Jóhanna Sigurðardóttir - konan í fílabeinsturninum ...

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherraÞað er ekki nóg með að Jóhanna Sigurðardóttir tali ekki við erlenda fréttamenn, erlenda stjórnmálamenn, íslensku þjóðina eða Egil Helgason, heldur hótar hún núna að hætta að tala við stjórnarandstöðuna á Alþingi Íslendinga. Ég man að það birtust viðtöl við marga samstarfsmenn Jóhönnu þegar hún varð forsætisráðherra. Enginn þorði að segja sannleikann, en lesa mátti á milli línanna að enginn var neitt sérstaklega hrifinn af henni eða hældi samstarfi við hana. Eftir að hafa lesið lýsingarnar kom mér í hug að konan hlyti að vera frek, skapstór, þver, svo jaðraði við að hún væri ósanngjörn og hrútleiðinleg. Allir voru þó sammála um að hún væri hörku dugleg og sjálfri sér samkvæm og vildi þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu mjög vel.

Johanna Sigurðardóttir, flugfreyjaKynni mín af Jóhönnu eru ekki mikil og einu samskipti mín við hana eru að fyrir nokkrum árum voru sjálfstæðismenn og samfylkingarfólk að kynna stefnu flokkanna og dreifa kosningabæklingum í Mjódd í Reykjavík. Ég var ásamt öðrum að dreifa efni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Jóhanna og félagar hennar í Samfylkingunni efni fyrir þeirra flokk. Mér hefur aldrei verið illa við Samfylkinguna og tel hann næstskásta kostinn fyrir íslenska kjósendur. Það var skítkalt í Mjódd þennan dag og því buðum við gestum og gangandi kaffisopa. Ég ákvað að bjóða krötunum kaffisopa, því þeir voru bláir af kulda. Nokkrir kratar þáðu kaffið og þökkuðu fyrir sig. Jóhanna hellti hins vegar yfir okkur skömmum og fúkyrðum!


mbl.is Segja stjórnvöld leyna Icesave-gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

 

Þú kannt ekki að skammast þín,

krötum bíður kaffi.

Í kulda trekk þeir vilja vín,

Koníak og kaffitár þiggja þeir með þökkum.

 

Kaffi oft það yljar mér,

þigg ég oft með þökkum,

Súkkulaði og Brandý með,

Ég bið  í bollan aftur.

 

Svig.

Sv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 18.9.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Já, kannski hefðirðu átt að bjóða konunni brandý! Ég hefði að minnsta kosti þegið það með þökkum!

Ingimundur Bergmann, 18.9.2009 kl. 20:56

3 identicon

Hvaða neikvæðni er þetta Guðbjörn. Þú ert að fjalla um konuna sem mun senda þig og þína í draumalandið ESB með stimpilinn Icesave á rassinum.

Kjartan Rafn Bjarnason. (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Svona svona Kjartan það er ekki allra að starfa þverpólitíkst. Líklega hefur Jóhanna ekki fengið þjálfun í slíku starfi. En ég treysti háttvirtum bloggara síðunnar að vinna þannig. Lífið er nefnilega svo dásamlega þverpólitískt.

Gísli Ingvarsson, 19.9.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Rauða Ljónið:

Ég þakka kveðjuna!

Ingimundur:

Já, kannski var ekki nógu vel boðið?

Kjartan Rafn:

Það er nú það eina, sem þessi ríkisstjórn hefur gert af viti! Icesave málinu var klúðrað, stóriðjumálunum og annarri atvinnuuppbyggingu eru þau að klúðra, gengismálin eru enn í ólestri og sömuleiðis efnahagsmálin!

Gísli:

Ég hef nú heyrt að Jóhanna geti hvorki unnið þverpólitískt eða með eigin fólki - allt samstarf með henni sé mjög erfitt! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2009 kl. 11:16

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ef Steingrímur J. Sigfússon stæði ekki fyrir jafn arfavitlausri stefnu og hefði ekki innan sinna raða slíkan fjölda kverúlanta og afturhaldsseggja, þá væri hann - hvað karakter varðar - góður forsætisráðherra!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Talandi um fílabeinsturn, er Davíð fluttur út?

Gísli Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 11:53

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gísli:

Er Davíð ekki fluttur upp að Rauðavatni???

Það væri gaman ef einhver þekkti sögur af samstarfi skaphundana Davíðs og Jóhönnu síðan úr Viðeyjarstjórninni!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband