Björn Bjarnason með hjartað á réttum stað

Ég er afskaplega sáttur við þessa niðurstöðu Björns Bjarnasonar og dómsmálaráðuneytisins.

Það virtist vera almenn sátt um það í þjóðfélaginu að vegna sérstakra aðstæðna hjá þessum manni og fjölskyldu hans, auk tengsla hans við landið, ættum við Íslendingar að skjóta skjólshúsi yfir þessa ógæfusömu fjölskyldu.

Nú er bara að vona að umfjöllun Útlendingastofnunar í  málinu leiðir til þeirrar niðurstöðu, að Paul Ramses og fjölskylda hans nái hugsanlega að gleyma liðnum hörmungum og skjóta rótum hér á þessu kalda landi, sem er svo ólíkt þeirra heimkynnum.

Það má hins vegar ekki skilja orð mín sem svo að ég vilji galopna landið fyrir hverjum sem er, heldur að skoða eigi hvert mál fyrir sig gaumgæfilega út frá þeim forsendum, hvort viðkomandi einstaklingur hafi virkilega mátt sæta pólitískum ofsóknum í heimalandi sínu. Til viðbótar við þetta má síðan beita - en mjög sparlega þó - undanþáguheimildum.

Ég er þeirrar skoðunar að mótmælin fyrir utan ráðuneytið, mikil umfjöllun í fjölmiðlum og sú alda samúðar, sem gekk í gegnum þjóðfélagið, hafi leitt til þessarar niðurstöðu og það er vel. Þetta er gott dæmi um hvernig mótmæli geta leitt eitthvað gott af sér. Við tengjum mótmæli því miður allt of oft við eitthvað neikvætt - t.d. öfgafólk í umhverfisvernd. Við megum aldrei gleyma að eðlileg mótmæli, á borð við þau sem fram fóru í þessu máli, eru hluti af lýðræðislegum rétti okkar, sem við ættum að nota oftar þegar okkur mislíkar eitthvað. Það er hins vegar þegar mótmælin breytast í skrílslæti og spjöll á eignum annarra, sem mér mislíkar stórlega og finnst að stjórnvöld ættu að taka harðar á mótmælendum. Stjórnvöld verða að gera mun á þessu tvennu, þ.e. friðsamlegum mótmælum og skrílslátum.


mbl.is Mál Ramses tekið fyrir á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband