Hvert stefnir fréttaflutningur Morgunblaðsins?

Ég ætla ekki að hafa þetta langan pistil og veit ekki hvort ég er svona forpokaður og gamaldags. Ég er líklega eins og aðrir að stundum les ég eitthvað slúður þegar ég hef virkilega ekkert annað að gera.

 Það sem mér hins vegar blöskrar er hversu fréttaflutningi og málfari Morgunblaðsins hefur farið aftur á undanförnum árum. Fyrr á tímum var vandaðan fréttaflutning og fréttaskýringar að finna í Morgunblaðinu og mátti að mörgu leyti líkja því við stóru dagblöðin úti í heimi, þótt þeir hafi auðvitað ekki haft úr jafnmiklum fjármunum að spila og þau.

Núna er blaðið ekki svipur hjá sjón og mér er óljúft að viðurkenna að stundum er Fréttablaðið virkilega bitastæðara, þótt það sé auðvitað undantekningin og ekki reglan. Ég er áskrifandi að blaðinu og ég verð að segja að sú tilraun, sem gerð hefur verið að poppa blaðið upp hefur að mínu mati mistekist. Þarna á ég ekki við útlitsbreytingarnar, sem mér finnst vera ágætar, heldur innihaldið. Mér finnst blaðið vera að reyna að höfða meira til yngri lesenda og þá sennilega til að fá þá í hóp lesenda sinna. Með þessu eru eldri lesendur vanræktir og þeir eru áskrifendur blaðsins. Ég leyfi mér að efast um að yngri kynslóðin sé að lesa þessar "fólk í fréttum" síður og blaðagreinar um einhverjar "underground" hljómsveitir og hvað það nú allt saman er, sem ratar í Morgunblaðið þessa dagana.

Af ofangreindum ástæðum og í sparnaðarskyni er ég að hugsa um að segja blaðinu upp og láta ókeypis vefútgáfuna og Fréttablaðið nægja.


mbl.is Gengið frá skilnaði Brinkley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ekkert mál að fullnægja þörf sinni fyrir slúður á Netinu. Óþarfi að kaupa það í áskrift. Ég læt mér fríblöðin (þá sjaldan ég fæ þau) ásamt útvarpi og sjónvarpi duga til að slökkva fréttaþorstann.

Björg Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband