Með bjartsýni og framtíðarsýn að vopni

Árni og EllertÞað sýnir ekkert betur en þessi niðurstaða úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hversu sterka stöðu Árni Sigfússon og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Kjörsókn var góð, stemmingin frábær í prófkjörinu í gær, auk þess sem engin leiðindi komu fram í prófkjörinu líkt og svo oft vill verða.

Árni er um margt sérstakur stjórnmálamaður, sem hefur að vopni bjartsýni, framtíðarsýn og óbilandi trú á sínu bæjarfélagi og sínum samstarfsmönnum. Ég er sannfærður um að hann gefst ekki upp fyrr en hann hefur náð sínum markmiðum, sem er að útrýma atvinnuleysi á Suðurnesjum og trygga góða afkomu bæjarsjóðs í Reykjanesbæ. Bærinn varð fyrir ótrúlegu áfalli er varnarliðið hvarf af landi brott. Það var einmitt þá, sem best sást hvaða mann Árni hefur að geyma, þegar hann barðist eins og ljón til að finna atvinnuúrræði fyrir sem flesta af þeim sem þá misstu vinnuna.

Til hamingju Árni, þú ert vel að þessum sigri kominn! 


mbl.is Árni Sigfússon með 92% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpstæður klofningur hjá Sjálfstæðisflokki?

Einhverstaðar stendur skrifað, að þeir sem búi í glerhúsi eigi ekki að kasta steinum. Það er engu líkara en Morgunblaðið átti sig ekki á þeim djúpstæða ágreiningi, sem þrifist hefur innan Sjálfstæðisflokksins í nokkurn tíma. Það er kannski ekki nema von, þar sem það er einmitt Morgunblaðið sjálft - eða réttara sagt ritstjórn þess blaðs - , sem elur á sundurlyndi og misklíð með rógi sínum um ESB og grímulausri hagsmunagæslu fyrir LÍÚ, Bændasamtökin og fjármagnseigendur. Með þessum skrifum Morgunblaðsins er frjálslyndum, hægri sinnuðum félögum í Sjálfstæðisflokknum, er aðhyllast ESB aðildarviðræður, svo misboðið, að klofningur flokksins er ekki útilokaður.

Það er alveg ljóst að þessi frétt um klofning innan VG er á rökum reyst, en það væri gaman ef Morgunblaðið tæki á sama ástandi í Sjálfstæðisflokknum. Þá er kurr í þeim flokksmönnum Framsóknarflokksins, sem bitu á agnið í síðustu þingkosningum, þegar sá flokkur opnaði á viðræður við Evrópusambandið, en hefur nú að því er virðist lítinn áhuga á slíku. Ekki er óánægjan heldur lítil innan Samfylkingarinnar og þá með stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og síðan er auðvitað massíf óánægja með Jóhönnu Sigurðardóttir sem forsætisráðherra og formann flokksins. 


mbl.is Djúpstæður klofningur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í takt við mínar hugleiðingar undanfarið ár...

Strax og bankarnir hrundu byrjuðu að koma upp raddir þess efnis, að Davíð Oddsson ætti að hætta sem seðlabankastjóri. Líkt og svo margir aðrir sjálfstæðismenn mótmælti ég, að Davíð yrði vikið úr starfi fyrr en öll kurl væru komin til grafar í málinu. Síðar komu í ljós, að í aðdraganda hrunsins hafði Seðlabankinn - undir stjórn Davíð Oddssonar - lánað um 300 milljarða til viðskiptabankanna í formi ástarbréfa án öruggra trygginga. Þessar lánveitingar, og sá mikli þrýstingur er ríkisstjórnin var undir, breyttu afstöðu minni og ég byrjaði að tala fyrir því að Davíð yrði að segja af sér til að skapa frið í samfélaginu og þá án tillits til þess hvort hann hafi í raun brotið eitthvað af sér. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og þó alveg sérstaklega ekki við þær aðstæður, sem þarna voru uppi í íslensku samfélagi. 

Davíð ákvað að fara ekki, en hægðarleikur hefði verið fyrir hann að hætta störfum og lýsa því yfir við starfslok, að sannleikurinn ætti eftir að koma í ljós um hans aðkomu að bankahruninu, sem myndi varpa nýju ljósi á málið. Þetta hefði að mínu mati verið sterkari leikur en að sitja í bankanum með múginn mótmælandi fyrir utan mánuðum saman. En Davíð var þrjóskur og gaf ekki eftir fyrr en í fulla hnefana.

Það sem undrun mína vakti allan tímann, var að Geir Hilmar Haarde skyldi halda verndarhendi yfir Davíð allan tímann. Menn töluðu um að þeir væru vinir frá því í menntaskóla og hefðu í fylgst að málum í stjórnmálum frá því þeim tíma. Þessar skýringar fundust mér aldrei trúverðugar. Við þessar aðstæður og í stjórnmálum er slík tryggð við "gamlan vin" ekki til. Geir hefði fórnað Davíð fyrir áframhaldandi líf ríkisstjórnarinnar og auðvitað fyrir áframhaldandi pólitísku lífi hans sjálfs og síðan til að forða skaða frá Sjálfstæðisflokknum. Nei, skýringin var auðvitað að Geir H. Haarde var skíthræddur við það sem Davíð vissi, þ.e.a.s. að Davíð hefði um langt skeið varað við því sem var að gerast, en ríkisstjórnin hefði ekki hlustað á hann. Samfylkingin gekk jafnvel svo langt að ýja að því, að  Davíð væri tæpur á geðsmunum og ekki hæfur til að gegna þessu embætti.

Það hefði verið betra fyrir alla hefði Davíð stigið fram á þessumm tíma og sagt hvernig mál voru í pottinn búin. Það er nefnilega þannig með sannleikann, að hann kemur í nær öllum tilfellum í ljós á endanum. Davíð er kannski engin hetja í mínum augum hvað þetta mál varðar og hefði að mínu mati sem seðlabankastjóri átt að grípa til annarra og rótækari ráðstafana en að vara við, þegar ríkisstjórnin hlustaði ekki á hans varnaðarorð. Davíð Oddsson er hins vegar fráleitt sá skúrkur, sem honum hefur verið lýst allan þann tíma sem liðinn er frá hruninu og frá því að hann hætti sem forsætisráðherra. Eins og ég hef alltaf sagt er það einungis ferill Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóri og hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, sem bregður skugga á annars einhvern þann glæstasta stjórnmálaferil sem nokkur Íslendingur á að baki sér.


mbl.is Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir eignist Baug

LSRÉg er þess fullviss að þjóðin vill alls ekki að Baugur lendi í höndunum á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða Jóhannesi föður hans. Þessir menn og fjárfestar þeim tengdir eru "persona non grata" í okkar augum. Ég benti á það í fyrra, þegar þessi mál komu fyrst til umræðu, að eðlilegast væri að lífeyrissjóðunum yrði gefinn kostur á að eignast Baug og að í framhaldinu yrði fyrirtækinu skipt upp í smærri einingar.

Síðan yrði fyrirtækið selt á næstu árum, þegar hlutabréfamarkaðir eru aftur komnir í lag. Að mínu mati eru afskaplega heimskulegt að selja þetta fyrirtæki til útlendinga nákvæmlega í dag, því verðið er einfaldlega allt of lágt. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir gætu hagnast verulega á kaupum á Baugi og væri það vel, því sömu lífeyrissjóðir töpuðu mjög miklu í hruninu á viðskiptum sínum við Baug og önnur útrásarfyrirtæki. Með þessu móti tækist eigendum lífeyrissjóðanna - almenningi í landinu - að endurheimta hluta þeirra fjármuna sem forgörðum fóru haustið 2008. 


mbl.is Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfestir forseti Íslands ekki lögin?

Það er erfitt að spá í hvað Ólafur Ragnar Grímsson meinti með neðangreindum ummælum í nýársávarpi sínu:

 

Lýðræði er einmitt sú skipan sem Íslendingar kusu sér. Í fyrstu skilgreint nokkuð þröngt en síðan sífellt víðtækara. Nú er vaxandi stuðningur við að auka veg hins beina lýðræðis, að fólkið fái sjálft að ráða í ríkara mæli. Þá er rétt að hafa í huga að vilji þjóðarinnar er einmitt hornsteinninn sem stjórnskipan lýðveldisins hvílir á. Breytingarnar sem gerðar voru á stjórnarskránni 1944 og rúmlega 90% landsmanna samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu kveða á um að valdið sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta hins unga lýðveldis svo falið að tryggja þann rétt þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana. 

 

Ég hallast þó á að trúa, að forsetinn muni hafna því að staðfesta nýsamþykkt lög um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingunum. Forsetinn tekur skýrt fram, að vaxandi stuðningur sé meðal þjóðarinnar varðandi aukningu á beinu lýðræði. Að auki bendir forsetinn á að hér sé um sögulega framþróun lýðræðis á Íslandi að ræða, þar sem valdið hafi fyrst færst frá Alþingi og konungi til þjóðarinnar og síðan til Alþingis og forseta, þar sem möguleiki var á að forseti beindi málum til þjóðarinnar. Nú sé krafan einfaldlega sú, að í sumum málum verði ekki um neinn millilið að ræða við ákvarðanatöku í málefnum þjóðarinnar. Hann klikkir síðan út með að það sé hlutverk forseta að tryggja ætíð þennan rétt þjóðarinnar, þótt forseti verði ævinlega að vega og meta aðstæður og afleiðingar slíkrar ákvörðunartöku.

Spurningin er síðan hvort ríkisstjórnin láti þá á það reyna og lögin verði lögð í dóm þjóðarinnar, sem eflaust mun hafna þeim, eða hvort lögin verði dregin til baka líkt og gert var með fjölmiðlalögin. Mér finnst líklegast að lögin verði dregin til baka og að samningaviðræður við Breta og Hollendinga hefjist þá aftur. Æsingurinn er ekki sá sami í samskiptum þjóðanna og hann var fyrir ári og kreppan aðeins á undanhaldi í heiminum. Hugsanlega fengjum við Íslendingar nú betra tækifæri til að kynna okkar málstað, heldur en fyrir ári síðan þegar heimurinn allur var á heljarþröm og hver einasta þjóð hafði áhyggjur af eigin stöðu. Niðurstaðan gæti hugsanlega orðið okkur Íslendingum hagstæðari en núverandi samningur, en tæpast verður okkur boðið upp á verri samning. Hvorki Bretar, Hollendingar eða ESB vilja láta líta út fyrir að þarna séu stærri þjóðir eða Evrópusambandið að kúga smáþjóð, sem á við gífurlegan efnahagslegan vanda að stríða.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enskukunnáttu Svavars um að kenna?

Ég held að við séum núna að sjá fram á hvaða skaði hefur verið unninn í þessu Icesave máli með því að skipa alls óhæfan mann til formennsku í samninganefnd Íslands í þessu viðkvæma og erfiða máli. Það er í mínum huga ólíklegt að menn, sem hafa það að atvinnu að semja við fólk og gefa út álit líkt og það sem lögmannsstofan breska gaf út, fari með rangt mál í skýrslum sínum.

Ég verð að viðurkenna að ég treysti Svavari Gestssyni síður en fyrrgreindri breskri lögmannsstofu þegar kemur að því að tjá sig á enskri tungu á fundum um svo flókin efni er þarna voru á dagskrá. Auðvitað mun Össur Skarphéðinsson síðan viðurkenna, að hann hafi vitað af framvindu mála allan tímann og Steingrímur J. Sigfússon einnig. Það er aldrei að vita nema konan í fílabeinsturninum, Jóhanna Sigurðardóttir, láti svo lítið og þykist eitthvað vita um hvað er á seiði í íslenskum stjórnmálum.  


mbl.is Svavar neitaði að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave - Þyngra en tárum taki...

GjaldþrotÞað er þyngra en tárum taki, að ríkisstjórnin taki engum rökum í Icesave málinu. Líkt og ég hef bent á allt frá upphafi hefur málið aldrei snúist um greiðsluvilja Íslendinga í þessu máli, heldur hvort okkur ber lagaleg skylda til að greiða þessar skuldir einkafyrirtækja, hvort ríkisábyrgð er á þessum skuldbindingum. Í öðru lagi snýst málið um hvort greiðslugeta okkar sem skuldara er fyrir hendi. Ég hef talað við nokkra menn, sem lent hafa í gjaldþroti og þeir hafa bent mér á að þá staðreynd, að það eina sem hægt sé að gera í slíkri stöðu sé að setjast niður með lánardrottnum sínum og semja við þá. Á meðan frá slíku sé gengið njóti maður engrar virðingar og maður sé heppinn ef enginn öskrar á mann. Síðan þurfi stundum að setjast aftur niður að nokkrum mánuðum eða árum síðar og endursemja um lánin. Þá sé hljóðið í lánardrottnum betra, ekki síst ef maður hefur bætt ráð sitt. Þetta er svo sem ekkert nýtt, enda hafa þjóðir gert þetta áður þegar þær hafa lent í svipuðum vandræðum, s.s. Þjóðverjar vegna Versalasamninganna. En er ekki heiðarlegra að skýra frá því strax, að við teljum að okkur beri hugsalega ekki lagaleg skylda til að greiða þessar skuldir einkafyrirtækja og að við viljum fá úr því skorið fyrir óháðum dómstól? Er það óeðlileg krafa að dómstóll skeri úr um slíkt risamál? Er óeðliegt að við skoðum, hvort við ráðum yfirleitt við að greiða þessar skuldir til baka?

Skuldir - Nei takk!En það er kannski ekki nema von að þeir þingmenn og ráðherrar, sem voru í stjórn á þessum tíma eða sátu á Alþingi, vilji viðurkenna að við séum í þessari stöðu. Að sjálfsögðu verður krafan um algjöra endurnýjun á Alþingi og í ríkisstjórn enn sterkari hjá þjóðinni þegar lengra líður frá Hruninu. Þjóðin var í losti síðastliðið vor og í raun ekki fært um að kjósa "rétt". Úrslitin væru önnur í dag og þá sérstaklega m.t.t. úrslita prófkjara flokkanna allra. Myndi það ekki líta öðruvísi út fyrir erlenda lánardrottna og auka trúverðugleika okkar Íslendinga ef að við hefðum skipt út enn meira liði á þingi. Ef að lánardrottnar og erlendir stjórnmálamenn myndu sjá, að enginn úr gamla liðinu sæti hér enn í ríkisstjórn Íslands eða á Alþingi eða í embættum hjá ríkinu. Væri staða nýrra ráðamanna og embættismanna ekki sterkari, ef þeir gætu bent á að þeir hefðu ekkert komið nálægt hruninu og væru aðeins að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar, en ekki fyrst og fremst eigið skinn? Við þyrftum sterka leiðtoga nú um stundir til að tala okkar máli erlendis, til að verja okkar hagsmuni erlendis og til að sameina þjóðina. Mér sýnist að þá leiðtoga sé sennilega ekki að finna á Alþingi og alls ekki í ríkisstjórn.


mbl.is Afborganir lána 40% tekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig komum við í veg fyrir hryðjuverk?

Osama Bin LadenHvernig komum við í veg fyrir hryðjuverk? Líkt og margir aðrir hef ég mikið velt þessari spurningu fyrir mér allt frá hryðjuverkunum miklu í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Ég skildi mjög vel innrás Bush stjórnarinnar í Afganistan vegna óvéfengjalegra sannana fyrir því að þar væru aðalbækistöðvar hryðjuverkastarfsemi í heiminum að finna. Ég var einnig stuðningsmaður innrásarinnar í Íran allt þar til að upp komst að engar tengingar var að finna milli Al-Kaída og Saddam Hussein og að enga framleiðslu gjöreyðingarvopna var að finna í landinu. Þar var miklum og ófyrirgefanlegum blekkingum beitt og nú hef ég því meiri efasemdir um gildi slíkra aðgerða, þótt ég telji enn að þær geti verið nauðsynlegar undir kringumstæðum eins og í Afganistan. Líkt og Obama sagði við afhendingu Nóbels verðlaunanna gerir breyskleiki mannsins það að verkum, að stundum er engin önnur leið fær en að berjast gegn stríði eða hryðjuverkasamtökum en með vopnavaldi í þeim ríkjum, sem halda hlífiskildi yfir þeim.

Þótt ég sé í eðli mínu mikill friðarsinni og trúaður maður geri ég mér fulla grein fyrir því að stundum verður ríkið að beita valdi til að kveða niður vald. Þetta er í fullkominni andstöðu við orð Biblíunnar í fyrra bréfi Páls til Þessaloníkumanna, þar sem segir að við eigum að vera:

"... langlyndir við alla. Gætið þess, að enginn gjaldi neinum illt með illu, en keppið ávallt eftir hinu góða, bæði hver við annan og við alla aðra.

JerúsalemÞrátt fyrir þessi orð Biblíunnar og að við Vesturlandabúar reynum í flestum tilfellum að fara eftir þessum orðum ritningarinnar, höfum við í ríkjum okkar bæði löggæsluaðila til að halda upp allsherjarreglu innanlands og síðan heri til að verja lönd okkar árásum. Um valdbeitingu löggæsluaðila og herja gilda ströng lög og takmarkanir og er það vel. Valdbeiting á ávalt að vera síðasta úrræði, sem gripið er til. Þetta gildir jafnt í samskiptum ríkisins innanlands við þá þegna, sem ekki vilja gangast undir þau lög er gilda í landinu. Þá er mikilvægt að mannréttindi viðkomandi séu virt og meðalhóf viðhaft og í samskiptum við erlend ríki. Þótt þessi regla gildi einnig í samskiptum ríkja, þegar svo ber undir, er það erfiðara við að eiga m.t.t. þjóðarréttar, s.s. innrásirnar í Írak og Afganistan hafa sannað mjög vel. Þarna er því í raun um örmjótt einstigi að ræða, sem við þurfum að feta, hvort sem átt er við notkun valdbeiting innanlands gegn eigin þegnum eða í samskiptum ríkja á milli.

Hafa ber í huga að á sama tíma og reynt er að kveða niður illt með illu, verður að reyna að ná fram góðu með góðu. Þetta yrði auðvitað best gert með því að reyna að leysa langvinnar deilur Araba og Gyðinga fyrir botni Miðjarðarhafsins, en einnig með því að auka lýðræði í múslimaríkjunum með bættri menntun og með því að upplýsa þegna landanna á annan hátt. Þetta er verið að reyna að gera í Írak og Afganistan og gengur því miður illa, því tortryggnin og hatrið í garð innrásaraðilanna er svo mikið. Íran er stjórnað af öfgaklerkum múslima og hafa þeir reynt hvað þeir geta til að ala á tortryggni og hatri í garð Vesturlanda, en þar virðist þó einhver órói vera að færast yfir yngri kynslóðina, sem hyggur á breytingar í landinu.

Afgönsk stúlkaKannski ef breytingarnar hæfust innan frá í landi á borð við Íran og færu þá vonandi eins friðsamlega fram og hægt er við að búast, að friðsamleg, múslímsk, lýðræðisleg bylting færi fram ríkjum þeirra. Það er von mín og trú að þessi þjóðfélög nái að skapa sína eigin múslímsku lýðræðishefð, líkt og við íbúar Vesturlanda og Indlands höfum skapað okkur lýðræðishefð, sem einkennist af kristnum gildum og Hindúisma og að slík hefði færi líkt og eldur í sinu um menningarheim þeirra ríkja þar sem lýðræðishefðin er ekki sterk fyrir. Hver veit nema Kínverjar sláist síðan í hópinn með sína útgáfu af lýðræði er byggði á þeirra ævafornu og merkilegu menningu? Hluti lausnarinnar er að viðurkenna fjölbreytileika heimsmenningarinnar og að útgáfur hinna ýmsu menningarsvæða af lýðræði þurfa ekki að vera þær sömu og við höfum komið okkur upp á Vesturlöndum, þótt aðferðafræðin og nálgunin á bak við slíkar þjóðfélagslegar framfarir sé hugsanlega svipuð eða sú sama.


mbl.is Sprengjumaðurinn verkfræðinemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýsk hagfræði og íslensk...

ÞýskalandÞað er merkilegt að allsstaðar í heiminum eru menn að reyna að lækka skatta og skera niður hjá hinu opinbera á meðan íslensk stjórnvöld beita allt öðrum ráðum. Ég er nú samt ekki svo heimskur að sjá, að líklega er einhverskonar blönduð leið nauðsynleg. Það sem ég skil ekki er að stjórnvöld og AGS skuli hafna leið Sjálfstæðisflokksins að taka að láni skatttekjur á séreignasparnað og nota hann til að komast í gegnum næstu tvö árin eða svo, en á meðan mun íslenskt efnahagslíf jafna sig.

EvraJafnframt er einkennilegt að stjórnvöld hér á landi standi í vegi fyrir erlendum fjárfestingum, þar sem þær bjóðast, t.d. við byggingu álvera, gagnavera, einkaspítala og orkuvera. Getur verið að Steingrímur Hermannsson hafi haft á réttu að standa, þegar hann hélt því fram að erlend hagfræði ætti bara ekki við hér á landi. Getur það verið að þurfum á handónýtri krónu að halda, verðtryggingu, flóknu og ógagnsæju skattkerfi, hæstu vöxtum í heimi og hæsta virðisaukaskatti í heimi auk þess sem við þurfum ekki að bindast Evrópusambandinu líkt og flest önnur lönd Evrópu hafa kosið að gera. Mikið óskaplega erum við Íslendingar þá sérstök þjóð. 


mbl.is Þjóðverjar herða sultarólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glórulaus fjármálastjórn vinstri manna...

Það hefur lengi verið aðalsmerki við vinstri óstjórnir, hvort sem það er í sveitarstjórnum eða ríkisstjórn, að fjármálastjórn þeirra eru algjörlega glórulaus. Hvergi hefur það líklega sannast betur hjá sveitarstjórnum en á Álftanesi, þótt skuldasöfnun Reykjavíkurborgar á tímum R-listans hafi einnig slegið öll met og Hafnarfjörður virðist einnig ramba á barmi gjaldþrots. Sé litið til landsmálanna minnist maður sérstaklega þeirra miklu skulda er vinstri stjórnirnar upp úr 1970 skildu eftir sig. Ekki virðist núverandi ríkisstjórn standa sig eitthvað betur, því hún dregur svo lappirnar hvað aðra tekjuöflun en skattahækkanir varðar, að tekjustofnar ríkisins munu seint jafna sig. Það er augljóst að á meðan ríkisstjórnin kemur ekki atvinnulífi landsins aftur á fulla ferð mun það tekjufall, sem ríkissjóður varð fyrir á síðasta ári, ekki lagast neitt svo um muni. Lausnirnar á halla bæjarsjóða eða ríkissjóðs eiga frekar að felast í því að endurreisa, bæta og auka tekjustofna, frekar en að skera niður nauðsynlega opinbera þjónustu, líkt og nú er verið að gera. 

Líklega munu vinstri menn nú benda á þau vandræði, sem Orkuveita Reykjavíkur, Kópavogur og Reykjanesbær eru í til að verja sig og sína. Því er til að svara að vandræði þessara bæjarfélaga eru af allt öðrum toga sprottin en vandræði þeirra sveitarfélaga, sem hér er um ræðir. Í þessum sveitarfélögum er í sjálfu sér ekki bruðli um að kenna, heldur ytri aðstæðum, s.s. kreppunni miklu. Vandræði orkuveitunnar má að nær öllu leyti rekja til hrunsins svokallaða og hugsanlega aðeins of djarfrar fjárfestingarstefnu. Ábyrgðin á hruninu og fjárfestingarstefnunni dreifist á nokkra flokka í landsmálum, en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Vandamál Kópavogs liggja í því að gífurleg eftirspurn var eftir lóðum á hinum frjálsa markaði og var bæjarstjórnin aðeins að sinna sínu hlutverki að anna þessari spurn eftir byggingarlóðun. Reykjanesbær segir svipaða sögu varðandi kostnað vegna hálfkláraðra nýbygginga, en að auki bætast við þau miklu áföll, sem bæjarsjóður hefur orðið fyrir hvað tekjuhliðina varðar. Það virðist nefnilega oft gleymast í umræðunni að tveir stærstu tekjustofnarnir hafa hrunið saman, en þar á ég að sjálfsögðu við þær staðreyndir að Varnarliðið er farið og sömu sögu má segja um þann mikla fiskikvóta, sem einu sinni var í bæjarfélaginu. Á hvorugu þessara bakslaga á meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sök.


mbl.is Þyrfti að skera niður um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband