Þýsk hagfræði og íslensk...

ÞýskalandÞað er merkilegt að allsstaðar í heiminum eru menn að reyna að lækka skatta og skera niður hjá hinu opinbera á meðan íslensk stjórnvöld beita allt öðrum ráðum. Ég er nú samt ekki svo heimskur að sjá, að líklega er einhverskonar blönduð leið nauðsynleg. Það sem ég skil ekki er að stjórnvöld og AGS skuli hafna leið Sjálfstæðisflokksins að taka að láni skatttekjur á séreignasparnað og nota hann til að komast í gegnum næstu tvö árin eða svo, en á meðan mun íslenskt efnahagslíf jafna sig.

EvraJafnframt er einkennilegt að stjórnvöld hér á landi standi í vegi fyrir erlendum fjárfestingum, þar sem þær bjóðast, t.d. við byggingu álvera, gagnavera, einkaspítala og orkuvera. Getur verið að Steingrímur Hermannsson hafi haft á réttu að standa, þegar hann hélt því fram að erlend hagfræði ætti bara ekki við hér á landi. Getur það verið að þurfum á handónýtri krónu að halda, verðtryggingu, flóknu og ógagnsæju skattkerfi, hæstu vöxtum í heimi og hæsta virðisaukaskatti í heimi auk þess sem við þurfum ekki að bindast Evrópusambandinu líkt og flest önnur lönd Evrópu hafa kosið að gera. Mikið óskaplega erum við Íslendingar þá sérstök þjóð. 


mbl.is Þjóðverjar herða sultarólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband