12.10.2008 | 23:27
Þvílík flétta - tær snilld Árni og félagar
Í stað þess að níða skóinn af Árna Mathiesen í Washington ætti fólk að gera sér grein fyrir því að Árni er í raun með fjöregg þjóðarinnar í höndum sér.
Og hverjum öðrum en 1. þingmanni Suðurlands og fjármálaráðherra er betur treystandi fyrir slíku verkefni?
Þetta með lánið frá Rússum, ferð á þriðjudaginn til Moskvu, fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, gjaldþrot bankanna hér heima, fund G-8, fund 15 ríkja ESB, yfirlýsingar Gordons Brown, mér sýnist allt ganga í sömu átt og þvílíkt "tæming":
Við öll og Guð elskum Ísland og það mun aldeilis rætast úr þessu hjá okkur!
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin er skelfingu lostin, og treystir ekki manninum sem er að semja fyrir okkur. !
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.10.2008 kl. 23:31
Af tvennu illu er betra að senda Árna en meðlimi í Breska Verkamannaflokknum
Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 23:42
Þú ert að grínast væntanlega, eða þú ert blindur eins og kettlingur og ættir að lesa þig betur til.
Það er stærra samhengi í þessu öllu.
Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð. Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar.
Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fá að lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.
Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.
Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund
Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF. Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum fátæktar og skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2008 kl. 23:45
Nú mun koma í ljós hvað átt er við þegar talað er um "hrossalækningar" sem hugtak notað um hroðviknislega handabaksvinnu og klúður til að klóra yfir skít. Og þeir sem stunda slíkar lækningar eru vanhæfir á alla enda og kanta og dýralæknisfíflið í ríkisstjórninni er skólabókardæmi um slíkt fífl auk þess sem hann er skítmokari og rassasleikja Björns Bjarnasonar og Ceaucescus Oddssonar í Bleðlabankanum. Að eiga örlög sín í höndum slíks fábjána á engin skilið.
corvus corax, 13.10.2008 kl. 00:08
minnstu ekki á það nema hágrátandi maður ! hann er vonandi búinn að fá sér nýja orðabók :)
Sævar Finnbogason, 13.10.2008 kl. 00:25
Ég er mjög skeptískur á IMF aðstoð. Hvaðan kemur allt í einu áhugi Japana á okkar málum allt í einu. Ég veit bara það að mikið hefur verið talað um að þessir vogunarsjóðsglæpamenn hafa verið að starfa frá lágvaxtalöndum eins og Japan og Sviss, dælandi peningum í hávaxtasvæði eins og Ísland. Þetta er einhverjir helvítis peningabraskarar sem vilja fá íslensku þjóðina til að skuldbinda sig og næstu tvær kynslóðir til að borga fyrir þessar helvítis svikamyllur sínar, breta og bandaríkjamanna. Fari það til fjandans allt saman, ég segi eins og Ragnar Önundarson sagði, við bara einfaldlega neitum að greiða þetta að sjálfssögðu og síðan förum við bara í árabátana og róum til fiskjar þar til allt þetta helvítis bankaóveður líður yfir.
Við samþykkjum ekki neina helvítis Versaille skilmála.
Við höfnum slíku rugli ef það er boði, þiggjum frekar þetta lán frá Rússum ef það er án skilyrða og förum síðan að drulla okkur í Evrópusambandið og tökum upp evruna eins og við eigum að hafa gert fyrir löngu síðan
Jón Gunnar Bjarkan, 14.10.2008 kl. 04:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.