Til hughreystingar fyrir þá sem misst hafa vinnuna!

Tvisvar sinnum á ævinni hef ég orðið atvinnulaus. Í annað skiptið sagði ég sjálfur upp, af því að ég var ekki sáttur við þau verkefni, sem mér höfðu verið falin. Á þessum tíma var ég óperusöngvari og var titlaður 1. lýríski tenór Óperunnar í Kíl í Þýskalandi. Ég hafði í fjögur ár farið með öllu stærstu lýrísku hlutverkin, en fékk svo ekki eitt lýrískt hlutverk af því að óperustjórinn ákvað að gefa kollega mínum, sem til þessa hafði sungið hafði smáhlutverk, hlutverkið. Það var ekki aðeins að ég sá að sá söngvari myndi aldrei ráða við hlutverkið, heldur sá ég einnig að ég myndi brillera í því og að ég þurfti á þessu hlutverki að halda í mína hlutverkaskrá (fr./þ./e. Repertoire). Nú tenórinn söng aldrei nema eina sýningu af þessu og síðan var ráðinn gestasöngvari fyrir mikinn peninga. Nú aðeins tveimur mánuðum eftir að ég sagði upp, var óperustjóranum - sem allir voru orðnir þreyttir ár eftir mikið að röngum ákvörðunum - sagt upp. Þegar nýi óperustjórinn sá að mín staða var laus, réði hann kunningja sinn í hana - eins og títt er.

Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, en ákvað að flytja til Trier í Suður-Þýskalandi, þar sem söngkennarinn bjó. Ég flutti allar eigur fjölskyldu minnar sjálfur úti í flutningabíl og ók sem leið lá 750 km. til Trier, sem var 10-12 tíma ökuferð. Um miðnætti þegar ég kom, var miði á hurðinni frá Óperunni í Trier, þar sem ég var spurður, hvort ég kynni ekki óperu "Cosí fan tutte" eftir Mozart í nýju "Bärenreiter" útgáfunni? Ef svo væri ætti ég að koma og syngja allt hlutverkið fyrir hljómsveitarstjórann kl. 10.00 daginn eftir. Ég var fyrstur í heiminum til að syngja þá útgáfur og dauðþreyttur söng ég fyrir hljómsveitarstjóran og óperustjórann og tókst mjög vel upp. Hljómsveitarstjórinn var mjög hrifinn og bauð mér hlutverkið og tvö önnur hlutverk til viðbótar! Vetrinum var reddað og ég var ekki einu sinni búinn að koma mér fyrir í nýju íbúðinni. Til viðbótar við þessi hlutverk fékk ég síðan að syngja nokkrar sýningar í Töfraflautunni á mínum gamla vinnustað í Kíl, þar sem ég skildi ekki við í neinu fússi, heldur í góðri sátt við Guð og menn. þegar upp var staðið þénaði ég meira en veturinn áður og hafði mikið meiri frí, þ.e.a.s. tíma með fjölskyldunni, sem aldrei hafði gefist tími fyrir.

Reynslusagan frá Íslandi er öðruvísi. Vegna frjókornaofnæmis dró ég saman seglin í söngnum og flutti heim. Áður hafði ég lokið einhverju "pungaprófi" í ferðamálafræðum og fékk sumarvinnu á ferðarskrifstofu, sem ég missti um haustið, en fyrir tilviljun og heppni komst ég strax í tollinn á Keflavíkurflugvelli. Síðan, rétt eftir að ég var búinn með tollskólann, var ég ráðinn aftur á sömu ferðaskrifstofu sem sölustjóri. Allt gekk vel og með gífurlegri vinnu og fórnfýsi mér tókst að snúa miklum hallarekstri á minni deild í ágætis hagnað. Hvernig var mér launað? Jú, með því að mér var sagt upp og sonur forstjórans - nýútskrifaður viðskiptafræðingur, sem ekki fékk vinnu - var troðið í starfið og mér var meira að segja skipað að koma honum inn í starfið. Þetta var gífurleg niðurlæging.

Ég var atvinnulaus óperusöngvari og ferðaskrifstofumaður og þetta var í september 2001 (hryðjuverk, New York/engir ferðamenn). Verra gat það ekki orðið (við áttum eftir að sjá: bankastarfsmaður í október 2008). Ég sá fyrir mér að missa íbúðina, sem ég var nýbúinn að kaupa og lenda á götunni. Ég missti samt ekki vonina. Gömul vinkona mín og fyrrverandi mágkona, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, hringdi í mig og í sameiningu skipulögðum við söngnámskeið, sem gengu ágætlega. Ég fékk því að hluta til atvinnuleysisbætur og að hluta til námskeiðspeningana og veturinn reddaðist ágætlega. Enn og aftur hafði ég tíma fyrir börnin og tíma til að finna mig. Ég ákvað að klára BA námið í Þýsku í Háskólnum og stefna á framhaldsnám. Þremur mánuðum seinna var ég síðan kominn aftur í tollinn, þar sem ég hef haldið mig síðan. Aðeins tveimur árum seinna var ég settur deildarstjóri á tollskrifstofu tollstjórans á Suðurnesjum og ári síðar skipaður í sama embætti. Ég klárai BA prófið í Þýsku og meistargráðu í opinberri stjórnsýslu - allt eins og planað!

Hvað er hægt að læra af þessum sögum - þ.e.a.s. ef einhver hefur nennt að lesa þetta?

Jú, að þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar! Maður má aldrei missa vonina - aldrei, aldrei - heldur berjast áfram eins og ljón!

Eins og Þjóðverjinn segir:

"Wo ein Wille, ist ein Weg", sem útleggst í þýðingu minni: "Hvar vilji finnst, er leið!"


mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Where there is a will, there is a way - ég hefði náð því, en þýskan er hins vegar ein af þessum útlenskum sem ég hef ekki náð á mitt vald. En kannski verður harðræði næstu mánaða til þess að mér takist það.  Svo á ég líka ítölskukennslunámskeið sem ég hef ekki klárað að fara í gegnum.... svo maður getur haft nóg að gera í atvinnuleysinu - spurningin er bara hversu vel manni tekst að framfleyta sér.....

En það er alveg satt hjá þér - ef maður gætir þess að leggjast ekki í eymd og volæði og reynir að bjarga sér eftir bestu getu þá leggst manni alltaf eitthvað til. Eins og mottó íslendinga hefur ævinlega verið: Þetta reddast!!

Björg Árnadóttir, 25.10.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband