Hvenær á að skoða stjórnendur lífeyrissjóðanna?

Ég veit ekki hvers vegna fólki stendur svona á sama um hvað verður um framlag þess í lífeyrissjóðinn sinn. Ef ég man rétt þá er framlag launþega á almennum launamarkaði á bilinu 11% en hjá ríkinu 15,5% af heildarlaunum.

Með þessa peninga valsa lífeyrissjóðirnir, kannski ekki að eigin vild, en að því er virðist án mikils eftirlits og aðhalds, líkt og dæmin undanfarin ár sýna okkur. Erlendar fjárfestingar hafa verið gagnrýndar, en þær eru nú það sem bjargar sjóðunum. Tiltölulega lítið hefur verið fjallað um hvað áhættufjárfestingar hafa kostað lífeyrissjóðsfélaga á undanförnum árum og hversu mikið tapaðist, nema þá í öfgatilfellum. Sumir segja jafnvel að verið sé að fela tap lífeyrissjóðanna? Hvað er satt í því efni og hversvegna ganga fjölmiðlar ekki í að upplýsa þau mál?

Í flestum tilfellum sitja sömu aðilar enn við stjórn sjóðanna, þótt þeir hafi sýnt svo hroðalega neikvæða afkomu á undanförum árum. Stjórnendur á hinum almenna vinnumarkaði hefðu verið reknir umsvifalaust og hjá ríkinu hefðu þeir fengið á sig stjórnsýsluúttekt frá Ríkisendurskoðun og í kjölfarið áminningu eða jafnvel strax verið veitt lausn frá embætti.

Hverslags huldustofnanir eru þessir lífeyrissjóðir, sem nær enginn sjóðsfélagi virðist fylgjast með, þótt allir virðist treysta á þessa sjóði þegar þeir verða gamlir eða eru neyddir til að þiggja örorkulífeyri? Nú ætla lífeyrissjóðirnir að setja á stofn fjárfestingarsjóð, sem er að mörgu leyti ágæt hugmynd, en í umboði hvers eru slíkar stórákvarðanir teknar? Var boðað til sjóðsfélagafundar?

Hvernig væri, að hver einn og einasti lífeyrissjóður boðaði til aukafundar, þar sem fjárhagsstaða sjóðanna væri kynnt og skýrð fyrir félögum, þ.e.a.s. hvað mikið tapaðist vegna glæfralegra áhættufjárfestinga á undanförnum árum. Þurfa þessir menn enga ábyrgða að bera frekar aðrir, þótt það eigi að heita svo að þeir séu í "þjónustu almennings í landinu"?


mbl.is Fjárfestingasjóður ræddur af meiri þunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála þér. Það er með ólíkindum hvað hljótt hefur verið um lífeyrissjóðina og ekki minnst um áform þeirra í dag. Mér líst vægast sagt illa á þennan Arnar Sigurmundsson. Ef þig langar að vita hvers vegna þá geturðu lesið það sem ég skrifaði um það hér: http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/

Jón Bragi Sigurðsson, 2.9.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Bragi: 

Þú ert alveg að lesa mig rétt!

Jón Bragi, gætir þú hringt í mig á morgun:

5600 300 - biðja um Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörð. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.9.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Guðbjörn hvenær á að skoða þessa greifa aldeilis kominn tími á það. Svo skil ég ekki alltaf þessa umræðu um að lífeyrissjóðirnir eigi að koma að þessu og hinu verkefninu - finnst það bara ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna.

Takk fyrir oft á tiðum skemmtilega pistla

Gísli Foster Hjartarson, 2.9.2009 kl. 20:43

4 Smámynd: Jón V. Þorsteinsson

Algjörlega sammála þessu, það er eins og þetta séu heilagar kýr, þessir menn. Eftirtekarvert að menn sem voru innviklaðir í allt ruglið 2008 (og fyrr) fái stöðuhækkun, t.d. ráðning í starf framkvæmdastjóra Líf.sjóðs verslunarmanna í sumar, ekki það að sá hinn sami sé endilega vondur maður heldur var hann á kafi í eignastýringu í sjóðnum fyrir hrun og þar með samþykkt alla gjörningana og lagt blessun sína yfir, var þá verið að verðlauna manninn fyrir vel unnin störf? Ef ég hef rangt fyrir mér, máttu endilega koma því á framfæri við mig.

Það eru eflaust fjölmörg svona dæmi, þetta heitir víst klíkuskapur og alveg stórfurðulegt (og ekki furðulegt) hvað það grasserar hér sem aldrei fyrr. Á meðan ganga hámenntaðir og vel hæfir menn atvinnulausir, hreint og beint til skammar. Stjórnendur lífeyrissjóða þarf setja undir stækkunarglerið.

Jón V. Þorsteinsson, 2.9.2009 kl. 21:49

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Bragi, Gísli Foster og Jón V.:

Ég er kannski sjálfstæðismaður, en mitt aðaláhugaefni er réttlæti!

Mörgum finnst þetta kannski þversögn, en það var lengi vel eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins að halda upp lögum og reglu og réttlæti í þessu landi - ég vona að það hafi ekki breyst! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.9.2009 kl. 22:12

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég bý ekki á Íslandi Guðbjörn en var á vinnumarkaði á Íslandi í 20 ár og er svo sannarlega ekki sama um þessi 10% sem dregin voru af laununum mínum þann tíma.

Ég er eins og þú þ.e. ég aðhyllist frjálst hagkerfi en get ekki séð annað en að eitthvað hafi farið stórkostlega úr böndunum hjá fyrri ríkisstjórn. Hömlulaus villimanna-kapítalismi er jafn dauðadæmdur og kommúnisminn.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband