Vandræðalegt fyrir málshefjendur

BundesfinanzministeriumÉg hefði verið mjög hissa ef einhverjir tiltölulega lágt settir embættismenn í þýska fjármálaráðuneytinu væru farnir að senda íslenskum stjórnvöldum duldar hótanir í netpóstum um að bregða fyrir okkur fæti í samningaviðræðum við ESB vegna uppgjörs Kaupþings við Edge reikningseigendur bankans.

Mér hefði fundist slíkt bréf úr takti við góða stjórnsýslu og skiptir þá litlu máli hvort stjórnsýslan er hér á Íslandi eða í Þýskalandi. Ég bjó nógu lengi í Þýskalandi og hef unnið nógu lengi innan stjórnsýslunnar til að vita að skilaboðum er ekki komið til skila á þennan hátt. Góðir embættismenn eru varkárir í hvaða landi sem þeir starfa og slæmir embættismenn starfa ekki í samskiptum sem þessum, þar sem þörf er á háttvísi og diplómatískum hæfileikum. Að auki væri það ráðherra, ráðuneytisstjóri eða sendiherra, sem myndi koma slíkum skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld. Slíkri hótun hefði varla verið komið á framfæri við íslensk stjórnvöld í netpósti, heldur ýjað að slíku munnlega á fundi og þá undir rós. Eitt er víst að hafi embættismaðurinn ýjað að slíkum hlutum, hefði það varla verið gert að tilstuðlan þarlendra ráðherra og ekki með þessum hætti.

Það er óþarfi að éta upp allar kjaftasögur á þann hátt sem stjórnarandstaðan þarna gerir og það á Alþingi Íslendinga. Slíkt getur skaðað okkar hagsmuni á svo viðkvæmum tímum, þegar við eigum í samningaviðræðum, sem geta haft afgerandi áhrif á fjárhagslega stöðu okkar í framtíðinni og stöðu okkar meðal þjóðanna.

Mynd: Þýska fjármálaráðuneytið. 


mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband