Kratarnir á móti stóriðju í Straumsvík og Helguvík?

Mér finnst auðsjáanlegt að kratarnir eru í raun mótfallnir álverinu í Helguvík, stækkun álversins í Straumsvík og hugsanlega einnig á móti álverinu á Bakka. Ingibjörg Sólrún var þó svo heiðarleg að lýsa þessu yfir, en hver afstaða Össurar er hefur verið svolítið málum blendið, eins og reyndar svo margt hjá Samfylkingunni varðandi stóriðjuáform og fleiri mál.

Það er auðsjáanlegt, að Ingibjörg og Össur eru aftur komin í sama leikinn og fyrir síðust kosningar, þ.e.a.s. að bíða eftir því að stemmingin í þjóðfélaginu snúist stóriðjunni í hag og þá ætla þau að koma fram og segjast í raun hafa allan tímann stutt stækkun álversins í Straumsvík, byggingu álvers í Helguvík og á Bakka.

Því miður er þetta ekki svona einfalt, þegar maður er í ríkisstjórn. Þá er ekki hægt að fela sig og segja ekki neitt og koma svo fram þegar almenningur er búinn að breyta um skoðun og segjast allan tímann hafa verið sömu skoðunar og fólkið. Þetta virkar ótrúverðugt og "fólk er ekki fífl". Samfylkingin verður að ákveða í hvorn fótinn hún vill stíga í þessum málum.

Í þessum málum eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn með algjörlega skýra stefnu, en allir þessir þrír flokkar styðja stóriðjuna á þessum þremur stöðum, auk þess sem þeir hafa verið jákvæðir gagnvart öðrum iðnaði í Þorlákshöfn og í Helguvík.

Vinstri Grænir eru hins vegar enn staðfastlega á móti allri stóriðju, á móti öllum virkjunum, á móti öllum iðnaði, á móti öllum fiskveiðum, á móti öllum hvalveiðum,  alltaf á móti ...

Þessa skoðun er auðvelt að skilja og ég virði og umber þeirra skoðun - allavega á meðan þeir eru ekki í ríkisstjórn.  Þeir vilja jú þetta "eitthvað annað", sem ég veit nú ekki alveg hvað er, en samt þeir eru þó með "það" á dagskránni.

Hvað vilja kratarnir, þar sem þeir eru sennilega á móti stóriðju og virkjunum og vilja heldur ekki auka veiðiheimildirnar? Þeir vilja ekki endilega heldur þetta "eitthvað annað", heldur ... ?

Á hverjum andskotanum eigum við að lifa hér á hjara veraldar?


mbl.is Össur skammar Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Mikið ferlega er ég sammála þér! Ég hef alltaf borið dulitla virðingu fyrir VG því maður er nokkuð klár á því fyrir hvað þeir standa. Allavega hvað þeir vilja ekki eins og þú segir. Ekki alls staðar þannig. En það þýðir samt ekki að ég sé sammála VG. Það fer líka að verða erfitt að sjá hvað má vinna við annað en túrisma og hugbúnaðargerð!

Björg Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Pétur Sig

Erum við ekki lifandi og meira að segja barasta rík og feit og sælleg? Hvað viltu meira? Stærri og fleiri og bensínfrekari jeppa?

Pétur Sig, 11.7.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Tölum saman í haust!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.7.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband