EITTHVAÐ SEM VIÐ ÆTTUM AÐ LEIÐA HUGANN AÐ

Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki verið umtalsvert á undanförnum árum er það aldrei eins langt undan og fólk heldur.

Ólíkt hafnfirðingum gerir þetta fólk, sem mótmælir í Frakklandi, sér grein fyrir alvöru stærsta þjóðfélagsböls sem til er – atvinnuleysis. Helstu fylgifiskar atvinnuleysis eru m.a. að líkamlegri heilsu og geðheilsu hrakar mjög fljótt, fólk úreldis á vinnumarkaði, fólk einangrast frá öðrum í þjóðfélaginu og síðast en ekki síst fátækt. Þessar afleiðingar hafa svo í mörgum tilfellum áhrif á börn – jafnvel framtíðarkynslóðir – þeirra sem fyrir atvinnuleysi verða. Við hefðum líklega skilið þetta fyrir 10-15 árum, að ég tali ekki um fyir 40 árum, en nú er líkt og fólk haldi að við séum tryggð gegn þessum vágesti. Að undanförnu hefur atvinnuleysi í Evrópusambandinu minnkað aðeins og var í febrúar 7,4% að meðaltali, en var 8,4 % á sl. ári. Á meðal ESB landanna var atvinnuleysið minnst í Danmörku (3,4 %) og í Hollandi (3,5%) og í Írlandi (4,4%).Í Japan var atvinnuleysi 4,0% og í BNA 4,5%.Svo er fólk að tala um harða lendingu og 5% prósent atvinnuleysi. Það er sama ástand ogþar sem það er skást í heiminum.Vandamálið er klárlega að við sjáum ekki veisluna, við sjáum ekki hvað við höfum það gott!Guðbjörn Guðbjörnsson (höfundur bjó 12 ár í ESB).
mbl.is Starfsmenn Airbus í Toulouse mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Sæll Guðbjörn. Flott byrjun á bloggi hjá þér. Þinna sjónarmiða er þörf í umræðunni því veruleikafirringin er allsráðandi á þessum tíma uppgangs og lúxusvandamála á suðvesturhorninu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband