Allt í fína

Ég minni á hugtakið, sem vinur minn Snorri Magnússon, formaður Landssambands Lögreglumanna, fann upp: kreppugalsa.

Ég er alhaldinn kreppugalsa og segi: allt í fína.

Ríkið er skuldlaust og þarf eiginlega ekki á lánum að halda, þ.e.a.s. ekki á framlengingarlánum eða víxlum. Auðvitað verðum við þó að borga til baka yfirdráttinn, sem við erum að taka v/lánsins til KB banka og hugsanlega verður einhver kostnaður v/yfirtöku Landsbankans og Glitnis og sameiningar þeirra? Ríkisbúskapurinn er sem sagt eiginlega allt í fína. Viðskiptajöfnuðurinn er að jafna sig og verður brátt hagstæðari en hjá Kína, þ.e.a.s. hlutfallslega og miðað fólksfjölda (hef alltaf elskað þennan frasa). Íslenska efnahagslífið - að bankaiðnaðinum undanskildum - er einnig alveg í lagi.

Bankarnir þurfa á lánum að halda, en verða að halda sig við innlent lánsfé til að lána. Það mun enn lækka verðubólguna og þensluna og brátt koma okkur niður í 1-2% verðbólgu (erum strax farin að uppfylla Schengen skilyrðin).

Við munum upplifa mjög mikla kreppu og uppsagnir í byggingaiðnaði. Uppsagnir eru næstum óumflýjanlegar, nema að við gerum eitthvað sniðutg eins og:

að virkja og byggja upp stóriðju eins og andskotinn sé á eftir okkur ...

Þetta mun veita mörgum atvinnu og auka útflutningstekjur okkar svo um munar!

Síðan gleymdi ég leynivopninu:

ANDRI SNÆR (hugmyndir úr Draumalandinu) & BJARNI ÁRMANNS (Maraþonhlaup, falleg greiðsla og fallegt og heiðarlegt bros) - báðir tveir tengdasynir Íslands frá því í fyrra.

Núna eru þeir og hundruðir annarra gróðpunga víst komnir til Noregs í FJELLHYTTE byggð. Öruggar heimildir segja mér að íslenskir fjárglæpamenn séu þar búnir að koma upp pólitískum Fjellhytte flóttamannabúðum með hjálp og á kostnað norska ríkisins. Sumir halda því jafnvel fram að norska ríkið borgi sálfræðiaðstoð fyrir þá vegna eineltis og ofsókna, sem þeir hafa orðið fyrir hér á landi. Þeir hafa alltaf tekið vel á móti flóttamönnum, blessaðir Norðmennirnir. Síðan fáum við þessa kauða framselda einn af öðrum, þegar við erum búin að rannsaka mál þeirra.

Tveir ofangreindir verða allavega ekki í vandræðum - auk annars vinstra öfgaliðs - að finna aðrar og betri lausnir á öllum hlutum.

Allt þetta útrásarlið hefur komið slæmu orði á kapítalismann og sumir einnig á Sjálfstæðisflokkinn.

Að auki munum við Íslendingar innan skamms sækja um ESB aðild, sem mun styrkja ímynd okkar erlendis auk þess að styrkja íslensku krónuna.

Þetta og sterkur "infrastrúktúr", sterkar framtíðarhorfur landsins varðandi orkuöflun og stóriðju, ESB aðild og okkar almenni frábæri dugnaður og framtakssemi mun stytta þessa kreppu niður 1-2 ár.

Síðan komum við sterkt inn aftur!

 


mbl.is S&P lækkar lánshæfiseinkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband