Hagræðum og leggjum embætti forseta Íslands niður ...

BessastaðirÉg hef áður bent á að embætti forseta Íslands sé algjörlega gagnslaust embætti, enda er það raunverulega aðeins til af því að fyrsta íslenska stjórnarskráin var afrit af dönsku stjórnarskránni. Það er í lófa lagið að auka völd og áhrif forseta Alþingis og hann gæti hæglega sinnt opinberum skylduverkum forsetans.

Ég legg því til að skoðaður verði möguleiki á því sem allra fyrst að stjórnarskránni verði breytt og embætti forseta Íslands verði lagt niður. Með embættisfærslum sínum í kringum fjölmiðlafrumvarpið og svo núna með staðfestingu Icesave ábyrgðarinnar er augljóst að núverandi forseti er aðeins pólitísk framlenging vinstri manna á Íslandi enda fyrrverandi liðsmaður þeirra. 


mbl.is Yfirlýsingin hefur ekkert lagalegt gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðbjörn ,  

þetta er hárrétt hjá þér, óskandi væri að hægt væri að leggja embættið niður með flýtimeðferð og drösla ORG-inu út í snarhasti !

Halli (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 08:56

2 identicon

ÓRG hefur staðið sig þokkalega og er mjög þekktur og virtur erlendis, en innan þann  xD FLokks fólk hefur aldrei hugnast Forsetaembættið síðan Pétur Hafsteins tapaði kosningunum fyrir ÓRG , þá var fasistinn Davíð Oddsson arfabrjálaður, vegna þess að plottið var að hann ætlaði sér starfið þegar Pétur Hafsteins myndi hætta, KOLKRABBA félögin öll ásamt xD FLokknum lögðu tuga milljónir króna í kosningasjóð Péturs Hafsteins, en fólkið í landinu hafnaði honum , þess vegna varð herr Fhurer arfabrjálaður og er enn, og síkti alla inna xD FLokksins líka , en margir xD FLokksmenn hafa séð að sér hvernig múgæsing DO var valdur af innan FLokksins...

spurning er leggja niður Forseta embættið eins og það er í dag og að hafa beina kosningu um Forsætisráðherrann sem þjóðin fær að kjósa og hann velji sér síðan ráðherra í Ríkisstjórn ÍSLANDS, og í kosningunum myndi hann td sýna fram hverja hann vildi í hvert Ráðherraembætti og réði í þau eftir fagmennsku en ekki réttu flokks skírteini.....

Síðan þyrfti að byggja nýtt hús undir öll Ráðuneytin , eða td SEÐALBANKA húsið væri fínt til að byrja með og flytja SEÐLABANKANN yfir til húsnæðis þar sem Fjármálaráðuneytið er til húsa í dag...

Stækka SEÐLABANKA húsið til suðurs og lýsa húsið(ljósar flísar), þetta svartdökka eins og það er í dag er HRYLLINGUR að sjá

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það hefði nú ekki alveg sama vægi að fá Ástu Ragnheiði og Einar Örn í opinberar heimsóknir út á landsbyggðina og þegar þau fara og vísitera Ólafur og Dorrit. Með fullri virðingur fyrir forseta alþingis, þá verður seint litið á þann sem því embætti gegnir sem fulltrúa þjóðarinnar. En það mætti alvega fara yfir forsetamálin og skoða hvaða gagn eða ógagn er af því embætti. Undirritun laga er svona bara af því að það þarf einhver að undirrita lögin og hví ekki að láta forsetann um það frekar en einhvern eins og forseta þingsins sem tekur beinan þátt í lagasmíðinni....

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Embættisverk forseta getur forsætisráðherra auðveldlega séð um, aðrir ráðherrar þegar forsætisráðherra er vant við látinn. Þetta hafa menn í Sviss gert um áratugina og ekkert vandamál hjá þeim með þetta.

Sjáið opinberu veislurnar þegar fyrirmenni koma til landsins. Forsetinn tekur á móti þeim með kvöldverði í Perlunni. Daginn eftir er annar kvöldverður forsætisráðherra á Hótel Sögu og sömu gestirnir mæta í bæði boðin og hinir sömu gera skálarræðurnar! Svei bara.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Landfari

Þessi samsæriskenning Tryggva hér að ofan fær nú varla staðist. Er ekki Hannes Hólmsteinn, sem margir hafa sagt vera hesta stðningsmann Davíðs,  búnn að skrifa um það árum saman og löngu fyrir tíð Ólafs í embætti, að embættið ætti að leggja niður.

Það hefði nu varla gerst ef Davíð hefði ætlað sér embættið.

Hinsvegar er það orðið ljóst núna, sem margri héldu fram þá, að neitun Ólafs á undirritun fjölmiðlalaganna var ekki vegna "gjár milli þings og þjóðar" heldur einfaldlega uppgreiðla á kosningavíxli sem hann skuldaði Sigurði G. og þeim sem hann fór fyrir.

Landfari, 3.9.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það á að taka upp svipað fyrirkomulag og í Frakklandi og í Bandaríkjunum. Forseti á að vera þjóðkjörinn og mynda ríkisstjórn embættið á ekki rétt á sér eins og það er nú.

Jón Magnússon, 3.9.2009 kl. 17:07

7 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

'eg hef lengi haldið því fram að leggja ætti þetta embætti niður og sameina það forsætisráðherra embættinu sem ætti svo að kjósa í beinum kosningum.

Hvernig það yrði svo útfært væri þá í höndum stjórnlagaþings sem kæmi með tillögur um slíkt ,og svo mætti nefna það að ég er mjög hlynntur því að persónukjör ætti að koma hér sem allra allra fyrst .Hvað höfum við að gera með flokkspólitík í svo fámennu þjóðfélagi, ekki hefur hún skilað eins og ætla mætti.

Að segja að eigi ekki rétt á sér er kannski full sterkt til orða tekið ,við þurfum að ræða hvert við viljum stefna og höfum við kjark og þor til að stefna þangað sem við ætlum að sé best fyrir land og þjóð.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 3.9.2009 kl. 18:12

8 identicon

Ótrúlegt væl þetta. Ég kaus ekki forsetann í embættið en er alveg nógu skynsamur til að sjá að hann skiptir engu máli í þessari ICESAVE deilu.

Má ég spyrja þig eina spurningu: Varstu ánægður með forsetann þegar hann neitaði að skrifa undir Fjölmiðlalöginn?

Ef ekki þá ert þú í helberri mótsögn við sjálfan þig í þínum málflutningi.

Annað, ef ekkert hefði verið embætti forseta Íslands(sem mér væri reyndar alveg slétt sama um) þá hefði hann ekki getað neitað að skrifa undir eins og þú og þínir voru að væla í. Nú þegar ICESAVE lögin eru orðin staðreynd þá á að gera forsetann af aðal skúrkinum. Ekki kom hann persónulega bönkunum á hausinn þó svo að hann hafi nú hvatt ýmsa til sem komu honum á hausinn.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 19:29

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Allir:

Það sem ég er að segja er að við erum með forseta, sem neitar að skrifa undir lög þegar passar félögum hans í Samfylkingunni eða VG.

Núna, þegar til umræðu er mál, sem klýfur þessa þjóðina mun meira en fjölmiðlalögin, ákveður forsetinn að staðfesta lögin.

Ég hafði ákveðnar efasemdir um fjölmiðlalögin, en það var ekki vegna þess að lögin sem slík væru ekki nauðsynleg, heldur vegna þeirrar aðferðafræði, sem beitt var við að keyra þau í gegnum þingið. Af þessum sökum hafði ég skilning á ákvörðun forseta að samþykkja ekki lögin, þótt ég sæi að hann væri að þessu til að koma höggi á Davíð og Halldór. Núna staðfestir hann lögin til að hjálpa félögum sínum í VG og Samfylkingunni.

Það er tímaskekkja að vera með pólitískan forseta í embætti, sem hluti þjóðarinnar vill leggja niður og hinn hluti þjóðarinnar vill hafa "ópólitískan" aðila í.

Ég get alveg séð fyrir mér að við værum með kerfi, þar sem forsetinn væri þjóðkjörinn og skipaði síðan stjórn sína, líkt og í Bandaríkjunum og að þingið yrði þannig sjálfstæðara og laust við ráðherrana af þingi, nema þegar þeir væru kallaðir til og þá aðeins til að gera grein fyrir málum að ósk þingsins. Þingið færi síðan alfarið með löggjafarvaldið og án jafn mikillar aðkomu framkvæmdarvaldsins og nú er.

Þingið gæti þannig haft áhrif á framgang mála með lagasetningu og síðan auðvitað með fjárlögunum. Fjárlögin yrðu þannig meira en nú á ábyrgð þingsins.

Það sem hefur gerst hér á undanförnum áratugum, er að fjármálaráðuneytið á í raun fyrsta og síðasta orðið við fjárlagagerð. Embættismenn fjármálaráðuneytisins geta jafnvel haft meiri áhrif en þingið við fjárlagagerð, því þegar fjárlögin eru lögð fram er búið að fastleggja stærstu fjárlagaliðin. Þingmenn geta hugsanlega eitthvað hliðrað til og reddað einhverjum miljónum eða tugum milljóna hjá stórum stofnunum, en í raun hefur þingi sáralítil áhrif á fjárlögin, sem að auki hafa til þessa verið lík frá einu ári til annars.

Þetta vita allir, sem þekkja til fjárlagagerðar. Það er jafnvel svo að einstakir embættismenn virðast oft á tíðum hafa meiri áhrif sumir fagráðráðherrar, þótt fjármálaráðherra, forsætisráðherra og utanríkisráðherra ráði að sjálfsögðu mestu. Þeir sem til þekkja vita hvernig kjörin gerast á eyrinni í þessum málum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.9.2009 kl. 20:59

10 Smámynd: Björn Emilsson

Því ekki að stíga skrefinu lengra. Leggja niður allt klabbið. Gera landið að einu kjördæmi. Kjörin ´hrppsnefnd ´, mætti kalla fyrirbærið Alþingi , þessvegna. Siðan verði ráðinn framkvæmdastjóri, sem stjórnaði framkvæmdum.

Björn Emilsson, 4.9.2009 kl. 01:52

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Björn:

Ég hef til þessa ekki verið hrifinn af því að gera landið að einu kjördæmi. Hins vegar hefur sýnt sig að vegna hreppapólitíkur er erfitt að gera nokkrar skynsamlega hagræðingaraðgerðir úti á landi, t.d. varðandi lögreglustjórn, skattstjórn og heilbrigðismál. Þar eru allir að verja sínu þröngu eiginhagsmuni en horfa ekki til heildarinnar og framtíðarhagsmuna.

Kannski hefur Jón Magnússon lög að mæla, þegar hann bendir okkur á að skoða bandaríska módelið: forseta sem skipar ríkisstjórn og þá hæfustu menn landsins í hvert ráðherraembætti, en síðan værum við með sterkt Alþingi sem mótvægi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.9.2009 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband