Þúsundir milljarða handan við hornið - enga svartsýni!

Vatnsfell_hydropower_station_wikiÉg hef margoft lýst því yfir að ég ég er orðinn leiður á neikvæðninni hér á landi. Hér eru tækifæri á hverju horni fyrir þá sem áhuga hafa. Gífurleg vatnsorka er enn til staðar og enn er mikil óbeisluð orka í iðrum jarðar, sem ekki aðeins má nýta til orkufreks iðnaðar, heldur einnig til meðalstórra og smærri fyrirtækja. Með hlýnandi loftslagi eru aukin tækifæri fyrir hendi í landbúnaði og hlýnun sjávar hefur orðið til þess að nýir nytjastofnar á borð við makrílinn veiðast nú í okkar fiskveiðilögsögu. Þessu til viðbótar eru þó nokkrar horfur á að gas og olía finnist í miklu magni norður af landinu. Fiskiðnaðurinn er að standa sig vel og allar líkur á að álverð fari hækkandi og reyndar fiskverð einnig. Síðasta sumar gekk frábærlega í ferðamannaiðnaði, þrátt fyrir að versta heimskreppa riði yfir allt frá árinu 1929.

hamburg-hafenÞessu til viðbótar eru fyrstu kaupskipin að sigla hina nýju siglingaleið um Norðurheimskautið. Þetta gæti gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Íslendinga. Ákveði Íslendingar að gerast aðilar að ESB er mjög líklegt að Ísland verði stór umskipunarhöfn fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta hlutverk hafa í dag hafnir á borð við Rotterdam og Hamborg á meginlandinu. Lega Íslands er það góð, að ég yrði mjög hissa ef við fengum ekki eitthvað af þeirri stóru köku sem þarna er til skiptanna. Jafnvel tiltölulega lítið brot myndi gerbreyta hér öllu. Hér myndu ekki aðeins skapast tekjur vegna umskipunar og vegna hafnargjalda og annarra umsvifa skipafélaga, heldur þyrfti heilan her tollmiðlara og tollstarfsmanna til að tollafgreiða varninginn. Nær allur varningur, sem kemur inn í sambandið, er tollafgreiddur í fyrstu höfn innan þess. Af innheimtum heildar tolltekjum fær ríkissjóður tollafgreiðslulandsins 1/4 en 3/4 fara til Evrópusambandsins, sem tekjustofn þess. Á þennan hátt innheimta ríkissjóðir Belgíu og Þýskalands ,og annarra ríkja sem eru með stórar innflutnings- umskipunarhafnir, gífurlegar fjárhæðir í sína ríkissjóði.

Við Íslendingar höfum engu að kvíða, heldur þurfum við að spýta í lófana og hefjast handa við að byggja upp!   


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þó að tækifærin séu mörg þá þarf að vinna að þeim. Þessi ríkisstjórn hefur því miður ekki verið að gera það. Tíminn hefur verið nýttur í að skrifa undir vondan Icesave samning sem þjóðin vildi ekki og reina síðan að leiðrétta hann með miklum fyrirvörum, sem ósvíst að fáist samþykktir. Restina af tímanum er síðan varið í að sækja um aðild að ESB. Næstu mánuðirnir fara að svara 2.587 spurningum frá bákninu í Brussel. Þetta eru spurningar með mörgum undirspurningum. Til þess að gleðja ESB aðildarsinna er síðan von á 28.345 spurningum til viðbótar. Eitthvað verður báknið í Brussel að fá til þess að vinna úr. Hins vegar er þá enginn tími eftir til þess að sinna þeim brýnu málum sem vinna þarf að. Fylgið við aðild að ESB minnkar eftir því sem fólk kynnir sér aðild betur og eru nú nánast eingöngu Samfylkingarhjörðin eftir. Spái því að fylgið fari í einnar stafa tölu innan nokkra mánaða, og fylgja þannig fylgishruni Samfylkingarinnar.

Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2009 kl. 07:54

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Bara til að upplýsa þig, þá gengur vel að svara spurningunum, sem bárust tollstjóra og því starfi er að ljúka.

Það eru miklar ýkjur að þetta sé svona gífurlega flókið og erfitt allt saman. Þótt stjórnsýsla landsins sé ekki stór í sniðum er hún góð.

Margur er knár, þótt hann sé smár!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.9.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband