forgangsröðin ekki rétt.

Hins vegar sé ég ekki hversvegna ekki er hægt að koma sér saman um að sækja um aðila að ESB á nokkrum dögum, t.d. með því að setja inn ákveðin samningsmarkmið sem fólk ætti að geta komið sér saman um og snúa sér síðan að brýnni málum á borð við lausn efnahagsvandans. Einnig væri hægt að vinna að þessum málum samhliða.

Líkt og ég skrif í nýju bloggi mínu frá því í gær, hef ég trú á að ríkisstjórnin sé að bralla eitthvað meira og að grunnt sé á því góða milli AGS og ríkisstjórnarinnar og reyndar Seðlabankans líka. Ég hef enga trú á að nokkur maður þar á bæ sjái ástæðu til að halda stýrivöxtunum svona háum vegna "þenslunnar í þjóðfélagi" eða að nokkrum detti í hug að þetta vaxtastig hafi áhrif á innstreymi eða skil gjaldeyris til landsins.

Krafa AGS um þessa okurvexti er óskiljanlegur þvættingur, þegar slík höft eru á gjaldeyrisviðskiptum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 07:54

54 identicon

Ég er nú ekki búin að lesa þetta spjall ykkar frá orði til orðs en vill bloggarinn að allir flokkar séu hlintir ESB ?? Mér finnst það hálfpartinn á skrifum hans ég hefði bara kosið þann flokk sem vill aðild ef ég væri á þeirri skoðun ég ætlast ekki til að flokkurinn breyti stefnu sinni bara fyrir mig.

Og svo annað , ég vil biðja þig að svara því hvort Ísland geti verið án bænda og útgerðarmanna? Mér heirist á þér að þeir eigi ekki að eiga sér neinn málsvara.

herdís (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:42

55 identicon

Rosalega er þetta fín mynd af Bjarna Ben sem þú hefur fundið þarna. Hann er samt soldið hrútalegur á henni. Var myndin nokkuð tekin á síðasta flokkþingi?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:11

56 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bjöggi:

Ekki alveg!

Hitt er svo annað mál að ef flokkurinn fer ekki að breyta um stefnu mun ég stinga upp á því á næsta Landsfundi að merki flokksins verði tvíhöfða: öðrum megin fallegur hrútshaus og hinum megin fallegur þorskhaus 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:23

57 identicon

Sæll Guðbjörn

Í tæp 700 ár var Ísland undir erlendri stjórn, 1944 fengum við aftur sjálstæði.

Við núlifandi Íslendingar höfum einfaldlega ekki umboð ófæddra kynslóða til að afsala fullveldinu þótt það sé aðeins 1prómill líkur á að ókomnar kynslóðir komist ekki út úr USE (United States of Europe) eftir 100 ár. Ísland er álíka stórt og merkilegt í USE og Grímsey er í dag gagnvart Íslandi (með fullri virðingu fyrir Grímseyingum).

Til skamms tíma græðum við á því að fara í Evrópusambandi en við munum líka tapa á því, til lengri tíma þá verður okkar kynslóð getið af ókomnum kynslóðum sem landráðamönnum sem fórnuðu Ísland fyrir stundarhagsmuni og draumóra, ókomnar kynslóði munu þurfa að berjast fyrir sjálfstæðinu og verður álíka vel tekið og Grímseyingum sem mundu vilja sjálfstæði frá Íslandi í dag.

Ég er sjálfstæðismaður og hef alltaf kosið flokkinn nema í síðustu kosningum einfaldlega vegna þess að flokkurinn og ráðamenn flokksins geta ekki staðið í lappirnar gagnvart evrópuaðild og eins er flokkurinn uppfullur af handónýtum Hannesum sem lögðu þjóðina á hliðina.

Eggert Sigurbergsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband