Íslensk ríkisskuldabréf í stað öruggra eigna í erlendum gjaldmiðlum?

Viðtal var við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, í fréttatíma RÚV í kvöld.

Þar talaði Hrafn fyrir sölu öruggra eigna lífeyrissjóðanna erlendis í skiptum fyrir íslensk ríkisskuldabréf í "öruggum" íslenskum krónum. Hann sagði að þetta væri góður tímapunktur til að flytja eignir lífeyrissjóðanna heim, þar sem gengi krónunnar væri hagstætt.

Hvað finnst ykkur landsmenn góðir um þessa fullyrðingu framkvæmdastjórans. Hvernig stendur á að slíkar ákvarðanir er hægt að taka fyrir tugi þúsunda greiðenda í lífeyrissjóði.

ER ÞETTA EINNIG FÉ ÁN EIGENDA, SEM EINHVERJIR MENN ÚTI Í BÆ ERU AÐ RÁÐSTAFA AÐ EIGIN VILD EÐA AÐ VILD EINHVERRA ANNARRA MANNA ÚTI Í BÆ?

HVAÐ MEÐ OKKUR EIGENDUR PENINGANNA, HVERSVEGNA HEFUR ENGINN ÁHUGA Á OKKAR SKOÐUN?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Góð og gild spurning. Ég var hins vegar að velta því fyrir mér af hverju lífeyrissjóðir væru yfirleitt að fjárfesta erlendis. Þeir eiga vissulega að fjárfesta á besta fáanlega máta fyrir okkar hönd. En eiga þeir ekki líka (a.m.k. siðferðislega) að gæta hags eigenda lífeyrisins með að vinna ekki gegn því að verkamenn landsins hafi vinnu? Með því að flytja mikið fjármagn úr landi í stað þess að styðja með því atvinnulíf innanlands er ekki verið að styðja atvinnulíf hér heima heldur erlendis.

Varðandi okkar skoðanir á ráðstöfunum sjóðanna þá hefur mér fundist landsmenn vita áhugalausir um aðalfundi og stjórnarkjör í lífeyrissjóðunum. Ég hef ekki heldur orðið vör við "kostningabaráttu" um sæti í stjórnum lífeyrissjóða þar sem stefna og skoðanir viðkomandi væru kynntar. Við verðum líkast til að fara að láta okkur slíkt varða mun meira en við höfum gert ef við viljum að okkar skoðanir komi fram í störfum þeirra.

Björg Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Björg

Ég er algjörlega ósammála þér varðandi fjárfestingar lífeyrissjóðanna og vil að sjóðirnir fjárfesti erlendis, en þar á að sjálfsögðu að gæta þess vel að um ákaflega öruggar fjárfestingar sé að ræða og einnig að fjárfestingarnar séu siðferðislega ekki á gráu svæði - s.s. ekki í barnavinnu eða í fyrirtækjum, þar sem verið er að níðast á starfsfólki.

Já, ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft mikinn áhuga á kosningum í stjórnir lífeyrissjóða, enda hefur maður til þessa ekki haft áhyggjur af því, þar sem stjórnir og starfsmenn ríkissjóða hafa verið að gæta hagsmuna eigenda mjög vel.

Sú skoðun kann að breytast eftir þessa helgi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.10.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband