8.7.2008 | 17:10
Góðar fréttir fyrir Suðurnesjamenn
Það er gaman að sjá hversu mikill kraftur er í okkur Suðurnesjamönnum þessa dagana, en auðvitað lítum við á fyrirtækið Geysi Green Energy sem okkar fyrirtæki og á hluthafana sem Val-Reyknesinga. Ég er viss um að fyrirtækið Geysir Green Energy verður ásamt þekkingarþorpinu okkar og netþjónabúinu upp á gamla varnarsvæðinu, Hitaveitu Suðurnesja, starfseminni á Keflavíkurflugvelli og álverinu okkar, sem er að rísa í Helguvík, mikilvægustu fyrirtæki framtíðarinnar á Reykjanesi. Reykjanesið er gott dæmi um stað þar sem allar atvinnugreinar eru metnar að verðleikum, hvort sem um er að ræða fiskveiðar og fiskvinnslu (Grindavík), þekkingariðnaðinn (Gamla varnarsvæðið), græna orku (Hitaveitu Suðurnesja og Geysir Green Energy), ferðaiðnaðinn (Keflavíkurflugvöll og hótelin í Keflavík, Víkingasafnið og önnur söfn á Reykjanesi) og síðast en ekki síst hið nýja álver í Helguvík. Þetta er mín framtíðarsýn fyrir Ísland: fjölbreytt atvinnulíf, sem byggir á mörgum stoðum og þar sem allir landsmenn finna kröftum sínum viðnám.
Það var vel til fundið að hafa fundinn í Duus húsum og einnig var gaman að sjá okkar frábæra bæjarstjóra, Árna Sigfússon, í þeim góða manna hópi, sem þarna höfðu safnast saman. Það er mér sönn ánægja að bjóða þann mikla andans mann, Ólaf Jóhann Ólafsson, velkominn á Suðurnesin. Ég kynntist Ólafi aðeins í gegnum systkynabarn minn, óperusöngvarann Kolbein Jón Ketilsson, og ég verð að segja að ljúfari, skemmtilegri og gáfaðri mann er ekki hægt að hugsa sér. Ef Ólafur gæti hugsað sér að flytja heim til Íslands, gæti ég hugsað mér hann sem næsta forseta lýðveldisins. Þar hefðum við verðugan fulltrúa Íslands á Bessastöðum, sem allir stjórnmálaflokkar og allir landsmenn gætu sameinast um.
Eigið fé Geysis Green aukið um fimm milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.