Óendanlegir möguleikar til að bæta heiminn

Ég myndi sjálfur eflaust þurfa að borga þess 25 dollara, þar sem ég er allt of feitur. Mér finnst þetta í sjálfu sér athyglisverð hugmynd, sem Guðlaugur Þór og kona hans, Ágústa Johnson, væru örugglega mjög hlynnt. Ég myndi örugglega taka af mér 20-30 kíló væri þetta tekið upp hér, þar sem 750 dollarar á mánuði myndu hreinlega setja mig á hausinn og mér væri engin önnur leið fær.

En til að gæta jafnræðis - sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga - ætti auðvitað að leggja 25 dollara á alla þá, sem meðvitað eða ómeðvitað geta kostað skattborgarann einhverja peninga með því að leggjast á sjúkrahús. Þá meina ég þá sem reykja, stunda ekki íþróttir, borða óhollan mat (og þá ekki endilega fitandi), drekka áfengi, eru með krabbamein, heilablóðfall, hjartasjúkdóma, MS og MND og yfirleitt alla sjúkdóma sem fyrirfinnast eða bara slæma liði eða léleg líffæri. Að ég tali nú ekki fólk með "genetíska" galla eða á börn, sem veikjast vegna slíkra galla. Síðan þyrfti auðvitað að leggja 25 dollara á þá sem eru í íþróttum, aka hratt, eru í fjallgöngum, sjá illa eða eru mjög utan við sig. Slíkt fólk er alltaf að lenda í slysum - tognandi á hlaupum, dettandi á skíðum, hrapandi í fjöllum, lendandi í bílslysum og það er verið að keyra á þetta fólk sem er annars hugar og það kostar milljónir að gera allt þetta fólk upp.

Spurning hvort við bættum við 25 dollurum fyrir hvern áhættuþátt. Þannig fengi maður 25 dollara fyrir að vera feitur, 25 dollara fyrir að vera með erfðagalla, 25 dollara fyrir að eignast veikt barn, 25 dollara fyrir að vera í íþróttum, 25 dollara fyrir að vera með léleg líffæri að hámarki þó 100 dollarar á mann á dag. Þá myndu flestir borga þetta 750 og upp í 3000 dollara í mánuði og málið væri leyst. Fyrir þá örfáu, sem helst aldrei fara út úr húsi og eru grannir og stæltir, borða hollan mat og hreyfa sig aðeins á hlaupahjóli innandyra, eru í heilsurækt þar sem einkaþjálfari passar mjög vel upp á þá, nú þeir gætu síðan fengið 25 dollara bónus á dag í verðlaun. Þar sem um mjög fáa væri að ræða, myndi bónusinn kosta ríkið mjög lítið.

Ég er síðan með framhaldshugmynd um að leggja skatt á frekt fólk, leiðinlegt fólk, ljótt fólk og hávært fólk, kvartandi fólk o.s.frv. Svona kerfi býður upp á óendanlega möguleika.


mbl.is Bollurnar borgi eða grenni sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Um leið og ég las þessa frétt, þá sá ég þetta fyrir mér... Hvar endar þessi helvítans forræðishyggja hjá stjórnvöldum? En svo við tökum ísland sem dæmi, þá er nú álögur á áfengi og tóbaki að mestum hluta komin vegna meintrar skaðsemi þeirra.

kkv, Úlfr

Samúel Úlfur Þór, 24.8.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Ég er svolítið hissa á þessu, að jafna saman krabbameini við fitu - við sem erum með bumbuna framan á okkur vitum vel að við ráðum þessu algerlega sjálf:  Það er okkar eigin ákvörðun, að éta meira en við þurfum og að nenna ekki að hreyfa okkur eins mikið og við þurfum.

Auk þess er viðfangsefnið annað í Alabama en hérlendis.  Í Alabama, þar sem ég bjó í fimm ár, er sjúkrahúskostnaður ekki greiddur af skattfé nema að litlu leiti:  Þarna snýst málið um það hvort rekstraraðili á að borga "premíu" á sjúkratryggingar starfsmanna sem ekki passa uppá heilsuna, eða hvort starfsmaður á að gera það sjálfur. 

Þessi spurning er allt annars eðlis heldur en hún væri hérlendis, þar sem heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé, og fólk borgar jú sína skatta hvort sem það er feitt eða minna feitt.

Ólafur H. Guðgeirsson, 25.8.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ólafur:

Ágætis innlegg, en ekki er ég þér alveg sammála. Fólk er frekar feitlagið í minni fjölskyldu og ég held að það sé sannað mál að erfðir spila þarna mikið inn í. Móðir mín hefur verið feitlagin alla tíð frá því hún eignaðist börnin sín og ég tók að fitna meira þegar ég eignaðist mín börn (smá glens).

Móðir mín hefur hins vegar verið mjög heilsuhraust alla ævi og fólk er það almennt í minni ætt og að sama skapi langlíft.

Með þínum rökum ættu allir sem stunda íþróttir á borð við skíðamennsku eða fótbolta að borga premíu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.8.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband