14.7.2009 | 11:09
Ótrúverðugur málflutningur minna manna - talandi um skoðanakúgun
Mínir menn - sjálfstæðismenn - fara mikinn í gagnrýni sinni á viðsnúning Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, varðandi Icesave skuldbindingarnar og fyrirhugaðar aðildarviðræður við ESB. Þessi gagnrýni væri að mörgu leyti skiljanleg og eðlileg ef þessir ágætu menn hefðu verið staðfastari í sinni trú varðandi sömu málaflokka síðustu misseri. Mér líður hálf skringilega að vera stanslaust að gagnrýna þann flokk, sem ég fylgi enn að málum, en mér er bara ekki stætt á öðru síðastliðið tæpt ár eða svo. Ég man ekki betur en að fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi talið Alþingi vera eina rétta aðilann til að útkljá mál eins og ESB aðildarviðræður. Þess ber þó að geta að þá voru þeir í meirihluta ríkisstjórn á þinginu. Ég veit ekki betur en að núverandi formaður, Bjarni Benediktsson, hafi, ásamt núverandi þingflokksformanni, Illuga Gunnarssyni, gert sér dælt við ESB aðildarviðræður á síðasta ári og sömu sögu má reyndar segja um varaformanninn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og einhverja nokkra aðra í þingflokknum, t.d. hina ágætu Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur, sem reyndar er því miður hætt á þingi. Ég man heldur ekki betur en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi lagt grunninn að drögum þess samkomulags, sem nú nú liggur fyrir þinginu varðandi Icesave deiluna. Sennilega sáu fyrrum forystumenn Sjálfstæðisflokksins - líkt og Steingrímur sér nú - að þetta var eina færa leiðin í þessu bölvuða klúðursmáli. Sjálfstæðismenn virðast því vera í sama tangó og Vinstrigræn, hvað þessi mál varðar. Íslendingar kunna ekki að meta pólitískan skollaleik í dag, heldur óskum við eftir heilsteyptum, heiðarlegum stjórnmálamönnum með framtíðarsýn og lausnir. Fáa slíka þingmenn virðist vera að finna á þingi í dag, sama hvaða stjórnmálaflokk maður skoðar. Mestur mannauðurinn virðist þeir þó vera innan vébanda VG, en því miður er ég algjörlega ósammála þeirra stefnumálum og get því aldrei kosið þann flokk.
Ég skal viðurkenna, að ég gaf lítið fyrir gagnrýni VG, Samfylkingarinnar, og síðar Framsóknarflokksins, varðandi stöðu efnahagsmála á árunum 2002-2008. Hefðum við betur gefið þeim orðum meiri gaum. Líkt og okkur sjálfstæðismönnum er svo oft tamt - jafnvel enn þann dag í dag - treysti ég og trúði mínum forystumönnum í hálfgerðri blindni. Þó má segja að ég hafi fengið sjónina á annað augað í nokkrum málum á undanförnum 5-6 árum. Það sem sérstaklega fór fyrir brjóstið á mér var tilhneiging minna manna til að taka ákvarðanir í reykfylltum bakherbergjum, keyra málin oft vanreifuð og á allt of stuttum tíma og af gífurlegu offorsi í gegnum þingið og hikuðu þeir þá ekki við að svínbeygja þingmenn ef þess þurfti. Þessi vinnubrögð hafa arftakarnir - VG og Samfylking - verið fljót að tileinka sér og virðist þetta því vera eitt af séreinkennum íslenskra stjórnmála. Flestum þessara umdeildu mála var ég samt sem áður sammála og er enn - s.s. fjölmiðlamálið. Þetta snýst að mínu mati meira um aðferðafræðina, þ.e. málsmeðferð við undirbúning og afgreiðslu og síðan auðvitað framkvæmdina á breytingunum. Nú sem fyrr er beitt hér á landi gamaldags stjórnmálum, líkt og Borgarahreyfingin hefur réttilega nefnt ýmis vinnubrögð á Alþingi.
Valdaþreyta hefur eflaust spilað stóra rullu í þessu máli hjá Sjálfstæðisflokknum, en stærra hlutverk spilaði sennilega stjórnunarstíll fyrrverandi formanns flokksins Davíðs Oddssonar. Davíð nam meira og minna úr gildi allt lýðræði innan Sjálfstæðisflokksins. Þannig var þingflokknum stjórnað eins og rómverskri herdeild og miðstjórn flokksins helst ekki kölluð saman í hans stjórnartíð. Stórar ákvarðanir voru teknar af Davíð og Halldóri, Davíð og viðkomandi fagráðherra, Davíð og einhverri flokksklíku eða af Davíð og einhverjum hagsmunaaðilum, sem tengdust flokknum. Landsfundirnir hafa alltaf verið undirbúnir af miklu kappi og allar ályktanir nánast tilbúnar fyrir fundina. Reynt hefur verið af fremsta megni að koma í veg fyrir að öðru en orðalagi sé breytt í ályktununum. Hlutverk formanna nefndanna á landsfundum flokkanna var að vera framlenging á valdi þeirra ráðherra sem með málaflokkana fóru. Þegar einhverjar deilur fara af stað fjölmenntu hagsmunaaðilar á fundina eða útsendarar ráðherra eða jafnvel ráðherra sjálfur. Stundum taka ályktanir jafnvel breytingum eftir að þær höfðu verið samþykktar í nefndum. Þar sem sjálfstæðismenn þekkja ekki önnur vinnubrögð en þessi í innra starfinu eða í landsmálunum undanfarin 20 ár - þ.e.a.s. fullkomið valdaafsal flokksmanna til forystu, flokksklíku og valda- og hagsmunaaðila - eru þeir orðnir samdauna þessu og líta menn eins og mig, sem vilja breytingar, illu auga. Jafnvel hin uppreisnargjarna æska lærir að hlýða frá barnsaldri:
Haltu kjafti hlýddu og vertu góður, heiðra skaltu föður þinn og móður!
Fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins eru valdir af allra harðasta kjarna sjálfstæðismanna. Harðasti kjarni flokksins er almennt meira andsnúinn ESB aðild en venjulegir kjósendur flokksins. Þessi harði kjarni - fulltrúaráðin - velja síðan aðra sjálfstæðismenn af sama sauðahúsi, þ.e. þá sem eru innvígðir og innmúraðir. Þetta kemur í veg fyrir að nokkur vandamál komi upp á landsfundinum. Hlutfall kverúlanta - á borð við mig - er mjög lágt og þeir alltaf ofurliði bornir á öllum landsfundum. Hlutfallslega fleiri fulltrúar koma utan af landi en frá suðvestur-horninu, sem skekkir að mínu mati áherslur fundarins, t.d. eru fleiri á landsbyggðinni andsnúnir ESB aðild. Fleiri eldri sjálfstæðismenn koma á landsfund en yngri, en afstaða eldri harðlínumanna innan flokksins til ESB er hatrömm á móti á meðan yngra fólkið vill frekar í aðildarviðræður.
Flestir halda áfram að fara á landsfund þar til þeir eru ekki lengur ferðafærir eða deyja. Fyrir okkur, sem starfað hafa lengi innan flokksins, er um nokkurskonar endurfundi (e. reunion) að ræða. Umgjörð fundarins er hátíðleg og vönduð. Mikið um skemmtanir, veislur og partí, sem að mínu mati veikja málefnalegt starf nefndanna. Þetta er að mínu mati gert með vilja til að fundurinn verði ekki of pólitískur, til að ekki sé farið í of mikil smáatriði eða útfærsluatriði. Með þessu móti hefur flokksklíkan fulla stjórn á landsfundinum. Þetta á reyndar einnig við um starf þeirra fulltrúaráða, sem ég hef tekið þátt í. Þar eru sveitarstjórnarmenn með sína útsendara, sem hafa fulla stjórn á atburðarrásinni. Í fulltrúaráðum er meira talað um allskyns formsatriði og sárasjaldan talað um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum - meira eins og Lyons eða Kiwanis. Þegar að kosningum fer síðan allur krafturinn í kosningabaráttuna sjálfa, en þar erum við sjálfstæðismenn meistarar. Stjórnmál eru sem sagt lítið rædd innan Sjálfstæðisflokksins og hvað þá skipst á rökum um stór mál á borð aðild að Evrópusambandinu. Nei, þarna ráða flokksklíkurnar og ýmsir hagsmunaðilar ferðinni og síðan er okkur í grasrótinni talin trú um að við ráðum í raun og veru einhverju.
Margir hægri menn sem ég þekki virðast ánægðir með ofangreinda tilhögun mála - þeir pæla sennilega lítið í stjórnmálum, en græða sennilega þeim mun meira á daginn og grilla síðan einhver ósköp á kvöldin. Þó þekki ég nokkra hægri menn, sem myndu vilja lýðræðislegri vinnubrögð: minni klíkuskap og ættdrægni (e. nepotism) og minni hagsmunagæslu á hægri væng stjórnmálanna. Hvað gera skoðanabræður mínir á hægri vængnum í þessu máli? Hvað gera hægri menn sem vilja fara í ESB aðildarviðræður í næstu þingkosningum? Getum við hugsað okkur að kjósa þingmenn, sem eru á allt annarri skoðun en við í þessu stóra máli og reynar mörgum öðrum? Er þessu við bjargandi? Ég segi já við þeirri spurningu. Þótt ég sé hjartanlega ósammála náfrænda mínum, Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni VG, varðandi aðildina að ESB, styrkti einörð afstaða hans ásetning minn, en hann er að ná fram breytingum á hægri vængnum í stjórnmálum á Íslandi.
Áfram deilt um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
"Þó þekki ég nokkra hægri menn, sem myndu vilja lýðræðislegri vinnubrögð: minni klíkuskap og ættdrægni (e. nepotism) og minni hagsmunagæslu á hægri væng stjórnmálanna"
Þetta er nokkuð merkileg yfirlýsing, eftir að hafa afneitað lýðræðislegri samþykkt landsfundarins, sem haldinn var í vor, en til upprifjunar er hún hér
Formaður og þingmenn flokksins eru að vinna í samræmi við þessa landsfundarsamþykkt og það er meira en formaður og sumir þingmenn VG eru að gera með sínar flokkssamþykktir.
Stundum er maður ósammála meirihlutanum, en beygir sig fyrir vilja hans í nafni og anda lýðræðisins.
Axel Jóhann Axelsson, 14.7.2009 kl. 11:24
Axel Jóhann:
Það sem ég er að benda á er að það er handvalið á fundinn, harðasti kjarninn - ESB andstæðingar - velja aðra ESB andstæðinga. Mikið er af fulltrúum utan af landi, sem eru almennt andsnúnari ESB aðild. Mikið af eldri borgurum eru á fundinum, sem eru andsnúnari aðild en þeir yngri o.s.frv.
Fulltrúar á Landsfundinum eru alls ekki fulltrúar hins "almenna kjósenda" Sjálfstæðisflokksins, t.d. yngra fólksins sem er að missa húsin sín og er í vandræðum með afborganir o.s.frv. Dætur mínar myndu t.d. frekar kjósa Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokkinn.
Af þessum sökum minnkaði flokkurinn svona í vor og með sama áframhaldi mun hann minnka enn frekar í næstu kosningum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og öðru þéttbýli, þar sem 3/4 þjóðarinnar búa.
Kreppurkarlinn:
Þú segir nokkuð!
Tekur maður ekki alltaf skásta kostinn, sem er í boði?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.7.2009 kl. 12:02
Heiðra skaltu föður þinn og móður var nú sagt í mínu ungdæmi og tel ég það réttara.
Ekki leggjast undir kvalara þína.
Ekki vera óviss í þekkingu þinni.
Ekki hræðast hið ókomna
Þó þú sért undir hótunum og myrkrið hylji ferð þína um svið þess réttláta og sanna, muntu að lokum ná fram og sjá, að undirlægjuháttur við fyrrum Nýlendukúgara er EKKI hin rétta leið.
Hinn skinborni maður veit, að breiða brautin liggur oft til glötunar, líkt og margir okkar hafa séð, vegurinn til sælunnar virðist oft nærri ófær og markmiðið svo langt í burtu.
Okkur farnast miklu betur með hörku og einarðar baráttu við hin myrku öfl Breta og annarra Nýlendu kúgara.
M br kv
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 14.7.2009 kl. 13:21
Blessaður Guðbjörn.
Góður pistill, og sérstaklega sá þáttur sem fjallar um stjórnunarstíl Davíðs, minnir óneitanlega á stjórnunartíl þess er stendur okkur nær. En ekki er nú líklegt að þar breytist nokkuð í bráð.
Með kveðju
Hannes
Hannes Friðriksson , 14.7.2009 kl. 13:49
Bjarni:
Rétt hjá þér og ég þekki þetta auðvitað svona líka og held að um útúrsnúning sé að ræða.
Helst vildi ég taka slaginn við Bretana og Hollendingana og ég held að það kysu flestir. Klókara er að taka slaginn aftur síða, með því að endursemja og fá skuldir felldar niður, en að mínu mati er auðsjáanlegt að við ráðum ekki við að greiða þetta.
Hannes:
Ekki vil ég nú meina að Árni vinur minn Sigfússon stjórni á þennan hátt, en ég get kannski verið sammála Guðbrandi að mér þykir vera ansi mikill asi á mönnum í þessum máli og betra hefði verið að kynna þetta betur.
En vissulega hefurðu eitthvað til þíns máls. Í Sjálfstæðisflokknum virðast menn vanir því að svona sé unnið og við það er ég ekki sáttur.
Ef mér auðnast einhvertíma gæfa til þátttöku í stjórnmálum myndi ég temja mér önnur vinnubrögð og meiri auðmýkt í störfum mínum.
Vandamálið er að ég er - líkt og aðrir dauðlegir menn - breyskur maður:
Vald spillir, algjört vald spillir algjörlega!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.7.2009 kl. 15:07
Því megum við ekki LOFA að greiða það sem við VITUM að við ekki getum greitt.
Menn verða að vera varkárir með framtíð barna sinna og hófsamir í ætlunum um, að ganga inn í Kalmarsambandið hið nýja. Hið fyrra var eitrað mjög, svo mun einnig um það hið síðara og ef ekki göróttara
mbrkv
mibbó
Bjarni Kjartansson, 14.7.2009 kl. 15:20
Afar heilsteypt og góð grein og hægt að taka undir æði margt í henni.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.7.2009 kl. 19:23
Þetta er mjög góður og velskrifaður pistill Guðbjörn, og þú staðfestir það sem mér hefur sjálfri fundist nú síðustu tæpu tvo áratugina, eða svo. - Kærar þakkir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.7.2009 kl. 20:32
Ég er langt frá því að vera sammála öllu því sem þú skirfar hér að ofan. Mér finnst það reyndar að það ætti ekki að skipta öllu máli. Ástæða þess að ég kvitta hér er að mig langaði til að þakka þér heiðarlegan pistil!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 20:37
Ég hef verið þeirrar skoðunar nokkuð lengi, eftir að lesa margt sem þú hefur skrifað, að þú sért í vitlausum flokki. Held að þú ættir að hugsa þér til hreyfings ef ekki bólar á breyttum vinnubrögðum á þeim bænum. Mig grunar líka að Hannes hafi mikið til síns máls.
En hvert þú gætir flutt þitt pólitíska lögheimili get ég ekki ráðlagt þér um. Því miður.
Takk fyrir heiðarlegan og hreinskilinn pistil.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.7.2009 kl. 21:03
Þakka þér þennan ágæta pistil. Mér finnst eiginlega dapurlegt hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum á margan veg. Lengi hafði flokkurinn forystu um frjálslynda utanríkisstefnu og náið samstarf við vestrænar vinaþjóðir. Ég nefni bara Nató,Efta og EES þar sem til kom að vísu kúvending á einni nóttu. Nú er eins og forystan hafi asklok fyrir himin og reynir að þvælast fyrir öllu sem verið er að gera til að reyna koma samfélaginu á réttan kjöl. Þú átt heiður skilinn. Ég held að flokksforystan sé ekki í góðu sambandi við almenning í landinu.
Eiður Svanberg Guðnason, 14.7.2009 kl. 21:45
Er þetta einhvers konar grand finale, ef svo er hef ég aðeins eina spurningu: við hverja áttu þegar þú vísar til "minna manna"?
Ragnhildur Kolka, 14.7.2009 kl. 22:00
Jón Frímann:
Ég þrýsti ekki á einn eða neinn þingmann Sjálfstæðisflokksins, en ég fer fram á að þeir kjósi eftir eigin sannfæringu líkt og stjórnarskrá Íslands segir til um, en ekki eftir samþykkt landsfundar flokksins.
Lilja Guðrún:
Ekki er ég sammála þér að það ástand, sem ég lýsi hér að framan, hafi verið við lýði í 20 ár. Það má vera að örlað hafi á því fyrir 20 árum, en síðan hríðversnaði það á síðustu 10 árum. Ég reyni alltaf að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og öðrum, en aðrir verða að dæma um árangurinn.
Rakel:
Svona koma þessi mál mér fyrir sjónir og ég er mjög meðvitaður að við sjáum hlutina oft í ólíku ljósi.
Lára Hanna:
Það halda margir að ég sé í röngum flokki, en því er ég ósammála. Flokkurinn er á rangri vegferð og það þarf að leiðrétta hana. Síðustu kosningar sýndu að 1/3 kjósenda flokksins eru sammála mér. Tryggð sjálfstæðismanna er hins vegar mikil - líkt og sjá má á mér - og því hefðu hugsanlega 1/2 sjálfstæðismanna getað yfirgefið okkar raðir í síðustu kosningum, en tryggðin varð síðan yfirsterkari óskinni um breytingar. Síðan er það hárrétt hjá þér að ég hef í engin önnur hús að venda, enda ekki ósáttur við stefnuskrá flokksins að öðru leyti en því að ég vil fara í ESB aðildarviðræður og síðan vil ég viðhafa önnur og lýðræðislegri vinnubrögð innan flokksins og við afgreiðslu mála. Það getur enginn hent mér út úr flokknum fyrir það eitt að vera gagnrýninn og vilja með því flokknum vel. Ég tel að þjóðin þurfi á heiðarlegum og vel meinandi hægri flokki að halda, en á þann stall vil ég koma flokknum aftur. Að þjóðin sjái okkur sem framsækinn, lýðræðislegan, frjálslyndan, víðsýnan, markaðssinnaðan flokk með hjartað á réttum stað. Flokk sem losað hefur sig við óeðlileg hagsmunatengsl og flokksklíkur, flokk sem samþykkir ekki nepótisma og óheiðarlega stjórnamálamenn eða viðskiptajöfra og tekur á slíkum lúsablesum með fullri hörku en ekki silkihönskum. Ég gefst ekki upp fyrr en þetta uppgjör hefur farið fram innan Sjálfstæðisflokksins og það mun gerast fyrr en síðar.
Eiður Svanberg:
Já, ég er algjörlega sammála þér. Sjálfstæðisflokkurinn var einmitt sá flokkur sem var frjálslyndastur og víðsýnastur m.t.t. utanríkisstefnu og náið samstarf við vestrænar þjóðir. Flokkurinn er að breytast í einhverja hallærislega útgáfu af gamla Framsóknarflokknum, fullur af þjóðernisrembingi og hroka.
Ragnhildur:
Ef ég yfirgef flokkinn minn og "mína menn" einhvertíma verður það gert með stæl. Sjálfstæðismenn eru svo óvanir að einhverjir meldi sig og gagnrýni vinnubrögð flokksins og innri starfsemi að það halda allir að maður sé leiðinni í burtu.
Þeir sem stjórnað hafa flokknum og stjórna honum nú eru ekki með eitthvað afsal undir höndum, þar sem eignarréttur þeirra kemur fram.
Ég tel mig eiga jafnmikið í Sjálfstæðisflokknum og aðrir ánægðir og óánægðir flokksmenn. Mér sárnaði útreiðin í síðustu kosningum og hræðilega léleg frammistaða okkar manna undanfarin ár, sem er auðvitað ástæðan fyrir fylgishruninu og þeim algjöra skorti á trausti sem þessi einu sinni risastóri flokkur finnur allsstaðar fyrir.
Eigum við ekki eitthvað betra skilið en það sem okkur er boðið upp á af okkar mönnum á Alþingi undanfarna daga og vikur?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.7.2009 kl. 23:41
Æi Guðbjörn, viltu ekki bara stofna krataflokkinn þinn?
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 00:30
Samsæriskenning þín um landsfundi Sjálfstæðisflokksins er annars í bezta falli brosleg. Skora ég á þig að sanna að hún sé á rökum reist.
Með því að skrifa fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í vor á Evrópumálin gerir þú lítið úr bankahruninu sl. haust sem að mestu hefur verið skrifað á reikning flokksins og allar líkur eru á að hafi orsakað minna fylg, a.m.k. að mestu leyti.
En ef miðað er við síðasta þjóðarpúls Gallup er Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærsti flokkur landsins með 28% á meðan hin Evrópusambandssinnaða Samfylking fékk 25%. Enn er nokkuð í land með að ná fylgi sambærilegu og við höfum lengi haft en næstu kannanir verða óneitanlega áhugaverðar. Þú ættir því að anda rólegra í því ljósi, eða hvað?
Þess utan leyfi ég mér að fullyrða að hvergi er meiri andstaða við Evrópusambandið í Sjálfstæðisflokknum en í ungliðahreyfingunni.
En það er gott að þú viðurkennir að grasrót Sjálfstæðisflokksins vilji ekki í Evrópusambandið. Það er alveg er alveg rétt og sást mjög vel á almennum fundum flokksins um Evrópumál sl. vetur um allt land.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 00:43
Mér líður sem þér, enda sagði ég mig úr flokknum 2001.
Ég tel mig samt enn Sjálfstæðizmann.
Fallegur & heiðarlegur gagnrýninn piztill sem að sýnir þig sómadreng.
Íslandi allt !
Steingrímur Helgason, 15.7.2009 kl. 02:18
Guðbjörn
Talandi um "skoðanakúgun", en hefði þú verið eitthvað betur sáttur og ánægðari ef þetta "EUSSR" hefði komist á milli fyrrum Sovét og Evrópuríkja?
Nú ef þú (Guðbjörn) hefur ekki hugmynd hvað "EUSSR" er þá vildi ég benda þér á eitthvað um þessi leynilegu gögn um "EUSSR" er hann Vladimir Bukovsky komst yfir:
"According to the [secret Soviet] documents, 1985-86 is the turning point. I have published most of these documents. You might even find them on the internet. But the conversations they had are really eye opening. For the first time... they were trying to save their
political hides. In the East the Soviets needed a change of relations with Europe because they were entering a protracted and very deep
structural crisis; in the West the left-wing parties were afraid of
being wiped out and losing their influence ... openly made by them, agreed upon, and worked out.
In January of 1989, for example, a delegation of the Trilateral
Commission came to see Gorbachev. It included [former Japanese Prime
Minister Yasuhiro] Nakasone, [former French President Valéry] Giscard d’Estaing, [American banker David] Rockefeller and [former US Secretary of State Henry] Kissinger. They had a very nice conversation where they tried to explain to Gorbachev that Soviet Russia had to integrate into the financial institutions of the world, such as Gatt, the IMF and the World Bank.
In the middle of it Giscard d’Estaing suddenly takes the floor and says: “Mr President, I cannot tell you exactly when it will happen – probably within 15 years – but Europe is going to be a federal state and you have to prepare yourself for that. You have to work out with us, and the European leaders, how you would react to that, how would you allow the other Easteuropean countries to interact with it or how to become a part of it, you have to be prepared.
This was January 1989, at a time when the [1992] Maastricht treaty had not even been drafted. How the hell did Giscard d’Estaing know what was going to happen in 15 years time? And surprise, surprise, how did he become the author of the European constitution [in 2002-03]? A very good
question. It does smell of conspiracy, doesn’t it?"
"..This is why the structures of the
European Union were initially built with the purpose of fitting into the
Soviet structure. This is why they are so similar in functioning and in
structure..."
http://groups.google.is/group/Bible-Prophecy-News/browse_thread/thread/52b254f27171e2ce/e66c589a1c16d175?hl=en&ie=UTF-8&q=eussr+%2BVladimir+Bukovsky
En ef lýðræði kæmist á í ESB þá myndi þetta ESB- bákn hrynja algjörlega, rétt eins og raunin varð með þetta sama fyrirkomulag er hrundi í fyrrum Sovét.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 09:52
Guðbjörn,
sönn og heiðarleg úttekt á pólitísku tilfinningalífi margs fólks og alls ekki bundið við xD. -Takk fyrir það. Sérstaklega var gott að lesa þessa fullyrðingu:
"Íslendingar kunna ekki að meta „pólitískan skollaleik“ í dag, heldur óskum við eftir heilsteyptum, heiðarlegum stjórnmálamönnum með framtíðarsýn og lausnir."
Merkilegt hvernig jafnvel hið bezta fólk dettur inn í rullur fortíðarinnar þar sem sjálfur Steingrímur sem spunameistari hefur átt mikinn þátt í að viðhalda leikskipulaginu sem stjórnarandstæðingur til áratuga. Viðsnúningur hans er til vitnis um að hann gerir sér grein fyrir þeim gífurvanda sem við stöndum frammi fyrir og er liður í því að axla raunverulea ábyrgð. Finnst það segja meira en flest orð um alvarleika vandans.
Kveðja,
-þ
Þorsteinn Egilson, 15.7.2009 kl. 10:21
Guðbjörn
Hvernig er það er ekki "skoðanakúgun " í þessu ESB-Social Dictatorship bákni og/eða undir þessari ólýðræðislegri og skipaðri Framkvæmdarstjórn ESB (ath: menn í Framkvæmdarstjórn ESB eru ekki kosnir heldur skipaðir á bakvið tjöldin)?
Hvernig er það er ekki "skoðanakúgun "og undir þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum, þar sem þessir ESB-þingmenn geta alls ekki komið með eða lagt fram lagafrumvörp , og ofan á allt þá geta ESB- þingmenn ekki mómælt neinu,( ef marka má mótmælin sem voru í ESB- þinginu þann 12.12.2007)?
En segðu mér eitt af hverju ættum við að óska eftir vera í ESB undir þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum, eða þar sem Þingmenn ESB eru auk þess með takmarkaðan tíma og/eða nánast sagt engann tíma (1 til 2 min) til að veita andsvör á öllu því sem er þvíngað og kúgað er ofan í þá, eða þar sem hver ESB -Þingmaður getur í mesta lagi náð að tala 12 mínútur á einu ári í þessu ESB-þingi, þú?
Nú síðan má geta þess að menn eru ekki kosnir í stöður í ESB-Central Bank og hjá þessum ESB- Dómstólum, þar sem þeir eru skipaðir á bakvið tjöldin.
Þeir menn sem eru skipaðir í Framkvæmdastjórn ESB þurfa ekki bera neina ábyrgð á neinu. Já þetta ESB er eins og í fyrrum Sovét með Politburo og þessu 80.000 blaðsíðna reglugerðarverki ESB sem líkist Gosplan (eins og var í fyrrum Sovét). En ef lýðræði kæmist á í ESB þá myndi þetta ESB- bákn hrynja algjörlega
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:40
Hjörtur J:
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður
Ég tel að þú og þínir fylgismenn, sem hertekið hafið flokkinn, eigið að stofna öfgasinnaðan hægri þjóðernisflokk og taka Bjarna Harðar með ykkur. Formaður flokksins gæti verið Davíð Oddsson og varaformaður Geir Hilmar Haarde. Þið megið taka megnið þingflokknum með ykkur í þann flokk.
Við hægrisinnaðir lýðræðissinnar (e. right-wing democrats) látum ekki hrekja okkur úr flokknum, enda værum við þá pólitískir munaðarleysingjar í íslenskum stjórnmálum.
Flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa svipaða lífsskoðun og hægrisinnaðir bandarískir demókratar, en ekki skoðanir harðlínu repúblikanar á borð við George W. Bush. Ég sé hins vegar að flestir þeir sjálfstæðismenn sem aðhyllast einangrunarstefnu Heimssýnar eru gamaldags íhaldsmenn, sem í raun eru í minnihluta í Sjálfstæðisflokknum.
Þetta veit forusta flokksins mæta vel og þess vegna reyndi hún að fá aðra niðurstöðu á síðasta landsfundi varðandi ESB málin. Gallinn er að innra kerfi flokksins er þannig upp byggt að það eru þessir gömlu íhaldsmenn sem fara á landsfundi og hafa þannig töglin og hagldirnar í flokknum sl. ár.
Það verður meginverkefni nýrrar forystu flokksins að reyna að hemja þennan íhaldsarm á einhvern hátt, því annars töpum við frjálslyndu, víðsýnu öflunum - sem lengst af réðu flokknum - úr flokknum. Við það verður flokkurinn aðeins svipur hjá sjón.
Við megum ekki tapa sjónum á því sem vel var gert á undanförnum 20 árum og það var einmitt að auka frelsið - þótt við hefðum mátt stíga þar varlegar til jarðar. Víðsýni, frjálslyndi, að gera þjóðfélaginu og landsmönnum gott til, alþjóðlegt og evrópskt samstarf, frelsi í viðskiptum og einstaklingsframtakið eru það sem dregur mig að stjórnmálaþátttöku í Sjálfstæðisflokknum. Allt þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn enn á dagskrá - eftir því sem ég best veit - og því á ég enn heima þar.
Það sem þið gamaldags íhaldsmenn innan Sjálfstæðisflokksins predikið er einangrun, forpokun, hagsmunagæsla fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu, t.d. útgerðarmenn og fjármagnseigendur. Allt er þetta að hætti gamalla íhaldsmanna og stórkapítalista, sem ég veit að þjóðin vill ekki að stjórni landinu.
Þegar Sjálfstæðiflokkurinn var stofnaður árið 1929 upp úr Frjálslynda flokknum og Íhaldsflokknum, stóð valið milli nokkurra nafna fyrir utan tvö fyrrnefnd nöfn. Það voru nöfnin Sjálfstæðisflokkurinn og Umbótaflokkurinn. Þótt margir hafi viljað halda í nafnið Íhaldsflokkurinn, og sumum jafnvel þótt Umbótaflokkurinn gott nafn, varð nafnið Sjálfstæðisflokkurinn ofan á. Mig grunar reyndar að þarna hafi íhaldsarmur flokksins verið á ferðinni eina ferðina enn og hreinlega ekki geta hugsað sér að skýra flokkinn eftir umbótum eða frjálslyndi.
Ég tilheyri umbótaflokksarmi flokksins en þú íhaldsarminum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 10:46
Sæll Guðbjörn minn.
Mjög fín grein sem var skrifuð af ástríðu en jafnfram yfirvegun. Ég er nú líka skráður í Sjálfstæðisflokkinn en kaus Samfylkinguna í þessum kosningum einmitt vegna þessara einræðistilburða sem ég mér finnst oft svífa yfir Sjálfstæðisflokknum.
Kannski er maður svona nett póli "tík" haha.
Vissulega horfir maður á þetta úr fjarlægð núna en samt fylgist maður vel með.
Sigurbjörn Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:49
Fann þetta á blogginu maður bara klökknar, Þjóðarstoltið rís og brjóstið þennst út úff hva maður elskar Ísland.
Frétti að þú hefðir komið austur um daginn og hefði endilega viljað sjá þig en var í sumarfríi.
kv.Óska Þór
Óskar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:58
Svarið sem beindir Hjartar um gamaldags sjálfstæðismenn og öfgamenn??
Kannski er Hjörtur það en ekki ég en samt ann ég landinu ofmikið til að fórna því til Brussel og er þó ekki öfgamaður eða öfgahægrimaður.
Óskar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:08
Guðbjörn: Ég ætla ekki að sletta mér inn í óhamingjusamt samband þitt við Sjálfstæðisflokkinn, en vil benda þér á að hugmyndir þínar um hægrisinnaða lýðræðissinna (right-wing democrats) eru ekki í takt við raunveruleikann.
Þetta er deyjandi fyrirbrigði eins og fram kemur í könnun sem Alan Abramowitz kynnti á ársfundi American Political Science Association í september 2006. Þar kemur fram að um miðjan áttunda áratuginn voru svokallaðir miðjumenn (moderate middle) á Bandaríkjaþingi 37%. Árið 2005 voru þeir 8% og tilheyrðu báðum stóru flokkunum.
Og ef þú heldur að það séu bara vondir republikanar sem standa fyrir þessari breytingu þá verð ég að hryggja þig með því að fyrirbærið er sjálfsprottið, allir taka þátt og stjórnmálamennirnir fylgja bara í kjölfarið. Þeir vilja jú, ná kosningu.
Hugsanlega má kenna upphaf þessara breytinga við Víetnam stríðið (JFK), en ofurmetnaður Lyndon B Johson á líka stóran þátt í þessari breytingu.
Þú þarft því að íhuga vandlega hvort þú eigir bara ekki heima í einhverjum öðrum flokki áður en þú skaddast varanlega af þessari óánægju þinni.
Ragnhildur Kolka, 15.7.2009 kl. 17:43
Sigurbjörn Arnar:
Ég held að þú sért ekki sá eini, sem lagðir krötunum lið og gerðir þá að stærsta flokki landsins.
Sigurbjörg:
60% þjóðarinnar eru hægri kratar.
Óskar:
Ég elska þessa þjóð og vill henni vel. Einmitt af þeim sökum vil ég fara í aðildarviðræður við ESB, þjóðinni allri til heilla, en ekki einstaka hagsmunahópum, t.d. útgerðarmönnum, kjúklinga-, eggja- og svínabændum og síðast en ekki síst íslenskum fjármagnseigendum, sem vilja geta okrað á okkur með verðtryggingu og okurvöxtum sem hingað til.
Ragnhildur:
Ég var ekkert að tala um miðjumenn (e. moderate middle) í Bandaríkjunum, heldur miðjumenn á Íslandi. Vildu í alvöru halda því fram að stjórnmálin hér á landi hafi þróast meira til hægri og vinstri á undanförnum árum? Ég held einmitt að aldrei hafi verið jafnmikið af "miðjumönnum" og í dag. Þeir sem til þessa hafa verið langt til hægri hafa færst til miðjunnar og mig grunar að þetta eigi við ekki aðeins hér á landi.
Kreppan er alþjóðlega og við munum sjá miklar sveiflur á næstu árum í stjórnmálalegu tilliti. Þetta sannaðist m.a. í kosningunum í vor.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 18:15
Óskar Þór
Takk fyrir þetta innleg, annars held ég að hann Guðbjörn hérna sé ekkert gefinn fyrir þjóðarstolt og hann Jón Sigurðsson, en hann er örugglega miklu meira hrifinn af þessu ESB, og ESB lögum er yfirtaka landslög allra aðildarríkja ESB og/eða þar sem landslög aðildarríkja víkja fyrir lögum- ESB. Eða öllu þessu 80.000 blaðsíðna reglugerðarverki ESB með öllu tilheyrandi
En hérna mikið er ég þakklátur yfir því að múrinn hjá fyrrum Sovét hrundi áður en Maastricht sáttmalinn og ljóta stjórnaskrá- ESB kom til sögunnar (eða í dag umdeildi Lissabon sáttmálinn) því annars hefði þetta Tyranny "EUSSR" orðið að veruleika.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 19:29
Þorsteinn:
Endilega koma á okkur - sem sjáum framtíð íslensku þjóðarinnar sem fullvalda ríki innan bandalags þjóðríkja - einhverjum stimpli þess efnis að við séum ekki sannir Íslendingar, að við elskum ekki þessa þjóð, landið, náttúru þess, íslensku sauðkindina og "íslenska" þorskinn, íslenska "kynið", en sjálfur er ég norsk-írsk-dansk-þýsk og gyðingslegur bastarður og skammast mín ekkert fyrir það!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 20:27
Guðbjörn "Ótrúverðugur málflutningur minna manna - talandi um skoðanakúgun"
Hvað ert þú hérna að tala um "málflutningur minna manna" um jafn þverpólitískt mál eins og ESB málið er /og hefur verið hér, eru þessir fylgjendur þínir, eða ESB-sinnar ekki á móti lýðræðislegri þjóðaratkvæðaafgreiðslu núna um það hvort þjóðin eigi að sækja um aðild eða ekki? Nú síðan vilja þessir ESB-sinnar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur bara leiðandi og allt gert til þess að ESB-sinnar geti haft síðasta orðið, ekki satt? Ha, og svo ert þú hérna Guðbjörn að tala um "skoðanakúgun" rétt eins og ESB-sinnar væru ekki með "skoðanakúgun" eða hvað þá að þeir geti viðurkennt að hún sé til staðar einmitt í þessu ESB-Social Dictatorship Politburo bákni. Ef þú vilt fá stimpil þá væri það ESB- sinninn Guðbjörn, og það er svo spurning hvort þú sért ekki sjálfur einmitt fylgjandi "Skoðanakúgun" ?
Hvernig getur þú talað um "fullvalda ríki" innan bandalags þjóðríkja (eða ESB), þegar ríki þurfa að afsala sér fullveldi og breyta stjórnaskrá við inngöngu í þetta ESB-Social Dictatorship bákn?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 00:48
Fróðlegur og gagnorður pistill. Umræðurnar eru öllu einkennilegri. T.d. er alltaf áhugavert þegar Jóni Sigurðssyni er blandað í málin, því að menn túlka kallinn eins og þeim sýnist. Bendi Óskari á að JS talar um stjórn einnar þjóðar yfir annarri (og er þar að tala um Danmörku og Ísland). Síðast þegar ég gáði er ESB ekki ein þjóð heldur bandalag 27 þjóða. Slíkt bandalag var ekki til á dögum Jóns og því vitum við ekkert um það hvað hann myndi segja um aðild Íslands að því.
Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:45
Halldór
Nei og aftur Nei, því þetta er ekki bandalag 27 þjóða, þetta er eitt ólýðræðislegt bandalag 27 kúgaðra ríkja, Halldór , - sem eru undir yfirráðum þessarar skipaðrar framkvæmdastjórnar ESB (þar sem menn eru ekki kosnir , heldur skipaðir bakvið tjöldin) eða eitt allsherjar Socialist Dictatorship bákni og/eða sama fyrirkomulagi og var í fyrrum Sovét með Politburo og þessu 80.000 blaðsíðna reglugerðarverki eða Gosplan-i.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.