27.10.2010 | 22:55
Fyrrverandi sláturhússtjóri vill út úr ESB
Í viðtali, sem blaðamaður Morgunblaðsins átti í Ungverjalandi nýlega við Janos Sándor, fyrrverandi sláturhússtjóra í borginni Székesfehévár, er þessi fyrrverandi slátrari sagður alfarið andsnúinn Evrópusambandinu. Sagði hann að mikill meirihluti fyrrverandi sláturhússtjóra í Ungverjalandi séu og hafi alla tíð verið andsnúnir Evrópusambandinu, en þeir séu að sama skapi hlynntir því að gerast hluti af Sovétríkjunum.
Sándor, sem var meðlimur í Ungverska kommúnistaflokknum um áratuga skeið, saknar gömlu tímanna, þegar hann og félagar hans réðu lofum og ríkjum í Ungverjalandi. Hann og fleiri fyrrverandi sláturhússtjórar hittast nú vikulega á knæpu í heimabæ sínum og kyrja þar gamla kommúnistasöngva og fara með níðvísur um ESB. Fram kom í fréttinni að vel hefði farið á með blaðamanni Morgunblaðsins og að ekki væri ólíklegt að Heimssýn byði nokkrum félögum þessara samtaka í heimsókn á næstunni. Morgunblaðið mun á næstunni reyna að komast að skoðunum alls kyns fyrrverandi frammámanna í Evrópu og kynna lesendum blaðsins, en þó aðeins að þeir séu með "réttar" skoðanir. Leitin gengur brösuglega og hefur staðið í nokkurn tíma.
Ættu Írar að ganga úr ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.9.2010 | 09:15
Heimssýn hræðist breytingar á viðhorfi landsmanna
Það er ljóst að Heimssýn og Heimastjórnarliðið í Sjálfstæðisflokknum hræðist að landsmenn séu í auknum mæli að aðhyllast aðildarviðræður við Evrópusambandið, en nýleg skoðanakönnun Sterkara Íslands sýnir að ESB-aðildarviðræðusinnum er að vaxa fiskur um hrygg. Það er auvitað deginum ljósara að skynsamir Íslendingar myndu með tímanum sjá í gegnum rakalausan áróðursþvætting og ýkjur Morgunblaðsins og LÍÚ gegn Evrópusambandinu.
Nú blæs Morgunblaðið aftur í herlúðra og reynir að undirstrika að ESB og í reynd allur heimurinn taki þátt í einu allsherjarsamsæri gegn okkur Íslendingum. Allir sem eitthvað hafa á milli eyrnanna vita að við verðum auðvitað að semja um veiðar á makríl við ESB og Norðmenn á skynsamlegum nótum. Það þýðir hins vegar ekki að við eigum ekki að fá dágóðan og sanngjörnum kvóta úthlutað úr "norkskíslenskevrópska" makrílstofninum.
Sögð geta hindrað ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2010 | 09:35
Illa upplýstur um laxveiði og fleira...
Eitthvað er Daninn illa upplýstur þessa dagana, því metveiði eru í vatnslitlum laxveiðiám landsins, sbr. fréttir úr dagblöðum undanfarna daga, en einnig sbr.fréttir á vefnum, t.d. á vefnum: http://www.lax-a.is/islenska/
Góður gangur er enn í Laugardalsá þrátt fyrir skort á vatni í flestum ám fyrir vestan. Alls eru komnir 357 laxar á land og stefnir laugardalsá vel í að ná veiðitölu siðasta árs en þá veiddust samtals 501 lax. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar það fer að rigna.
Við heyrðum af veiðimönnum sem deildu stöng seinni vaktina í Eystri Rangá í gær og lönduðu 7 löxum. Nokkur litur var í ánni og hvorugur veiðimannana hafði veitt á svæðinu fyrr (svæði 2) - það kom þó ekki að sök því áin er hreinlega full af fiski.
Ég gef nú ekki mikið út á ágiskanir manns, sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingur í íslenskum laxveiðiám, en er ekki betur upplýstur en þetta.
Segir of snemmt að fara í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2010 | 12:44
Kreppa innan ESB er kreppa hér á landi...
Óttast ekki nýja kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2010 | 12:42
ESB - Danir að spjara
Nú veit ég ekki hvernig Jón Valur, Jón Baldur og Danski Gunnar útskýra þetta, þar sem landið er jú í ESB.
Sennilega er það danska krónan, sem reyndar er bundin við evruna, sem er að bjarga Dönum!
Danir að verða jafnríkir og fyrir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2010 | 07:21
Lofar góðu!
Fyrir um tólf árum flutti ég í Reykjanesbæ, eða kannski réttara sagt til Keflavíkur, þar sem ég bjó í nokkur ár, en nú bý ég í Njarðvík. Það var einkennilegt að koma beina leið frá Þýskalandi, þar sem infra-strúktúr og útlit bæja og borga var mjög til fyrirmyndar, og flytja í Reykjanesbæ, þar sem þessum hlutum var á þessum tíma að mörgu leyti ábótavant. Margir vinir mínir og kunningjar hneyksluðust á mér að vilja setjast að í þessum bæ, sem þeim fannst nú ekki sá fallegasti á landinu. Ég hugsaði með mér: Hér hefur einhver verk að vinna!
Það var ekki að sökum að spyrja, en stuttu eftir að ég flutti í bæinn byrjuðu hlutirnir að gerast, þótt vissulega hafi bæjarstjórar í Njarðvík og Keflavíku unnið þarft og gott starf árin á undan og Árni tekið við góðu búi. Það fyrsta sýnilega var aðkoman að bænum, sem gjörbreyttist eftir að Fitjarnar voru teknar í gegn. Þar var allt umhverfi snyrt og komið upp göngustígum og bílastæðum og fallegum götuljósum. Smám saman tók höfnin í Keflavík á sig aðra mynd og gamli bærinn og svona mætti lengi telja. Þá má ekki gleyma gífurlegum breytingum til batnaðar í mjúku málunum, velferðar-, menningar og síðast en ekki síst fjölskyldumálunum. Árni hefur síðan staðið í framkvæmdum og auðvitað eru þær sumar umdeildar og bæjarstjórinn enginn guð og því ekki fullkominn og yfir alla gagnrýni hafinn, frekar en ég eða þú, en kjarni málsins er að Árni hefur aldrei tapað trúnni á þetta bæjarfélag.
Hvorki þegar herinn fór og þúsundir misstu vinnuna eða þegar kreppan skall á var neitt að sjá, að Árni hefði missti móðinn, aldrei neinn vælutónn! Þvert á móti eflist hann við mótbyr. Hann hefur á undanförnum árum oft á tíðum verið sá eini sem barðist fyrir álveri, kísilveri, einkasjúkrahúsi og annarri atvinnustarfsemi á Suðurnesjum, þegar aðrir sáu ekkert nema gervigóðærið og síðar svartnættið. Það má því segja, að ég gleðjist innilega yfir niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar, þótt betur megi ef duga skal og ég vilji sjá 7 bæjarfulltrúa kjörna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor. Árni Sigfússon á það skilið, en það sem meira er um vert eiga bæjarbúar það skilið!
Fengju meirihluta í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2010 | 15:49
Hugsanlega um brot á EES samningi að ræða
Mér fannst rétt að benda á að í 11. og 12. gr. EES samningsins er skýrt kveðið á um frjálsa flutninga innan EES svæðisins, þótt að í 13. gr. séu reyndar ákvæði þess efnis að leggja megi höft á inn-, út- eða umflutning vöru á grundvelli almenns siðgæðis, allsherjarreglu, almannaöryggis, verndun lífs og heilsu manna og dýra, verndun þjóðarverðmæta, er hafa listrænt sögulegt eða fornfræðilegt gildi, eða vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar eða almannaöryggis. Að lokum er skýrt tekið fram í 13. gr. EES samningsins, að slík bönn eða höft megi ekki leiða til gerræðislegrar mismununar eða til þess að duldar hömlur séu lagðar á viðskipti milli viðskiptaaðila.
Mér finnst að Íslendingar eigum að láta reyna á þessi ákvæði samningsins, þótt það væri ekki nema vegna hegðunar hollenskra yfirvalda undanfarið 1 1/2 ár í okkar garð. Þetta fólk á ekkert inni hjá okkur að mínu mati. Þótt ég aðhyllist ESB aðildarviðræður, skulu menn halda sig við EES samninginn og þau ákvæði, sem þar er að finna. Það þýðir ekki fyrir Hollendinga að reka samninginn framan í okkur þegar þeim hentar, en stinga honum undir stól þegar hann er okkur í hag. Látum hart mæta hörðu í þessu máli.
Þetta eru hryðjuverkamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2010 | 10:08
Svipaðuð hús erlendis skila miklum tekjum
Á ferli mínum sem óperusöngvari söng ég oft í tónlistar- og ráðstefnuhúsum líkum Hörpu okkar. Ég minnist sérstaklega nokkurra húsa í Japan og síðan tónlistar- og ráðstefnuhússins í Mónakó. Þarna spilaði t.d. sinfóníuhljómsveit sálumessu Verdis á kvöldin eða að einhverjar dægurlagahljómsveitir fylltu salinn, en sama dag höfðu hjartaskurðlæknar þingað í sama sal og Sony haldið fund í öðrum sal.
Með nútíma sviðstækni tók það aðeins nokkrar klukkustundir að breyta húsinu. Ég man sérstaklega, að í Mónakó var húsið mjög stórt og með marga sali, sem voru ótrúlega vel bókaðir. Ég vona hins vegar, að auðveldara verði að rata í Hörpu en í Mónakó, því húsið var þannig hannað að það var hálfgerð gestaþraut að rata um það og ég missti næstum af söngatriði fyrir vikið.
Þótt mörgum þyki eflaust einkennilegt að stjórnvöld hafi haldið áfram með húsið við þær efnahagsaðstæður, sem nú ríkja, er þetta líklega eina dæmi stjórnarinnar um einhverja framsýni. Reyndar má nú rekja þessa framsýni, þ.e.a.s. varðandi byggingu hússins, til Björns Bjarnasonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, og síðan auðvitað allra borgarstjórnanna, sem ríkt hafa í Reykjavíkurborg undanfarin 4 ár, sem ég kann ekki að telja allar upp.
Ísland hefur fengið hreint út sagt ótrúlega kynningu á undanförnum 2 árum og þótt rétt sé að kynningin hafi skaðað okkur, verður þó að segja að landið er þekktara, þótt af endemum sé. Þessa frægð ber okkur að nýta og klára húsið sem fyrst. Hvar er meira við hæfi að ræða hvernig ríki heimsins skipuleggja endurreisnina eftir hrunið eða afleiðingar hrunsins en einmitt á Íslandi. Ég held reyndar að marga útlendinga brenni í skinninu að sjá þessa þjóð og þetta land af ýmsum ástæðum.
Lifi tónlistarhúsið Harpa og megi þar rúmast í sátt og samlyndi sígild tónlist og dægurlagatónlist í bland við óperusýningar og efnaða og áhrifamikla ráðstefnugesti.
Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2010 | 07:26
Sannleikann upp á borðið!
Það hlýtur að vera kominn tími á að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið komi fram með sannleikann varðandi skuldir landsins. Í langan tíma hefur mig grunað að það sem fram kemur í þessari frétt sé hinn bitri sannleikur, sem ríkisstjórnin þorir ekki að horfast í augu við.
Væri nær að horfast í augu við sannleikann og taka þá á okkur nokkur erfið ár, en rísa síðan aftur úr öskustónni líkt og fuglinn Fönix enn kraftmeiri en áður. Valkosturinn er að búa að við hörmulegt gengi íslensku krónunnar um árabil, hærri skatta en þjóðin orkar að greiða, lakari opinbera þjónustu en nágrannaþjóðirnar og hærri vexti og meira atvinnuleysi en við eigum að þekkja.
Afleiðingarnar eru augljósar eða fólksflótti yngra fólksins og menntamanna, sem myndi síðan enn auka á vandræði okkar í framtíðinni. Stundum verða einstaklingar og þjóðir að horfast í augu við vandann og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það er kominn tími til að við Íslendingar gerum einmitt þetta.
Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2010 | 19:38
Orðbragð í anda andstæðinga ESB
Því miður kemur þetta orðbragð Nigel Farange, leiðtoga brezka stjórnmálaflokksins UK Independence Party og þingmanns flokksins á Evrópusambandsþinginu, ekki á óvart. Skítkast af þessu tagi er því miður ekkert einsdæmi hjá mörgum andstæðingum Evrópusambandsins, þótt vissulega séu innanum til fólk, sem getur rætt Evrópumál af skynsemi og yfirvegun.
Einn helsti andstæðingur ESB-aðildar, Hjörtur J. Guðmundsson, lýsir Nigel á heimasíðu sinni sem afar góðum ræðumanni og litríkum karakter. Víðast hvar erlendis er litið á Nigel Farange og flokk hans sem samansafn furðufugla og kverúlanta. Á heimasíðu The Guardian er honum líst sem brjálæðislega athyglissjúkum manni, sem leitar logandi ljósi að áheyrendum. Það er hreint út sagt með eindæmum að þessi maður skuli vera eitt helsta "idol" þeirra félaga í Heimssýn.
Kallaði Rompuy raka tusku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |