SÞ munu eflaust styðja umhverfisvæna íslenska stóriðju

Ég treysti Sameinuðu þjóðunum til að skoða þessi mál á hlutlægan hátt og bera saman, hvort betra er fyrir hnöttinn allan að vera með álframleiðslu hér á Íslandi - þar sem raforkan er framleidd með endurnýjanlegri orki - eða í Kína eða annarsstaðar, þar sem orkan er fengin með því að brenna kol eða með notkun kjarnorku.
mbl.is SÞ, Björk og Sigur Rós taka upp samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Stór misskilningur hjá þér Guðbjörn. Það er ekki til nein umhverfisvæn íslensk stóriðja. Þetta veit fólk hjá SÞ. Flott hjá Björk og Sigur Rós að taka upp samstarf við Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einnig mikilvæg viðurkenning á málstað Bjarkar. Við eigum ekki að fórna íslenskri náttúru fyrir álbræðslur.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.6.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Félagi Hlynur  þú veist allt um álver og umhverfi, skýrsla sú er ég sendi á flokk VG hafa flestir Vg lesið og sannreynt þar sem vitnað er í staðreyndir sem sannir umhvefsinnar um heim allan hafa viður- kennt og mælt með, þar á meðal SÞ , taki Björk og Sigur Rós ekki rétt á málinu, þá verður það upplýst hvað að rétt og satt er í þessum mála flokki fari þau rétt með þá er málið  dautt  sé  farið rangt með  verður það upplýst. Heiðarleiki, sannleikur, staðreyndir  er ofar pólitík.

Kv,. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 27.6.2008 kl. 23:56

3 identicon

Þú virðist hafa mikinn áhuga á þessu málefni og hafa kynnt þér vel málflutning stjórnvalda.

En veistu:

a: Hversu miklu áli er hent í dósum eingöngu í BNA framhjá endurvinnslu?

b: Er það meira eða minna en ársframleiðsla Íslands?

c: Hversu mikill hluti álframleiðslu heimsins er nú þegar með ,,hreinni orku"

e: Veistu hvað Alcoa sparar mikið með því að loka verksmiðju í BNA og opna hérlendis?

kær kveðja

f: Veistu hver meðgjöfin til fyrirtækjanna er miðað við gagnverð á mengunarkvóta árlega?

Andri Snær Magnason

andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Andri Snær

Ég er bara alveg sammála þér að auðvitað þurfum við að endurnýta sorp mikið meira en við gerum. Ég bjó 12 ár í Þýskalandi og þar gerðu stjórnvöld borgurum þetta auðveldara með því að hafa ruslatunnur fyrir gler, dósir, pappír o.s.frv. við fjölbýlishús og söfnunarstaði í einbýlishúsa- og iðnaðarhverfum.

Þú mátt ekki misskilja mig. Ég vil minnka rusl og endurnýta það eins og hægt er, t.d. áldósir. Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að huga að svipuðu kerfi og ég bjó við í Þýskalandi. Ég ek um á frekar sparneytnum bíl og reyni að hafa mér þannig að náttúran líði ekki fyrir það. Ég vil stórauka almenningssamgöngu og skoða lestarsamgöngur, því ég tel að raunhæfur möguleiki sé á að nota lestar hér á landi.

Ég vil styðja við og hjálpa sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í hátækniiðnaði. Ég vil að við einbeitum okkur að einhverju öðru en álverum eftir álverið á Bakka. Þá á að vera STOPP. Enda allir landshlutar þá komnir með undirstöðuatvinnuveg, sem treysta má á. Ég er viss um ofangreind hátækni- og sprotafyrirtæki munu þá frekast þrífast úti á landi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.6.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband