Fólki fækkar þar sem stóriðjan er ekki

Það er hreint með ólíkindum hvað Andra Snæ og Björk gengur illa að kenna þessu fólki á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum þetta "eitthvað annað", sem leysir öll vandamál. Á tíu árum frá 1996 - 2006 hefur fólkið fækkað á þessum stöðum um 15%.

Á meðan fjölgar fólki annarsstaðar á landinu, þar sem nóga vinnu er að fá. Gaman væri að sjá þróunina í kringum uppbygginguna í Hvalfirðinum á þessu sama tímabili og á Austfjörðum og bera það saman við Norðausturland og Vestfirði.

Það sem er verst er að þetta öfgaumhverfisfólk tekur engum rökum og þylur einungis upp sömu vitleysuna og það hefur gert undanfarin ár.


mbl.is Viðvarandi fólksfækkun í 22 sveitarfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Það er víst búið að skilgreina hlut af þessu sem sjúkdóm öfgafólks., sjá .

Rauða Ljónið, 15.7.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Æi, þarf alltaf einhver stóriðjupési að kommenta á svona fréttir? Þarna er rætt um 21 sveitarfélag. Hvar á að fá orku í 21 álver? Þessi frétt kom þó með aðrar hugmyndir. Ég væri til í að búa í einu af þessum sveitarfélögum ef atvinna væri fyrir hendi, eða tækifæri til að skapa sér atvinnu sjálfur. Ég kæmi ekki til að vinna í álveri.

Villi Asgeirsson, 15.7.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Þetta er ákkúrat málið Villi Ásgeirsson. Það eru svo óskaplega margir tilbúnir til þess að búa á þessum stöðum bara ef.....atvinnutækifærin væru fyrir hendi !

Síðan þegar heimamenn vilja skapa sér atvinnu með því,t.d. að virkja jarðvarma til orkuframleiðslu eins og ætlunin er í Þingeyjarsýslu (Álver á Bakka) þá verður allt vitlaust fyrir sunnan, Þar sem næg atvinnutækifæri eru.

Skákfélagið Goðinn, 15.7.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hermann vinsamlega gerðu greinamun á okkur fyrir sunnan, og okkur  fyrir sunnan sem styðjum landsbyggðina og Bakka, og kaffihúsahópnum 101 RVK. Þú átt við kaffihúsahópinn.

Með keðju Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 15.7.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Álver eru ekki einu atvinnuvegirnir sem koma til greina. Ein verksmiðja getur aldrei verið lausnin. Hvernit á álver á Bakka að hjálpa fólki á Blönduósi? Eða olíuhreynsistöð í Arnarfirði að hjálpa fólki í Strandabyggð? Það er sennilega óhjákvæmilegt að einhver svæði fari í eyði, en það eina sem kemur í veg fyrir algeran flótta af landsbyggðinni er fjölbreytt atvinna.

Ríkið getur gert betur í að skapa umhverfi sem fólk þarf til að skapa sjálft sín tækifæri. Ekki byggja eitt risafyrirtæki sem á að bjarga öllu. Stóriðja er allt í lagi í bland við annað. Spurning með að endurskoða kvótalögin og hætta að hrúga öllu á stór-Reykjavíkursvæðið.

Villi Asgeirsson, 15.7.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Ég á auðvitað við kaffihúsalopapeysufólkið í 101.

Með álveri spretta upp allskonar þjónustufyrirtæki sem þrífast vel í skjóli stórfyritækis. (Kjölfestufyrirtæki) Það er rétt hjá þér að Blöndós-búar njóta ekki góðs að Bakkaálveri enda of langt á milli staðanna. (c.a 230 km)

Hvert svæði þarf sína kjölfestu í atvinnutækifærum. Nú um stundir er sennilega ekkert slíkt á Blöndósi og ekki heldur fyrir vestan.  Best væri að setja upp áburðarverksmiðju á Blöndósi, eins og til stóð einu sinni. Ég veit ekki hvað hentar fyrir vestan annað en fiskveiðar.

Skákfélagið Goðinn, 15.7.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband