22.6.2009 | 21:12
Útskýring á sinnaskiptum VG varðandi ESB aðild, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave
Hvernig geta VG breytt svo hratt um skoðun á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ESB aðildarviðræðum og Icesave samkomulaginu? Er þarna ekki eitthvað gruggugt á seiði? Stjórnmálamenn hafa logið að okkur árum saman og hversvegna ætti það að breytast? Höfum orðið við orðið þess áskynja að upplýsingastreymið hjá núverandi ríkisstjórn sé eitthvað skárra en hjá þeirri síðustu? Nei! Hvað eru Jóhanna og Steingrímur að segja okkur á öllum þessum fundum? Ekkert af viti! Hversvegna tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar svona langan tíma? Mjög erfið mál að útkljá. Hvers vegna komu VG út úr þeim viðræðum með allt aðra stefnuskrá en fyrir kosningar? Af því að þá fengu þeir aðrar upplýsingar en áður, aðrar forsendur, sem þeir urðu að ganga út frá! Ég hef gaman af samsæriskenningum og einhvernvegin gengur mér betur að skilja umskipti Steingríms J. Sigfússonar og félaga hans í VG ef ég set þetta allt í ákveðið samhengi, sem ég ætla nú að segja ykkur frá.
Það var ætlun Samfylkingarinnar við myndum Þingvallaríkisstjórnarinnar að ná ESB aðildarviðræðum í gegn, en þegar til kom var ekki hægt að bifa Sjálfstæðisflokknum í þá átt. Ingibjörg og Össur hugsuðu með sér: koma tímar, koma ráð! Þau byrjuðu strax sumarið 2007 að senda sitt fólk til skrafs og ráðalegginga til Brussel og til Sósíaldemókratanna á Norðurlöndum og víðar. Með tíð og tíma varð þeim embættismönnum innan ESB, sem áhuga hafa á að fá Íslendinga og Noreg inn í sambandið, ljóst að annar ríkisstjórnaraðilinn á Íslandi hafði áhuga á að fara inn. Halldór Ásgrímsson hefur eflaust lýst yfir persónulegum áhuga sínum á aðild á fundum Norðurlandanna og á fundum með utanríkisráðherrum ESB, en viðurkennt að hann vantaði baklandið í Framsóknarflokknum til að koma því í framkvæmd. Auk þess var hann - ólíkt Samfylkingunni - tryggur sínum samstarfsaðila og virti hann og fór ekki á bak við vin sinn Davíð Oddsson.
Mín skoðun er sem sagt að Samfylkingin sé búin að vera með annan fótinn í Brussel frá því haust og sé í raun búin að þreifa á flestum hugsanlegum ágreiningsmálum vegna ESB aðildar, s.s. fiskveiði- og landbúnaðarmálum. Þannig sé búið að fá vilyrði varðandi vissar tilslakanir að hálfu ESB í sjávarútvegsmálum og Ísland verði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði og að við fáum svipaðar undanþágur og Finnar varðandi heimskautalandbúnað. Útspil Joe Borg, fiskveiðimálastjóra ESB, og Olli Rehn, stækkunarstjóra sambandsins, auk yfirlýsinga annarra embættismanna ESB og stjórnmálamanna aðildarríkja ESB geta varla heldur verið tilviljun ein. Þessu til viðbótar hefur ESB umræðunni verið haldið skipulega á lofti sem aldrei fyrr af samtökum Evrópusinna, sem ég er félagi í enda mikill stuðningsmaður aðildarviðræðna.
Ég heyri jafnvel kjaftasögur um að búið sé að semja um að Icesave samningurinn verði tekinn upp samhliða aðildarviðræðum, eða í kjölfar viðræðna, og skuldir Íslendinga vegna þessa að miklu leyti felldar niður. Þannig haldi ESB andlitinu vegna mjög svo gallaðra reglna sinna og stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi græða á að hafa tekið strangt á Íslendingum og varið hagsmuni sinna landa.
Þegar búið er að semja um skuldaniðurfellingu til viðbótar við tilslakanir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum verði leikur einn fyrir ESB-sinna að selja þjóðinni aðildarsamninginn. Þegar þjóðin sér stóran hluta skuldanna hverfa eins og dögg fyrir sólu við inngöngu og fær að auki evruna, lægra matarverð, lægri vexti o.s.frv. er ólíklegt að margir fari að velta sér upp úr göllunum á aðild. Aðildarsamningurinn yrði samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða - Samfylkingin og VG hetjur og næsta kjörtímabil gulltryggt!
Hvað segir þið um þessa samsæriskenningu, sem ég hef sett saman úr öllu því sem ég heyri fleygt í kringum mig. Hafið þið einhverja aðra skýringu á viðsnúningi VG í öllum málum?
Icesave kostar minnst 300 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2009 kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Alls ekki verri samsæriskenning en hver önnur, en hvað fær VG eiginlega í sinn hlut? Jú, þeir fá að vera með í ráðherraleik í allmörg ár en er það ekki of dýru verði keypt ef flokkurinn hættir að stækka við þetta? Metnaður Samfylkingarinnar stendur áreiðanlega til þess að vera annar tveggja turna í stjórnmálum landsins um langa hríð.
Sæmundur Bjarnason, 22.6.2009 kl. 21:36
Held menn átti sig ekki alveg á hvað að baki liggur.
VG telja að úr því málum er svona háttað og þrýstingur orðinn svo mikill í þjóðfélaginu og í RÚV og Samfó þá sé best að leggja inn umsókn og fá samningsdrög á borðið og kjósa um þau.
Þá munu þeir og aðrir andstæðingar ESB vinna að því öllum árum að fá samninginn felldan. Og tekst það vonandi.
Þar með er málið úr sögunni.
Umræðunni verður að ljúka svo hægt sé að snúa sér að einhverju mikilvægara.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:40
Er verið að undirita Icesave skuldbindingarnar til að hægt verði að fella þær niður ef við samþykkjum Esb aðild? Ef þetta er satt þá eru þetta verstu svik við sjálfstæði íslands. Hvernig verða þessir menn dæmdir?
Offari, 22.6.2009 kl. 21:50
Þetta er mjög athyglisverð kenning og myndi ég óska þess að hún væri sannleikanum samkvæm en mér þykir hún langsótt. Sjávarútvegurinn verður ekkert vandamál að mínu mati og ekkert af draugasögum LÍÚ munu rætast í þeim efnum, ekki þætti mér ólíklegt að íslenskir ráðamenn hafi fengið einhverskonar skilaboð um það nú þegar eftir diplómatískum leiðum eins og þú segir. Varðandi landbúnaðinn þá fáum við væntanlega heimskautalandbúnaðar sérlausnina eins og aðrar Norðurlönd en að öðru leyti þá er ég heldur ekkert sáttur við höldum heimsmetinu í niðurgreiðslum til landbúnaðar og tollarukkun fyrir hann. Væri bara guðsfeginn að losna við eitthvað af þessum tollum svo að fáist ódýrari matvæli hér á landi. Svo ekki sé nú talað um ríkiseinokunina á áfengi, við verðum væntanlega lausir við hana loksins. Varðandi Icesave, þjóðum Evrópu þykir bara fullkomlega eðlilegt að við eigum að taka ábyrgð á Icesave, og skiljanlega að mínu mati, þar sem við sáum um eftirlitið á þessum bönkum og höfðum öll stýritæki í höndunum til að gera Landsbankanum ókleift að safna svona stórum kúnnahópi í útibú í staðinn fyrir dótturfélag eins og Edge reikningar Kaupþings voru. Þjóðir út um allan heim er að blæða fyrir sína banka nákvæmlega eins og við og skiptir þá engu máli hvort það eru ríkisbankar eða einkabankar, ekki talar fólk þar í löndum um einhverja versalasamninga eins og við gerum. Við getum allavega huggað okkur við það að eiga núna þessa banka og getum því selt þá aftur eftir nokkur ár í staðinn fyrir að vera fara leið eins og Bandaríkin sem eru að dæla peningu í marga einkabanka án þess að taka hlutabréf í þeim stofnunum.
En ég er orðinn ansi hræddur um að þjóðin sé nú þegar orðinn andsnúinn aðild að ESB og kennir Evrópusambandinu um þennan Icesave samning. Menn tala um að það sé verið að kaupa ESB aðild með þessum Icesave samningum, afhverju í ósköpunum ættu VG sem eru andstæðir ESB aðild þá að vera samþykkja þessa samninga aðeins til að ganga í ESB. VG hefur að því virðist haldið vel á hlutunum, þeir vita það að þjóðin mun ekki samþykkja ESB aðild eftir að þessir samningar eru frágengnir, en eftir að búið er að skrifa undir þá, þá opnast lánalínur AGS aftur og svo lán norðurlanda til að endurfjármagna erlendar skuldir sveitarfélaga, ríkisfyrirtækja, landsvirkjun og annarra mikilvægara fyrirtækja eins og sjávarútvegs, sem geta þá fengið gjaldeyrislán frá seðlabankanum þar sem erlendir bankar og einkaaðilar eru hættir að lána til landsins að því virðist.
Jón Gunnar Bjarkan, 22.6.2009 kl. 23:45
Sæmundur:
VG fær auðvitað ýmislegt út úr þessu. Eins og þú segir réttilega eru völd í 8 ár hluti af pakkanum og hvort sem Steingrímur hættir eftir 4 eða 8 ár, þá mun hann ganga inn í söguna sem bjargvættur þjóðarinnar; sá stjórnmálamaður, sem ásamt heilagri Jóhönnu, bjargaði Íslandi unda nýfrjálshyggjunni, þótt það hafi verið fyrir vissar fórnum, málamiðlunum og tilslökunum við kratana. Að auki verða kratarnir að launa VG greiðann með fórnum, málamiðlunum og tilslökunum, t.d. í umhverfismálum o.s.frv.
Ríkissjóður verður þá afskaplega fitulítill og vel rekinn og búið að fara í gegnum allar þær skipulagsbreytingar á "infra strúktúr" sem nauðsynlega eru, s.s. varðandi fækkun stofnana og sameiningar, fækkun "óþarfa" ríkisstarfsmanna o.s.frv. Um leið og greiðist úr flækjunni og ríkissjóður aftur kominn í plús, geta VG og Samfylking aftur byrjað að spreða á sínar kjósendagrúppur: aldraða, öryrkja og þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hálaunamenn verða ekki lengur til, millistéttin einnig nær horfin. Allir verða á 350 - 550.000 kr launum. Draumaríkið er orðið til!
Jón:
Þetta er hárrétt hjá þér og bætist bara við samsæriskenninguna.
Offari:
Hver hefur verið eða verður dæmdur fyrir gjörðir sínar í þessu landi? Það tók marga mánuði að láta embættismenn axla ábyrgð með því að hætta störfum!
Útrásarvíkingar, embættismenn eða stjórnmálamenn mun ekki refsað fyrir það sem átt hefur sér stað, heldur íslenskum almenningi!
Hvort samsæriskenning mín er rétt, veit ég ekki. En að við fáum að heyra sannleikann frá stjórnmálamönnum, ég held ekki, allavega ekki á meðan sá þingheimur situr þarna sem núna vermir stólana!
Einar:
Hvaða ástæða heldur þú fyrir því að Jóhanna telur að "sumir" þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni samþykkja þetta og aðrir ekki?
Í fyrsta lagi getur Sjálfstæðisflokkurinn þá bent á að flokkurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni til málsins og því ekki þá um afglöp ef að "plottið" gengur upp. Ef allt fer til andskotans, er hægt að benda á að flestir þingmenn hafi greitt atkvæði á móti samkomulaginu.
Jón Gunnar:
Sammála þér varðandi fiskinn, það verður ekkert vandamál. Varðandi landbúnaðinn, þá mun framleiðsla á kjúklinga- og svínakjöti minnka mikið og framleiðsla á mjólkurvörum einnig lítillega í kjölfar meiri innflutnings á jógúrt og ostum, en fersk mjólk verður áfram framleidd hér á á landi. Áhrifin á sauðfjárbúskap verða lítil sem engin og hugsanlega færa fleiri sig yfir í þá grein. Tolla á íslenskt lambakjöt falla niður og lítið mál að selja nokkur þúsund tonn af "íslensku fjallalambi" í ESB. Vínbúðirnar hverfa ekki, en hugsanlega verður leyfð sala á bjór í verslunum og jafnvel víni. "Aalko" búðirnar eru enn á sínum stað í Finnlandi, síðast þegar ég var þar!
Almenningur í Evrópu áttar sig ekki á umfangi þessara skuldbindinga fyrir 320.000 manna þjóð. Að fara úr 0 % skuldum ríkissjóðs í 120% myndi þýða borgarastyrjöld annarsstaðar. Það þarf að útbúa vandaðar heimildarmyndir - hlutlausar - og hálfpartinn gefa evrópskum sjónvarpsstöðvum, svo almenningu innan ESB átti sig á hvað gerðist.
Síðan er það rétt að eigendum reikninganna og eigendum bankanna og starfsmönnum þeirra og stjórnum er nákvæmlega sama um Ísland og Íslendinga, hvort hér sé 1/3 skóla og sjúkrahúsa lokað og 20% atvinnuleysi o.s.frv. AGS er líka sama um þetta, því þeir eru að vinna fyrir þetta fólk og ekki okkur. AGS eru ekki Hjálparsamtök kirkjunnar, ABC barnahjálp eða Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).
Hárrétt hjá þér varðandi yfirtöku bankanna. Áttum við gefa bönkunum 1.000 milljarða og leyfa síðan Björgúlfi, Sigurði Einars og Jóni Ásgeir að halda þeim, líkt og sumir halda enn fram - reyndar mjög fáir núna!
Ég held að þetta sé rétt hjá þér í síðustu málsgrein. Ef þessi afskriftaleið samsæriskenningar minnar er ekki rétt og við eigum að borga þessar skuldir - 400-500 milljarða - finnst mér ESB aðildin og dýru verði keypt. Ef það er framkvæmanlegt að segja NEI - án þess að við förum 40-50 ár aftur í tímann - þá er það skárri leið en að kaupa ESB aðild á 400-500 milljarða króna. Ef við verðum að borga þetta, vil ég alla vega fá ESB aðild í staðinn, því þeir hjálpa okkur þá kannski aðeins ef við lendum í vandræðum með þetta.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.6.2009 kl. 07:55
Kæmi mér ekki á óvart að landráðaplottið sem Samfylkingin er búinn að vinna að lengi til að geta komið okkur inní ESB sama hvað, sé líka allt saman unnið með vilja og vitneskju þessa glæðahyskis ESB kómmizarana.
Þess vegna liggur þeim svona mikið á að skrifa undir þessa ICESLAVE samninga. Síðan á að taka þetta upp aftur í ESB viðræðunum og þá var þetta allt fyrirfram ákveðið. Fella á niður hluta af skuldunum svo að hægt sé að selja þjóðinni þessa ESB innlimun.
ÞÁ HEFÐI TILGANGURINN HELGAÐ ESB MEÐALIÐ OG ÞÁ VÆRU SVIKALANDRÁÐ SAMFYLKINGARINNAR FULLKOMNUÐ !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:22
Guðbjörn, ég spyr bara; Hver kostar ferðir Samfylkingarfólks til Brussel og til Norðurlandanna? Styrkir? - og þá frá hverjum?
Annað, með þessu eru Samfylkingin búin að fara á bak við þjóðina ef þeir hafa verið á fullu niður í Brussel að semja á bak við tjöldin. Gæti orðið þeim ansi dýrkeypt auk þess að túrverðugleiki þeirr myndi bíða hnekki. En Samfylkingin á svo marga spunameistara, auk þess að eiga greiðan aðgang að öllum fjölmiðlum landsins, að það yrði auðvel fyrir þau að snúa sér út úr því.
Guðbjörn, svo er ég orðinn svo þreyttur á þessari klisju um að matarverð og vextir muni lækka við inngöngu í ESB. Þetta stenst bara ekki!
Þessi fullyrðing stenst bara við þau lönd ESB sem hafa landtengingu sín á milli og þar með auveldari samgöngur sín á milli. Við hérna í ballarhafi njótum ekki slíks lúxus. Það þýðir ekki að afneita þessari staðreynd.
Og að ímynda sér það að keðjur eins og Aldi og Carrefoure muni taka upp á því að fara að planta sér niður á markaði fyrir 300 þús. hræður langt norður í ballarhafi er einfaldlega hlægilegt.
Þeir sem segja að vöruverð muni lækka við inngöngu í ESB benda á að tollar og vörugjöld verði afnumin og því lækki vöruverð er bara hálfsannleikur. Það sem mun gerast við það er einfaldlega að söluaðilar hér munu hækka hjá sér álagninguna.
Hver man ekki eftir VSK-lækkuninni vorið 2007. Hvað varð um þá lækkun? Ég veit ekki betur en að þeirri lækkun hafi verið "stolið" frá neytendum, því söluaðilar hækkuðu bara strax álagninguna hjá sér. Það sama mun gerast við afnám tolla og vörugjalda.
Ekki má heldur gleyma því að við afnám tolla og vörugjalda mun Íslenska ríkið verða af ca. 20% af tekjustofnum sínum. Við þetta þarf ríkið að búa til nýja tekjustofna til að fjármagna sinn rekstur. Við gætum allt eins búist við hærri tekjusköttum, auknum sköttum á eldsneyti (eru nú nógu háir fyrir), nýjum grænum sköttum á neysluvatn, rafmagn og hita.
Svo má heldur ekki gleyma því að við inngöngu í ESB mun vöruverð hækka frá löndum sem við höfum tvíhliða samninga við í sambandi við tollfrjálsa verlsun, auk þess að erfiðara verður að selja vörur þangað. Þetta eru lönd eins og Bandaríkin, Kanada, Kína, Indland, Rússland, Japan og ýmis önnur.
Hver yrði nú ánægður ef tollar á Toyota Land Cruiser hækkuðu um 35%, nú eða tölvbúnaður framleiddur í Kína hækkaði um svipaða upphæð, nú eða að makaðir fyrir Ísl. vörur í Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi myndu lokast vegna þess að tvíhliða viðskiptasamningu Íslands um tollfrjáls viðskipti við þessi lönd fellur úr gildi við inngöngu í ESB?
Guðbjörn minn, það er einfaldlega kominn tími til að menn tali um hina hliðina á ESB-peningnum. Það er alltaf talað um að innganga Íslands í ESB sé hreinn gróði fyrir okkur án nokkurra fórna.
Það gæti orðið dýrt fyrir okkur að búa til ca. 200 sérfræði og sendimannastörf niður í Brussel fyrir nokkra vini Samfylkingarinnar.
Ps. Guðbjörn. Ertu í réttum flokki? Ættir þú ekki að vera í Samfylkingunni? Athugaðu þetta.
Guðni I. Arnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:26
Sæll Guðbjörn, þetta er skemmtileg kenning hjá þér.
Hingað til hafa allir hraðferðapakkar eða skyndilausnir kringum evrópusambandið reynst vera heimatilbúnir. Þeir hafa stundum virkað ágætlega á mig og fl. kjósendur en síðan gerðist það að ég fór að lesa mér til á erlendum vefjum hvernig aðild að sambandinu gengur fyrir sig, hvernig aðildarríkjum gengur að taka upp evruna. Hvernig svokallaður stuðningur evrópska seðlabankans við gjaldmiðla aðildarríkja virkar og fleira í þeim dúr.
Það var ólíkur veruleiki m.v þann sem hefur verið borin á borð fyrir kjósendur hér á liðnum árum. Svo ólíkur að traust mitt á ákveðnum stjórnmálaflokki gufaði upp eins og dögg fyrir sólu.
Þessi flétta sem þú dregur upp passar illa inn í evrópskan veruleika eins og ég skil hann.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 10:45
Við þetta má bæta þeirra "kjaftasögur" að með því að játast Icesave skuldbindingunum, hafi Ísland bjargað fjármálakerfi ESB og þar með Evrunni.
ESB var svo mikið í mun að láta okkur borga Icesave vegna þess að af öðrum kosti hefði það valdið keðjuverkun í fjármálakerfi ESB og þar með hruni Evrunnar þegar taugaveiklaðir sparifjáreigendur hefðu gert áhlaup á bankana þar til að ná út sparifé sínu.
Fyrir ESB-fíkla vil ég bara benda þeim á það að ESB eru engin góðgerðarsamtök, og því eru fáránlegt að halda því fram að ESB-aðil sé það eina sem geti bjargað okkur.
Guðni I. Arnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:47
Hvað með aðeins ýktari samsæriskenningu: Semsagt skýr hótun, ef ekki væri gengið að nauðasamningunum, um vopnaða innrás í Ísland og yfirtöku verðmæta sem jafnist að fullu á við það efnahagslega hryðjuverk sem Íslendingar (bæði auðaular, stjórnmálamenn og háembættismenn) unnu gegn "vinaþjóðum" sínum.
Samstaða hafi verið um þetta með helstu tjónþolanna í Evrópu búið að tryggja afskiptaleysi af hálfu Bandaríkjanna.
Minni á setningu hryðjuverkalaganna, sem í fyrstunni beindust ekki aðeins að Landsbankanum, heldur Íslandi sem ríki.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:39
Afar merkilegar pælingar sem hér koma fram. Það liggur nefninlega fyrir að ef það hefði raunverulega verið stefna íslenskra stjórnvalda að ábyrgjast ekkert gagnvart evrópskum innstæðueigendum og þau hefðu haldið því til streitu, þá hefði það valdið keðjuverkandi bankaáhlaupum um alla álfuna sem nötraði þá beinlínis vegna dvínandi trausts á bankakerfinu. Afleiðingin hefði orðið mjög sambærileg við það sem gerðist hér, bankakerfi Evrópu eins og það leggur sig hefði að mestu leyti farið í þrot, bankar lokað, og stutt hefði verið í harkaleg mótmæli óánægðra sparifjáreigenda sem tapað hefðu aleigunni.
Næstu hefðu þeir svo snúið sér að stjórnmálamönnunum, með spurningar á borð við: "Hvar eru peningarnir okkar?" Og í kjölfarið upphrópanir á borð við "vanhæf ríkisstjórn", en í fjölmennari löndum álfunnar má búast við að öflugri verkfæri en búsáhöld hefðu orðið fyrir valinu við framkvæmd byltingarinnar. Tilgátan um hótanir ESB-valdaelítunnar um beitingu vopnavalds gegn Íslandi til að koma í veg fyrir slíka atburðarás, er langt frá því að vera langsótt. Hinn kosturinn sem þeir horfðu fram á var blóðug bylting og þjóðfélagsupplausn víða um álfuna, sem hefði á endanum breiðst út þvert á öll landamæri. Svo hefðu þeir líka tapað fullt af peningum á því, en valdastétt Evrópu er angi af auðvaldinu og hefði aldrei leyft þessu að gerast.
Og svo er til fólk á Íslandi sem vill ganga í þetta upprennandi hernaðarbandalag...
Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2009 kl. 19:22
Það er skemmtilegt að smíða kenningar en það er eitt grundvallaratriði sem þér yfirsést og það er að Samfylkingin er alls ekki svona djúp.
1. Í fyrsta lagi hef ég margrekið mig á að forystumenn Samfylkingarinnar hafa mjög takmarkaða þekkingu á sjávarútvegsstefnu og tollamálum EB. (rugla saman tímabundnum reglugerðum og grunnlögum)
2. Í miðju bankahruninu vann Samfylkingin að því að koma Íslandi í öryggisráðið.
3. Icesave samningurinn er hörmung og þess utan er útilokað að Ísland geti nokkru sinni borgað þær upphæðir. Samt er enginn efi um samninginn innan flokksins!!
Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 19:35
Guðbjörn, þú spyrð hvað okkur lesendum þínum finnst um þessar samsæriskenningar.
Nú, þetta eru samsæriskenningar. Og stundum er gaman að þeim.
Fyrst verður að spyrja, hvað hefur þú nákvæmlega fyrir þér í þessu? Þarf ekki enn að skýra aðkomu VG, þeim staðfasta tindáta, að þessari stjórn?
Ef allt er rétt hjá þér þá verður nú ekki annað sagt um Samfylkinguna en að hún hafi unnið heimavinnuna. Og það bæði fyrir mig og þig sýnist mér (þótt hvorugur hafi kosið hana)! Ég get ekki séð ögn af "svikaráðum" Samfylkingarinnar, eins og einhver kallar það hér að ofan, í sögu þinni. Ef allt er rétt mun þetta verða stórkostleg von í allt að vonlausri stöðu.
Þetta með niðurfellingu skulda er ég að heyra aftur og aftur. Hvaðan kemur það?
Manni finnst blasa við að Evrópusambandið verði að viðurkenna ágalla regluverksins og ábyrgð í málinu. En er þetta óskhyggja? Eða hlýtur þetta að vera satt? Af hverju er þetta þá ekki gefið í skyn með skýrari hætti? Hugsanlega vegna þess að þetta er viðkvæmt gagnvart nú-viðkvæmu fjármálakerfi Evrópu, hvorki meira né minna? En nú er Ísland á barmi gjaldþrots, er þá ekki nauðsynlegt að gefa a.m.k. okkur skíthræddum Íslendingunum í skyn að tekið verði tilliti til þröngrar stöðu okkar að einhverju leyti a.m.k.? Af hverju er það ekki gert ef það er satt að Evrópusambandið ætlar að fella niður a.m.k. eitthvað af ábyrgðunum? Þetta er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægur möguleiki. Ég er spenntur fyrir þessum atriðum og trúi reyndar ekki fyrr en ég tek á því að þannig verði það, að hluti skuldanna verði felldur niður (Tek samt undir orð Einars Hanssonar hér að ofan). En í þessu samhengi kann samþykkt samningsins við Hollendinga og Breta að vera nauðsynlegur....og þá er vont að vita ekki meira, t.d. fyrir almenna alþingismenn....
Eiríkur Sjóberg, 23.6.2009 kl. 23:43
Ég held að hinn kaldi veruleiki hafi valdið sinnaskiptum VG. Það er létt að standa fyrir utan og gagnrýna. En þegar orð þín byrja að hafa vigt og ákvarðanir afleiðingar, þá breytast hlutirnir.
Ég held að Sjálfstæðismenn létti að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun, en fyrir stjórnarslit voru þið búnir að gíra ykkur á að taka hana sjálfir og hefðuð gert það. Þetta er því miður það eina sem hægt er að gera og Steingrímur veit það það.
Þótt ég taki venjulega ekki undir orð Bjarna Ben. jr. þá tek ég undir orð hans um Icesave frá 29.11.2008.
"Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. [...]
Þegar heildarmyndin er skoðuð tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli."
Flottar samsæriskenningar, en því miður er raunveruleikin oftast einfaldari.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.