15.8.2009 | 10:45
"Með brjóstið fullt af vonum" - nú hefst mjög hröð uppbygging Íslands af miklum krafti!
Að mínu mati hefur þetta karp um Icesave reikningana staðið allt of lengi, þar sem augljóst var að semja varð um málið. Niðurstaða málsins er á þá leið, sem ég benti á fyrir nokkrum vikum síðan, þ.e.a.s. að settir yrðu sterkir fyrirvara fyrir ríkisábyrgð á skuldinni. Ég var stoltur af frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, þar sem þeir sýndu skynsemi og ábyrgð. Framsóknarflokkurinn heldur áfram sínu lýðskrumi, sem er engum til gagns. Enginn Íslendingur er ánægður með málalokin í Icesave málinu, en allir skynsamir menn sjá að þetta hlaut að enda á þennan veg.
Staðreynd er að með ófyrirgefanlegum mistökum við einkavæðingu ríkisbankanna árið 2002 ber ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar mikla ábyrgð á því hvernig hlutirnir fóru. Mesta ábyrgð ber þó líklega fyrri ríkisstjórn Geirs H. Haarde með Framsóknarflokknum og síðan ber síðari ríkisstjórn hans með Samfylkingunni og Ingibjörgu Sólrúnu aðeins minni ábyrgð, þar sem málin voru þá þegar komin í mjög slæman farveg. Engum blöðum er þó um að fletta, að hefði ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar hafið björgunaraðgerðir þegar í stað sumarið 2007, hefði hugsanlega verið hægt að minnka skaðann, þótt ég sé mjög efins um að hægt hefði verið að bjarga íslensku bönkunum, þeir voru einfaldlega sokknir of djúpt í fen skulda og mjög vafasamra áhættufjárfestinga, sem er banvæn blanda. Þetta les ég úr bók Ólafs Arnarssonar, Sofandi að feigðarósi, þótt hann komist að annarri niðurstöðu.
Lengi getur vont versnað og við bættist að Íslendingar voru ekki aðeins amatörar í bankamálum og fjárfestingum, eftirliti með bönkum og efnahagslífinu almennt, heldur einnig í að fást við eftirköst hrunsins og kreppunnar. Ömurlega hefur verið staðið að kynningarmálum allt frá hruninu og það þrátt fyrir sérfræðingar í kynningarmálum og margir aðrir hafi margbent á brotalömina í þeim efnum - það var einfaldlega ekkert aðhafst í að kynna okkar málstað! Vissulega klúðruðu Sjálfstæðismenn og Samfylking þessu strax eftir hrunið, en ekki er heldur hægt að taka ábyrgðina af Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég held meira að segja að ástandið í kynningarmálum hafi versnað, því þótt Geir hafi nú kannski misst ýmislegt klaufalegt út úr sé, sbr. "Maybe I should have ...", þá er Jóhanna Sigurðardóttir gjörsamlega vonlaus í fjölmiðlum og reyndar að mínu mati í fleiri málum en umgangi við fjölmiðla!
Þegar slík stór mál koma upp í okkar litla þjóðfélagi er nauðsynlegt að leita til bestu sérfræðinga í heimi til að fá sérfræðiaðstoð og það var gert í allt of litlum mæli. Besta dæmið er líklega þegar "uppgjafarháskólaneminn" Svavar Gestsson, sem hefur litla sem enga reynslu í alþjóðasamningum - hvað þá í samningum við erlend stórveldi og af þessari stærðargráðu - er sendur út til Bretlands að semja um eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar fyrr og síðar með nokkrum reynslulausum eða -litlum, heiðarlegum, vammlausum og vel meinandi embættismönnum til að semja við úrvalslið breskra samningavarga.
Þótt ekki hafi ég verið sammála Anne Siebert um daginn, þá held ég að hún hafi að vissu leyti átt við mál af þessu tagi. Það er ekkert að því og í raun eðlilegt að við - 320.000 manna örþjóð - séum ekki með færustu sérfræðinga á meðal okkar í öllum málum. Við erum frábær þjóð og með marga færa sérfræðinga á flestum sviðum. Þetta gildir þó ekki um öll svið og það verðum við að viðurkenna fyrir sjálfum okkur og sækja þá sérfræðiaðstoð til útlanda, sem við höfum ekki á okkar snærum. Þessu til viðbótar kemur, að vegna fámennis þekkjast allir í kerfinu og vegna viðvarandi klíkuskapar og nepótisma er annarhvor maður í kerfinu náskyldur. Glöggt er gestsaugað og því oft best að þiggja ráð útlendinga, þegar við sjálf erum ekki dómbær sökum vankunnáttu, kunningskapar eða frændsemi. Að þessu er alls engin skömm, heldur sýnir þetta almenna, heilbrigða skynsemi!
Sem betur fer áttuðum við okkur aðeins fyrr á því, að við hefðum ekki sérfræðikunnáttu til rannsóknar á því hruni, sem hér varð og fengum því til hjálpar sérfræðinginn Evu Joly. Til viðbótar koma nú norsk og bresk yfirvöld okkur til aðstoðar og því ber að fagna eindregið. Ég vil þó setja fyrirvara við aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er ekki jafn sannfærður um þá "sérfræðikunnáttu", sem við erum að þiggja þaðan. Ég efast hreinlega um hvort að sú efnahags- og peningamálastefna, sem þeir beita sé að virka sem skyldi við okkar aðstæður hér á Íslandi. Þeir virðast vera með einhvern staðlaðan "aðgerðapakka", sem þeir beita um allan heim og á öll hagkerfi. Engu máli virðist skipta máli hvort um þróunarland er að ræða eða land sem var eitt það ríkasta í heimi fyrir nokkrum árum eða á árunum 2002-2003, en ég tel ekki rugl tímabilið með, því það var ríkidæmi byggt á lántökum.
Rétt áður en aðildarviðræður við ESB voru samþykktar setti ég fram mína spádóma um hvernig vinstri stjórnin myndi "tækla" málin í sumar og í haust og síðan næstu 2-3 árin, en í þessu sambandi var mjög mikilvægt að gengið yrði frá Icesave samkomulaginu:
- Umsókn um aðild að ESB er lögð inn. (BÚIÐ)
Icesave samningurinn samþykktur. (BÚIÐ) - Endurfjármögnun bankanna lokið með þátttöku erlendra lánadrottna (BÚIÐ - nema Landsbanki, sem verður lokið innan skamms).
- Gengið frá erlendum lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum, Rússlandi og Póllandi (verður nú hægt að afgreiða).
- AGS fer yfir og samþykkir áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. (beðið eftir ríkisábyrgð á Icesave samningi, en er nú hægt að afgreiða).
- Hröð endurreisn efnahagslífsins, m.a. með framkvæmdum í Helguvík (fjáfestingarsamningur hefur verið samþykktur af iðnaðarráðherra) og á Húsavík og stækkun í Straumsvík, Kísilverksmiðja í Helguvík, gagnaver á Varnarsvæðinu og fleiri framkvæmdir).
- Að ofangreindum framkvæmdum koma m.a. nýir erlendir eigendur bankanna auk þess sem peningar frá lífeyrissjóðunum verða notaðir.
- ESB aðildarviðræður, þar sem komið verður á móts við okkur Íslendinga í flestum efnum.
- Evrópski Seðlabankinn byrjar að styðja við krónuna, annaðhvort um leið og aðildarviðræður fara af stað eða þegar aðild hefur verið samþykkt.
- Aðildarsamningur, þar sem viðurkennt er að ESB reglugerðinni um ábyrgðasjóðinn hafi verið ábótavant og því verði málin leyst á grundvelli Evrópusambandsins, þ.e.a.s. með þátttöku ESB í kostnaði (afskriftir á hluta Icesave skuldbindinganna), lækkun vaxta og lengingar í lánum o.s.frv.
- Aðild Íslands að ESB og hröð uppbygging íslensks efnahagslífs, m.a. vegna upptöku evru og aukinna fjárfestinga ESB landa á Íslandi, kemur Íslandi aftur í fremstu röð meðal jafningja í Evrópu og heimsins.
Það er því í raun bjart framundan, þótt við eigum framundan erfið 1-2 ár! Við höfum sýnt það og sannað Íslendingar, að á mjög skömmum tíma höfum við getað komið hjólunum af stað aftur og að hlutir sem taka 5 ár annarsstaðar höfum við gert á 1-2 tveimur árum.
Jónas Árnason, blaðamaður, útvarpsmaður og rithöfundur, fór einu með föður mínum heitnum, Guðbirni Jenssyni, sem var skipstjóri og mikill aflamaður, einn túr á togaranum Þorkeli Mána og gerði um ferðina nokkra skemmtilega útvarpsþætti. Hann átti alltaf löng viðtöl við pabba og notaði alltaf einhver ummæli hans sem titil á þættina. Eitt sinn spurði Jónas pabba, hvernig honum liði þegar hann færi út um hafnarkjaftinn á gömlu höfninni í Reykjavík. Pabbi minn svaraði á þá leið: "Maður er auðvitað með brjóstið fullt af vonum".
Látum engan taka vonina frá okkur, því þá er fokið í flest skjól!
Samkomulag í fjárlaganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur
Guðjón (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 13:02
Innlitskvitt
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 13:18
Hafðu þökk fyrir þessa víðsýnu málefnalegu grein.
Mættu margir bloggarar ganga í smiðju þína.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 14:38
Já, strákar og stelpur! Nú er bara að taka á honum stóra okkar og berjast út úr þessu með botnlausri vinnu okkar sjálfra, ráðdeild og sparsemi og með hjálp vinaþjóða okkar á Norðurlöndunum og í Evrópu! Við verðum komin í góð mál áður en við vitum af!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 15:37
Hægt að bæta gagnaveri á Blönduósi við!
Nú fara hlutirnir af stað!!!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 16:48
Það verður fróðlegt að fylgast með hvernig spádómar þínir rætast...
Haraldur Rafn Ingvason, 15.8.2009 kl. 17:20
Þetta var góður pistill og yfirvegaður.
Oddur Ólafsson, 15.8.2009 kl. 17:31
Sæll Guðbjörn. Já - sæll Guðbjörn!
Segi eins og aðrir, mæl þú manna heilastur!
Ég fagna áfanganum. Mér þykir það mjög dýrmætt að slík breið sátt sé um fyrirvarana.
Og nú sé ég fyrir mér að við getum loksins komist upp úr hjólförunum.
Þótt ýmsir tímabundnir erfiðleikar séu í veginum fyrir okkar samfélag þá eru mörg tækifæri sem bíða í framtíðinni. Ég er ekki í vafa um það.
Eitt af því sem mér finnst mikilvægast er að við Íslendingar tökum til í okkar eigin garði, einkum hugarfari. Að við drögum eilítið úr kappinu (best með forsjá, sjáðu, látum ekki tilfinningarnar bera okkur af leið), sýnum örlitla auðmýkt gagnvart náttúrunni og veröldinni, skynjum kosti landsins sem við búum við, viðurkennum sameiginlega hagsmuni okkar samfélags, gerum breytingar sem lúta að aukinni samfélagslegri ábyrgð, brettum upp ermar og tökumst á við þau verkefni sem framundan eru. Saman. Sem þjóð (þó alls ekki í anda þjóðernishyggju!). Ef okkur tekst að leiðrétta kúrsinn sem þessu nemur, þá mun trú mín á samfélaginu ekki bila. Þá mun "framtíðin [vera] þrátt fyrir allt björt..."
Til hamingju!
Eiríkur Sjóberg, 15.8.2009 kl. 19:38
Haraldur Rafn:
Allt hefur ræst til þessa og nú er bara að bíða og sjá!
Oddur:
Þakka lofið!
Eiríkur:
Ég held við ættum að óska þingmönnunum okkar fyrir þessa niðurstöðu og að þeir hafi sýnt að þeir geti staðið saman þegar erfið mál eru til úrlausnar.
Þetta mál er ekki vinstri/hægri mál frekar en ESB aðildin og slík mál þarf að ræða á öðrum nótum!
Eiríkur, vittu til að nú fara hjólin að snúast, fyrst hægt og síðan hraðar og hraðar! Landið er auðugt að auðlindum og við erum dugleg og vel menntuð þjóð og meira þurfum við ekki til að ná okkur upp úr skítnum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 19:51
Óskar:
Já, batnandi mönnum er best að lifa!
Nú þurfa mínir menn aðeins að skipta um skoðun á ESB og þá er ég ánægður!
Og þó, ég vil einnig sjá þá kannast við uppruna sinn og hætta að afneita markaðshagkerfinu og byrji að benda á umbæturnar sem urðu í þjóðfélaginu á árunum 1991 - 2002.
Einkavæðingin og allar þær umbætur sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir á þessum tíma voru nauðsynlegar og þetta var glæsilegur tími í sögu flokksins.
Það sem við þurfum núna er framhald á þessum umbótum með meiri einkavæðingu og hagræðingu í stjórnsýslunni, í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu.
Ég ætla að blogga um þetta í fyrramálið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.8.2009 kl. 21:13
Sá er nú bjartsýnn. Eins og Pollýanna, sem missti lappirnar og vildi strax fara út að labba. Fyrst verður hún nú að sækja um gervilimi fyrir hana í þríriti hjá 14 skrifstofum í Brussel.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.8.2009 kl. 07:22
Mér finnst þú tala vel lengi í þessum pistli af raunsæi og gera það sem menn eiga að gera- Að ekki að skorast undan ábyrð... ég ber virðingu fyrir slíkum mönnum því þannig á að lýta á hlutina... eingöngu af köldu raunsæi þegar politík er annars vegar.. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að semja um þetta mál og vonandi verður gengið frá þessu mál í hið snarasta svo íslenska þjóðin geti einbeitt sér að öðrum hlutum eins og að byggja samfélagið upp. Ég hef alltaf sagt að það er ekkert annað mál í stöðunni nema að semja um þetta mál og finnst mér hálf furðulegt ef það á að kenna núverandi ríkisstjórn um þetta mál því hún er að gera allt sem hún getur til að ná þverpólitískri samstöðu. Ég hefði ekki séð íhaldið gera það á sínum tíma að reyna slíkt ef ég er hreinskilin.
Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 09:33
Þetta virðist hafa verið fín vinna sem átt hefur sér stað í Fjárlaganefndinni.
Mér þótt gott að lesa í Mogganum í morgun að viðsemjendur voru upplýstir um gang mála jafnhraðan þótt óformlega hafi verið, enda voru jú engar formlegar samningaviðræður í gangi.
Ekkert ætti því að koma þeim á óvart hvað þessa fyrirvara viðkemur.
Mér finnst að hrósa eigi þeim sem það eiga skilið fyrir að þetta skref skuli nú hafa verið tekið.
Ég er líka mjög ánægð með að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa verið með í þessum pakka þótt þeim hafi ekki alltaf litist vel á gang mála eins og formaðurinn tjáði sig einatt um.
Ég er bara bjartsýn á framhaldið.
Kolbrún Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 10:16
Þú ert ótrúlegur bjartsýnismaður.
Ég, aftur á móti, held að 12% eiginfjárhlutfall bankanna tveggja, dugi langt í frá, og það muni sennilega þurfa nýtt fjármagn á næsta ári.
Þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að erlendir aðilar, séu við það að fara að fjárfesta í þessum bönkum.
---------------------------------
Ég held, að næsta ár, verði kreppulega séð verra en þetta,,,en stærsti hluti niðurskurðar ríkisins, er eftir.
Ég held, að pólítískar deilur og viðsjár, eigi eftir að harna enn, samanborið við þetta ár.
---------------------------------
Því miður, ég sé bara svartnætti framundan, um áratug hið minnsta.
Get ekki ímyndað mér, hvernig í ósköpunum, hin ofurbjartsýna sín þín, kemur til með að rætast.
----------------------------------
Að mínu mati, þarf Ísland, að endursemja við kröfuhafa um skuldir sínar, og fá afslátt af greiðslum og af skuldunum.
Þannig má stytta slæma tímann.
Að mínu mati, eru í besta falli 50/50 líkur á þjóðargjaldþroti. Greiðslubyrðin, sé svo erfið, muni vera svo erfið, að það muni þurfa á næstu árum, stöðugt að endurfjármagna, íta þeim á undan, og þá muni reyna á lánskjör.
Þ.s. við erum á brúninni með lánstraustið, þarf ekki mikið til - til að við föllum á ruslfkokk, og skapist neikvæð hringrás, sem myndi 100% örruggt lenda í gjaldþroti.
Ef til vill, eru 20 slæm ár, nær lagi.
---------------------------------------
Á ekki von á að ESB aðild reddi þessu, þ.s. ég á ekki von á Evru innan 15 - 20 ára.
Þar að auki, gef ég ekki nema 50/50 líkur á samþykkt samnings.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 11:26
Við þurfum á raunsæjum bjartsýnismönnum að halda en ekki svartsýnum úrtölumönnum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.8.2009 kl. 11:41
"Við þurfum á raunsæjum bjartsýnismönnum að halda en ekki svartsýnum úrtölumönnum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.8.2009 kl. 11:41"
Bjartsýni, þarf að grundvallast á veruleika.
Þ. vantar alla veruleikasýn, í þá ofurbjartsýni, sem þú lýstir að ofan.
Jón Frímann, er jafn út úr korti og vanalega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 18:06
Frímann - þ.e. alveg út úr korti, að við verðum kominn með Evru 2. árum eftir að aðild hefur tekið gildi.
Margfaldaðu þá tölu með 5. Þ.e. nálægt því að vera sá lágmarkstími, sem hefur einhver tengsl við veruleikann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 19:52
Frímann - Staðreyndin er sú, að Ísland hefur aldrei á lýðveldistímanum uppfyllt öll skilyrðin í einu.
Smæð Ísl. gjaldmiðilsins, býr til alveg sérstök vandamál fyrir okkur. Ég efast, að þú getur fundið dæmi um ríki, með jafn smáan gjaldmiðil, sem tekist hefur að ná öllum markmiðunum, í einu.
Svo smár er gjaldmiðillinn, að mjög margir fjárfestar þarna úti, geta mjög hæglega ruggað honum, og þannig raskað þessu fræga 2. ára tímabili, sem gjaldmiðill verður að hanga alveg stöðugur.
Þ.e. einnig til, nóg af aðilum þarna úti, sem ráða yfir svo miklu fjármagni, að óraunhæft er að við náum að byggja upp gjaldeyrisforða í þeim hæðum.
En, eina leiðin, til að trygga ekkert rugg, yfir slíkt tímabil, væri að viðhalda stöðugt mjög stórum gjaldeyrisforða, og eyða honum eftir þörfum. Sennilega, meira en þjóðarframleiðsla að stærð.
Þessu myndi óhjákvæmilega fylgja mikill kostnaður.
------------------------------------
En, þetta er reyndar, einungis eitt af vandamálunum. Annað, eru skuldir nálægt 3 þjóðarframleiðslum.
Þó, áætlað sé að eignir geti dekkað þær skuldir að miklu leiti, byggist það mat á því, að þær eignir verði miklu meira virði eftir nokkur ár, en virði þeirra er akkúrat í dag.
Punkturinn er sá, að enginn veit í reynd, hvort að það mat muni standast. Er háð því, hvort hagvöxtur verði eins öflugur í þeim löndum, sem þær eignir er að finna, og reiknað var með í því mati.
Þær eignir, þegar til kemur, gætu allt eins reynst 25% verðminni, eða jafnvel 50% - ef framvinda Evrópu í efnahagsmálum verður verulega slæm.
-------------------------------------------
Þetta mun breyta mjög miklu um það, hvenær er mögulegt að við verðum kominn niður í þessi frægu 60%.
-----------------------------------------
En, miðað við þ.s. ég sagði að ofan, má vera að við einfaldlega náum aldrei, að uppfylla öll skilyrðin, þrátt fyrir þrotlausa vinnu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 00:42
Glæsileg frammistaða hjá Maltverjum, að ná því í Janúar 2008, Ok.
Þeir hafa náð þessu, rétt áður en kreppan skall á í Evrópu. Heppnir.
--------------------------------------------------------
Einmitt, öll 3. löndin nefnd, voru meðlimir að ESB, þegar var verið að semja um að búa til sameiginlegan gjaldmiðil.
Þau voru því, í aðstöðu til að setja skilyrði, sem ríki sem eru að sækja um aðild, hafa ekki möguleika til.
Það varð einfaldlega að pólitískri sátt, til að Evran kæmist á koppinn, að gera undantekningu fyrir þau tilteknu ríki.
Þannig, þetta skapar ekki fordæmi fyrir ný ríki sem óska aðildar.
Þau ríki, sem hafa nýverið fengið aðild að Evru hafa ekki fengið slíka afslætti.
--------------------------------------------------
Alls ekki rétt hjá þér, ECB tryggir einungis að gjaldmiðlar flökti ekki meira en +/- 15%, og þ.e. algerlega á okkar eigin könnu að ná að þrengja það flökt niður að því marki, að ná þessum 2. ára stöðugleika lágmarki. ECB veitir alls enga aðstoð við það verkefni.
"
Þ.e. augljóslega ekki rétt hjá þér, þeir þurfa einungis að veðja um að krónan flökti meira en það mark, sem ísl. stjórnvöld eru að reyna að viðhalda, og þá geri ég ráð fyrir að stjórnvöld séu að reyna að ná fram þrengra markmiði en +/- 15%.
Þeir myndu aldrei reyna að keppa við ECB, en þeir gætu sannarlega lagt í atlögu að tilraun Seðlabanka Ísl. við það að ná fram þrengri markmiðum, á leið sinni að Evru, og þannig skemmt fyrir þeirri vegferð.
Mér sýnist að þekking þín, mótist af einhverjum frösum sem þú hefur lært utan bókar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 16:00
Sem kollvarpar ekki neinu af því sem ég sagði.
ECB hefur sem sagt, ímsar leiðir til viðbragða þegar viðbragða er þörf.
Þú getur á engan hátt snúið þig út úr þeirri staðreynd, að þ.e. okkar hlutskipti að ná fram þrengri vikmörkum en +/-15% og að ECB hjálpar í engu við það verk, að þrengja vikmörkin þar til hið fræga 2. ára algera stöðuga tímabil er náð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.