Ekki hættur að skjálfa, en ...

Frábærar fréttir!

Ég tók lán hjá Glitni, þegar ég keypti húsið mitt fyrir 3 1/2 ári síðan, á 4.15% vöxtum og var farinn að hafa áhyggjur af næsta ári.

Kannski að bankarnir afsanni mína núverandi kenningu, um að Íbúðalánasjóður sé nauðsynlegur til að bankarni bjóði "eðlilega" vexti af húsnæðislánum.

Ef ekki, þá erum við á leiðinni inn í nýtt blómskeið "ríkislánakerfis" og ég skammast mín ekkert fyrir að styðja við það!


mbl.is Kaupþing lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er ekki smátt letur einhvers staðar í boði bankanna? Ég er alveg logandi hrædd við að fólk gleypi ryðgaðan öngul.

Berglind Steinsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég las smáa letrið, en hafði tröllatrú á viðskiptabönkunum og íslensku fjármála- og viðskiptalífi árið 2005.´

Það var áður en allt tryllist hér á landi.

Bankarnir og fjárfestingarfélög hafa farið offari undanfarin ár og síðan eigum við að borga brúsann! Nei, ég gekk frá mínum lánum og er og var í fullri borgunarstöðu fyrir þeim og er enn.

Það þarf að draga rétta menn til ábyrgðar og ég er ekki enn af þeim! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband