3.6.2009 | 07:19
Frekar lygar en einfeldni hjá fólkinu í fílabeinsturninum
Það var með ólíkindum að fylgjast með lygunum hjá frambjóðendum VG og Samfylkingar í síðustu kosningum, þegar þau lofuðu að nær ekkert yrði snert við velferðarsamfélaginu er skera átti niður um 25-30% í ríkisfjármálum. Því miður var boðskapur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum einnig rýr sem enginn og boðskapur Framsóknarflokksins einkenndist af óframkvæmanlegu lýðskrumi.
Ég hef persónulega aldrei haft mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur og skil ekki hversvegna Össur Skarphéðinsson tók ekki aftur við flokknum þegar Ingibjörg hætti. Ég er viss um að þeim hefði tekist að lokka meira af Sjálfstæðismönnum til sín með Össur og hans hægrikratastefnu en ruglinu í henni Jóhönnu. Össur er í raun mjög vinsamlegur atvinnulífinu, stóriðju, orkuvinnslu og því skyldari sósíaldemókrötum á Norðurlöndunum á meðan Jóhanna er draumóramanneskja.
Ég hef hins vegar alltaf haldið að Steingrímur J. Sigfússon væri afskaplega klókur og vel gefinn stjórnmálamaður og á sinni hátt strangheiðarlegur, þótt ekki sé ég honum oft sammála. Annað sem má segja um VG að þau hafa ekki logið að þjóðinni varðandi þessa kreppu. Þannig sögðust VG ætla að hækka skatta og skera niður, á meðan Jóhanna og félagar sögðust ekki þurfa miklar skattahækkanir og að ekki yrði skorið niður mikið í félagslega kerfinu. Því miður kemur það alltaf betur og betur í ljós, hversu miklir lýðskrumarar Samfylkingin er og hversu stórhættulegir VG eru með sinni skattahækkunarstefnu og ríkisvæðingu eru.
Það allra versta er að í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur ekki farið fram sú hreinsun, sem hefði þurft að fara fram í prófkjörum í vetur og síðan auðvitað í kosningunum í vor. Enn sitja flestir þeir sömu eða menn sem eru þóknanlegir gömlu valdaklíkunum í valdastólum stjórnarandstöðunnar. Vissulega eru mörg ný andlit, en þetta er fólk með sömu skoðanir og þeir gömlu og aldir upp af þeim, heilaþvegið á sama hátt og þeir sem voru fyrir á þingi. Á meðan svo er og ekki hefur verið mokað út og flokkarnir hafa ekki tekið stefnumál sín og strúktúr flokkanna til rækilegrar endurskoðunar getum við ekki boðað til kosninga. Því líkt og í kosningunum í vor, þar sem lítil endurnýjun var, yrði þetta sami grauturinn í sömu skál, sem aðeins væri hrært í!
Íslensk stjórnmál eru í pattstöðu vegna óhæfra stjórnmálamanna á báðum vængjum og í miðju stjórnmálanna. Eigum við ekkert fólk í þessu landi eða í öllum heiminum, sem treystandi er til að reka þetta land og af heiðarleika og heilbrigðri skynsemi. Land sem er með auðlindum sínum og mannauði hálfgert "El Dorado" norðursins?
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:21 | Facebook
Athugasemdir
Þegar fólk er beinlínis ásakað um lygi er mikilvægt að tilgreina ummælin sem vísað er til svo hægt sé að meta trúverðugleika slíkra staðhæfinga.
Sjálfur skyldi ég alltaf talsmenn þessara flokka þannig að þeir væru líklegastir til að verja stoðir velferðakerfisins og þá sem minnst mega sín og ólíklegastir til að taka meira en brýnasta nauðsyn krefði og þá ekki fyrr en aðrar leiðir væru fullreyndar.
Ég tók því þó alls ekki þannig að ekki þyrfti að taka til í því sem frekst væri unnt en með sjónarmiðum jafnaðar og réttlætis.
Þannig að fengur væri af því Guðbjörn ef þú vísaðir beint í þau ummæli sem þú kallar lygi, annars verða þessi ummæli þín að teljast lygi.
Helgi Jóhann Hauksson, 3.6.2009 kl. 10:56
Helgi:
Ég reyni að grafa eitthvað upp í kvöld fyrir þig, en það er alþjóð ljóst að vinstri menn sögðu niðurskurðinn ekki eiga að "bitna á þeim sem minnst mega sín"!
Það er nú eðli millifærslna í kerfinu og stórs hluta opinberrar þjónustu að hún er einmitt þjónusta eða greiðslur til þeirra sem minnst mega sín, sjúkra, aldraðra, öryrkja, námsmenn, barnafólk o.s.frv.
Af þessum sökum eru það lygar þegar fólk talar um að þetta eigi ekki að bitna á þessu fólki, þegar stærsti hlutur allra peninga, sem teknir eru af einum í formi skattar og borgað út til annarra, sem eru jú einmitt þeir sem minna mega sín!
Til þess erum við jú að þessu, þ.e.a.s. að taka skatta af þeim sem meira mega sín og úthluta þeim til þeirra sem minna mega sín!´
Hef ég eitthvað misskilið þetta allt saman?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.6.2009 kl. 12:52
Guðbjörn. Sjálfstæðismönnum ber að varast að tala um lygar vinstri manna. Varast það eins og heitann eldinn eða fjandann sjálfan. Það er nefnilega öllum ljóst að það varð hér bankahrun s.l. haust. Þessu voru margir búnir að vara við og þeirra á meðal var títtnefndur Steingrímur J. Sigfússon. Við þessu brugðust m.a. þáverandi seðlabankastjóri. og þáverandi forsætisráðherra með því að ljúga því að þjóðinni að staða bankanna væri traust.
Þessi lygi þáverandi og fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins kostaði marga Íslendinga mikið fé og margar fjölskyldur aleiguna. Fólkið treysti bönkunum sem lugu eins og þeir þurftu og það treysti sjálfstæðismönnunum sem lugu eins og þeir ættu alla lífsgæfu sína undir því að rýja þjóðina öllu því sem fjárglæframennir gátu komið höndum yfir.
Vinstri stjórnin er heimskari en ég gat látið mér detta í hug. En hún er heiðarleg í heimsku sinni og hún heldur ekki hlífiskildi yfir neinum sem þarf að stela peningum af þjóðinni. Ég efast um að margir vinstri menn eigi peninga geymda á leynireikningum erlendis. En þó óttast ég að þeir kunni að finnast.
Árni Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 12:54
Mér finnst margt gott og heiðarlegt sem þú segir Guðbjörn, og ekki svo fyrir að skrökvi menn eigi ekki að kalla það sínum réttu nöfnum, en það eru svo stór orð að þá er vissara að hafa það orðrétt hjá sér til að vitna í ef maður ber það á fólk.
Helgi Jóhann Hauksson, 3.6.2009 kl. 13:52
Helgi:
Enn betra, því þetta er úr nýlegri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar (heimild -http://www.samfylkingin.is/Fr%C3%A9ttirnar/articleType/ArticleView/articleId/374/Samstarfsyfirlysing-og-100-daga-atlun/) :
Ég er enn í vinnunni og hef því ekki tíma til að leita, en tók mér tíma í síðbúnum kaffitíma!
Helgi, ég vonast til að komast í þetta seint og síðar meir, því ég á afmæli í dag og ætla út að borða með fjölskyldunni.
Ég lofa þér hins vegar að það eru nóg dæmi til um hvernig lofað hefur verið á undanförnum mánuðum að niðurskurðurinn eigi ekki að bitna á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Því miður er ástandið svo slæmt að það mun bitna á öllum, bæði þeim sem meira og minna mega sín. Megi það bitna sem minnst á öllum og þá helst þeim sem minna mega sín.
Árni:
Það er nú enn málfrelsi í landinu og sjálfstæðismenn eru þar ekki undanskyldir. Ég sat ekki á þingi eða ríkisstjórn og get því ómögulega axlað beina ábyrgð á gjörðum Geirs H. Haarde og hans manna í á þingi eða í ríkisstjórn eða Davíðs Oddssonar og Jónasar Fr. Jónssonar, svo einhverjar persónur og leikendur séu nefndir í efnahagslegum harmleik undanfarinna ára.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.6.2009 kl. 16:42
Og bara til að þetta verði ekki misskilið, þá á fyrirsögn bloggsins jafnt við núverandi íbúa "fílabeinsturnarins" og þá sem áður höfðu þar fasta búsetu í 18 ár!!!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.6.2009 kl. 16:45
Guðbjörn. Eftir að hafa lesið færslu þína alla í rólegheitum sé ég að mér hefur orðið á með fljótfærni og mér þykir það að sjálfsögðu leitt. Nú get ég ekki annað gert en að biðjast afsökunar og það geri ég.
Hvorugir eru mér hinum kærari, hægri-eða vinstri menn. Ég bið ekki um annað en heiðarleika, skynsemi og þó fyrst og fremst djörfung til að takast á við fyrirliggjandi verkefni. Hvorki stjórn Geirs Haarde né stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafa reynst vandasömu starfi vaxnar. Það er ekki mikill vandi að stýra ráðuneyti í góðu ári.
Ég bið ekki um vinsæla stjórn en frábið mér vesaldóm og kjarkleysi á borð við það sem nú er í boði.
Árni Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 22:51
Árni:
Ekki málið!
Við erum ekki alltaf sammála - alltaf oftar?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.6.2009 kl. 23:43
Ég tek undir með þér Guðbjörn að þessi texti sem þú vísar í er ansi afgerandi, ég ætla eiga þessa ábendingu þína og taka þátt í að halda fólki við orð sín. Takk fyrir.
Helgi Jóhann Hauksson, 4.6.2009 kl. 00:32
Helgi:
Veistu þaðm, að við erum alls ekki eins langt í burtu frá hvor öðrum og margir myndu vilja halda!
Hjá mér snýst þetta líka um réttlæti og réttláta byrði þess vanda, sem við okkur blasir
Vera má að réttlæti þurfi skilgreiningar við á milli okkar beggja, en samt ...
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.