MBL.IS - slök fréttamennska

Þessi frétt er mjög gott dæmi um slök vinnubrögð á Morgunblaðinu og ástæðan fyrir því að ég sagði blaðinu upp:

 

 

Er ástæðan meðal annars rakin til hækkandi hráefnis- og orkukostnaðar og lækkunar á álverði, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

 

 

Í frétt blaðsins er sagt að minni hagnað Norsk Hydro megi m.a. rekja til að álverð hafi fallið. Þetta vakti vakti grunsemdir mínar um að ekki væri allt með felldu varðandi fréttina, því eins og allir vita - nema blaðamenn Morgunblaðsins - hefur verð á áli og öðrum málmum snarhækkað að undanförnu.

 

Því fór ég inn á netútgáfu dagsins í dag á "The International Herald Tribune", sem er alþjóðleg útgáfa af "The New York Times" (sem sagt þokkalega góð heimild) og kynnti mér málin þar. Ég fór einnig á heimasíðu Norsk Hydro og staðreyndi fréttina þar. Fréttirnar voru á báðum netmiðlum í meginatriðum áþekkar:

 

 

Hydro, which had issued a profit warning earlier this month, citing cost increases, blamed the drop on the weakening U.S. dollar and higher input costs in the aluminum industry. It said the higher costs more than offset the positive effect of higher aluminum prices.

 

Skáletrun, undirstrikun og feitletrun í tilvitnunum frá höfundi pistils).

Það verður að gera kröfur til þess að skoðanir fréttamanna á stóriðju á Íslandi liti ekki fréttaflutning fjölmiðla og þeir falsi ekki fréttir á þennan hátt. Þetta hefur því miður verið allt of algengt á undanförnum árum, þ.e. að umhverfissinnar hafi hreinlega látið skoðanir sínar lita fréttir. Besta dæmið voru auðvitað þættir Ómars Ragnarssonar fyrir nokkrum árum, en dæmin eru því miður mýmörg.

Ennfremur eru dæmi um að starfsmenn ríkisins hafi hagrætt staðreyndum, sbr. hagfræðing hagstofunnar, sem hélt því fram í fjölmiðlum um daginn að stóriðjan í landinu skildi ekkert annað eftir í landinu en þau laun sem starfsmenn fengju greidd. Samtök Iðnaðarins leiðréttu þá frétt daginn eftir.


mbl.is Hagnaður Norsk Hydro 87% minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

hmmmm.... er ekki séns að viðkomandi sé bara svona arfaslappur í enskunni?

Annars er orðið óþolandi hvað þáttastjórnendur lita verk sín af eigin skoðunum. Sama hvað er, pólitík, íþróttir, umhverfismál eða hvað annað. Maður getur ekki einu sinni treyst því að teiknimyndir barnanna innihaldi ekki einhvern uppskafningsboðskap um efni sem framleiðendurnir hafa ekki hundsvit á!

Björg Árnadóttir, 23.7.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband