Fagna "Blairisma" VG og Samfylkingar ...

Sundhöll SelfossÉg fagna þessu spori ríkisstjórnarinnar og kannski er henni ekki alls varnað? Það er þó einkennilegt með Samfylkinguna, að hér í Reykjanesbæ er hún á móti Fasteign, sem er fasteignafélag í eigu Álftaness, Fjarðarbyggðar, Fljótsdalshéraðs, Garðabæjar, Grímsnes-og Grafningshrepps, Norðurþings, Reykjanesbæjar, Sandgerði, Vestmannaeyja, Sveitarfélagsins Voga, Sveitarfélagsins Ölfus og fjármálafyrirtækjanna Borgunar, Íslandsbanka hf., Kreditkorta og Nýja Kaupþings banka hf., en getur síðan verið fylgjandi svipuðu rekstrarfyrirkomulagi hjá ríkinu. Fasteignafélög sem þessi byggja á þeirri hugmyndafræði, að mikil hagkvæmni liggi í samstarfi milli opinberra aðila og einkaaðila um samfélagsverkefni eða PPP (public private partnership). Markmið slíkra fyrirtækja er að skila virðisauka fyrir samstarfsaðila sína og eigendur og með því að afmarka verkefni sem slík fyrirtæki taka að sér, búa þau við nánast enga markaðsáhættu og standa vel af sér kreppur sem þær er við núna búum við.

Síðan setur Samfylkingin lög um uppskiptingu orkuframleiðslufyrirtækja og veitufyrirtækja - reyndar vegna ESB löggjafar, sem varð að taka upp hér á landi - og finnst það til mikillar prýði af því að hugmyndin kemur frá Brussel, en síðan er Samfylkingin mótfallin uppskiptingunni og sölu HS orku hér í Reykjanesbæ? Hugmyndin er reyndar góð og gild og ekki hef ég neitt á móti ESB, svo sem lesendum þessa bloggs má vera kunnugt um.

Eldri borgararSíðan minni ég á að einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er ekki nýr af nálinni hér á landi. Heimilislæknar, einkareknar heilsugæslustöðvar, sérfræðingar á ýmsum sviðum sjúkdóma, sjálfstæðar rannsóknarstofur, DAS, Grund og fleiri elliheimili, SÍBS, SÁÁ, Sólheimar og Náttúrulækningafélagið eru staðreynd á Íslandi og dæmi um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni, sem hefur viðgengist með góðum árangri um áratuga skeið. Ég man í svipinn aðeins eftir tveimur dæmum um gagnrýni á slæman rekstur eða að ásakanir hafi komið upp um óráðsíu og hrein og klár svik (Sólheimar og Birgið). Þaðan af síður man ég eftir að illa hafi verið farið með fólk á slíkum stofnunum eða að þjónustan hafi verið gagnrýnd fyrir að vera lakari en hjá ríkisstofnunum! Skilur einhver svona stjórnmál! 

Ég hlakka svo til að heyra frá meðlimum VG og hvað "einn fremsti sérfræðingur Breta" í þessum efnum, Allyson M. Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sem jafnframt veitir forstöðu rannsóknarstofnun á þessu sviði, hefur um allt þetta að segja (búinn að lesa mér til um hann og þótti ekki mikið til um)!


mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Nixonvæðing heilbrigðiskerfisins, glæsileg framtíðarsýn.  Viltu ekki bara líka einkavæða tollgæsluna eða láta fanga sjá um að tollskoða varningin.

Björgólfur Thor og Jón Ásgeir eigi opinberar stofnanir?  Ertu alveg gaga eða finnst þér Bónusfánin fara Alþingishúsinu vel eða Landsspítalanum.

Björn Heiðdal, 5.9.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Björn:

Þú ert auðsjáanlega á því að nær allur heimurinn sé gaga nema við, því Svíar eru t.d. komnir mun lengra í að færa ýmsa hluta rekstrar í heilbrigðisþjónustu yfir til einkaaðila. Flest önnur ríki heims búa við mun reiki einkarekstur en við Íslendingar! Þetta er nú einu sinni fagið mitt - sem stjórnsýslufræðingur - að fjalla um slík mál og ég held ég hafi ágætis innsýn í málefni sem því tengjast.

Ekki einu sinni í Bandaríkjunum er dómskerfið, lögregla, toll- og landamæragæsla í höndum einkaaðila, þótt fangelsi séu það að hluta til. Ég er alls ekki að tala um að ganga svo langt að leggja niður ríkisfangelsi hér á landi. Ég er ekki einu sinni að tala um að "einkavæða" Landsspítalann, því ég tel að ríkið verði að reka stofnun af slíkri hér á Íslandi, hreinlega af því að við erum svo fá. Ég er jafnvel efins um að Flugstöð Leifs Eiríkssonar ætti að einkavæða og nokkur önnur fyrirtæki, sem vegna smæðar landsins verða að vera í eigu og rekstri ríkisins. Þetta þýðir þó ekki að ekki sé hægt að bjóða út hluta rekstrar slíkra fyrirtækja. Ég lít ekki á þetta sem trúarbrögð, heldur hvað er skynsamlegast að gera í rekstri hjá ríki og sveitarfélögum til að nýta skattpeninginn sem best. Það á að hafa í fyrirrúmi hjá ríkinu að það veiti góða þjónustu, en hugi á sama tíma að því að slík þjónusta sé veitt á sem hagkvæmastan hátt á hverjum tíma.

Tollgæslan er ekki rekin til að ég hafi góða vinnu, heldur til að innheimta gjöld og til að vernda landsmenn fyrir ýmsum varningi, sem hægt er að flytja inn og getur verið skaðlegur landsins, fána landsins og flóru! Þetta eigum við að tryggja og reyna að gera það eins vel og við getum fyrir þá fjármuni, sem Alþingi úthlutar okkar og á sem skilvirkastan og ódýrastan hátt.

Einkarekstur og einkavæðing undanfarinna ára var skref í rétta átt.

Þau hrapalegu og "tragísku" mistök, sem gerð voru við einkavæðingu ríkisbankanna hafa ekkert með aðra einkavæðingu í landinu að gera. Í reynd tókst einkavæðing og tilfærsla ýmissa verkefna frá ríkinu til einkaaðila þokkalega og einkavæðing flestra fyrirtækja einnig. Ég viðurkenni að sumstaðar mátti sjá vott af einkavinavæðingu, en ég tel að seinni spor í þessum ferli hafi einkennst af meira gagnsæi og ferlarnir lagast. Við eigum að halda áfram á þeirri braut sem við byrjuðum.

Þú vilt eflaust eins og aðrir hjá VG að við kaupum til baka allt sem hefur verið í einkarekstri til þessa! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.9.2009 kl. 10:45

3 identicon

Þegar fangelsin eru einkavædd, eru glæpir orðnir að neysluvöru. Hver sem sér það ekki er "gaga".

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skorrdal:

Með sömu rökum má segja að sjúkdómar og elli einnig neysluvara að maður tali nú ekki um sund og menntun o.s.frv.

Það er reyndar enginn að tala um "einkarekstur" á sjálfri starfseminni - ég er mótfallinn einkarekstri á henni - heldur aðeins að einkaaðilar reisi fangelsi og Fangelsismálastofnun sjái um starfsemina!

Þetta er nákvæmlega eins og að Fasteign sér um grunnskóla og íþróttamannvirki á vegum Reykjanesbæjar, en bærinn sér síðan um starfsemina í húsinu! Er erfitt að skilja þetta eða þannig skil ég fréttina? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.9.2009 kl. 11:13

5 identicon

Samkvæmt frjálshyggjunni eru heilsa og elli akkúrat neysluvara, Guðbjörn! Hvað reyndi ekki fyrrum heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins að gera, nema einmitt að einkavæða sem mest til þess að græða á því?

Það er mjög stutt á milli þess að "einkavæða" byggingar og að "einkavæði" reksturinn, Guðbjörn. Samfélagið dæmir fanga til refsingar - einkaframtakið á ekki að fá að græða á slíku; það er á ábyrgð okkar allra, að sjá um okkar fanga, en á ekki að vera hagnaður fárra að græða á slíku. Frekar en fyrirtæki eiga að fá að græða á heilsu og elli.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Björn Bjarnason

Nafni minn Heiðdal er greinilega ekki með toppstykkið í lagi. Hér er ég aftur sammála þér Guðbjörn minn.

Ég kom einmitt inn á svipa hluti, í tengslum við heilbrigðiskerfið í nýjustu bloggfærslu minni.

Varðandi fangelsismál, þá tel ég að það vel skoðunarvert, að fá ný rekstarform inn í það, s.s. einkarekstur.

Bankakerfið þarf svo að koma sem fyrst aftur í einkaeigu og þar með losa það úr heljargreipum þeirra vinstri manna sem að standa að þeim nú.

Ég vil svo bara minna þig á Guðbjörn, að vinarbeiðni mín bíður enn þá samþykkis þín.

Björn Bjarnason, 5.9.2009 kl. 11:18

7 identicon

Hvað skólana varðar, þá eiga þeir að vera í eigu borgar eða sveitarfélaga, en ekki að vera tekjulind fyrir einkafyrirtæki, til að hagnast á. Slík afstaða er bara fáránleg og vitlaus! Að selja eigur borgaranna til einkafyrirtækis, bara til þess að leigja þær aftur, er jafn vitlaust og að byggja upp og eiga húsnæði, selja það til fyrirtækis, bara til að leigja það aftur. Myndir þú gera það sjálfur, Guðbjörn? Í alvöru?

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:20

8 identicon

Ég er "gamall" sjálfstæðismaður - en að einkareka fangelsin, er eins fáránlegt og að hafa lögregluna einkarekna. En kannski er það draumur "frjálshyggjumann"; þá geta þeir leigt sína "hvítliða", þegar þeim þókknast ekki lýðræðið. Kannski þið ættuð að lesa ykkur betur til.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:22

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skorrdal:

Ég er algjörlega sammála þér að "einkarekin fangelsi" eiga ekki upp á pallborðið hjá mér.

Ég sé ekki að frumverkefnum ríkisins verði nokkurn tíma komið í hendurnar á einkafyrirtækjum.

Hins vegar er spurning hvað samfélagið sjálft ákveður, hvað varðar þjónustustigið sjálft, t.d. varðandi löggæslu. Hversu mikil á löggæslan að vera og hvenær á fólk t.d. að kaupa sér til viðbótar öryggisgæslu? Þetta er allt skilgreiningaratriði og pólitískt mál, sem gera verður upp í alþingiskosningum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.9.2009 kl. 10:22

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skorrdal:

Sammála þér, einkavæðing reksturs fangelsa gengur mér einnig of langt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.9.2009 kl. 10:27

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Við höfum verið með einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í áratugi með góðum árangri. Um leið og fólk fær flogaköst yfir tilhugsuninni um einkarekstur í kerfinu þá byrjar alltaf söngurinn um Bandaríska kerfið. Vissulega er Bandaríska kerfið dýrasta, óskilvirkasta, ósanngjarnasta heiilbrigðiskerfi í heimi. Það kostar Bandaríska skattgreiðendur um 16% af vergri landsframleiðslu en þjónar samt ekki um 40% íbúa sinna. Það vill aftur á móti gleymast að flest hagkvæmustu og skilvirkustu kerfin eru líka einkarekin. Rekstrarform á ekki að skipta máli heldur að jafnræðis sé gætt, um þessi rekstrarform gildi sömu lögmál og reglur og samfélögin hafi skýra sýn á það hverju það vilji áorka og hvernig reglurnar eigi að vera.

Mestu skiptir að Heilbrigðisráðherra komi auga á tekjumöguleika í kerfinu en horfi ekki bara á það sem kostnað og kvöð. Því meiri tekjur sem okkur er fært að afla með umframgetu og björgum, því betur þjálfum við fagfólk okkar og því minna þurfum við að leggja því til.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.9.2009 kl. 13:08

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Adda Þorbjörg:

Hvernig er hægt að vera svona sammála einni manneskju? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.9.2009 kl. 21:09

13 identicon

Heilbrigði fólks á ekki að vera tekjulind - heldur mannréttindi. En það vilja auðvita græðgissjúklingar samfélagsins ekki hlusta á. Enda aldrei veikir...

Skorrdal (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 02:25

14 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Skorrdal: Heilbrigðisþjónusta á vissulega að vera mannréttindi. Grunnheilbrigðisþjónusta á að vera eins skilvirk, ódýr og aðgengileg öllum og mögulegt er. Öll valþjónusta og þjónusta við fullgreiðandi viðskiptavini á að byggja á umframgetu og koma öllum vel. Eykur tekjur sem niðurgreiðir grunnþjónustu, þjálfar starfsfólk og skapar gjaldeyri. Ef þú vilt búa til illt innræti úr þessu er það þitt mál.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband