Þórunni burt eða ríkisstjórn með Framsóknarflokknum

Eins og málum er háttað í dag er algjörlega óábyrgt og í raun háskalegt fyrir Íslendinga að hafa umhverfisöfgamann á borð við Þórunni Sveinbjarnardóttur við stjórnvölinn í Umhverfisráðuneytinu.

Það er mín skoðun að ef Samfylkingin hefur ekki stjórn á umhverfisráðherra sínum, þá sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að kanna samstarf við Framsóknarflokkinn, þrátt fyrir hinn veika meirihluta, sem slíkt samstarf þyrfti að byggja á.

Samfylkingunni væri nær að hlusta á Össur Skarphéðinsson og vini hans innan Samfylkingarinnar og sú stefna, sem sá hluti Samfylkingarinnar keyrir gæti reynst Sjálfstæðisflokknum skeinuhætt í næstu kosningum.


mbl.is Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef Sjálfstæðisflokkinn vantar hækju þá er Framsókn náttúrulega rétti flokkurinn.... en vill þjóðin það ? .... framsókn með sín  9%

Jón Ingi Cæsarsson, 6.9.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skilgreindu fyrir mig þetta hugtak "umhverfisöfgamaður".

Svo held ég að þú hljótir að vera í hópi afar fárra fylgismanna sjálfstæðisflokksins sem  raunverulega vill setja flokkinn í gíslingu smáflokks á landsvísu eftir reynsluna af því fyrirkomulagi í Reykjavík.

Raunar er maður farinn að halda að borgarstjórarflokkur sjálfstæðisflokksins fái eitthvað kikk út úr því að vera í gíslingu, þar sem hann hefur nú leitað inn í þess konar samband í þriðja skiptið á tveimur árum!

Haraldur Rafn Ingvason, 6.9.2008 kl. 20:28

3 identicon

Þér finnst það semsagt öfgakennd skoðun að vera mótfallinn því að búa til uppistöðulón innan við 10 kílómetra frá Landmannalaugum?

Hrafnkell (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðeins í viðbót... ég held svei mér þá að þessi virkjanaklikkun sé það sama og hefur legið í eðli okkar íslendinga í gegnum áratugina... við ofveiddum þorskinn... við eyddum síldinni... við kláruðum loðnuna... allt þetta í nafni meintrar nauðsynjar.. vegna hagsældar þjóðarinnar og allt það kjaftæði... næst er það náttúran... við skulum eyða öllum okkar virkjanakostum sem til eru og í leiðinni allri þeirri óspilltu náttúrfegurð sem laðar hingað hundruð þúsunda ferðamanna..

Það gildir það sama og áður.... étum mjólkurkúna upp til agna og sjáum til þess að hún skili engum afurðum heldur klárum hana með húð og hári... þetta er sama viðhorfið og Loðvík sagði um árið... " það lafir meðan ég lifi"

Þórunn er stjórnmálamaður sem þorir.... hún hefur framsýni og kjark að segja til vamms og gerir sitt besta til að hafa vit fyrir okkur til framtíðar...  það er hentistefna og mammonsdýrkun sem kallar fram þessi öfgakenndu ásókn í náttúrauðlindirnar sem eru takmarkaðar og klársta fljótt ef ruglið fær að halda áfram án hugsunar. 

Jón Ingi Cæsarsson, 6.9.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ekkert svar???

Haraldur Rafn Ingvason, 6.9.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég þekki ekki þessa virkjun en geri ráð fyrir að Þórunn geri það. Hún er að standa sig frábærlega sem Umhverfisráðherra. Mundu það, hún á að vera talsmaður náttúrunnar, ekki Alcoa eða hvaða fyrirtækis sem vill orkuna. Þetta er eitthvað sem fyrirrennarar hennar voru ekki alltaf með á hreinu.

.

Þar fyrir utan, ein virkjun mun ekki redda efnahagsvandanum. Orsakir hans liggja annarsstaðar og það þarf að ráðast á upptök hans, ekki pissa í logana.

.

Það er óábyrgt af stjórnvöldum að nota stóriðju sem einhverja gulrót og draga landann áfram á asnaeyrunum. Ef við virkjum bara einu sinni enn erum við góð. Bara ef við fáum Ballarvirkjun verðum við rík. Eða alla vega ekki fátæk. Var þetta ekki sagt um Kárahnjúka líka? Nei, það er kominn tími til að islendingar opni augun. Efnahagsvandinn hefur ekkert með virkjanir að gera heldur lélega efnahagasstjórnun undanfarinna ára.

Villi Asgeirsson, 7.9.2008 kl. 05:40

7 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Hvað er umhverfisöfgamaður?

Hilmar Dúi Björgvinsson, 7.9.2008 kl. 07:44

8 Smámynd: Stefán Stefánsson

Einu rökin sem ég hef heyrt menn tala um á móti Bjallavirkjun eru sú að hún sé svo nærri Landmannalaugum.......... hún sé svo nærri friðlandinu. Mér finnst það mjög léttvæg rök.
Menn spá ekkert í umhverfisspjöllin sem orsakast af mikilli fjölgun ferðamanna á svæðið. 

Annars held ég að Bjallavirkjun komi núna upp á borðið vegna andófsins á móti virkjununum í neðri Þjórsá.
Á sínum tíma var hætt við framkvæmdir upp undir Hofsjökli (Norðlingaölduveitu), meðal annars vegna andstöðu ýmissa hópa sem sögðu jafnframt að það væri allt í lagi að virkja í neðri Þjórsá. En þegar til á að taka eru sömu hópar jafnmikið á móti.

Stefán Stefánsson, 7.9.2008 kl. 10:17

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Eitthvað virðist blogghöfundi ætla að vefjast tunga um höfuð við að svara þessari einföldu spurningu okkar. Velti fyrir mér af hverju...

Haraldur Rafn Ingvason, 7.9.2008 kl. 10:24

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þessar hugmyndir um Bjallavirkjun virðast koma öllum á óvart. Það er greinilega eitt og annað sem leynist í skúffum Landsvrkjunar. Það væri fróðlegt að sjá áætlanir um fleiri staði. Ættu þessar áætlanir ekki að vera uppi á borðinu allar saman? Þetta er jú ekki einkamál Landsvirkjunar og stjórnvalda.

Síðan er til fyrirbæri sem heitir rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þetta fyrirbæri er á einhverju vinnslustigi og sú aðferðafræði að ráðast í stórar virkjanir áður en sú vinna klárast er ekki til fyrirmyndar. 

Þau rök að redda verði efnahagsástandi með virkjunum halda ekki vatni.  Ef menn tryðu þeim rökum hefði verið beðið með Kárahnjúkavirkjun þar til nú, en henni ekki dempt ofaní eitt besta efnahagsástand í sögu þjóðarinnar.

Nú, ef menn trúa þessum rökum samt sem áður, þá er ekkert í stöðunni annað en að halda áfram að virkja alla mögulega virkjanakosti þjóðarinnar (væntanlega til stóriðju) á næstu áratugum "til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi".

Viljum við það? 

Haraldur Rafn Ingvason, 7.9.2008 kl. 11:34

11 identicon

Stefán: Ég held að aðilar eins og t.d. Ferðafélag Íslands sem sér um Landmannalaugar séu sér mjög vel meðvitaðir um áhrif fjölgunar ferðamanna á því svæði. Það er síðan ekki rétt hjá þér að um sömu hópa sé að ræða hvað varðar Norðlingaölduveitu og virkjanir í neðri Þjórsá. Mesta andstaðan gegn virkjunum í neðri Þjórsá hefur verið hjá landeigendum sem hafa bara ekkert viljað semja við Landsvirkjun um landnýtingu. Það er mergurinn málsins, og þeir hafa alveg fullan rétt á þeirri afstöðu.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband