21.5.2009 | 19:41
Hroki Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra
Það var með ólíkindum að fylgjast með hrokafullum viðbrögðum Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í fréttum í kvöld 21. maí. Sjávarútvegsráðherra gerði sér lítið fyrir og sló á útrétta hönd Joe Borg, fiskveiðimálastjóra ESB, þar sem hann lýsti sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi vegna endurskipulagningar fiskveiðistefnu ESB. Joe Borg skrifaði í dag bréf til Íslendinga í Fréttablaðinu, þar sem hann segir að reynsla okkar og þekking í fiskveiðimálum myndi nýtast vel við útfærslu nýrrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.
Það er erfitt að átta sig á orðum Jóns Bjarnasonar þegar hann segir að þessi ósk ESB um aðstoð við útfærslu nýrrar fiskveiðistefnu sýni hversu lítið við höfum í Evrópusambandið að gera. Hvað á Jón Bjarnason við? Er stefna okkar Íslendinga í fiskveiðimálum þá kannski bara alls ekki jafn slæm og núverandi ríkisstjórn hefur haldið fram?
Það er einmitt skoðun mín og margra annarra að hvað öll grunnatriði varðar sé íslenska fiskveiðistefnan einmitt mjög góð og gæti orðið fyrirmynd fiskveiðistefnu ESB. Vissulega þarf að gera á kvótakerfinu lítillegar breytingar til að betri sátt ríki um þetta umdeilda mál í íslensku þjóðfélagi. Grunnurinn á þó að mínu mati að standa - allavega þar til viðunandi lausn er fundin fyrir þá sem fjárfest hafa í kvótanum. Það má vera öllu hugsandi fólki ljóst að kollvörpun fiskveiðistefnunnar við núverandi aðstæður er glapræði eitt.
Samkvæmt grein fiskveiðistjóra ESB á gagnger endurskoðun ESB á fiskveiðistefnunni einmitt að byggja á sömu meginmarkmiðum og íslenska fiskveiðikerfið byggir á, þ.e.a.s. að útvegsstefna sé nothæf til lengri tíma litið, en þar er sambandið auðsjáanlega að huga að fyrirsjáanleika í greininni, sem er ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að byggja upp einhverja atvinnugrein til framtíðar. Til viðbótar leggur ESB áherslu á að nýting auðlindanna verði sjálfbær og að arðsemi í greininni verði tryggð en ekki tap, líkt og verið hefur innan Evrópusambandsins um langan tíma.
Nú leikur mér forvitni á að vita hvað Landssamband íslenskra útgerðarmanna og ESB andstæðingar innan Sjálfstæðisflokksins hafa við aðildarviðræður að athuga? Stærstu hindruninni - fiskveiðistefnu ESB - hefur verið rutt úr vegi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Athugasemdir
Mér þóttu viðbrögð hans eiginlega kátleg. kv.
Baldur Kristjánsson, 21.5.2009 kl. 19:45
ég er hjartanlega sammála þér. mér fannst ótrúlegt að horfa upp á þetta.
maðurinn má alveg vera þröngsýnn í sínum prívat tíma, en boy oh boy, væri betra að hann komi ekki fram eins og gapuxi sem ráðherra og blammeri.
Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 19:48
Þetta var flott hjá honum . Ég myndi ekki taka í hönd loddara og lygara sem munu bjóða okkur gull og græna skóga fyrir land, haf og auðlindir. Við erum auðveld og einföld þjóð undir stjórn einfeldninga. Já ég er sannarlega á móti öllu hjá ESB.
Valdimar Samúelsson, 21.5.2009 kl. 19:51
Baldur:
Það kætir mig ekki þegar ráðherra kemur fram á þennan hátt, þ.e.a.s. eins og algjör sveitamaður!
Ég skammast mín fyrir svona heimóttaskap!
Brjánn:
"Blammering" - það er orðið yfir svona framkomu!!!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 19:52
Valdimar:
Hversvegna haldið þið að allir embættismenn og stjórnmálamenn ESB séu loddarar og lygarar? Hvaðan koma þessi sleggjudómar?
Eru 500 milljónir íbúa ESB allt saman einfeldningar?
Svona málflutningur dæmir sig sjálfur og nákvæmlega á þessu plani var Jón Bjarnason og Ísland á ekki skilið að slíkt fólk sitji á ráðherrastóli!
Ég vil nú helst ekki leggjast niður á sama plan og þú og Jón, en get hreinlega ekki stillt mig :
Ef einhverjir eru einfeldningar, þá eru það þeir sem kusu VG í síðustu kosningum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:00
Fiskveiðistefna ESB er misheppnuð og hefur verið það í marga áratugi. Það sem meira er þá hefur það verið viðurkennt innan sambandsins í langan tíma.
Vandinn liggur ekki í því að Evrópubúar séu svo vitlausir að þeir skilji ekki að stefnan sé vond. Vandinn liggur í ákvarðanatökuferlinu sem hefur gert það ómögulegt að gera réttar umbætur þegar fiskveiðistefnan er endurskoðuð en það er gert á 10 ára fresti.
Þetta var nú það sem Jón Bjarnason var að benda á.
ESB gæti lært ýmislegt gagnlegt af því að skoða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sem er a.m.k skárra en það evrópska. Hinsvegar er ekkert sem segir að sá lærdómur verði frekar nýttur þegar til kastanna kemur í þetta skiptið frekar en við fyrri endurskoðanir.
Það er stórkostleg oftúlkun að ætla að fiskveiðistefnuhindruninni hafi verið rutt úr vegi.
Eins væri það glæpsamlegur glannaskapur að ætla að ganga þarna inn og hlíta niðurstöðum endurskoðunarferlisins án þess að vita hverjar þær verða.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:03
Dastu á hausinn Guðbjörn?
Að telja að íslenska kvótakerfið geti verið fyrirmynd er gersamlega fáránlegt, Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út það álit að kerfið brjóti í bága við mannréttindi, kerfið skilar nú nálægt þrisvar sinnum færri þorskum á land en áður en þessi óskapnaður var tekinn í notkun og kerfið hefur valdið gríðarlegri byggðaröskun.
Er þetta rugl útflutningsvara - ég held ekki.
Sigurjón Þórðarson, 21.5.2009 kl. 20:10
Hans:
Fiskveiðastjóri ESB setur ekki grein sem þetta í íslenskt dagblað öðruvísi en að hafa kannað baklandið! Ég er búinn að halda því fram í allan vetur að Samfylkingin er búin að vera í samningaviðræðum í allan vetur, m.a. við þennan Joe Borg. Yfirlýsingar Olli Rehn og Joe Borg alveg frá því fyrir áramót eru þess eðlis að þeir eru búnir að vera í sambandi við utanríkisráðuneytið.
Það er alveg ljóst að þessi yfirlýsing í dag þýðir að hluti af pakkanum er að evrópska fiskveiðistefnan verður aðlöguð þeirri íslensku. Innköllun kvótans á Íslandi er hluti af þeirri lausn. Ákveðið hefur verið að fara "blandaða" leið VG í fiskveiðimálum, þ.e.a.s. hefðbundinn kvóta, byggðakvóta og leigu á kvóta.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:11
Sigurjón:
Ef þú skoðar síðustu athugasemd mína, þá sérðu hvað ég er að meina, þ.e.a.s. að ákveðið hefur verið að fara "blandaða" leið VG í fiskveiðimálum, þ.e.a.s. hefðbundinn kvóta, byggðakvóta og leigu á kvóta.
Ég tel einmitt að eitthvað slíkt kerfi myndi henta í Evrópu, m.t.t. allra tegunda útgerða. Fiskveiðar eru líkt og landbúnaður svolítið sérstakar atvinnugreinar, því þær eru "alvöru atvinnugrein - líkt og hér á landi, síðan koma þær að byggðarstefnu. Með því að vera með langtímaleigu á kvóta eða "eignakvóta" er komið til móts við "stórútgerðarmenn" sem treysta á ákveðinn fyrirsjáanleika í útgerð sinni, m.a. vegna gífurlegra fjárfestinga og til þess að vinnsla fisks og sala hans á markaði sé stöðug. Leigan gæti síðan komið til móts við þá sem hafa gagnrýnt hversu erfið nýliðun er í greininni! Síðan er auðvitað framkvæmdin á þessari áætlun auðvitað annað mál. Hvernig á að haga "innköllun"? Þarf að greiða fyrir innkallaðan kvóta? Er eitthvað réttlæti að kvótinn sé innkallaður og viðkomandi útgerðarmenn sitja uppi með skuldirnar o.s.frv.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:19
Jæja Guðbjörn þú hefur tekið stakkaskiptum eftir að samfylkingarkona er orðin pólitískur yfirmaður þinn.Ertu að sækjast eftir einhverju.???
JK (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:21
Guðbjörn: Afsakaðu, en þetta eru hreinar getgátur hjá þér.
Ef samið hefur verið um þetta með bindandi hætti (sem myndi kalla á samþykki ráðherraráðsins - ekki bara framkvæmdastjórnarinnar) þá þyrfti það að vera skriflegt.
Ég er ekki tilbúin að fela framtíð Íslands í hendur Evrópusambandinu í trausti á Brussellógíu Guðbjörns Guðbjörnssonar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:25
JK:
Alls engin stakkaskipti!
Ég hef alltaf verið gagnrýninn flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum og slíkt er heimilt, en því miður hefur mér ekki verið mjög ágengt!
Ég er alls ekki jafnaðarmaður eða sósíalisti eða grænn, heldur týpískur hægri maður!
Tollamál heyra undir fjármálaráðuneytið og æðsti yfirmaður minn er Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:28
Hans:
Já, þetta eru getgátur hjá mér og það er allt í lagi að vera með slíkar getgátur. Mér finnast allar þessar yfirlýsingar Olli Rehn og Joe Borg merkilegar og því get ég mér til að fólk hafi talað mjög mikið saman í vetur.
Enginn að tala um eitthvað bindandi, heldur þreifingar.
Allir vita að lengi hefur staðið til að gera gagngerar breytingar á fiskveiðistefnu ESB, nákvæmlega eins og breytingar voru gerðar á landbúnaðarstefnu ESB fyrir nokkrum árum.
Líklegt er að einhverjar breytingar verði síðan í framtíðinni gerðar aftur á landbúnaðarstefnunni, en slíkt tekur að sjálfsögðu tíma.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:31
jæja gott en á keflavíkurflugvelli heyrir ekkert lengur undir dómsmr.. en þú veist að kratarnir ráða fjölmiðlunum, eins gott að vera þægur.
JK (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:35
Að frátalinni þessari grein, hafa þá Borg og Rehn komið með miklar yfirlýsingar að eigin frumkvæði í vetur?
Ég man í svipinn ekki eftir neinum ummælum sem ekki hafa fallið sem svör við spurningum (oftast íslenskra) fréttamanna á blaðamannafundum eða í viðtölum.
Eins, að frátalinni þessari grein, man ég ekki eftir því að þeir hafi sagt neitt sem ekki er í takt við almenna stefnu sambandsins.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:39
JK:
Hef aldrei verið þægur og fer ekki að taka upp á því næstum 47 ára gamall!
Lögreglumennirnir sem staðsettir eru á Keflavíkurflugvelli eru undir dómsmálaráðuneytinu, tollurinn undir fjármálaráðuneytinu og afgangurinn undir samgönguráðuneytinu.
Loksins er stjórnsýslan á vellinum komin í eðlilegt horf!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:41
Samgönguráðh er svæsnasti krati, kratarnir ráða fjölmiðlunum og þú virðist vita það.
JK (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:45
Þetta breytir að vísu nákvæmlega engu varðandi umræðuna um Evrópumálin hér á landi. Hverju ætti það að breyta? Evrópusambandið hefur í mörg ár talað um að lagfæra þurfi sjávarútvegsstefnu sína en án þess að mikið væri gert. Nú er rætt um það í Brussel að taka upp eitt allsherjar kvótakerfi innan sambandsins, þ.e. að allur kvóti innan þess yrði framseljanlegur á milli ríkja. Þetta er sagt að íslenzkri fyrirmynd. Heldurðu virkilega að slíkt fyrirkomulag væri eitthvað sem Íslendingar gætu sætt sig við? Kvótahoppið svokallað hefur verið nógu slæmt.
En hvað sem þessu líður er einu sinni af nógu að taka þegar gallar Evrópusambandsins eru annars vegar fyrir okkur Íslendinga. Er Evrópusambandið ekki lengur miðstýrt skriffinskubákn? Er það hætt að vera yfirþjóðlegt vald sem lítið vantar upp á að verði að einu ríki? Hefur verið horfið frá þeirri reglu að ríki sambandsins hafi möguleika á áhrifum innan þess í samræmi við íbúafjölda sinn en komi þess í stað fram á jafnréttisgrunni? Hefur verið undið að stærstu leyti ofan af gríðarlegum völdum Evrópusambandsins yfir málefnum ríkja þess? Er sjávarútvegur ríkja sambandsins nú alfarið á forræði þeirra? O.s.frv. O.s.frv. Svarið í öllum tilfellum er nei.
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 21:23
Sérkennilegur fýr, Bjarnason.
Helst á að hann viti ósköp lítið um sjávarútveg í evrópu.
Það er líka mikill misskilningur í gangi á íslandi varðandi margumtalaða stefnu.
Málið er nefnilega að það er ekki þessi óhugnalega miðstýring sem margir eu alltaf að tala um. Stefnan er í grunninn: Sameiginleg stjórnun á sameiginlegum stofnum. Þó ekkert esb væri til mundi samt vera eitthvað fyrirkomulag eða deild þar sem þessi mál væru rædd á svipaðan hátt og nú er í esb.
Aðildarríkin stjórna samt sem áður sýnu fyrirkomulagi á veiðum og málið virðist vera að þar er furðu margt laust í reipunum og ólíkt því sem við eigum að venjast. (sá skýrslu eða tillögur frá esb fyrir stuttu því viðkomandi)
Ísland gæti haft margt fram að færa varðandi fiskveiðistefnu esb. Þeir verða líklega leiðandi þar að lútandi eftir aðild - ásamt Nojurum þegar þeir koma svo í kjölfarið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2009 kl. 21:32
"Nú er rætt um það í Brussel að taka upp eitt allsherjar kvótakerfi innan sambandsins, þ.e. að allur kvóti innan þess yrði framseljanlegur á milli ríkja."
Hvar var verið að ræða það ?
Þó einhver hafi nefnt það í Brussel eru nákvæmlega zero líkur á slíku.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2009 kl. 21:38
Þetta var flott útspil hjá Joe Borg í Fréttablaðinu. En varla er hann að ákalla Hafró því nýtingastefna CFP Common fishing policy sem Joe Borg er í forsvari fyrir er nákvæmlega sú sama og hjá Hafró sem engu hefur skilað hér hjá okkur eftir 25 ára uppbyggingu. Ráðgjafar CFP eru allir af sama skóla og fiskifræðingar Hafró sem sækja sínar viðurkenningar og samþykktir á sameiginlega sellufundi hjá Alþjóða hafrannsóknarráðinu í Köben.
Vandamálið sást vel um daginn þegar franskir fiskimenn voru að fara fram á meiri kvóta, en þeir höfðu klárað árs aflaheimildir sínar á nokkrum vikum. Af hverju gekk þeim svona svona vel að veiða ef fiskurinn er að verða búinn? Er líklegt að Frakkarnir hafi verið að kalla eftir meiri kvóta í tegundir sem séu að verða útdauðar og svari því ekki kostnaði að eltast við?
Nei ekki aldeilis; Stóra vandamálið hjá CFP er það sama og hrjáð hefur okkar "vísindamenn", sem er að það má ekki veiða meira fyrr en á næsta ári eða þarnæsta vegna þess að þá á fiskurinn að verða orðinn stærri. Fiskurinn skal geymdur í hafinu samkvæmt tilskipunum frá "færustu" vísindamönnum CFP og skal stækka hvort heldur sem hann hefur eitthvað að éta eða ekki. Ef fiskurinn hefur æti og er sannarlega að stækka er þetta réttlætanlegt. En ef það er fallandi vaxtarhraði, þriggja ára fiskur eins og tveggja og orðinn kynþroska og þar af leiðandi að mestu búinn að taka út vöxt ber að veiða hann strax. Sé það ekki gert drepst hann að öllum líkindum engum til gagns. Það er að reiknað með 18 % náttúrulegum dauðdaga hjá Hafró. En sé fiskur ekki að stækka og vel haldinn verður hann berskjaldaðri fyrir sjúkdómum og þá er stuðullinn fljótur að hækka og getur farið uppúr öllu valdi - eins og gerðist núna síðast með síldina hjá okkur. Þetta vita Franskir sjómenn og vilja því fá að veiða þessa hortitti sem eru um allan sjó. Þegar fréttir berast af því að allur fiskur sé að verða útdauður innan ESB þá e það ekki alskostar rétt. Eftir því sem ég kemst næst er víða gríðarlega mikið af smáfiski sem ekki má veiða- fyrr en hann verður orðinn stærri. Samkvæmt reynslunni eru verulegar litlar líkur fyrir því að það gerist - fyrr en vísindamafíu ICES verður drekkt í eitt skipti fyrir öll. Sé Joe Borg að leita eftir réttu aðferðinni - þá heitir hún kommon sense.
En að lokum; Af hverju er ekki litið til Færeyja? Á meðan 80% íslensku þjóðarinnar er óánægð með íslenska kerfið finnst ekki kjaftur í Færeyjum sem er óánægður með þeirra dagakerfi. Vitið þið að það er ekkert aflahámark í Færeyjum.
Atli Hermannsson., 21.5.2009 kl. 21:45
Jurasik Park... risaeðlan Jón Bjarnason varð sér til skammar. Ráðherra guð minn álmáttugur.. áttu VG ekki betri mann í þetta flókna verkefni.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.5.2009 kl. 22:54
Ég ætla að láta Jón Bjarnason njóta vafans í þessu máli þar til annað kemur í ljós. Ég tel að hann hafi skammað sín fyrir að bjóða þessum manni að skoða fiskveiðikerfi sem skilar þiðjungi þess afla sem við veiddum fyrir aldarfjórðungi. Ég held að hann fyrirverði sig fyrir það að við, sem stærum okkur af styrkjalausum sjávarútvegi stöndum frammi fyrir því að afskrifa hundruð milljarða hjá kvótaeigendum sem fluttu þessar upphæðir út úr rekstrinum til að leika sér með þær meðan fyrirtækin söfnuðu skuldum. Og ég held að hann skammi sín fyrir að við fleygjum í hafið tugum þúsunda tonna af fiski sem borgar sig ekki að koma með í land vegna þess að verðmætið stendur ekki undir leiguverðinu.
Árni Gunnarsson, 21.5.2009 kl. 23:44
þeir eru fátækir íslendingar sem gera grín að sveitamanni.
Hafa gleymt uppruna sínum og grunngildunum.
Hverjir byggðu upp velferðarkerfi Íslands?
þeir eiga bágt sem ekki skilja það. Og þeim er ekki viðbjargandi.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 00:47
Sæll Guðbjörn
er mjög ánægður með þig, að gagnrýna þetta, bullið í Jóni. Þetta er alveg samhengislaust. Að segja að fyrst ESB vilji hafa samráð við okkur þá sýni það að við höfum ekkert þangað inn að gera, er svo gersamlega út fyrir alla rökræðu að manni verður orða vant.
Þetta getur aldrei gengið upp nema ef málum væri þannig háttað að þeir sem vildu aðildarviðræður hefðu verið að byggja á því að ESB ætti að veita okkur ráðgjöf um fiskveiðar. Ef það hefði verið málið, að aðildarsinnar að viðræðusinnar hefðu haft það sem markmið að við sæktum fróðleik um fiskveiðar til ESB, þá hefði verið rökrétt að segja að við ættum ekki erindi þangað inn, ef þeir síðan vilja ráðgjöf frá okkur. En eins og væntanlega allir Ísl. vita þá hefur málið aldrei snúist um það, aldrei nokkurn tíma.
Þessi ummæli eru því algerlega út úr öllu korti. Óskiljanlegt bull með öllu. Engin tenging þarna á millli.
Svo vildi ég benda Sigurjóni á að það er væntanlega ekki framsals-kvótakerfið, að gefa fáum aðilum kvótann, sem ESB lítur til heldur fiskveiðistjórnunin sem slík, að ofveiða ekki stofna heldur vera með ábyrga sjálfbæra stefnu. Það er jú þeirra markmið, og ekkert annað. Það er það sem þeir eru að tala um. Ég held að allir hljóti að vera sammála um að þróunin sem varð hér, að festa aflaheimildir við ákveðin skip í upphafi, hafi verið stórkostlegt klúður sem ekki verður endurtekið neins staðar.
S.H. (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:20
JK:
Samgönguráðherra hefur ekkert með mig að gera.
Minn yfirmaður er Snorri Olsen og hann er réttsýnn maður. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að Steingrímur J. Sigfússon geri mér eitthvað, sem mér er á móti skapi. Ég er að mörgu leyti ósammála fjármálaráðherra, en hann er alvöru maður; á því hefur aldrei verið nokkur vafi!
Hjörtur:
Já, nú er næstum komin lausn á fiskveiðimálunum, sem af flestum stjórnmálamönnum hefur verið talið það efni sem stranda myndi á í aðildarviðræðum við ESB.
Þá snúið þið ykkur að einhverju öðru - miðstýringarapparat, reglugerðafargan, innlimun fullvalda ríkis ...
Þjóðin sér í gegnum jafn ómálefnalegan málflutning og þið hafið í frammi!
Jón Ingi:
Jú, það hafa þeir nú örugglega, en Jón Bjarnason er gamall og dyggur stuðningsmaður formannsins og það þarf að umbuna að "sovéskum" sið!
Árni:
Þetta er nú það sem ég ekki skil og gagnrýni Jón fyrir! Vissulega er kerfið ekki fullkomið, þótt það sé ekki alslæmt. Stærsti gallinn er auðvitað að stofnarnir eru ekki að stækka! Kvótarnir sem slíkir eru ekki það versta, þótt gera þyrfti lagfæringar, t.d. með úthlutun óframseljanlegs byggðakvóta á einhver byggðalög og svo með stofnun leigukvóta - langtímaleiga og leiga til styttri tíma.
Anna Sigríður:
Mamma mín var úr sveit og pabbi minn sjómaður og sonur trillukarls!
Sjálfur vann ég fram eftir öllu við að moka skít í hænsnabúi foreldra minna!
Þú veist nákvæmlega hvað ég á við með orðum mínum og það var ekki að tala af "vanvirðingu" um íslenska bændur enda hluti af mínu frændgarði enn bændur!
S.H.
Loksins einhver sem nákvæmlega skilur bloggið hjá mér!
Ég vil sérstaklega taka undir síðustu setninguna hjá þér, þ.e.a.s. að ég held að tvennt hafi farið og fari fyrir brjóstið á almenningi þegar kemur að kvótakerfinu. Annars vegar er það að kvótinn var gefinn ákveðnum aðilum, sem síðan gátu selt hann eins og hverja aðra eign. Hins vegar það sú staðreynd að menn geti ár eftir ár leigt kvótann sinni út og lifað af því eins og kóngar á Spáni eða Florida!
Verði lagfæringar gerða á þessu tvennu auk tilkomu leigukvóta, þar sem kvóti verður leigður af ríkinu til lengri eða skemmri tíma og sem byggðaleigukvóta. Þetta leysir tvennan vanda: vanda þeirra byggðarlaga sem eru kvótalaus og nýliðun í greininni.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2009 kl. 06:38
Guðbjörn: Af því að ég veit að þú ert af sjómönnum kominn og meira að segja þekktum sjómönnum þá veit ég líka að þú ert ekki svo skyni skroppinn að þú trúir því að með því að friða grunnmiðin fyrir færaskaki séum við að forða hruni í stofnum.
Fiskur verður ekki geymdur í sjónum eins og pökkuð vara á vörubrettum.
Stjórnun fiskveiða hefur ekki beinst að verndun nema að litlu leyti. Takmörkun aflaheimilda hefur mér sýnst hafa þann tilgang mestan partinn að skapa skortstöðu á leigumarkaði og hækka verð á leigukvóta. Og nú spyr ég þig:
Þegar sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa dragnótaveiðar á Skagafirði í fyrrasumar og 8-10 skip með upp í 1000 ha vélar drógu um fjörðinn í tvo mánuði- var það gert til þess að vernda þessa grunnslóð?
Ég held að umræðuplanið varðandi fiskveiðikerfi okkar sé mesta vandamálið, og nú undanskil ég þig þó ég sé þér andsnúinn í flestu er pólitík varðar!
Vandamálið er að þegar einhver leggur til breytingar þá reka allir upp öskur. Og þá er æpt: -Hvernig ætlar þú! o.s.frv. Og vegna þess að við höfum ekki þroska til að skilja að þessi mál verða ekki leyst án þess að leita uppi breytingar sem eru þess virði að prófa þær tímabundið þá eyðum við orku í hanaslag sem skilur okkur ævinlega eftir í sama farinu.
Og mér sýnist þú eiginlega vera eini maðurinn sem hér tekur til máls um þetta viðkvæma umræðuefni sem hefur löngun til að finna lausn en enga löngun til að öskra.
En nú vil ég leyfa mér að vona að þú eigir eftir að syngja fyrir mig "Við sundið" eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Sigurðar frá Arnarholti.
Árni Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 08:48
Jón Bjarnason ætti að fara að stimpla sig inn á DAS og láta stjórnina í hendur á einhverjum sem hugsar.
Svona "risaeðla" á ekki heima í nútímanum.
Hann hefði sómað sig vel við hlið Lenins.
Að sjálfsögðu lítur ESB til okkar með kvótakerfð, þar sem þeir hafa ekki neitt.
Að slá á fingurna á þeim er það sama og að skjóta sig í fótinn. Maður verður ekki langlífur ef maður gerir það oft.
Látum ræfilinn segja af sér þingmennsku of flytjum hann nauðugan/viljugan á elliheimili fyrir komma á t.d. Neskaupstað.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:11
Góð grein hjá þér, Guðbjörn.
Fram að þessu hefur hinn nýji sjávarútvegsráðherra ekki komið fram með traustvekjandi hætti.
Stefna ríkisstjórnarinnar er alveg skýr.
Gerðar verða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Göllum þessu verður útrýmt.
Auðvitað verður það framkvæmt með þeim hætti að virðisauki fyrir þjóðina alla eykst- af auðlindinni. Hvað annað ?
Til að veiða fisk þarf skip veiðarfæri og sjómenn.
Allt þetta er fyrir hendi.
Ef núverandi útgerðaraðilar hafa ekki hæfileika til að aðlagast breytingum- þá koma bara aðrir til sem hafa meiri hæfileika.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:16
Þarna sérðu besta dæmið um það Guðbjörn af hverju Ísland á aldrei að ganga í ESB. Evrópa græðir á því að halda Íslandi fyrir utan og Ísland græðir á því að standa utan ESB.
Nú spryðu þig eflaust hvað á maðurinn við og eðlilega. Málið er að ESB snýst fyrst og fremst um samþættingur regluverks og hefur þar með dregið úr samkeppni og fjölbreytileika innan Evrópu, þ.e. allir eiga að vera eins. Fjölbreytileikinn og samkeppnin voru helstu áhrifavaldar þess að Evrópa varð herra heimsins og vestræn menning leiðandi. Ef Ísalnd hefði gengið í ESB fyrir 20 árum þá væri enginn að tala um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og upptöku þess. Þá væru fiskistofnar í kringum Ísland í sama ástandi og fiskistofnar ESB og enginn hugsanleg lausn í sjónmáli.
Meginn forsendur framfara er samkeppni og fjölbreytileiki og það er því miður ekki til staðar innan ESB. Hægrimaðurinn Daniel Hannan lýsir vel ástandinu í ESB í ræðu á Evrópuþinginu http://www.youtube.com/watch?v=yP8hcF14of4&feature=channel_page
Það er frábært að ESB skuli líta til Íslands sér til fyrirmyndar og sannar enn og aftur getu okkar Íslendinga til að finna lausnir á erfiðum málum. Ég vona að við getum komið vinum okkar í Evrópu til hjálpar í þessu máli og fleirrum. Það verður þó best gert utan ESB.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:57
Að Jón Bjarnason geti orðið ráðherra - sérstaklega á tímum eins og við erum að ganga í gegnum núna - er eitt og sér áfellisdómur yfir þjóðinni, flokkapólitík, og síðast en ekki síst Steingrím. Að Steingrímur skuli beita sér fyrir því að Jón Bjarnason verði ráðherra fær mig til að efast verulega um gáfnafar og hvað það er sem Steingrímur stendur fyrir sem stjórnmálamaður.
Einar Solheim, 22.5.2009 kl. 11:23
Árni:
Tenóramál
Já, "Við sundið" eftir Sigvalda er stórkostlegt lag, sem gaman var að syngja. Háu B-in tóku í, en hæðin var og er ekkert vandamál hjá mér!
-------------------------------------------------------------------------------
Fiskveiðistjórnunarmál
Fiskveiðistjórnunarmálin eru erfiðara mál viðfangs, líkt og ESB málin. Öll mál verður þó að ræða af yfirvegun og forðast að blanda tilfinningum í þau, þótt ekki megi útloka þær í nokkurri umræðu. Tilfinningarök eru einnig rök, hvort sem það snýst um "fullveldishugtakið", "frelsi einstaklingsins" eða "óréttlæti kvótakerfisins".
Íslenska kvótakerfið er aldarfjórðungs gamalt á á þessu ári. Það var aðallega stofnað af þeirri ástæðu að fiskistofnar eru takmörkuð auðlind, sem stjórna þarf aðgangi að. Að öðrum kosti er auðlindin eyðilögð öllum Íslendingum ekki aðeins til ama, heldur myndi það kippa stoðunum undan búsetu á þessu landi. Af þessum sökum er um stór mál að ræða fyrir íslensku þjóðina, en hún virðist ekki átta sig á því að svo er. Í öllu "bankaruglinu" undanfarin ár varð þjóðin og allur heimurinn farinn að halda að verðmæti yrðu til við að selja hvor öðrum hlutabréf að færa ímynduð verðmæti frá einum tölvuskjá á annan. Núna eru Íslendingum og öllum öðrum íbúum heimsins ljóst að til þess að slíkir "fjármagnsflutningar" og viðskipti geti átt sér stað, þarf eitthvað raunverulegt verðmæti að vera þar á bak við: framleiðsla í formi vöru eða þjónustu. Miklu fargi var af mér létt, því ég og fleiri skildum ekki heiminn lengur. Ég tek það fram að ég tók á engan þátt í þessu rugli, enda hafði enga trú á því. Á bak við tölurnar á tölvuskjánum í Sjávarútvegsráðuneytinu, Fiskistofu, kvótamiðlunum, útgerðamönnum og útflutningshluta tollakerfisins eru hins vegar alvöru verðmæti.
Ég man þá tíma að faðir minn fór út á sjó á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR) og kom eftir 7, 10 eða 12 daga með fullfermi af fiski, sem unninn var í fiskiðjuverði BÚR á Grandanum. Þrátt fyrir að pabbi og aðrir skipstjórar hefðu skilað miklu magni af fiski í land var alltaf tap af þessum útgerðum og það var borgað af skattgreiðendum í Reykjavík. Ríkisstjórnin kom upp flóknu styrkjakerfi til að halda undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar á floti. Já, þetta er ekki rangt mál hjá mér, það var tap á því sem við áttum að lifa á, rétt eins og það er tap núna á útgerðinni innan ESB. Síðan voru BÚR og Ísbjörninn sameinuð árið 1985 af Davíð Oddssyni. Hvað sem má segja um þann gjörning Davíðs - margir segja að hann hafi í raun gefið ákveðnum mönnum BÚR - þá er eitt víst að Bæjarútgerðin hætti með þessu að vera baggi á skattborgurum Reykjavíkur. Grandi hf skilaði innan skamms tíma frá stofnun hans hagnaði og hefur - að því ég best veit - gert það alla tíð síðan. Þetta saman gerðist allsstaðar á landinu með tilkomu kvótakerfisins.
Gallar kerfisins eru hins vegar stórir: Röskun á byggðum, brottkast, sægreifarnir, skortur á nýliðun, kvótabrask, landað fram hjá vigt, svindl á tegundum við útflutning o.s.frv.
Rétt er það, að ég hef áhuga á lausn vandamálsins og ég held því miður að það verði með "blandaðri leið" VG - eins lítið og ég er hrifinn af þeirra lausnum á flestum hlutum. Ég held við verðum að halda kvótakerfinu - allavega fyrir stærri skipin - til að tryggja jafnar veiðar allt árið, til að tryggja að sóknin verði ekki of mikil og til að auka fyrirsjáanleika í greininni. Ég held að einhverskonar byggðaleigukvótar verði að koma til og einnig annarskonar leigukvótar til að auka nýliðun. Sníða verður af agnúana á borð við að menn geti leigt út kvótann sinn árum saman og haft af því tekjur. Verði fiskiveiðiheimildir innkallaðar getur það ekki gerst bótalaust, því menn hafa lagt ævistarf sitt í uppbyggingu fyrirtækja í þessari grein og eru með þessu sviptir því. Kannski ef öllum þessum skilyrðum yrði uppfyllt - og eflaust fleiri - að sæmilega sátt gæti skapast um blandað fisveiðistjórnunarkerfi?
Eitt er víst að fullkomlega sáttir verða aldrei allir.
Óskar:
Já, hann er ekki að fara vel af stað!
Sævar:
Ég er sammála öllu nema þínum síðustu orðum. Við verðum einnig að hlusta á útgerðarmenn og þá sem eiga kvótann í dag. Það þýðir ekki að valta yfir fólk og þeirra "eignarétt" á þennan hátt. Við verðum að finna sáttalausn, sbr. orð mín hér að framan.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2009 kl. 11:29
Vilhjálmur:
Algjörlega sammála þér varðandi fjölbreytnina, þ.e.a.s. að hún sé góð enda er ég mjög frjálslyndur hægri maður.
Ég held einmitt að fjölbreytileiki ESB og að þar hittist menn frá ólíkum hornum Evrópu og ræði málin og finni sameiginlegar lausnir sé styrkur sambandsins en ekki veikleiki.
Við lifum ekki lengur í "þjóðlegum" heimi, heldur "alþjóðlegum". Þannig vinnum við saman í alþjóðastofnunum að framgangi ákveðinna mála. Ísland hefur rödd sem lítið heyrist í á alþjóðavettvangi, en með aðgangi að ESB fáum við tækifæri til að láta heyra í okkur af meira krafti, sem kemur til vegna skipulags sambandsins, þ.e.a.s. að litlar þjóðir hafa tiltölulega mikið meira að segja en stórar. Ég tel því að við njótum fjölbreytileikans og samstarfsins við aðrar þjóðir með því að taka þátt í því en taka ekki þátt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2009 kl. 11:35
Eg held að i sumum löndum ESB hafi einhver afbrigði af kvótakerfi verið prófað undanfarið. Eg held það.
Það sem kannski kvótakerfi hjálpar til eða flýtir, er fækkun/minnkun skipaflotans.
Annars bíð ég spenntur eftir a sjá heimildir um þessa miklu umræðu í Brössel um seljanlega kvóta milli aðildarríka.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2009 kl. 11:36
Ómar Bjarki:
Ef slíkt verður ákveðið munu Íslendingar ekki fara þarna inn og Norðmenn ekki heldur - aldrei!
Ég er sannfærður um að sjómenn innan ESB - allstaðar nema á Spáni og hugsanlega Portúgal - munu snúast gegn þessum hugmyndum.
Ég veit að stjórnarherrar eru aldrei hrifnir af að gera eitthvað á móti hagsmundum sjómanna eða bænda, enda mæta þeir þá með úldinn fisk og landbúnaðarafurðir til Brüssel og sturta þessu niður fyrir fram aðalbyggingar sambandsins.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2009 kl. 12:02
Takk fyrir godan pistil Gudbjorn. Menn lenda i vandraedum theger their nota poppulisma i athvaedasmolun. Allir hugsandi menn vita ad naudynslegt er ad takmarka adgang ad fiskveidiaudlininni, en Jon Bjarnason hefur talid monnum tru um ad allir geti veitt eins og their vilja.
Hroki radherra er ekki sidur gagnvart greininni, en hann kallar utgerdarmenn gratkor. Ekki lofar that godu um ad na satt um fiskveidimalin ad tala thannig nidur til theirra sem nyta audlindina i dag.
Gunnar Þórðarson, 22.5.2009 kl. 12:21
Sæll vertu nafni. Ég er svolítið hissa á hve margir landar mínir hafa stokkið á gukrótina sem ESB áróðurssveitin er að leggja fram. Það er vitað að margir inna ESB hafa vitneskju um að framkvæmd fiskveiðistjórnunar hjá okkur er svo langt untan alls lagaumhverfis, að slíkt yrði ekki hægt að setja á fót í neinu öðru landi. Hjá okkur eru t. d. ekki til nein lög sem tryggja útgerðum "varanlegar aflaheimildir", eins og það hefur verið kallað. Útgerðir fá úthlutað - án endurgjalds - afnotarétti af ákveðinni hlutdeild í úthlutuðum heildarafla hvers árs. Samkvæmt lögum um fiskveiðistjórnun, á að úthluta þessum heildarafla, hverju sinni, til fiskiskipa á grundvelli veiðireynslu þeirra undanfarin 3 ár. Þetta ákvæði fiksveiðistjórnunarlaganna hafa stjórnvöld ævinlega brotið, ef frá er tali fyrsta úthlutunin.
Aldrei hefur verið heimilað á Alþingi að aflaheimildir væru SELDAR, en þingmenn og stór hluti þjóðinnar hefur horft þegjandi á þau miklu lögbrot sem þar eru framin. Vitað er, og nú skjallega staðfest, að greiða SKAL virðisaukaskatt af seldum aflaheimildum. Þetta hafa útgerðarmenn ekki gert, þeir hafa fram til þessa stungið þessum tekjum ríkissjóðs í eigin vasa.
Ríkisskattstjóri hefur, án allra lagaheimilda, látið það viðgangast að útgerðarfyrirtæki eignfæri í bókhaldi sínu, lögformlega eign þjóðarbúsins (aflaheimildir), sem þeir höfðu sannanlega keypt af öðrum útgerðum, sem EKKI HÖFÐU LEYFI TIL AÐ SELJA. Slíkt leyfi hefur ALDREI verið gefið út.
Þetta er einungis LÍTIÐ BROT af öllum þeim lögbrotum sem framin er hér á landi við framkvæmd fiskveiðistjórnunar. Þegar menn tjá sig með þeim hætti sem þú gerir hér, tala m. a. um "eignarrétt" útgerðarmanna og að útgerðir "eigi" kvótann í dag, opinbera menn algjöra vanþekkingu sína á laga- og réttarumhverfi þessa málaflokks.
Það er eina von hins íslenska samfélags, að fólk snúi sem fyrst af þeirri braut að taka sér stöðugt í munn ýmsar áróðursklisjur, án þess að leita með þeirri dómgreind sem hverjum og einum er gefin, að raungildi þess áróðursþáttar sem fólk bergmálar, af sömu hæfileikum og páfagaukur talar.
Sú hugsun er ekki víðfeðm, sem í raun trúir því að ESB láti stjórnast af íslensku módeli varðandi fiksveiðistjórnun, því framkvæmdin er hvergi skráð í lög og alls ekki tæk til lagasetnignar, vegna ákvæða í stjórnarskrá okkar. Svo þurfa menn nú ekki að hafa kannað fiskveiðisögu við landið, langt aftur í tímann, til að sjá að t. d. Spánverjar hafa lengri hefðarrétt til fiskveiða á okkar miðum en við sjálf. Spánverjar eru nú ekki þekktir fyrir það, innan ESB að gefa aftir af hefðarrétti sínum, þannig að ég sé þá nú ekki koma með afsal fyrir þessum réttindum í neinum gjafapakkningum til okkar. Þeir munu hins vega hafa vit á því að láta ekkert á þessari réttarstöðu sinni kræla fyrr en eftir að samningar hafa verið gerðir. Þess vegna munu Spánverjar ekki ljá máls á því að við stjórnum okkar veiðum sjálfir.
Þegar menn fara út á hálan ís, er mikilvægara að vita hvað ísinn er þykkur, en hve hann er háll. Það er hægt að standa af sér hálkuna, en maður fer ekki langt á þunnum ís, og afar vafasamt að ætla sömu leið til baka, án þess að ísinn brotni.
Guðbjörn Jónsson, 22.5.2009 kl. 12:23
Guðbjörn Það er ekki nóg að það komi saman einstaklingar frá mörgum þjóðum til að skapa samkeppni og fjölbreytileika. Sovétríkin voru samset af mörgum þjóðflokkum og hvernig endaði það ævintýri.
Það er staðreynd að samkeppni og fjölbreytileiki hefur minnkað til muna innan ESB og það liggur í regluverkinu ekki þjóðunum sem koma að sambandinu. Þá eru áhrif smáþjóða að minnka í sambandinu og þau hafa ekki verið mikil fyrir. En ef þú trúir því að Ísland muni hafa áhrif með 3-5 þingmenn af 800 á Evrópuþinginu þá er það þín persónulega trú og ég get lítið sagt til að breyta því.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:39
Guðbjörn, nei enda verður þetta aldrei. (eg heði bara gaman af a' sjá heimild um þessar miklu umræður þessu viðvíkjandi í brössel sem einhver var að nefna hér fyrr)
En auðvitað yrðu íslendingar mjög ríkjandi í sjávarútvegsmálum við aðild.
Noregsmenn fengu meir að segja því framgengt í aðildaviðræðum 94 að þeir yrðu leiðandi í þessum málum eftir aðild og náðu öllu sínu fram í þeim málaflokki. (allt tal um annað er einfaldlega þvæla og skáldskapur)
http://eyjan.is/blog/2009/05/22/bok-um-island-og-esb-islendingar-aettu-ad-stefna-ad-thvi-ad-fa-ad-stjorna-sjavarutvegsmalum-esb/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2009 kl. 14:14
Ég held að ef við, nokkrir okkar sem hér hafa tekið til máls settumst niður og ræddum í ró og næði saman um þær leiðir sem okkur sýndust skárstar, þá gætum við gert Jóni Bjarna greiða með því að leysa hann frá störfum í svona ár til að byrja með.
Árni Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 14:25
Ég legg til að við veiðum þorskana í sjónum en látum þá vera sem angra okkur með sporðaköstum á þurru landi.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.5.2009 kl. 18:57
Ég hef persónulega meiri áhyggjur af því að menn einsog Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti og góðvinur Rússa lýsi yfir stríði við Evrópu,eftir að Tyrkland er komið í ESB. þetta er raunveruleg ógn og ef við íslendingar verðum þá innan ESB munum við að sjálfsögðu þurfa að gegna herskyldu.
Sjávarútvegsgulrótin sem ESB er að veifa framan í íslendinga er ekkert annað en bull og til þess fallin að höfða til minnimáttarkenndar ESB sinna.
Guðrún Sæmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 19:37
Jón Frímann þú vinnur engar rökræður á því að segja fólk fara með rökvillur en flaskar svo á því að benda á rökvilluna og færir svo sjálfur engin rök fyrir eigin máli.
Annars hef ég litinn áhuga á að "rökræða" við þig það endar oftast í einhverju skítkasti frá þér og órökstuddum leiðindum. Ég hef gaman af því að ræða um ESB við Guðbjörn þó við séum ekki sammála enda heldur hann þessu á rólegu nótunum, enda nótnavís maður. Ef þú vilt taka einhver debat um ESB legg ég til að þú byrjir að færa rök fyrir máli þinu.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:44
Guðbjartur: Það er rétt að við höfum hlutfarslega eða miða við höfðatölu nokkuð vald en raunverulegt vald okkar myndi verða lítið sem ekkert. Ég sé ekki ávinninginn í því að færa ESB ákvörðunarvald á öllum okkar málaflokkum undir þeim formerkjum að við munum hafa einhver áhrif eða 0,6% að hámarki í Evrópuþinginu.
Væri ekki nær að hafa 100% ákvörðunarvald á 90% af löggjöfinni okkar og svo eitthvað minna í því sem kemur frá ESB í gegnum EES?
Annars ætla ég ekki að taka upp hanskann fyrir Jón Bjarnason af öllum mönnum og ég skil ekki afstöðu þeirra til fyrningaleiðarinnar en ætla sér svo í ESB með þá gölluðu sjávarútvegsstefnu. Það væri óskandi að sambandið breytti þeirri stefnu enda væri það skref í rétta átt fyrir sambandið en þetta er ekki fyrsta skiptði sem þeir tala um breytingar og verður ekki það síðast.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:52
Gunnar Þórðarson:
Algjörlega sammála þér! Auðvitað gengur ekki að fara út slíkar einhliða aðgerðir að innkalla 5% kvótans á ári af útgerðarmönnum án nokkurs samráðs við þá. Það sem mig grunar er að hér sé aðeins um útspil að ræða hjá ríkisstjórninni en að loka niðurstaðan sé eitthvað í átt við blandaða leið VG í fiskveiðistjórnunarmálum, þ.e.a.s. kvóta fyrir hluta útgerðarinnar, byggðakvóta og leigukvóta. Með þessu væri aðgangi stjórnað, landsbyggðin friðuð og nýliðun tryggð.
Það sem hins vegar er ekki leyst - og það er það mikilvægasta og það sem fólk ætti að vera ræða um - er að höfuðmarkmiði núverandi kerfis hefur ekki verið náð:
UPPBYGGING FISKISTOFNANNA - KERFIÐ MISTÓKST M.T.T. ÞESS!
Síðan eru það staðreyndir að kerfið hafði bæði jákvæðar og neikvæðar hliðarverkanir og hægt að rífast endalaust um hvor yfirgnæfi hina!
Nafni minn Jónsson:
Við erum aldrei örugg um neitt í samningum, hvorki samningum sem Íslendingar gera hvor við annan eða sem við Íslendingar gerum við aðrar þjóðir!
Við sáum nú hvernig þjóðfélagssáttmálinn brást okkur að sumu leyti í vetur, þegar stjórnendur bankanna og útrásarvíkingarnir og menn þeim tengdir sviku þjóðina þannig að hún hefur ekki litið glaðan dag síðan og mun líklega ekki gera það næstu misserin! Sama má segja þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu landið 30. september árið 2006 og yfirgáfu okkur hér í Norður Atlantshafi varnarlaus. Umhverfið á Íslandi, í Evrópu og í heiminum er síbreytilegt og því þurfum að við að taka afstöðu til mála þeim tengdum nær daglega. Afstöðu til stærri mála á borð við aðild að Nato Alþingi tókum við t.d. 30. mars 1949 og um það var því miður ekki góð sátt.
Okkur er í lófa lagið að segja okkur úr slíku samstarfi ef það þjónar ekki okkar hagsmunum og gildir það jafnt um NATO, EFTA, SÞ WCO, IMF og ESB!
Vilhjálmur Andri:
Ég er víðförull maður og átti heima um 12 ára skeið í Evrópu, m.a. vann ég um mánaða skeið á Ítalíu, Frakklandi, Austurríki og síðan auðvitað í mínu öðru "föðurlandi" Þýskalandi.
Svo er um marga Íslendinga að þeir hafa líkt og ég sótt nám til útlanda og ílengst þar eða jafnvel gifst og eignast börn. Ég deili ekki þessum ótta við við frændur okkar á Norðurlöndunum og enn fjarskyldari frændur okkar í Evrópu. Norðurevrópubúar eiga sér sameiginlegar rætur, þótt erfitt hafi verið að ræða slíkt eftir að Adolf Hitler misnotaði hugtök um kynþætti innan Evrópu og skiptingu þeirra eftir landsvæðum. Helst hefur mátt ræða þess skiptingu hvað varðar málfarssvæði. Staðreynd er hins vegar að Evrópa skiptist í nokkur menningarsvæði, þótt sum hafi blandast mjög mikið líkt og Ísland, Belgía, Bretland, Frakkland og Þýskaland. Önnur eru tiltölulega óblönduð, t.d. Írland og Ítalía, Grikklandi og síðan ríki Austurevrópu.
Við Íslendingar eigum ekki aðeins ættir okkar að rekja til Noregs, heldu eigum við til viðbótar sterkar rætur í menningu Kelta. Þetta þýðir að náfrændur okkar eru allt frá Írlandi yfir Bretlands og síðan til Hollands og Belgíu (Frísar), því næst um nánast allt Þýskaland allt yfir til hluta Austurríkis og teygir sig síðan norður til Danmerkur, Svíþjóðar og svo til hálfbræðra okkar í Noregi!
Þarna liggja menningarlegar rætur okkur og okkar tunga. Okkar forni menning er því að hluta til sameiginleg með þessu stóra svæði, tunga okkar formóðir allra tungumála sama svæði! Einnig byggir menning okkar, t.d. trúarbrögðin og lögin, á menningu annarra ríkja, s.s. rómverja, grikkja og gyðinga.
Ég er örugglega ekki þjóðernissinni í þeirri hefðbundinni merkingu orðsins, en ég er mikill Íslendingur í mér. En ég er jafnframt mikill Evrópusinni og það byggi ég m.a. á reynslu minni frá árunum 1986 - 1998. Þá sá ég hversu mikið við eigum sameiginlegt með þessum frændum okkar í Evrópu allri.
Nú þegar heimurinn minnkar með ári hverju er ekkert óeðlilegt - þótt þjóðríkin eigi að sjálfsögu að þjóðríkin að halda - að ríki Evrópu hafi tekið höndum saman í sumum málum og myndað með sér bandalag á borð við ESB. Nákvæmlega þetta gerðu þjóðir heims eftir heimsstyrjöldina síðari með stofnun NATO og það með frábærum árangri!
Ég hef engar áhyggjur af því að þessar frændþjóðir okkar muni traðka á okkur í samstarfi, þegar við erum orðnir fullgildir meðlimir í Evrópusambandinu.
Guðrún Sæmundsdóttir:
Ég held að þetta séu nú óþarfa áhyggjur. Ég er nú ekki að sjá Tyrkland í ESB næstu 100 árin!
Árni Gunnarsson:
Algjörlega sammála þér og þessvegna hef ég haf ímugust á þeim sjálfstæðismönnum sem hafa óbeit á "umræðulýðræði". Allsstaðar í heiminum ræðast stjórn og stjórnarandstaða við og leysa flest mál í sameiningu. Það er óvíða að stjórnin svíbeygir stjórnarandstöðuna í hverju málinu á fætur öðru. Þetta er alls hugsunin á bak við lýðræði! Útgerðarmenn verða að gera tilslakanir og það verða hugsanlega andstæðingar kvótakerfisins einnig að gera.
Það sem ég hef áhyggjur af er að ekki eykst fiskurinn í sjónum, þrátt fyrir 25 ára tilraun til þess, sem heitir kvótakerfið!
Jón Frímann:
Ekki leggjast niður á sama plan og andstæðingarnir í þessu máli!
Vilhjálmur Andri er ekki sammála okkur, en hann má alvega vera það og nefa fyrir sínu máli rök. Ég er sammála þér að ekki finnst mér þetta allt vera góð rök, en rök eru þetta nú samt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.5.2009 kl. 10:12
Sumt í þinni grein er ég sáttur við, annað ekki.
Guðbjörn talar um að með tilkomu kvótakerfisins hafi útgerðin verið rekin með hagnaði. Broslegt tal, hvert hefur sá hagnaður farið að mestu Það er greinilegt að viska hans um útgerð nær ekki langt út fyrir Bæjarútgerðina varðandi ýmsa þætti hennar. Bæjarútgerðin í Reykjavík var yfirleitt tekin sem dæmi um það hvernig ætti ekki að reka útgerð. Á þessum árum var Bæjarútgerðin "mikið undur" i augum manna sem höfðu vit á útgerð og þeir gátu ekki með nokkru móti áttað sig á því hvernig væri hægt að reka hana á jafn ótrúlegan hátt og gert var þar. Þar voru greinilega "snillingar" við stjórn. Útgerðarfélag Akureyringa var eitt dæmi af mörgum um það hvernig reka mátti útgerðarfyrirtæki með hagnaði ár eftir ár "þrátt fyrir að vera" í meirihluta bæjarfélags. Á hverju ári fékk starfsfólkið verulega "launauppbót" vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Afkoman var ekki síður góð fyrir komu kvótakerfisins en eftir. Eftir að framsalinu var komið á fóru ýmsir "braskarar" að líta Ú.A. "hýru auga" og svo fór að lokum að "misvitrir pólitíkusar" seldu hlut Akureyrarbæjar sem átti meirihluta í félaginu og höfðu haft verulega góðan arð af því í áratugi. Hvað er orðið af Útgerðarfélagi Akureyringa í dag. Nú heitir það víst Brim og er ekki svipur hjá sjón. Horfum til Eskifjarðar og mun fleiri fyrirtækja víða um land. Þessi fyrirtæki eru meira og minna hrunin eftir að "framsalsbraskarar" komust yfir þau. Ég skil vel að ráðherrann vilji helst ekki að ESB sjá hvers konar "braskarakerfi" viðgengst á Íslandi. Ef ESB kæmist að sannleika íslenska "fiskveiðistjórnunarframsalskerfisins" þá væru þeir snöggir að hætta við "aðstoð" Íslendinga. Það eru bullukollar eins og H.H. Gissurarson og fleiri sem hafa þvælst um víða veröld, væntanlega á kostnað útgerðar eða ríkisins, til að lyfta þessu "fiskveiðióstjórnunarkerfi" á hærri stall. Menn sem þekkja varla í sundur þorsk og hrefnu. Burt með framsalið númer eitt og endurbætum kvótakerfið sjávarplássum á Íslandi til heilla og hlustum ekki á grátkór L.Í.Ú. sem hefur átt mestan þátt í því að rífa niður "sjávarútveg" víða um land fyrir örfáa "framsalsgræðgipunga".
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:22
Sæll aftur nafni. ég þakka þitt fátæklega svar og velti fyrir mér hvort þú skiljir ekki það sem ég skrifaði, eða hvort þér sé alveg sama þó gengið sé fram, þvert gegn ákvörðun Alþingis?
Er þér t. d. sama þó menn fái ekki úthlutað atvinnuréttindum í samræmi við það sem Alþingi hefur ákvarðað að þeirra sé..? (úthlutun aflaheimilda)
Er þér sama um þó einkaaðilar selji þjóðareignir og stingi anvirðinu (mörgum tugum milljarða) í eigin vasa? (kvótasala og leigga)
Er þér alveg sama þó sölu-/leiguaðilar kvóta, steli milljörðum í virðisaukaskatti frá samfélagi okkar, því þeir skila ekki VSK af þessum sölutekjum?
Er þér sama þó útgerðarfélög noti eignir þjóðfélagsins (aflaheimildirnar) til að falsa efnahagsreikninga síns, þannig að þeir sýni eignastöðu mörgum milljörðum betri en hún er í raun og veru?
Eða! Ertu bara heilaþveginn Sjálfstæðismaður, sem finnst nýju föt keisarans flottasti klæðnaður sem finnanlegur er?
Þú átt leikinn að sýna þann manndóm sem í þér býr??????????????
Guðbjörn Jónsson, 23.5.2009 kl. 14:06
Guðbjörn,
Tyrkir vinna að kappi í því að uppfylla skilyrði ESB um inngöngu, svo að ESB mun fá Íran og Írak sem nágranna. því til viðbótar eykst spennan milli ESB og Rússa. Við eigum að hafa vit á því að halda okkur frá ESB!!
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 16:57
Ef þú heldur að ESB hafi einhvern áhuga á Íslandi annan en að komast yfir fiskimiðin og ná undir sig hafnaraðstöðu í landinu á undan NAFTA, þá áttu eftir að komast að því að svo er ekki.
Vilhelmina af Ugglas, 23.5.2009 kl. 19:26
Páll A. Þorgeirsson:
Það er alveg rétt hjá þér að þekking mín nær til bæjarútgerðanna í Reykjavík og Hafnarfirði, sem voru frámunalega illa reknar á sínum tíma!
Staðreynd er hins vegar að íslensk útgerð stóð illa þar til kvótakerfið - með alla sína stóru galla - komst á.
Nafni:
Ég er 100% sammála þér að við verðum að fækka göllunum á því kerfi sem er fyrir hendi. Þú verður að gera þér grein fyrir því að engin leið er til að allir sem útskrifist skipstjórnarréttindi haldi beint út á sjó og fiski ótakmarkað. Það höfum við reynt og það fór illa, þ.e.a.s. gífurleg ofveiði.
Ég er algjörlega sammála þér í þeim atriðum sem þú nefnir að séu athugaverð við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, enda segi að að gera þurfi breytingar á því kerfi. Ég vil hins vegar ekki kollsteypa því kerfi nákvæmlega núna, því nóg kollsteypan er nú á okkur samt í öllum málum!
Jón Frímann:
Þetta er hárrétt hjá þér. Gallinn er að landsbyggðin - og sumir í þéttbýli - hafa svo gjörsamlega fyrirfram mótaðar rangar hugmyndir af öllu er viðkemur ESB að engin leið er að breyta því nema með gífurlegri "útskýringarherferð" í öllum fjölmiðlum.
Allir stjórnmálaflokkar - nema Samfylkingin - hafa haldið þessu röngu upplýsingum og lygum um ESB að flokksmönnum sínum í 30-40 ár. Hjá VG og Sjálfstæðisflokknum er næstum um djúpstætt hatur á ESB og öllu evrópsku að ræða. Kjósendum flokksins var gert að horfa til Bandaríkjanna um 55 ára skeið, þaðan komu fyrirmyndirnar: óheftur kapítalismi, þar sem fjármagnseigendur höfðu töglin og haldirnar bæði í þjóðfélaginu og flokknum. VG tók síðan upp svipaða stefnu og Samfylkingin hefur og hafði og í stað þess að VG horfðu til Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja byrjuðu þeir að horfa til Norðurlandanna. Þetta þekki ég vel úr eigin fjölskyldu, sem samanstóð a.m.k. 50% af gallhörðum kommum. Allt þar til um 1975 var sæluríkið hjá Alþýðubandalaginu Austurevrópa og Sovétríkin, þótt menn sæju á því galla. Síðan minnkaði hrifningin á kommaríkjunum, en við tóku Norðurlöndin og þeirra gjaldþrota velferðarkerfi.
Áður en þú gleðst yfir því að öll vörugjöld falli út ætla ég að hryggja þig með því að finna þarf tekjur í ríkissjóð fyrir þessum vörugjöldum. Vörugjöld eru ekki tollar og leggjast jafnt á innflutta vöru sem hér framleidda og því eru allar líkur á að þau geti haldið sér - allavega tímabundið - eftir inngöngu okkar í ESB.
Guðrún:
Já, Tyrkir vinna að þessu af kappi, en engin þjóð Evrópu er hlynnt inngöngu þeirra lengur. Þeir fara ekki inn í ESB frekar en önnur múslimaríki Asíu.
Vilhelmína:
Já, innlimun Íslands - gamalt efni, endurflutt!
Þjóðverjar að ná Íslandi og Evrópu undir eftir að það mistókst fyrir 65 árum síðan eða svo - já, já - svart/hvítt efni úr safni sjónvarpsins!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.5.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.