Íslensk ríkisskuldabréf í stað öruggra eigna í erlendum gjaldmiðlum?

Viðtal var við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, í fréttatíma RÚV í kvöld.

Þar talaði Hrafn fyrir sölu öruggra eigna lífeyrissjóðanna erlendis í skiptum fyrir íslensk ríkisskuldabréf í "öruggum" íslenskum krónum. Hann sagði að þetta væri góður tímapunktur til að flytja eignir lífeyrissjóðanna heim, þar sem gengi krónunnar væri hagstætt.

Hvað finnst ykkur landsmenn góðir um þessa fullyrðingu framkvæmdastjórans. Hvernig stendur á að slíkar ákvarðanir er hægt að taka fyrir tugi þúsunda greiðenda í lífeyrissjóði.

ER ÞETTA EINNIG FÉ ÁN EIGENDA, SEM EINHVERJIR MENN ÚTI Í BÆ ERU AÐ RÁÐSTAFA AÐ EIGIN VILD EÐA AÐ VILD EINHVERRA ANNARRA MANNA ÚTI Í BÆ?

HVAÐ MEÐ OKKUR EIGENDUR PENINGANNA, HVERSVEGNA HEFUR ENGINN ÁHUGA Á OKKAR SKOÐUN?


mbl.is Fororðið að tryggja sparnað landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað verður um sjóðsfélaga ef þetta verður ekki gert? Heldurðu að þú segjir við sjálfan þig: ja, ég á allavega góðan sjóð þegar Ísland er farið á hausinn? Sjóðsfélagar eiga það allir (amk 99%) sameiginlegt að eiga hag í að Ísland standi vel. Bankarnir eru hjartað í efnahagslífinu. Ef þeir fá ekkert fé, þá er það eins og kransæðastífla. Fyrirtæki fá engin aðföng og framleiðsla gæti lamast. Jafnvel útflutningurinn gæti lamast við verstu hugsanlegu aðstæður. Jafnvel 50% atvinnuleysi á landinu. Það er skylda manna að ná sátt um þetta.

Hjalti Valþórsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband