95% þjóðarinnar vantreysta Fjámálaeftirliti, Seðlabanka ...

Líkt og líklega 95% þjóðarinnar vantreysti ég Fjármálaeftirliti, Seðlabanka og ríkisstjórn Íslands aðeins um þessar mundir. Stjórnvöld, sem leyfa erlendum skuldum bankanna að vaxa í að vera 1500% af þjóðarframleiðslu landsins, hljóta að vera frekar sjaldgæf. Ég er handviss um að Seðlabanki Evrópu hefði ekki leyft Íslendingum slíka vitleysu værum við í myntbandalaginu. Þeir fylgjast náið með efnahagslífi aðildarríkja myntbandalagsins m.t.t. til verðbólgu, erlendra skulda ríkisins og viðskiptabanka, ríkisbúskapsins, viðskiptahalla o.s.frv. Ég geri ráð fyrir að Evrópski seðlabankinn fylgist einnig með því, hvort aðildarríki myntbandalagsins séu borgunarmenn fyrir skuldum sínum? Finnst ykkur það ekki einnig líklegt? Kannski þurfum við bara einhvern, sem fylgist með okkur? Sérstaklega ef maður lítur til sögu landsins síðan við eignuðumst okkar eigin gjaldmiðil.

Vandamál okkar er eflaust margþætt, en við mér blasa aðallega við tvö vandamál. Það hefur verið skrúfað fyrir lánalínur (gjaldeyrislínur) til landsins, sem veldur því að bankarnir geta ekki endurfjármagnað sig. Við þetta þurrkast upp allur gjaldeyrir á gjaldeyrismarkaði vegna þess að bankana vantar gjaldeyri til að borga til baka lánin sín og til að selja fyrirtækjum og einstaklingum gjaldeyri, sem annaðhvort stunda viðskipti við útlönd eða eru á leiðinni erlendis. Gjaldeyrir hækkar því í verði í samræmi við markaðslögmálin. Það eykur enn verðbólguna og er í dag það eina sem kyndir undir verðbólgubálinu, þar sem eftirspurn innanlands er líklega dottin niður.

Ég spyr því eins og fáviti: myndi það engu breyta ef við værum með evru í gangi hér og borguðum okkar skuldir með þeim. Væri ég þá með blandað gjaldeyrislán á bílnum mínum og margir aðrir (ekki ég) með gjaldeyrislán á húseignum sínum, sem hafa hækkað um 50-60%? Nú erum við með 20% verðbólgu, sem er drifin af gengisfalli krónunnar.

Er eitthvað annað land með slíka verðbólgu vegna 50-60% verðfalls síns gjaldmiðils. Myndi það engu breyta fyrir bankana ef ég greiddi þeim húsnæðislán og bílalán til baka í evrum - væri róðurinn ekki einfaldari. Gætum við ekki þá borgað innflutninginn okkar með evrum? Myndi ég ekki borga í Bónus með evrum, sem myndi greiða heildsalanum með evrum, sem greiddi birgjunum úti með evrum.

ER ÉG SVONA HEIMSKUR EÐA MYNDI EVRA EKKI EINFALDA ÞETTA FERLI AÐEINS?

Annað. Hversvegna á Evrópski seðlabankinn að hjálpa okkur? Við erum ekki í myntbandalaginu og ekki einu sinni í ESB. Við höfum einmitt sýnt hroka gagnvart aðild að ESB og talið okkur of góða fyrir sambandið. Nefnið mér eina góða ástæðu. Lönd ESB hafa ekki ákveðið aðgerðir sín á milli, ok! En myndu þau ekki hjálpa aðildarríki ESB eða myntbandalagsins, ef allir bankarnir væru komnir á hausinn og þjóðin á barmi gjaldþrots, með skuld upp á 15 falda þjóðframleiðslu sína?

ÉG HELD ÞAÐ NÚ! 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband